Tíminn - 15.07.1993, Qupperneq 7

Tíminn - 15.07.1993, Qupperneq 7
Fimmtudagur 15. júlí 1993 Tfminn 7 Andi séra Jóns svífur yfir golfvellinum Nú eru meistaramót golfklúbba landsins í fullum gangi og leika menn fjóra eöa átta hríngi eftir því hvort vellirnir eru níu holur eöa 18; samtals 72 holur. Þrátt fyrir meistaramótin er hægt að finna nokkur opin mót um helg- ina. Eldmessumót er t.a.m. á Kirkjubæjarklaustri og greinilegt að kylfingar þar minnast eldmessu séra Jóns Steingrímssonar á viðeigandi hátt, 210 árum eftir að hún var flutt. Þá „stöðvaði" bænahiti séra Jóns hraunið úr Lakagígum þar sem það rann í áttina að Klaustri og aldrei er að vita nema bænahiti kylfinga geti fært þeim betra skor á golfvellinum um helgina. Þá er opið mót á ísafirði og svo RC Cola-mót á Dalvík og í Garðabæ. Líklega ætti frekar að kalla mótin RC Cola-minningarmót því eins og margir vita er hætt að framleiða drykkinn hér á landi. Engin sérsniðin golfmót eru fyrir kvenfólkið og unglingana þessa helgi, en öldungamir keppa á Pfoff- móti í Mosfellsbæ. Þessl lltla dama sem var aö „æfa“ sig f golfi f Grafarholtfnu elnn dag- Inn sýnlr aö maður þarf ekkl að vera gamall til aö geta leikiö golf. Af myndlnnl aö dæma værf þó Ifk- lega ráölegt aö fá einhverja lelö- sögn áöur en haldiö er út f hlnn stóra helm sem golfvöllurfnn er. Þetta derhúfugengl tók þátt I meistaramótl Golfklúbbs Garðabæjar f vlkunnl. A myndlnnl eru (taliö frá vlnstrl): Val- gelr Vllhjálmsson, Ólafur Skúlason, Bjöm Vllhjálmsson og Jóhann Jóhannsson. I mörgu að snúast hjá meistara Knipe Breski golfkennarinn Martyn Knipe er hæstánægður með hlut- skipti sitt sem golfkennari hjá Golfklúbbi Garðabæjar, en þar hefur hann verið undanfarin þijú ár. Hann segir Vífilstaðavöll verða æ betri, æfingaaðstaðan við völl- inn sé ein sú besta og umfram allt séu nemendumir og félagar klúbbsins frábærir. Martyn hefur í nógu að snúast því auk þess að kenna golf er hann vallarstjóri þeirra í Garðabænum. Martyn starfar daglangt við vallar- stjóm en seinni hluta dags tekur hann nemendur í tíma. Hann seg- ir það vera ákveðin forréttindi að starfa hjá jafn ungum golfklúbbi og Golfklúbbur Garðabæjar er, því þá geti hann tekið ríkan þátt í upp- byggingu og skipulagningu vallar- ins auk þess sem félagar klúbbsins séu margir hverjir nýbyrjaðir í golfi og áhuginn því mikill. Auk kennslunnar í Garðabænum kennir hann nokkra tíma á viku hjá Nesklúbbnum á Seltjamar- nesi. Martyn kom hingað til lands fyrir sjö árum og hefur kennt víða um land. Hann var um tveggja ára Martyn Knlpe golfkennarf ásamt einum nemanda sfnum. skeið í Grafarholti, en auk þess hefur hann kennt golf á Selfossi, Mosfellsbæ og á Nesinu. Hann seg- ir að sér líki vel á íslandi, en hann er giftur fslenskri konu og þau eiga tvö böm. Aðspurður hvort ekki væri erfitt að vera golfkennari á íslandi þar sem einungis væri hægt að leika golf stuttan tíma á árinu sagði Martyn að svo væri ekki. Inniað- staða væri sífellt að batna og æ fleiri kylfingar gerðu sér grein fyr- ir því að til að ná árangri þyrftu þeir að æfa yfir vetrarmánuðina. Og með tilkomu betri inniaðstöðu, myndbandstökuvéla, inniflata, golfherma og slíkra hjálpartækja væri aðstaðan hin besta. „Yfir vet- urinn þróa kylfingar sveifluna af kappi og á sumrin láta þeir reyna á æfingamar" sagði þessi geðþekki 36 ára gamli golfkennari að lok- um. golf Sigurjón Amarsson GR og Þorsteinn Hallgrímsson GV eru efstir og jafnir í stigakeppni GSÍ, en Ólöf M. Jóns- dóttir GK er efst kvenna. Stigin verða höfð til hliðsjónar við val á Iandsliðinu sem tekur þátt í Norður- landamótinu í Finnlandi. Röð efstu manna er annars þessi: Karian 1.-2. Sigurjón Amarsson GR 1.-2. Þorsteinn Hallgrímsson GV 3. Bjöm Knútsson GK 4.-5. Jón H. Karlsson GR 4.-5. Björgvin Sigurbergsson GK Konun 1. ólöf M. Jónsdóttir GK 2. Ragnhildur Sigurðardóttir GR 3. Herborg Amarsdóttir GR 4. Þórdís Geirsdóttir GK 5. Karen Sævarsdóttir GS Hjóna- og parakeppni á Skaga Alfreð Viktorsson og Sigríður Ingva- dóttir sigruðu nýlega í hjóna- og parakeppni Golfldúbbsins Leynis á Akranesi. Þau léku á 72 höggum. í öðru sæti urðu þau Valur Guðjóns- son og Hulda Birgisdóttir með 73 högg og í þriðja sæti varð „parið" Kristinn G. Bjamason og Egill Ragnarsson með 74 högg, en það „par" var einnig næst holu á fimmtu braut Bræðumlr Jón og Rafn Thorarensen voru aö lelka golf eltt kvöldiö fyrlr skemmstu á Hlföarvelll i Mosfellsbæ. Á myndinnl má sjá Jón standa ánægöan vlö kúlu sína efUr aö hafa sett um 20 metra langt Innáhögg alveg upp aö holu. Rafn bróðlr hans stendur álengdar. Mitsubishi Open á Akureyri Jón H. Karlsson, Golfklúbbi Reykja- víkur, sigraði mjög örugglega á Mitsubishi-stigamótinu á Akureyri um helgina á 148 höggum en mótið gaf stig til landsliðsins. Jón lék sex höggum betur en íslandsmeistar- inn, Úlfar Jónsson GK, sem varð í öðru sæti. Leiðinlegt veður, hífandi rok og fimbulkuldi setti mark sitt á árangur keppenda, en Jón lét það ekki á sig fá og lék golf eins og við bestu aðstæður. Á eftir Úlfari kom svo Þorsteinn Hallgrímsson GV í þriðja sæti. í Opna mótinu sigraði Jónína Páls- dóttir GA í keppni kvenfólksins, bæði með og án forgjafar. Skúli Ág- ústsson GA sigraði í keppni án for- gjafar eftir umspil við tvo aðra kylf- inga, en Tómas Karlsson GA sigraði f keppni með forgjöf. 142 keppendur tóku þátt í mótinu sem tókst ágætlega þrátt fyrir slæmt veður.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.