Tíminn - 14.07.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.07.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. júlí 1993 Tfminn 7 Austurríki - óvelkomið stríðsbam Deilur þjóðarbrota í Evrópu hafa magnast mjög að undanfömu og álfan er ekki lengur sá friðsæli bústaður sem hún var á dögum kalda stríðsins. Ef fólk vill reyna að átta sig á svæðabundnum átökum í Evrópu samtímans, þá er ekki úr vegi að skoða sögu Austurríkis. Ríkið, sem reis úr rústum keisaradæmis Habsborgaranna eftir að heimsstyrjöldinni fyrri lauk, var íbúum landsins í fyrstu lítt að skapi. Það varð þó með tíð og tíma að föðurlandi sem fullnægði ættjarðarást þegnanna. Þinghúsiö í Vln reis á árunum 1873-1883. Arkitekt var Theophil Hansen. Mynd: Ágúst ÞórÁmason. Þjóðemisstefnan, sem hefur riðið húsum í Evrópu að undanfömu, er ekki ný af nálinni. Saga álfunnar ein- kennist fyrst og fremst af átökum ríkja, ríkjahluta og léna. Fá dæmi em betri um þennan þátt Evrópu- sögunnar en Austurríki. Frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur Austurríki þó gengið flest í haginn. Atvinnuleysi hefur verið lítið og hag- vöxtur mikill. Þetta er mikil breyting frá því sem var á milli stríða. Þá bjuggu Austurríkismenn lengst af við miklar efnahagslegar þrengingar og uppgang fasista. I stjómartíð Habsborgaranna (1282-1918) bjó fjöldi þjóðarbrota í Austurríki. Meðferðin á þeim var misjöfn og oft slæm, en um þverbak keyrði efdr stofnun ungversk-aust- um'ska ríkjabandalagsins árið 1867. Þetta átti þó sérstaklega við um þá minnihlutahópa sem bjuggu í Ung- verjalandi. Ríkjabandalagið var ekki gamalt þegar menn fóm að spá fyrir um endalok þess. Þjóðemisstefnan og hugmyndin um sjálfsákvörðunar- rétt þjóða áttu æ meira fylgi að fagna. Það vafðist aftur á móti fyrir mönnum hvort til væri sérstök aust- umsk þjóð. „Austurríki er afgangur“ Viktor von Andrian-Weburg skrifaði árið 1843: „Það em ítalir, Þjóðverjar, Ungverjar og Slavar sem mynda í sameiningu austum'ska keisara- dæmið. Aftur á móti hefur aldrei verið til Austumki, Austumkis- menn eða austum'skt þjóðemi." Um aldamótin komust sósíalistar að sömu niðurstöðu. Á flokksþingi, sem haldið var í Bmo (nú f Tékklandi), var samþykkt að vinna að stofnun bandalags fullvalda þjóða innan ríkis Habsborgaranna. Eftir að Austur- ríki-Ungveijaland liðaðist í sundur f kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar og stofnað hafði verið lýðveldið Austur- ríki, skrifaði ritstjóri Verkamanna- blaðsins, að „hugtakið Austumki hefur aldrei táknað þjóð, það hefur fyrst og fremst verið nafngift á vald- höfunum". En Austumki varð það. Fögnuður landsmanna var ekki mikill þegar tilkynnt var stofnun Þýska Austur- ríkis í október 1918. Naftiið á „dverg- unurn" átti líka enn eftir að minnka, þyí að þann 10. október 1919 féllst þjóðþingið á að banna þýsku vísun- ina, að kröfú sigurvegara stríðsins. Þýska Austumki var ekki bara svipt nafninu heldur og hinum gjöfulu landbúnaðarhéruðum Ungverja- lands og háþróuðum iðnaði Bæ- heims (þar sem nú er Tékkland). Austumki var ekki ríki að ósk Aust- umkismanna. Vín var ekki lengur höfuðborg 50 milljón íbúa, eins og hún hefði verið í stjómartíð Habs- borganna, heldur varð hún að láta sér nægja að þjóna þeim sjö milljón- um sem bjuggu innan hinna nýju landamæra. Hugtakið „Vatnshöfúðs- Vín“ er frá þessu tímabili, þegar mönnum þótti stórborgin í litlu samræmi við hið aumingjalega nýja Austurríki. Austumld var stórveldið sem einn góðan veðurdag vaknaði upp sem „putaland". „Austurríki er „afgangurinn“,“ sagði þáverandi ut- anríkisráðherra Frakka. Innan Evrópu ber nú æ meira á þjóðarbrotum og minnihlutahópum sem krefjast þess að sjálfeákvörðun- arréttur þeirra sé virtur. Þetta er svo sem ekkert nýmæli og skulu hér nefnd nokkur svipuð dæmi úr skryk- kjóttri sögu Austumkis: í október 1918 lýstu Týrólbúar því yfir að þeir ákveddu það sjálfir hvaða ríki þeir ætluðu að tilheyra. Þeir, sem áttu heima í Vorarlberghéraði, sögðu sig þá úr lögum við Týról og tilkynntu að þeir vildu tilheyra Sviss. En Svisslendingar voru ekki á því — þá frekar en nú — að tengjast ná- grönnum sínum í álfunni og höfn- uðu innlimunarbeiðni Vorarlberg- búa. En þar með var ekki öll sagan sögð. Árið 1920 gengu íbúar Kamtenfylkis til atkvæðagreiðslu um það hvort fylkið ætti að segja skilið við Austur- ríki og sameinast Júgóslavíu. Niður- staðan varð sú að meirihlutinn vildi halda áfram að tilheyra Austumld, en fjörutíu af hundraði greiddu at- kvæði með því að fylkið yrði hluti af Júgóslavíu. Ekkert var gert til að koma til móts við viija minnihluta- hópa í fylkinu og enn þann dag í dag eru öfgasinnaðir þjóðemissinnar á þessum slóðum öflugri en annars- staðar í landinu. í landamærafylkinu Burgenland tapaði Austumld borginni Oeden- burg — eða Sopron eins og borgin heitir nú — til Ungverja eftir að íbú- amir höfðu greitt atkvæði um það hvaða ríki þeir vildu tilheyra. En straumurinn lá ekki bara frá Austumki. f hinu unga ríki Tékkó- slóvakíu bjuggu þrjár milljónir Þjóð- verja. Þeir vildu fýrir alla muni til- heyra þýsku ríki og tóku kenningu Wilsons Bandaríkjaforseta um sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða fegins hendi. Daginn eftir að Tékkóslóvakía varð að sjálfstæðu ríki lýstu þýskir íbúar Iandsins því yfir að þýski hluti Bæ- heims væri sjálfstjómarhérað undir vemdarvængAustumkis. Þjóðverjar f öðrum hlutum Tékkóslóvakíu fylgdu í fótspor Bæheimsbúa og lýstu héraðið Súdet fullvalda hluta Áusturríkis. Ástæðan fyrir þessari skammvinnu fjölgun Austurríkis- manna var sú að „þýskir" Austurrík- ismenn f Tékkóslóvakíu reiknuðu með því að Austurríki myndi sam- einast Þýskalandi. Það gerðist ekki fyrr en tuttugu árum síðar. „Nasisti myrðir fasista“ Landvinningar þýskra nasista hóf- ust með töku Austumkis. „Heim ins Reich" var slagorð Þjóðverja, þegar þeir hvöttu Austumkismenn til að hverfa nú til síns heima, til Þýska- lands. Adolf Hitler, sem var Austur- ríkismaður, innlimaði landið í Eftir Ágúst Þór Árnason Þýskaland og fékk það nafnið Aust- urmörk. Hitler lét sig ekki muna um það að kalla Vín perlu, þó að hann hafi upplifað fátt annað en ósigra og niðurlægingu á meðan hann bjó þar. Búsetan þar ól upp í honum ævi- langt hatur á sósíalistum og Habs- borgurum. Foringjanum var samt tekið fagnandi þegar hann ók um götur Vínar. Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar í Austurríki jánkuðu „tengingunni" (der AnschluE) eins og innlimunin var kölluð. Karl Renner, fyrsti kanslari Austumkis (1918), tók í sama streng og það kom ekki í veg fyrir að hann yrði gerður að forseta landsins eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk. Árið 1918 vildu allar stjómmála- hreyfingar Austumkis sameinast Þýskalandi. Á fjórða áratugnum var raunin önnur. Sósfalistar vildu að vísu sameinast Þýskalandi, en ekki Hitlers-Þýskalandi. Kaþólikkamir voru ánægðir með að þurfa ekki að deila landi með öðmm kirkjum og höfðu ekki lengur áhuga á samein- ingu við Þýskaland. Það voru fyrst og fremst þýsk(austum'skir) þjóðemis- sinnar sem vildu sameinast Þriðja ríkinu. Til að ná því markmiði myrtu þeir austum'ska kanslarann Doll- fuss, sem var fasisti. Það var kald- hæðni sögunnar að ferlið sem náði hámarki í seinni heimsstyrjöldinni skyldi hefjast með því að nasistar myrtu fasista. Undir stjóm Dollfuss höfðu nasistar og sósíalistar verið handteknir nokkuð jöfnum höndum vegna stjómmálaskoðana sinna. Eft- ir innlimunina 1938 fóm Þjóðverjar sínu fram og þá vom það austum'sk- ir fasistar (aðallega kaþólikkar) og sósfalistar sem gistu fangelsi lands- ins. Árið 1683 var her Týrkja stöðvaður við borgarhlið Vínar. Austurríki og hinni kristnu Evrópu var bjargað frá því að lenda í greipum heiðingja. Ár- ið 1934 vofði önnur ámóta hætta yf- ir Austumki. Kaþólska blaðið PfaiT- bote skrifaði: „Vín bjargað úr klóm fjandmanna krossins í annað sinn dagana 12. til 15. febrúar 1934. Það er rétt að í þetta skiptið vom óvin- imir ekki TVrkir, heldur sósíaldemó- kratar, óvinir sem standa Tyrkjum í hatri sínu á kristindómnum ekkert að baki.“ Þetta lýsir vel tíðarandanum; aust- um'skir kaþólikkar gerðu engan greinarmun á árásarliði Týrkja og löndum sfnum úr röðum sósíalista. En hver var ástæða þessa saman- burðar? Verkamenn risu upp gegn ofstjóm fasista og vom strádrepnir á nokkmm dögum. Enn er hægt að sjá kúlnagöt á híbýlum verkamanna f Vín frá þessum tíma. Sósíaldemó- kratar tala gjaman um Jiina svörtu", óvini verkalýðsins á fjórða áratugnum. í dag mynda arftakar þessara þjóðfélagshópa saman ríkis- stjómíÁusturríki. „Austurríkismenn verð- skulda velgengnina“ Félagsfræðingurinn Anton Pelinka hefúr fjallað um andstæðumar í stjómmálalífi Austurríkismanna. Hann segir þær helstar vera skort á frjálslyndum stjómmálaviðhorfúm á sama tíma og áhugi andstæðra fylk- inga í stjómmálum á að komast að samkomulagi nálgast nauðhyggju. Dagblöðin eru fá og eyða litlu plássi í umræðu um málefni líðandi stund- ar. Nútíma sósíaldemókratía hefur náð góðri fótfestu í landinu, þrátt fyrir að íhaldssemi einkenni lífsvið- horf Austurríkismanna öðru fremur. Austurríki er stórþjóð í menningar- málum, en ótrúlega útkjálkalegt að mörgu öðru leyti. Kaþólikkamir eru flestir trúlitlir og stjómmálaþátttaka er lítil, þrátt fyrir mikla þátttöku í fé- lagsstarfi. Ekki má gleyma „sam- visku þjóðarinnar", hópi mennta- fólks sem aldrei þreytist á að minna landa sína á gerðir feðranna: kirkja sem átti hvorki í erfiðleikum með austurríska fasista né handbendi Hitlers, stjómmálaflokkar sem urðu átakalaust að þjóðemissinnum eftir innlimunina, samtök sem ekki vita hvað lýðræði er, viijaleysi Austurrík- ismanna til að ræða gyðingahatrið í landinu. Og síðast en ekki síst sjálfs- mynd þjóðarinnar. í tvígang hefur meirihluti hennar óskað eftir því að sameinast Þýskalandi, 1918 og 1938. Eftir seinni heimsstyrjöldina lögðu Austurríkismenn sig fram um að tala eigin mállýsku, en ekki háþýsku. Vínarmállýskan í sínu öfgakennd- asta formi á fátt sameiginlegt með þeirri þýsku sem kennd er í skólum landsins. Eftir stendur að þjóðtunga bæði Austurríkismanna og Þjóðverja er þýska og samkvæmt skilgreiningu Þjóðverja á sjálfum sér þýðir það að í ríkjunum tveimur búi ein þjóð. Það hefur samt ekki mikið upp á sig að vera að velta því fyrir sér í dag. Jafnvel þó að hinn vinsæli lýðskrum- ari Jörg Haider túlki gjaman stór- þýsk sjónarmið þegar hann tjáir sig um stjómmál. Austurríkismenn verðskulda velgengnina og það er auðvelt að telja sig með þeim sem vel gengur. Æ fleiri íbúar Áusturrík- is telja sig tilheyra sérstakri þjóð Austurríkismanna. Þetta litla ríki í Mið-Evrópu er að mörgu leyti tákn evrópskrar menn- ingar. Tónlistarlífið í Salzburg og Vín er einstakt, kaffihús höfuðborg- arinnar eiga engan sinn líka og sveitasæla austurrísku Alpanna er rómuð. En öll fyrirmyndarsamfélög eiga sín óhreinu böm. Gyðingahatr- ið lifir góðu lífi í Austurríki, en Aust- urríkismenn hafa líka hópast svo tugþúsundum skiptir út á götur borga og bæja til að mótmæla út- lendingahatri. Og það er tími til kominn að íbúar annarra landa Evr- ópu átti sig á því að flóttamanna- straumurinn frá fyrrverandi lýðveld- um Júgóslavíu hefur Ient með fúll- um þunga á Austurríki. Austurríkis- menn hafa tekið á móti þessum stríðshrjáðu nágrönnum sínum án þess að mögla og það er meira en hægt er að segja um flestar þjóðir Vestur-Evrópu. Halmldin P*l Veiden, Aftenposten 30. Júnl, 1993. Brockhaus Enzyklopðdie, 19. útgáfa 1991. Harenberg Linderlexlkon 1993/94.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.