Tíminn - 14.07.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.07.1993, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 14. júlí 1993 Tíminn 9 Félag eldri borgara í Reykjavík Dagsferð í Þórsmörk 21. júlí. Farið frá Risinu kl. 9. Leiðsögumaður Sigurður Kristínsson. Upplýsingar í síma 28812. Margt um að vera í Periunni í sumar Athygli er vakin á fjölbreyttum dagskrám í Perlunni alla sunnudaga milli 14 og 18 tíl 5. september n.k. Þetta er sérstaklega ætíað erlendum ferðamönnum, en er einnig forvitnilegt fyrir landann. Meðal þess, sem boðið verður upp á, er tísku- sýning, Leikfélagið Auðhumla kemur fram, vörukynningar verða og matar- smökkun, auk ýmissa uppákoma. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis, eins og ávallL Njáluslóðir— Þórsmörk Árleg sumarferö framsóknarfélaganna f Reykjavlk veröur farin laugardaginn 14. ágúst 1993. Aö þessu sinni veröur fariö á söguslóöir Njálu og inn I Þórsmörk. Aðalleiösögumaður feröarinnar veröur Jón Böövarsson. Feröaáætfunin er þessi: Kl. 8:00 Frá BSÍ. Kl. 10:00 Frá Hvolsvelli. Kl. 11:15 Frá Bergþórshvoli. Kl. 12:30 Frá Gunnarshólma. Kl. 17:00 Úr Þórsmörk. Kl. 18:45 Frá Hllöarenda. Kl. 20:00 Frá Keldum. Kl. 20:45 Frá Gunnarssteini. Kl. 22:00 Frá Hellu. Aætlað er aö vera I Reykjavfk kl. 23:30. Skráning I ferðina er á skrifstofu Framsóknarflokksins I sima 624480 frá 9.-13. ágúst. Verö fyrir fulloröna 2.900 kr„ böm yngri en 12 ára 1.500 kr. Sumarhappdrætti Framsókn- arflokksins 1993 Drætti I Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins hefur verið frestaö til 9. ágúst n.k. Velunnarar flokksins, sem enn eiga ógreidda miöa, eru hvattir til aö greiöa heims- enda glróseöla fyrir þann tlma. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eöa I slma 91- 624480. Fjölskylduhátíð framsóknar- manna á Vesturlandi Fjölskylduhátfð framsóknarmanna á Vesturiandi veröur haldin 24. júll 1993. Mæting aö Holti, Borgarhreppi, kl. 13.30. Dagskrá: 1) Gróöursetning I landgræöslugiröingu Skógræktarfélags Borgarfjaröar. 2) Haldiö I Danfelslund I landi Svignaskarös og hann skoöaður undir leiösögn Ágústs Ámasonar. 3) Eftir ki. 16.30 veröur kveikt upp I stóru grilli viö sumarhús Steingrims Her- mannssonar aö Kletti i Reykholtsdal. Takiö meö ykkur þaö sem þiö viljiö helst grilla til kvöldveröar. Margir góöir grill- meistarar veröa meö I för og svo njótum viö saman ánægjulegrar kvöldstundar I góöum félagsskap og fögru umhverfi. Formenn framsóknarfélaganna i Vesturiandl Sumarvinna Kvennalistans —júlí 1993 Mánudaginn 19. júlí kl. 19:00: Atorkuráð. Þríöjudaginn 20. júlí kl. 20:30: Hópur um ríkisfjármál. Allirfundirá Laugavegi 17, 2. hæð. Ath. Sjávarútvegshópur fundar í tvennu lagi: í Reykjavík og hjá Jónu Valgerði í Hnífsdal á sama tíma. Konur, mætið allarl Tónskólakennari / kennari Tónskóli Patreksfjarðar óskar að ráða skólastjóra og kennara fyrir næsta skólaár, sem hefst 1. september 1993. Góð aðstaða fyrir hendi á staðnum. Æskilegt er að viðkomandi geti jafnffamt sinnt starfi org- anista/kórstjóra við Patreksfjarðarkirkju. Allar nánari upplýsingar veita eftirtaldir: Siguður Viggósson, formaður skólanefndar, sími 94-1389. Ólafur Amfjörð, sveitarstjóri, sími 94-1221. Umsóknir um starfið sendist til ofangreindra í síðasta iagi fyrir 20. júlí nk. Skólanefrid Madonna: Er hún - eða er hún ekki ólétt? Söng- og Ieikstjarnan Madonna hefur hingað til ekki þótt gjöm á að leyna miklu, en þó eru margir nú að velta því fyrir sér hvort ver- ið geti að hún eigi sér leyndarmál — og þá leyndarmál sem óhjá- kvæmilegt er að komist upp um síðir. Er Madonna ófrísk? Það er stóra spurningin þessa dagana. Hún er orðin 34 ára og myndir, sem tekn- ar hafa verið af henni nýlega, gefa tilefhi til þessara vangaveltna, hún þykir nefnilega óvenju holdug að sjl Það var eiginlega búið að géra því skóna að Madonna ætlaði að feta í fótspor Michelle Pfeiffer, Susan Ruttan, Tom Cruise og Nic- ole Kidman, og Kirstie Alley, sem öll eru lukkuleg með nýlega ætt- leidd böm. En nú ber svo við, þegar Mad- onna er spurð hvort hún sé kannski hætt við að eignast barn með þeim hætti, að hún verður þögul sem gröfin. Það þykir ekki líkt henni að verða klumsa, svo að þeir sem spá í Madonnu á hverjum tíma þykjast sjá að eitthvað óvenjulegt muni á seyði. Þess vegna er spurfc Er Madonna ólétt? Myndin er óskýr, en samt sem áöur gefur hún mörgum tilefni til að spá í hvort veriö geti aö Madonna sé barnshafandi. Katy, dóttir Joan og Rons Kass, varö 21 árs á dögunum og þá var látiö til skarar skríöa meö afmælishaldiö. Joan Collins sextug: 21 árs afmæli dótt- ur hennar var há- tíð þeirra beggja hafi liðið og aldurinn hækkað eins og gengur. Hún hélt síðast upp á afmælið sitt þegar hún var 21 árs og nú á dögunum, þegar hún varð sextug, fannst henni loks kominn tími tii að minnast tímamótanna með glæsibrag. Reyndar er óvíst að Joan Iíti á sextugsafmælið sem tímamót. Hún hefur alltaf meira en nóg að gera og heldur sér f ágætis formi. Hún lék aðalhlutverkið í mynd Stevens Berkoff „Decadence", sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes í sumar. Enda munaði hana ekki um að dansa nætur- langt í 21 árs afmæli dóttur sinn- ar Katy, sem fædd er í hjónaband- inu með Ron Kass. í hátíðarhald- inu tóku líka þátt hin böm Joan tvö, Sacha og Tara Newley, ásamt föður sínum Anthony Newley. Þar var líka kærasti Katy, leikarinn Jeíf Stewarfc Sagt er að Joan sé að vinna að heiisu- og fegurðarmyndbandi fyrir fullþroska konur, sem vænt- anlegt sé á markað síðar á þessu ári. Joan Collins er svo sannarlega sí- ung og hún hefúr ekkert verið að gera veður út af því þó að árin Joan Collins er ekki vön aö halda upp á afmæliö sitt, en nú er hún oröin sextug og þá var tími til kom- inn síöan slöast; hún hélt slöast upp á 21 árs afmæliö! Enn eykst frægð Lizu Minn elli og Charles Aznavour Þau Liza Minnelli og Charles Aznavour eiga langt samstarf að baki; að vísu ekki stöðugt, en síð- ustu tvo áratugina hafa þau alltaf tekið upp þráðinn við og við og kemur alltaf jafnvel saman. Ný- lega héldu þau fjórar skemmtanir saman í Washington og þar hlotn- aðist þeim sá heiður að vera 11. og 12. f röð stjarna sem hafa krot- að nöfti sín í steinsteypu á Frægð- argötu, fyrir framan nýuppgert Warner-leikhúsið. Meðal þeirra, sem þegar eiga ódauðleg nöfn á þeim stað, má nefna Frank Sin- atra, Shirley MacLaine, Stefanie Powers og Robert Wagner. Stjörnurnar notuðu tímann, meðan þær vom í Washington, og skoðuðu það sem höfuðborg Bandarfkjanna hefur upp á að bjóða fyrir ferðalanga. Eitt kvöldið bauð svo Charles Lizu með sér til hátíðarkvöldverðar á vegum fé- lagsskaparins Vinir armenska sendiráðsins, þar sem franski söngvarinn var heiðursgestur, en hann er af armenskum uppruna. Charles Aznavour hefur sýnt að hann er stoltur af uppruna sínum og eftir jarðskjálftana miklu 1988 stofnaði hann sjóð til að láta gott af sér leiða í Armeníu. Og Armen- ar hafa brugðist við með að út- nefna hann fyrsta sendiherra landsins Jl faraldsfæti". Þau Liza Minnelli og Charles Aznavour hafa unniö meira og minna saman I tvo áratugi. Söngvarinn franski hefur nú tekiö aö sér aö vera fulltrúi gamla landsins slns, Armenlu, á alþjóöavettvangi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.