Tíminn - 08.07.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.07.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 8. júlí 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Skrrfstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavík Síml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1368,- , verö I lausasölu kr. 125,- Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þjóðarsátt formælt Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík hefur löng- um gegnt lykilhlutverki í íslenskri verkalýðshreyf- ingu og verið sá brimbrjótur sem á mæddi, þegar í odda skarst í baráttunni um brauðið. Nú gera launþegahreyfingin og atvinnurekendur með sér samkomulag um sameiginlegar kröfur á hendur ríkissjóði og kalla kjarasamninga þegar sam- an gengur. Stjórnvöld þykjast hafa himin höndum tekið, þegar svona samningar eru gerðir, og kalla þjóðarsátt. Eftir síðustu samninga við aðila vinnumarkaðarins hælist forsætisráðherra um og segir þá marka tímamót og að vinnufriður sé tryggður um sína daga í stjórnar- ráðinu. Ekki eru allir jafnánægðir með þau kjör, sem samið var um í þjóðarsátt Davíðs Oddssonar og höfuðpaura atvinnurekenda og launþega. Formaður Alþýðusam- bands Norðurlands hefur látið þung orð falla um hve slælega var staðið að verki af hálfu launþegasamtak- anna og nú er forystulið Dagsbrúnar farið að byrsta sig svo heyrist um allt þjóðlífið. Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, segir umbúðalaust í viðtali við Tímann að segja eigi þess- um samningi tafarlaust upp og láta hann renna út um áramótin næstu. Hann telur fráleitt að verkalýð- urinn bindi sig allt þetta og næsta ár í því ástandi sem við blasir. Um áramótin verða 700 félagsmenn Dagsbrúnar at- vinnulausir, að áliti forystumanna félagsins, en sam- svarandi tala var 500 um síðustu áramót. Hér þarf að spyrna við fótum og fer Halldór Björnsson ekki dult með álit sitt á ástandi verkalýðshreyfingarinnar: „Mér finnst þetta vera fyrst og fremst djöfuls aum- ingjaskapur. Við erum alls staðar á undanhaldi hvert sem litið er. Bæði félags- og kjaralega séð er þetta allt á undanhaldi. Ég held að þetta séu syndir sem hafa verið að hrúgast upp.“ Ennfremur: „í góðærinu höfðu menn svo mikla yfirtíð að þeir gleymdu sér í helvítis gullgrafaraæðinu. Síðan þegar á móti blæs detta menn niður á berstrípaða taxtana 40-50-60 þús- und krónur á mánuði." Strípaðir láglaunataxtar, sem ekki er hægt að fram- fleyta sér á, og fjöldaatvinnuleysi með bótum við ör- birgðarmörkin er sú framtíð sem blasir við þúsund- um fjöískyídna. Allt það fólk, sem þannig er ástatt fyrir, hefur engu að tapa þótt einhver áhætta sé tekin til að knýja fram skárri kjör. Stjórnvöld geta vel kallað ástandið þjóðarsátt og að minnsta kosti einhverjir af aðilum vinnumarkaðarins eru hæstánægðir með þann „vinnufrið", sem hún á að tryggja langt fram í tímann. En það verður engin sátt í þjóðfélaginu, ef hópar fólks á örbirgðarmörkum eiga að draga fram lífið á kauptöxtum og atvinnubót- um, sem minna öðru fremur á kreppuna miklu á fyrri hluta aldarinnar. Hámenntað og mikið tæknivætt þjóðfélag nútím- ans, með einhverja mestu framleiðni og þjóðartekjur sem mælast, getur ekki leyft sér þá gífurlegu mis- munun lífskjara, sem blasa við þeim sem minna bera úr býtum, en eru hulin sjónum þeirra sem betur mega. Það er þetta sem Dagsbrúnarkarlarnir sjá og skynja og hafa nú fullan hug á að koma skilaboðum um áleiðis til þeirra sem skammta frelsi og brauð. - Garri minnistþess að eitt sinn eft- ir undirskrift kjarasamnings, sem kannski mætti kalla annan í þjóð- arsátt, spurði blaðamaður á Tínv anum þáverandi forseta ASÍ spum- ínga, sem efnislega voru á þá leið hvort verkalýðshreyfingin væri orðin að brauðfættum risa sem nennti varla lengur né gæti samið um kaup sem hægt væri að skrimta af, en léti meðlimum sín- um sjálfum eftir að lemjast f prívat- Scjarasamningum, hver á sínum vinnustað. Jafnframt var forsetinn spurður um hvort honum fyndist hann ekki vera í hálf geðklofosýkislegri stöðu að vera fyrir hönd launþega að rexa í því við stjómvöld að lækka vexti og vaxtamun, en sitja samtímis í stjóm banka sem ætti líf og hagsmuni undir því að hafo sem hæsta vexti og mestan vaxta- mun. Þetta þótti forsetanum vera afer heimskulega spurt og lýsa engu öðru en fordómum miklum og auiahætti gríðarlegum hjá spyrj- anda og blaði hans. Forsetinn tí- undaði síðan mörg viturleg rök fyrir því hvað hreyfingin væri sam- heldin, sterk og áhrifamikil í þjóð- felagsmótuninni og hvað hún gætti vel hagsmuna þegna sinna, ekki hvað síst í vaxtamálum. Pað síðastnefrída gerði hún einmitt með því að hafo forseta sinn í sbóm einkabanka. Öliu þessu hjali og gáfulegum út- skýringum forsetans hefur Garri löngu gleymt og finnst reyndar sem aldrei hafi fengist neitt svar af viti — síst af öllu um þetta með geðklofasýkina. Nú er þessi forseti ekki lengur verkalýðsrekandi, heldur er hann orðinn einn stjómenda þess banka sem nú tekur hæsta útlánavexti af Hann virðist ekkert botna í því að verkalýðsstjórar hafa gengist inn á frjálsa verðlagningu og þá trúar- viðskiptavinum sínum, sem er ís^ lensk alþýða að stórum hluta. í hinum gamla stól hans situr nú mikill sjóðastjóri og talsmaður þeirra sem eitt sinn vom netrídir uppmælingaaðall. Hinn nýi forseti hefur nýlega gert kjarasamninga fyrir hönd umbjóð- enda sinna og ekki hækkuðu launataxtamir við það. Nú er hins vegar engin þensla: öll yfirvinna er dottin niður, gengið fellur, allt hækkar og órói hjá taxtalaunþeg- um fer vaxandi, enda hafo þeir engu að tapa lengur. Forsetinn virðist ekki botna neitt í neinu og reynir að halda andlitinu með því að reyna að stela verðlagseftirlitinu frá Dagsbrún, meðan það bregður sér f sumarfrí. setníngu að samkeppni stiili verð- lagi á vömm og þjónustu í hóf á ís- landi og æpir um það að bflar hafi hækkað meir en hann vildi. Garri bendir forsetanum á að leita fyrir sér á markaðnum og reyna að finna umboðsaðila bíla sem ekki hefur makað krókinn á gengisfelt- ingunni, þurfi hann að fó sér nýjan Meðan verkalýðsstjórinn botnar ekki meira en þetta í þörfúm taxta- fólksíns og heldur að það sé helst að kaupa sér nýjan bíl, þá á Garri ekki von á því að hann botni meira í vaxandi óróa innan ASÍ og því sem rekur Dagsbrúnarmenn út í að segja sig úr samfloti með sam- tökunum. Kr það sem Garra sýnist, að brauðfætur ASÍ-risans hafi bragðisthonum og hann sé fallinn um koll og geti sig ekki hrært? Garri Hraklegar aðfarir Vel má halda því fram að það sé að bera í bakkafullan lækinn að fara enn einu sinni að skrifa um gjaldþrot, sem er eitt höfuðvið- fangsefni fjölmiðlunarinnar hin síðari ár. Því er til að svara að gjaldþrotum fjölgar og þau verða sífellt stærri og glæsilegri. í ár em gjaldþrot í Reykjavík helmingi fleiri en í fyrra og er það út af fyrir sig eitthvað til að tala um. Fallít stórfyrirtækja er alþjóð- legt fyrirbæri, þótt íslendingar standi öðmm þjóðum framar í því sem öðmm efnum. Aðal- munurinn er sá að á íslandi ber enginn ábyrgð á gjaldþrotum fyrirtækja og eigendur þeirra og stjómendur ganga sem stór- eignamenn út úr þrotabúunum. Stjómendur lánastofnana, sem tapa milljörðum á milljarða ofan á gjaldþrotum skuldunautanna, ém sömuléiðis fúllkómlega stikkfrí og dettur engum í hug að væna þá um að vera þeir verald- arinnar aular sem þeir bersýni- lega em. Ábyrgðin eina og sanna En til em þeir sem bera full- komna ábyrgð á þeim skuldum, sem þeir geta ekki staðið skil á, og er lítil miskunn sýnd þegar sýslumannsembætti, fornfræg að endemum, ganga erinda lán- ardrottna og gera eigur þeirra, sem minna mega sín, upptækar. Gjaldþrot einstaklinga og nauð- ungarsölur á eignum þeirra em oftast til komin vegna kröfu op- inberra aðila, svo sem gjald- heimtumanna og annarra mkk- ara meira og minna opinberra sjóða og stofnana. Ef einhverjar eigur em skráðar á þá þrotamenn sem auðveldast er að ganga að, em það heimili þeirra. Þau em hiklaust seld nauðungarsölu og oft langt und- ir markaðsverði. Ekki er spurt að fjölskyldustærð eða öðmm aðstæðum þegar heimili em tekin af fólki með valdi. Eina sjónarmiðið sem ræður, er að lánardrottnar fái sitt og svo er náttúrlega ágætt ef ein- hver getur hagnast á því að fá eignir þeirra heimilislausu fyrir slikk. Einhver klásúla mun vera til í lögum um að þrotamenn fái að Vítt og breitt halda ívemfötum sínum og sængurfatnaði, þegar réttvísin tekur aðrar eigur þeirra að sér. Ógeðfelldar hótanir Nauðungamppboðin og sffelld- ar hótanir sjóða og lögmanna um að hirða heimilin af fjöl- skyldum er ógeðfellt athæfi, sem varla mun eiga sinn líka í lönd- um sem teljast réttarríki. Lögbirtingablaðið er orðið að átta síðna dagblaði, sem í er lítið annað en hótanir um eignaupp- töku á heimilum, oft vegna lítilla skuldaupphæða. Þá em þar til- kynningar um gjaldþrotakröfur og -skipti. Virðingin fyrir einstaklingum og réttindum hans er í full- komnu lágmarki hjá þeim aðil- um, sem stjórna því að hótanirn- ar og úrskurðimir em auglýstir með nöfnum, heimilisföngum og kennitölum sem em orðnar allra eign samkvæmt lagaboð- um. Þegar þessar hraklegu aðferðir duga ekki til að ná aurunum af þeim, sem ekki geta staðið í skil- um, em heimilin veðsett, ef þau em það ekki fyrir, og seld ofan af fólki. Rukkumm og embættis- mönnum kemur það ekkert við hvað af fjölskyldunum verður. Væri ráð fyrir áhugafólk um mannréttindi að kynna sér hvort svona aðfarir samrýmast borg- aralegum réttindum og vemd heimila og fjölskyldna í þjóðfé- lögum sem kenna sig við lýð- ræði. íslensk löggjöf og dómstól- ar em berir að því að hafa lítinn skilning á því í hverju réttindi einstaklinga felast og em eins og þursar frá fyrri öldum, þegar þeir þurfa að verja gjörðir sínar fyrir mannréttindadómstóli í útlönd- um. Lánastofnanir og harðúðugir sýslumenn bíta höfuðið af skömminni, þegar gengið er áð eigum fólks sem ekki skuldar neitt, en hefur ljáð nafrí sitt á pappíra sem aðrir slá lán út á og standa svo ekki í skilum. En óá- byrgar lánastofnanir heimta tryggingar af svona tagi til að þurfa ekki að taka neina áhættu í lánastarfseminni. Mætti líka athuga hvort svona háttalag tíðkast hjá lánastofríun- um sem bera einhverja virðingu fyrir eigin starfsemi og fyrir áreiðanleika og greiðslugetu við- skiptavina sinna. Ef það er sérstaklega í verka- hring opinberra lánastofnana og embætta að rústa heimili með hótunum og eignaupptökum, hlýtur að fara að koma að því að fólkið í landinu fari að hugsa sinn gang og spyrja hvað það er alltaf að kjósa yfir sig. OÓ 7T-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.