Tíminn - 14.07.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.07.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. júlí 1993 Tíminn 5 Aðalgolr Kris^ánsson: Endurrelsn Alþlngls og þjóðfundurinn. Sögufélag 1993. 461 bls. Tímabilið frá því Baldvin Ein- arsson hóf útgáfu Ármanns á Al- þingi árið 1829 og fram til loka þjóðfundar, f ágústmánuði 1851, hefur löngum vakað f hugum manna sem eitt rómantískasta skeið íslandssögunnar. Þetta var mikið átakaskeið f stjómmálum norðurálfunnar og hrikti svo um munaði í stoðum Danaveldis. í Kaupmannahöfn voru starfandi ýmsir þeirra, sem íslendingum hefur síðar verið tamt að líta á sem helstu forvígismenn sjálf- stæðisbaráttunnar: Baldvin Ein- arsson í upphafi tímabilsins og síðar Fjölnismenn og Jón Sig- urðsson, svo aðeins örfáir séu nefndir. Þá ber enn að hafa í huga, að tíminn var íslendingum hall- kvæmur, a.m.k. fram til 1849. Þeir nutu góðs af frelsisvindun- um, sem blésu um álfuna, og Kristján konungur VIII. var þeim velviljaður. Að vissu leytá má þó segja, að á sama hátt og frelsis- bylgjan, sem hófst með júlíbylt- ingunni í Frakklandi árið 1830, átti sinn þátt f því að íslendingar endurheimtu Alþingi, hafi útfall- ið frá febrúarbyltingunni 1848 orðið þess valdandi að þjóðfund- urinn 1851 fór út um þúfur. ís- lendingum auðnaðist ekki að fá lausn mála sinna f tfma og þegar að því kom að þau skyldu af- greidd, voru danskir ráðamenn orðnir uppteknir af málefnum Slésvíkur og óttuðust að allar til- slakanir við íslendinga yrðu túlk- aðar sem fordæmi í hertoga- dæmunum og yrðu þannig vatn á myllu aðskilnaðarsinna þar. Af þeim sökum kúventu dönsk stjómvöld í málefnum íslend- inga, frestuðu þjóðfundinum og lögðu loks fyrir hann frumvarp, sem íslendingar gátu engan veg- inn sætt sig við. Hér er ekki rúm til þess að rekja efni þessa yfirgripsmikla rits í smáatriðum. Það fjallar, eins og nafnið bendir til, um aðdragand- ann að endurreisn Alþingis árið 1843, um stjómmálasögu íslend- inga og Dana á 5. áratug 19. ald- ar, um þjóðfundinn, aðdraganda hans og eftirmál. Fáir núlifandi menn munu jafn vel í stakk bún- ir til að rita sögu þessa tímabils og dr. Aðalgeir Kristjánsson. Auk bóka og tímaritsgreina hefur hann gefið út bréf og aðrar heim- ildir frá þessum tíma og er gjör- kunnugur skjala- og handrita- söfnum hér heima og í Dan- mörku. Það nýtir hann sér til hlítar við samningu ritsins og hygg ég að hann hafi enga heim- ild látið ókannaða sem máli skiptir. í heimildaskrá er þó að- eins getið þeirra heimilda, sem vitnað er til í texta, og er það í sjálfu sér eðlileg vinnuaðferð, ella er hætt við því að heimilda- skráin hefði orðið alltof viðamik- il. Um fá tímabil íslenskrar sögu hefur jafn margt og mikið verið ritað og það sem hér er til um- fjöllunar. Af þeim sökum var þess ef til vill vart að vænta að margt nýtt kæmi fram í þessu riti, að höfundur reiddi fram fyrir les- endur staðreyndir, sem ekki voru kunnar áður. Þetta tekst þó Aðal- geiri að vissu leyti. Þeim, sem kunnugir eru sögu íslands á 19. öld, mun að sönnu fátt koma á óvart af því sem segir um athafri- ir íslendinga, en á hinn bóginn er hér ítarlegar fjalláð en áður hefur verið gert f íslenskum rit- um um afstöðu danskra stjóm- valda til íslands og íslenskra mál- efna á tímabilinu 1830/1851. Og þama er einmitt komið að því sem ég tel mesta fenginn við þetta riL Hingað til hefur ís- lenskum fræðimönnum hætt til þess að fjalla ftarlega um málin frá íslensku sjónarhomi, en ekki gætt þess að hyggja nægilega að samhenginu við það sem var að gerast í Danmörku, hver áhrif þróunin þar og jaftivel víðar í álf- unni hafði á afstöðu danskra stjórnvalda til íslands og þá um leið á gang mála hér heima. Aðal- geir fjallar á hinn bóginn ítarlega um þróunina í Danmörku og tekst þannig að varpa ským ljósi á atburðarásina, þannig að hún verður öll skiljanlegri og skýrari en áður. Frásögnin af því sem gerðist eft- Aöalgeir Kristjánsson. ir þjóðfundinn er og athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Mörgum kemur vafalaust á óvart hve litlar þakkir Trampe stiftamtmaður hlaut hjá yfirboðumm sínum í Danmörku fyrir framgöngu sína á fundinum, en hitt þykir mér forvitnilegra, hve miklu jarð- bundnari og raunsærri landar hér heima vom en t.d. ýmsir vopnabræður þeirra í Dan- mörku. Hér heima vom menn á einu máli um að ekki þýddi að sýta það þótt þjóðfundurinn hefði farið út um þúfur; menn yrðu að þjappa sér saman og berjast fýrir efnahagslegum framfömm, þá kæmi stjómmála- legt frelsi í kjölfarið. Minnir þetta að sínu leyti á valtýskuna tæpri hálfri öld sfðar. íslenskri sagnfræði er tvímæla- laust mikill fengur að þessari bók. Hún er skýrt og nákvæmt yfirlitsrit yfir eitt þýðingarmesta skeiðið í sögu okkar. Höfundur- inn er handgenginn heimildum sínum og nýtir þær til hlítar. Þess nýtur lesandinn og þá ekki síður hins að bókin er ljómandi vel skrifuð og allur frágangur með ágætum. Jón Þ. Þór Þorsteinn Antonsson: Gaman og Spaugstofumenn sjónvarpsins hafa verið atkvæðamestir þjóðmálagagn- rýnendur undanfarinna ára. Fyrir tilstilli myndmiðilsins, forðunartækni og ágætra eftirherma er gengið skrefmu lengra í þjóðlegum skopfærsl- um, persónum málsmetinna manna beinlínis stolið frá þeim og þær látn- ar þjóna í leikþáttum. En til hvers er ætlast af Steingrími með glettilega góðri eftirlíkingunni? íslensk fyndni er ómarkviss og gróf. Oft er hún fáránleg, stund- um ekkert umfram að vera aula- legir útúrsnúningar, hæpnir orðaleikir. Allt of oft er hún til þess eins fallin að létta á þreytu- drunga þess sem öllu skipar á pólitískar línur sem mætast í hagtölum. Týpur sem hún skap- ar verða einfaldlega leiðinlegar fjarstæður á endanum án þess að til nokkurrar frekari alvöru dragi. Ragnar okkar Reykás var samnefnari fyrir íslensk skap- gerðareinkenni sem engin önnur leið er að bregða sér undan en skopast að þeim; skrípaútfærslur eftirherma á stjómmálamönn- um gera okkur hægara um vik að þola málróf þessara manna hversdagslega. En hvers vegna? Og í öðru lagi: Er hægt að lag- færa þá annmarka sem háðið dregur fram fyrir allra sjónir? Að spyrja um það þykir jaðra við húmorsleysi. Islensk fýndni er svo lítið félagsleg sem hægt er að komast af með. Oftast mætir þrek þreki undir réttarvegg að hætti einyrkjanna, snúss og vasapeli, karlalæti og búið. Við íslendingar væntum þess að gamansemi þess útsjónarsam- asta geti náð til alls, rétt eins og leiðindi séu óyfirstíganleg lffs- raun, og ekki umræðuhæf öðru vísi en fyrir þessar vendingar. Undirlæg er hræðsla einyrkjans við að taka sjálfan sig alvarlega frammi fyrir yfirvaldi. Svo lengi hafði þjóðin ekki ráð á annars- konar gagnrýni en skoþfærsl- unnar og svo mikil er nauðsyn hennar að notast við hið gallaða og ófullburðuga, en fleygja því ekki eða læra á annað betra. Og vissulega er lífið stundum leiðinlegt, þótt ekki megi stefna öllu f voða af þeim sökum. Þess í stað hlustum við á Megas gera leiða og lífsfyrirlitningu að við- sættanlegu ástandi. Grínúðug ís- lensk alvaran ber brodd, en enga von um annað en hægt sé að lifa hana af. Hvað sem Megasi líður f[etur fyndni verið uppbyggileg. slensk stjómmálaumræða yrði aðgengilegri fyrir kjósendur ef fyrirferðarmikið skop aðhlæj- andans vísaði ekki til þess eins að hún sé heimskuleg, illmannleg, óþörf ágengni eins og Flosi oftast gerir með hrossahlátrum sínum og ómar með klámbröndurum. Guðbergur losar hugann undan áþján arfhelgra hugmynda sem ekki eru lengur til annars fallnar en valda sinnuleysi. Hetjumynd þjóðarinnar af sjávarþorpsbúum alvara skmmskældi hann með Tánga- sögum sínum hverri af annarri, uns málið var afgreitL Grinda- víkurbúar gátu tekið til við að koma sér upp nýjum sjálfsskiln- ingi sem meira væri í takt við tímann. En em þeir búnir að því? Og hver er Tómas Jónsson? Þeg- ar Guðbergur samdi skopádeilu sína hafði hinn sannfærði alda- móta- íslendingur um þjóðlegt ágæti sitt mótað tvær kynslóðir þrátt fyrir gjörbreytt lífsskilyrði, kreppu og fálmkennda sjálfs- bjargarviðleitni í heimi kaupsýsl- unnar. Tómas er sambræðingur þessa alls, ósamstæð hrákasmíð eins og skáldsagan um hann. Sjálfstraust aldamótamannsins orðið að sjálfgælum skóhlífa- mannsins, nýtni kotbýlingsins, sem allir íslendingar vom í eina tfð, orðin að nirfilshætti og mannfyrirlitningu peningafíkils. Guðbergur vísar á þvílík sann- indi með háðsögum sínum. Ekki á frelsi eða uppbyggingu, heldur fiötra þess sem haldið er niðri af óúthugsuðum kotungsskap, þótt kominn sé á skóhlífar og fluttur sé á mölina. En gagnrýni, hvort sem hún er fyndin eða ekki, krefst þess að fylgi alvömfyllri útlistun á þeim vemleika sem að baki býr. Gagnrýni sem stendur undir nafni vísar til þess hvaða þversagnir hæfir að upphefia og hveijar láta afskiptalausar. Höfundur er rtthðtundur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.