Tíminn - 15.07.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.07.1993, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. júlí 1993 Tíminn 9 ■ DAGBÓK Flugdagur fjölskytdumar Flugtak nugskóli efnir til flugdags þann 17. eða 18. júlí (fer eftir veðri) frá kl. 12 til 18. Á dagskrá en útsýnisflug, listflug, hóp- flug, flugmódel, tölvuflugleikir frá Goð- sögn, Flugsögufélagið, flugkennsla, heimasmíðaðar flugvélar, yfirflug far- þegaþotna, gyro-kopti, sviffiug, flugtog, mótordreki, landgræðslan, fallhlífar- stökk, Domier 228, BEECH 99, gos og grill og margt fleira. Aðgangur er ókeypis og vonast Flugtak til að sjá sem flesta á Reykjavíkurflug- velli við gamla flugtuminn þann 17. eða 18. júlf. Tónllstarhátíð í Finnlandi: íslensklr flytjendur 09 íslensk tónlist Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Einar Jóhannesson klarinettuleikari og Öm Magnússon pfanóleikari verða fulltrúar íslands á Tónlistarhátíðinni í Kuhmo f Finnlandi, sem stendur yfir dagana 16. júlf til 1. ágúst Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir flytj- endur taka þátt f hátíðinni og einnig hljómar fslensk tónlist f Kuhmo í fyrsta sinn nú í ár. Tónlistarhátíðin í Kuhmo, sem fyrst var haldin fyrir 24 árum, er helguð kammer- tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsög- unnar. Daglega verða haldnir fimm tón- leikar og hefst dagurinn f kirkjunni f Kuhmo þar sem m.a. verða fluttir allir kvintettar Mozarts og Boccherinis. Fyrstu kvöldtónleikar á hverjum degi hefjast allir á píanótríói eftir Haydn, en sfðustu tónleikar dagsins eru helgaðir tónlist sem samin er eftir stríð. Rúmlega 70 hljóðfæraleikarar og 13 kammerhóp- ar koma frá Evrópu, Bandarfkjunum og Asfu til að taka þátt f hátfðinni. Maraþontónleikar með franskri og ís- lenskri tónlist verða haldnir laugardag- inn 24. júlí. íslensku verkin sem þar verða flutt eru eftir tónskáldin Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Hilmar Þórðar- son, Þorstein Hauksson, Karólfnu Ei- ríksdóttur, Jón Nordal, Þorkel Sigur- bjömsson, Áskel Másson, Þórarin Jóns- son og Hjálmar H. Ragnarsson. HappamáHíðir í Staöarskála í samkvæmi, sem haldið var til heiðurs félögum f Fombílaklúbbnum, fór fram útdráttur í Júnfdögum Staðarskála. Ferðamálafulltrúi svæðisins sá um að allt færi fram eftir settum reglum, með- an Kristinn Snæland, formaður Fom- bflakiúbbsins, dró úr innsendum svar- seðlum. Hinir heppnu vinningshafar vom: 1. Matur fyrir tvo í Staðarskála af sér- réttaseðli: Friðrik Rúnar Halldórsson, Háteigi 4, Akranesi. 2. Matur fyrir tvo í Staðarskála af mat- seðli dagsins: Hafdfs Sigurðardóttir, Ól- afstúni 7, Flateyri. Tilbúin hvrtlauksbraiiö frá Myllunni BrauA M. Myllan Brauð hf. hefur hafið framleiðslu á tilbúnu hvítlauksbrauði. Unnið var að þróun vömnnar í samstarfi við matvæla- deild Iðntæknistofnunar. Umtalsverð þróunarvinna liggur að baki framleiðslunnar, meiri en í fljótu bragði gæti virsL Vanda þarf til margra þátta f senn. Þar má telja ffamleiðsluað- ferðina, geymsluþol og meðhöndlun. Vandasamasti þáttur framleiðslunnar felst í gerð kryddsmjörsins sem haft er inni í brauðinu. Við þróunarstarfið var megináhersla lögð á gæði þess og bragðs. Stundaðar vom bragðprófanir þar til viöunandi árangur hafði náðst Notað er fslenskt smjör, hvftlaukur og náttúmlegt krydd. Hvítlauksbrauð hefur hingað til verið flutt til landsins í miklu magni. Tálið er að innflutningurinn nemi nokkmm tonnum á hverjum mánuði. Enda er hvítlauksbrauð lostæti sem landsmenn hafa uppgötvað til nota með margvísleg- um réttum. Hvítlauksbrauð er vinsælt með grillmat á sumrin og með ýmsum kjötréttum á öðmm árstímum. Hvftlauksbrauðið frá Myllunni Brauð hf. er í mjög handhægum tveggja laga pokum. Tvö brauð em í hverri pakkn- ingu. Ytri umbúðimar em fyrst fjar- lægðar og brauðin sett í bakaraofn í innri pokanum. Pokinn ver brauðið og veldur þvf að kryddsmjörið geti ekki lekið í ofn- inn. íslandskvöld í Norræna húsinu Fimmtudaginn 15. júlí kl. 20 heldur Björg Ámadóttb blaðamaður fyrirlestur á sænsku í Norræna húsinu og nefnir hann „Sprák i Norden". Fyrirlesturinn er byggður upp sem útvarpsþáttur og er Björg þulurinn, en viðtöl og tónlist em leikin af bandi. Fýrirlesturinn er unninn upp úr 13 út- varpsþáttum, sem Björg flutti síðastlið- inn vetur í Ríkisútvarpinu. Þáttaröðin var tilnefnd til verðlauna sem Norræna ráðherranefndin veitir fyrir þætti í fjöl- miðlum. Eftir kaffihlé verður sýning á kvikmynd- inni Eldur í Heimaey eftir Ósvald og Vil- hjálm Knudsen og er hún með norsku tali. Bókasafn og kaffistofa Norræna hússins em opin til kl. 22. f kaffistofii verður ís- lensk kjötsúpa á boðstólum. Allir em hjartanlega velkomnir á ís- landskvöldið. Ljóð vikunnar valdi að þessu sinni Sig- bvatur Björgvinsson, samstarfsráðherra Norðurlanda. Opnaö aö Hótel Eklborg Hótel Eldborg í Eyjahreppi, Hnappadals- sýslu, opnaði þann 19. júní síðastliðinn. Um er að ræða hótel með 18 herbergj- um, svefnpokaplássi og tjaldstæði. Úti- sundlaug og hestaleiga er við hótelið og einnig em veiðileyfi fáanleg á hótelinu að góðum veiðistöðum í nágrenninu. Staðsetning hótelsins er að margra mati frábær með tilliti til dagsferða, miklir möguleikar em í byggðarlaginu í kring með Snæfellsnesið á aðra höndina og Borgarfjörðinn á hina. Listinni er gert hátt undir höfði á Hótel Eldborg og í söl- um hótelsins sýnir myndlistarmaðurinn Tolli verk sín og skúlptúristinn Teddi sýnir verk sín í anddyri hótelsins. Þetta er annað sumarið sem Hótel Eld- borg er í rekstri. Um er að ræða hefð- bundinn rekstur, sem fram fer f skóla- byggingu Laugagerðisskóla. Rekstrarað- ili er Urval/Útsýn, en staðarhaldari er Magnús I. Magnússon. Skólastjóri óskast Skólastjóra og kennara vantar f grunnskólann á Suöureyri. Ýmis hlunnindi f boði. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar f hs. 94-6250 og skólastjóri i hs. 91-653862. Síldveiðar í flotvörpu Sjávarútvegsráðuneytið hyggst veita allt að 8 síldveiði- skipum heimild til tilraunaveiöa á síld í flotvörpu á kom- andi vertíð. Umsóknir um leyfi til þessara veiða skulu sendast sjávar- útvegsráðuneytinu fyrir 25. júlí n.k. Sjávarútvegsráðuneytið, 13. júlí 1993. Sean Conn- ery er ekki dauður! Sean Connery undi sér hið besta við að leika golf með vinum sínum, meðan sá orðrómur geisaði að hann hefði látistaf hjartaslagi. Ljósmynd- arar þóttust því hafa komist í feitt, þegar þeir rákust á hann sprelllif- andi á golfvellinum og vildu helst elta hann á röndum. Svo mikið líf leyndist þó með leikaranum, og svo líkur er hann sjálfum sér, að hann bað þá að láta sig f friði meðan hann lyki ieiknum. Annars er það af Sean Connery að frétta að hann er í þann veginn að hefja leik í kvikmyndinni „Smoke and Mirrors" þar sem sögð er saga Roberts Houdin, þess sem var fyrir- mynd hins fræga töframanns Houd- inis sem slapp úr hverri þeirri prís- und sem upphugsuð var. Sean Connery vildi ekkert láta trufia sig viö golfiö, þó aö mikiö lægi viö aö hrekja oröróminn um aö hann væri dauöur! Tekiö var að eftir alla 15 kílómetra gönguna skildu leiöir þeirra aldrei. Glenn og Bobby spjölluöu og hlógu og fariö var aö gera þvl skóna að meira en lítii alvara væri á feröum milli þeirra. Þau ganga til að „spara vatnið“ og orðrómur kemst á kreik Bobby Kennedy, sonur Roberts Kennedys sem myrtur var fyrir 25 árum, er sami baráttumaðurinn og pabbi hans, hefur bara valið sér öriítið annan vettvang. Bobby eldri var dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna á sínum tíma og barðist við spillingu, en Bobby yngri hefur kosið sér sérgreinina umhverfis- mál innan lögfræðinnar. Demókratinn Bobby yngri Kenne- dy, sem er háttsettur lögfræðingur hjá ráði sem hefur vemdun nátt- úruauðæfa á sinni könnu, stóð fyr- ir heilmikilli göngu um daginn, 15 km langri, til að vekja athygli á að börnum jarðarinnar beri að fara sparlega með vatnið sem náttúran lætur þeim í té. Gangan var gengin undir kjörorðinu „Ganga fyrir vatrí' og tilgangurinn að fá fólk til að spara vatnið sem jörðin gefur. Auðvitað tók fjöldi manns þátt í göngunni, enda var í fararbroddi ekki ófrægara fólk en Bobby sjálfúr og ævilangi demókratinn og leik- konan Glenn Close. Þau viku ekki hvort frá öðru og höfðu greinilega um margt að spjalla og margt vakti gleði þeirra. Bobby er fráskilinn og Glenn sömuleiðis á lausum kili og ekki þurfti nú meira til að kveikja sögur um að trúlega væri þama í uppsiglingu eitt lítið ástarævintýri a.m.k., enda rámaði kunnuga í að hafa rekist á þau tvö nokkrum sinnum áður. En einskis var spurt og engin svör gefin, svo að það verður bara að leyfa tímanum að leiða í ljós hvort eitthvað var þama á seyði. Glenn Close og Bobby Kennedy yngri hafa veriö demókratar alla sfna ævi. Og ekki skortir þau sameiginleg áhugamál, umhverfismál eru þar ofarlega á lista. Og bæöi eru þau náttúruunnendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.