Tíminn - 14.07.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.07.1993, Blaðsíða 2
2 Tfminn Miðvikudagur 14. júlí 1993 Enn og aftur urðu truflanir á starfsemi Veður- stofunnar þar sem ósamið er við aðstoðar- menn veðurfræðinga um bakvaktir: Einn í vinnu, annar veikur og aðrir í fríi Enn og aftur urðu truflanir á starfsemi Veðurstofu íslands í gær þar sem aðeins einn aðstoðarmaður veðurfræðinga mætti tii vinnu. Sá sem átti aö vera meö honum var veikur og ekkl náðist í aðra sem voru i löglegu frfi. Hluti þelrra sem ætla að lesa upp annað kvöld. Aftast standa þelr Bragl Ólafsson, Krlstján Þóröur Hrafnsson og Arl Gísll Bragason og á bekknum sltja Valgaröur Bragason og Gerður Kristný. Tlmamynd Aml Bjama JÉg hef aldrei verið eins sveittur í vinnunni," sagði Friðjón Magnús- son, aðstoðarmaður veðurfræðinga, sem var einn á vakt í gær og sagðist reyna að sinna helstu öryggisverk- unum eins og Ld. teikna kort og lesa spána f útvarpið. Sökum manneklu i röðum aðstoðarmanna veðurfræð- inga varð að sæta afgangi dreifing veðurupplýsinga til fjölmiðla, upp- lýsingar í sfmsvarann og önnur aukaverkefni. En þessi þjónusta stofnunarinnar við fjölmiðla og almenning voru á sínum skrautfjöður í hatt veður- stofústjóra og til marks um opin- bera stofnun sem kynni að aðíaga sig að nýjum tíma með aukinni þjónustu við neytendur. J>að er hætt við því að það verði áfram einhverjir hnökrar á starf- semi Veðurstofunnar að öllu óbreyttu. Við viljum auðvitað fá ein- hveija niðurstöðu í þetta mál. En eins og ég segi þá mætum við á allar okkar vaktir og allar aukavaktir sem vitað er af, því við erum skyldug að mæta ef það næst f okkur. Hins veg- ar er ekkert sem segir okkar að við verðum að ganga með símann f vas- anum, auk þess sem það bætir ekki starfsandann þegar menn fá þvert nei við sfnum kröfum," sagði Frið- jón Magnússon. Hvorki gengur né rekur hjá aðstoð- armönnum veðurfræðinga að ná samningum um bakvaktir, þótt samningur um bakvaktakerifi hafi verið felldur inn f kjarasamning veð- urfræðinga sl. vor. Sfðan þá hafa að- stoðarmennimir reynt að ná samn- ingi um bakvaktir en án árangurs til þessa. Veðurstofustjóri og ráðuneyti veðurstofunnar, umhverfisráðu- neytið, telja sig ekki peningalega umkomna til að ganga til samninga við aðstoðarmennina sem eru í SFR, Starfsmannafélagi ríkisstofnana. -grh LJÓÐ LESIN Á HRESSÓ Ljóðaupplestur verður á Hressó í kvöld. Skáldin sem lesa upp eru þau Elísabet Jökulsdóttir, Valgarður Bragason, Sig- urður Pálsson, Gerður Kristný, Kristján Þórður Hrafnsson, Ari Gísli Bragason, Kristín Ómarsdóttir, Jón Stefánsson og Bragi Ólafsson. Þeir tveir síðastnefndu hafa nýverið gefið út nýjar ljóðabækur sem þeir eiga eflaust eftir að leyfa ljóðaáhugamönn- um að heyra úr annað kvöld. Upplesturinn hefst kl. 21:00. -GKG. Undirbúningur flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar fer hægt af stað: Reiknað með að hefja undirbúning í haust Enginn formlegur undirbúningur virðist enn vera haflnn innan stjómmálaflokkanna fyrir borgarstjómarkosningamar sem fram fara á næsta ári. Búist er við að hann hefjist að loknum sumarleyf- um. Valgerður Gunnarsdóttir, varaþing- maður Alþýðuflokksins, segir flokksmenn ekki vera byrjaða að ræða málið en óðum fari þó að líða aðþví. „Enn hefur enginn lýst því yfir op- inberlega að hann ætli í framboð. Eg vona að undirbúningur hefjist ekki síðar enn í haust eftir sumarleyfi," segir Valgerður. Formlegar umræður um borgar- stjómarkosningar eru ekki famar í gang innan Framsóknarflokksins og í Nýjum vettvangi hafa kraftar flokksmanna helst farið í að hóa saman fólki sem vill að Sjálfstæðis- flokkurinn missi völd sín í borginni að sögn KristínarÁ. Ólafsdóttur. „Ef það ekki tekst teljum við næst- besta kostinn þann, að fólk samein- ist um áherslur og lýsi því yfir að það geti staðið að þeim saman. Einnig hefur verið rætt um að sameinast um borgarstjóraefni jafnvel þótt ekki verði hægt að sameinast um lista. Mér finnst Ingibjörg Sólrún al- besti kosturinn. Mér þykir hún af- skaplega hæfúr stjórnmálamaður og hafa mikla þekkingu á borgarmál- um. Að auki er hún góð í samvinnu við annað fólk.“ Magnús L. Sveinsson hyggur að eft- ir að sumarfríum Ijúki fari flokks- menn að ræða borgarstjómarkosn- ingamar fyrir alvöru. Albert Guð- mundsson útilokaði ekki í viðtali við Alþýðublaðið í gær að hann tæki þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. .Albert hefur ekki talað við neinn innan flokksins og mér skilst reynd- ar á þessu viðtali að hann láti að þvf liggja að það sé eðlilegt að talað sé við hann þótt hann tali ekki við aðra. Ég veit ekki hvort þeir í Borgara- flokknum hafa talað við hann held- ur,“ segir Magnús. Eftir sumarfri ætla Kvennalista- konur að fara að vinna í málefna- hópum. „Konur eru alltaf í eilífðarmálun- um og við ætlum að reyna að finna nýja fleti á þeim. Staða borgarsjóðs er nú miklu verri en fyrir fjórum ár- um þannig að nú er minna úr að spila," segir Guðrún. Hún vill ekki tjá sig um þá hug- mynd að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu fram sem sameiginlegan borgar- stjóra stjómarandstöðuflokkanna. „Ingibjörg Sólrún er náttúrulega með betri konum sem völ er á í þess- ari borg,“ segir Guðrún. -GKG. Tveir erlendir listamenn með sýningar í Portinu í Hafnarfirði: Olík áhrif lands- ins á listina Volker Schönwart Tvær listsýningar standa nú yfir í Portinu við Strandgötu í Hafnar- firði. önnur er með málverkum frönsku listakonunnar, Sonia Ren- ard, en hin með grafíkverkum Þjóð- verjans, Volker Schönwart. „Þetta er sjötta heimsóknin mín til íslands en sjálf er ég búsett í Þýska- landi og vinn þar að minni lisL“ seg- ir Sonia. Hún segir íslandsheimsóknimar jafnan hafa mikil áhrif á listsköpun- ina og einkennir litagleði myndir hennar. ísland hefur þveröfug áhrif á lita- valið í grafíkmyndum Volker þar sem grár tónn er ríkjandi. Hann seg- ir litinn sóttan f fslenskt landslag og ekki síst hafnfirska hraunið. Volker og Sonia tóku bæði þátt í Listahátíð í Hafnarfirði 1991 og dvelja nú sem gestalistamenn í Straumi. Sonia verður hér í sex vik- ur en Volker í tvo mánuði. -GKG. Sonla Renard.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.