Tíminn - 15.07.1993, Síða 6

Tíminn - 15.07.1993, Síða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 15. júlí 1993 Getraunadeildin í gærkvöldi: Valsarar nýttu færin sigruðu lánlausa Þórsara 2-1 ÍÞRÓTTIR UHSJÓM: KRISTJÁN GRÍMSSON _________________y Knattspyma — 2. deild karla: Úrslit í gær- kvöldi UMFT-Þróttur R 2-1 Leiftur-UBK „ 1-6 KA-Grindavík 1-0 Þróttur Nes.-Stjaman 0-2 Staðan UBK .971 1 18-3 22 Stjaman .962 1 18-8 20 Leiftur .9522 19-15 17 ÍR .9414 14-13 13 ÞrótturR. .... .9333 13-13 12 UMFG .9324 8-1011 Þróttur N .9315 10-19 10 UMFT .92 25 15-21 8 KA .92 16 9-16 7 BÍ............9 13 5 9-15 6 Næstu leikin 22. júlí Þróttur R.- Grindavík, Leiftur-Stjam- an, ÍR- Tindastóll; 23. júlí KA- UBK, 24.júlí Þróttur Nes.-BÍ. Steinar Adolfsson Val: „Helmingslíkur“ Steinar Adolfsson var tiltölulega hress með dráttinn en kvaðst ekki vita mikið um finnska knattspymu. „Ég þekki ekki mikið til fínnsku fé- lagsliðanna eða finnskrar knatt- spymu almennt en þeir eiga sterkt landslið sem er án efa betra en okkar eigið. „MYPA Anjalankoski er lið sem getur eitthvað, annars væm þeir varla finnskir bikarmeistarar og ég met stöðuna þannig að við eigum u.þ.b. helmingslíkur á að komast áfram. Það yrði síðan mjög gaman að leika gegn Aberdeen ef við kæm- umst áfram úr forkeppninni. Ég hef aldrei spilað gegn bresku liði með meistarflokki, einungis með með yngri flokkinum. Við þekkjum miklu meira til skosku knattspymunnar og vitum að hverju við myndum ganga ef þeir yrðu andstæðingar okkar. Það verður án efa mikið álag á Vals- mönnum í ágúst því þetta riðlar öllu skipulagi og tveir erfiðir leikir bæt- ast við. Hvað segir Steinar um það? Það verður mikið álag á okkur og reyndar hin Evrópuliðin líka. Við er- um ennþá í bikarkeppninni og deild- arkeppnin verður á fullu og mér hreinlega líst ekki alveg nógu vel á keyrsluna sem verður í ágúst en eitt er víst að það verður bara hugsað um fótbolta það sem eftir er tíma- bils" sagði Steinar Adolfsson í sam- tali við Tímann. Rúnar Kristinsson KR: „Ágætir möguleikar" J4ér líst nokkuð vel á þennan drátt Það hefði svo sem verið skemmti- legra að fá eitt af þekktari liðunum en þetta er ágætur kostur, við fáum bara þekktari liðin í næstu umferð. Ungverjaland er fínt heim að sækja. Ég kom þangað með landsliðinu í fyrra og þá var ekki undan neinu að kvarta í sambandi við aðbúnaðinn. Fótboltinn hjá Ungverjunum er í lægð núna. Við ættum að geta nýtt okkur það og ég tel möguleika okkar alveg ágæta. Það má þó ekki gleyma því að þrír leikmenn ungverska landsliðsins leika með MTK Buda- pest Ég býst nú ekki við að þetta ungverska lið dragi til sín marga áhorfendur og það er þá spuming hvort við ættum ekki að leika heimaleikinn á KR- vellinum, ef það er þá leyfilegt ÍA spilaði gegn ung- versku liði fyrir nokkrum árum og tapaði samanlagt með einum marki þannig að það gefur fyrirheit um að við eigum möguleika," sagði Rúnar Kristinsson, leikmaður KR og ís- lenska landsliðsins. Valsmenn komust upp fýrir Þórs- ara í gærkvöldi þegar þeir sigruðu þá 2-1 á Laugardalsvellinum. Leikurinn var mjög opinn og má kenna frekar slökum vörnum beggja liða um það. Það voru ekki liðnar nema fjórar mínútur af leiknum þegar boltinn lá í marki Þórs. Agúst Gylfason gaf þá góða sendingu upp hægri kant- inn og þar kom Antony Karl Greg- ory og rakti boltann inn í vítateig- inn og skaut honum svo undir Lárus Sigurðsson og í markið, 1-0 fyrir Val. Þórsarar voru meira með boltann eftir þetta og Sveinbjöm Hákonarson var mjög ágengur upp við Valsmarkið og fékk t.a.m. í tvígang mjög góð færi til að skora en Bjami Sigurðsson sá við hon- um í bæði skiptin. En Sveinbjöm ætlaði sér að skora og á 31. mfn- útu tókst honum það. Ámi Þór Árnason skaut þá að marki Vals og Sveinbjöm tók frákastið og renndi boltanum í netið af markteig. Lokamínútur fyrri hálfleiks voru mjög fjörugar. Þá fengu Þórsarar tvö dauðafæri þegar Páll Gíslason og Hlynur Birgisson komust einir í gegn en Bjarni markvörður bjargaði glæsilega í bæði skiptin. Hinum megin átti svo Bjarki Stef- ánsson skot í markstöng Þórsara. í síðari hálfleik héldu Þórsarar áfram að fá dauðafærin en lánleys- ið virtist elta þá. Sveinbjöm Há- konarson komst einn inn fyrir á 54. mínútu en Bjarni varði meist- aralega enn og einu sinni. Antony Karl Gregory kom síðan Völsurum yfir á 64. mínútu og má segja að það hafi verið nokkuð gegn gangi leiksins ef færi liðanna em talin saman. Antony skoraði af markteig eftir að Júlíus Tryggvason hafði reynt að hreinsa frá en lagði bolt- ann þess í stað fyrir fætur Antonys. Antony Karl fékk síðan dauðafæri á lokamínútunum til að gera þrennu en skaut yfir. Sveinbjöm Hákonarson var rekinn af velli á 71. mínútu fyrir ljótt brot en hann hafði áður hlotið gula spjaldið. Leikurinn var opinn en ekki vel leikinn. Þórsarar vom miklir klaufar að nýta færin og er þetta höfuðvandamál liðsins. Svein- bjöm var bestur í Þór. Bjami Sig- urðsson, markvörður Vals, var yf- irburðamaður á vellinum og geta Valsmenn þakkað honum stigin þrjú. Bjarki Stefánsson, Antony Karl og Jón Grétar Jónsson vom sprækir. Sturlaugur Haraldsson ÍA: „Draumadráttur" Sturlaugur Haraldsson, vamar- maðurinn sterki í Akranesliðinu, er fæddur sama ár og Amar og Bjarki og spilaði með þeim gegn- um alla yngri flokkana. Hvemig líst honum á að mæta gömlu fé- lögunum ef Akranes vinnur al- banska liðið? ,J>að má segja að þetta sé draumadráttur. Það verður gam- an að fá að spila gegn gömlu fé- lögunum ef þeir verða þá í liðinu og svo hélt maður með þessu liði í gamla daga, helst vegna þess að Pétur Pétursson lék með Feyeno- ord. Möguleikamir em alveg fyrir hendi að vinna Feyenoord en fyrst verðum við að leggja Tirana að velli. Ég held að við hefðum ekki getað orðið óheppnari með dráttinn í forleikjunum hvað landið varðar. Ég þekki þó lítið til getu Tirana- iiðsins nema það að þeir hafa unnið albanska mótið mörg ár í röð og flestir leikmanna þeirra em í landsliðinu. En eitt- hvað hljóta þeir að geta fyrst að þeir unnu meistaratitilinn og þessir leikir em ekkert unnir fyr- ir fram,“ sagði Sturlaugur Har- aldsson að lokum. 1 KVOLD: Knattspyma 1. deild larla Fram-Fylkir kl. 20 ÍBV-Víkingur ki. 20 ÍBK-ÍA kl. 20 FH-KR kl. 20 4. deild karla Austri-Valur R. kl. 20 Höttur-KBS kl. 20 Sindri-Einherji kl. 20 Jón Grétar Jónsson stóð slg vel f gær þegar Valur vann Þór 2-1. Timamynd PJetur Evrópukeppnin í knattspyrnu: IA mætir Feyenoord í 1. umferð — ef þeir vinna albanskt lið í forkeppninni Tvíburabræöumir Bjarki og Amar Gunnlaugssynir koma til með mæta sínum gömlu félögum á Akranesi í Evrópu- keppni meistaraliða ef Akranes nær að sigra albönsku meistarana Partizani Tirana í forkeppninni. Ef það tekst spilar liðið við Feyenoord sem tvíburamir leika með. Þetta kom í |jós í gær þegar dregið var í Evrópukeppninni. Vegna mikillar fjölgunar liða í Evrópukeppninni varð að grípa til forkeppni sem fleiri lið en áður lentu í, þar á meðal lið íslandsmeistara Akraness og Bikarmeistara Vals. Valur mætir finnsku liði, MYBA Anjalankoski. Ef Valsarar vinna finnska liðið mæta þeir skoska stórliðinu Aberdeen. KR- ingar þurfa hins vegar ekki að spila í forkeppninni en spila við ungverskt lið í fyrstu umferðinni MTK Budapest. Mögu- leikar íslensku liðanna verða teljast talsverðir. Albönsk og finnsk lið hafa ekki verið hátt skrifuð í fótboltasögunni en ekki má gleyma tapleik íslenska landsliðsins gegn því al- banska fyrir tveimur árum í undankeppni Evrópukeppninn- ar og var það fyrsti sigur albanska liðsins í mörg ár. Ung- versk knattspyma er í mikilli lægð nú eins og undanfarin ár. Þrír leikmenn ungverska A-landsliðsins sem léku gegn því íslenska fyrir stuttu leika með MTK Budapest og tveir léku með U-21 árs liðinu þannig að þetta ungverska lið er prýtt mörgum landsliðsmönnum. Eftirtalin lið drógust saman: Evrópukeppni félagsliöa TVvente (Holland)-Bayem Mtinchen (Þýskaland) Bohemian (írland)- Bordeaux (Frakkland) Young Boys (Sviss)-Celtic (Skotland) Aalborg (Danmörk)-La Coruna (Spánn) Norwich (England)-Vitesse Amhem (Holland) Hearts (Skotland)-Atletico Madrid (Spánn) Slavia Prag (Tékkland)-OFI Crete (Grikkland) US Luxembourg (Lúxemborg)-Boavista (Portúgal) Norrköping (Svíþjóð)-Mechelen (Belgía) Nantes (Frakkland)-Valencia (Spánn) Karlsruhe (Þýskaland)-PSV Eindhoven (Holland) KR (Ísland)-MTK Budapest (Ungverjaland) Dynamo Moscow (Rússland)-Frankfurt (Þýskaland) Kuusysi Lahti (Finland)-Waregem (Belgía) Crusaders (Írland)-Servette (Sviss) Brondby (Danmörk)-Dundee UTD (Skotland) Bratislava (Slóvakíu)-Aston Villa (England) Borussia Dortmund (Þýskaland)- Spartak Vladi.(Rússland) Lazio (Italíu)-Plovdiv (Búlgaría) Öster (Svíþjóð)-Konsvinger (Noregur) Admira Wacker (Austurríki)-Dnepr (Ukraína) Inter Milan (Ítalía)-Rapid Bukarest (Rúmenia) Botev Plovdiv (Búígaría)-Olympiakos (Grikkland) Samsung (Ungverjaland)-Apollon Limassol (Kýpur) Kocaelispor (Tyrkland)-Sporting Lissabon (Portúgal) Juventus (Ítalía)-Lokomotiv Moscow (Rússland) Salzburg (Austurríki)-Streda (Slóvakía) Bistrita (Rúmenía)-Branik (Slóvakía) Tenerife (Spánn)-Monaco (Frakkland) Antwerpen (Belgíu)-Maritimo (Portúgal) Trabzonspor (TVrkland)-Valetta (Malta) Dinamo Búkarest (Rúmenía)-Cagliari (Ítalía) Evrópukeppni bikarhafa — forkeppni Karpaty Lvov (Úkraína)-Shelboume (írland) RAF Jelgava (Lettland)-Hafnir HB (Færeyjar) Sliema Wanderes (Malta)-Degerfors (Svíþjóð) Apoel Nicosia (Kýpur)-Bangor (N.írland) Dudelange (Lúxemborg)-Maccabi Haifa (ísrael) Valur (Ísland)-MYPA Anjalankoski (Finnland) Albpetrol (Albanía)-Balzers (Liechtenstein) Nikol Talinn (Eistland)-Lillestrom (Noregur) FC Kosece (Slóvakía)-Vilnius (Litháen) Lugano (Sviss)-Neman Grodno (Hvíta Rússland) OB (Danmörk)-Publikum (Slóvakía) Konúst Valsmenn áfram mæta þeir Aberdeen frá Skotlandi f fyrstu umferð. Evrópukeppni meistaraliða-forkeppni HJK Heisinki (Finnland)-Norma Talinn (Eistland) Ekranas (Lettland)-Floriana (Malta) Tofta B68 (Færeyjar)-Cratia Zagreb (Króatía) Skonto Riga (Lettland)-Ljubljana (Slóvenía) Cwmbran Town (Wales)-Cork City (írland) Dynamo Tiblisi (Georgía)-Linfield (N.írland) Avenir beggen (Lúxemborg)-Rosenborg (Noregur) Partiazani Tirana (Albanía)-Akranes (ísland) Omonia Nicosia (Kýpur)-FC Aarau (Sviss) Zimbru Kishinev (Moldavía)-Beitar Jerusalem (ísrael) Akranes mætir Feyenoord Hollandi ef þeir sigra albanska liðið. Forleikimir verða spilaðir 17. og 18. ágúst og 31. ágúst eða 1. september. Leikimir í fyrstu umferð verða svo spilaðir 14. og 15. sept- ember og 28. og 29. september.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.