Tíminn - 24.07.1993, Page 1

Tíminn - 24.07.1993, Page 1
Frétta-Tíminn... Frétta-síminn. ..68-76-48... Frétta-Tíminn... Frétta-síminn.. .68-76-48... Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48 Laugardagur 24. júlí 1993 138. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 125.- Ríkisstjórnin fól Davíð og Sighvati að spjalla við bankana eftir helgi um háa raunvexti hér á landi: Seðlabankinn gerir engar athugasemdir við ákvarðanir bank- anna f vaxtamálum og segir að þeir hafi einungis veríð að hækka vexti nokkum veginn f samræmi við hækkun verðbólgu. Álit Seðlabankans var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær og var samþykkt aö forsætisráöherra og viðskiptaráðherra ræddu við forráðamenn bankanna um vaxtaþróunina. Viðskiptaráðherra segist gera sér vonir aö þær viðræður geti leitt til lækkunar raunvaxta. Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra lagði tvær spurn- ingar fyrir Seðlabankann fyrr í vik- unni. Hafa raunvextir hækkað og hafa bankamir aukið vaxtamun sinn? Síðdegis í gær barst svar og er skemmst frá því að segja að báð- um spumingunum var svarað neitandi. Jón Sigurðsson seðla- bankastjóri sagði að bankamir hefðu með vaxtahækkun sinni á dögunum hækkað vexti sína til samræmis við hærri verðbólgu. Raunar væri hækkunin í flestum lánaflokkum minni en verðbólgu- hækkunin. Með öðrum orðum hefðu raunvextir lækkað en ekki hækkað. Einungis á verðtryggðum lánum hefðu bankar hækkað raunvexti og væri hækkunin 0,2%. í öðrum lánaflokkum hefðu raun- vextir lækkað á bilinu 3,7-4,7%. Bankarnir hafa lækkað vexti á verðtryggðum óhreyfðum innlán- um, en hækkað nafhvexti á öllum tegundum útlána. Þetta myndu flestir telja ótvírætt merki um að bankamir væm að auka vaxtamun og þar með tekjur sínar. Þetta seg- ir Jón Sigurðsson ekki vera rétt. Bankamir hafi ekki aukið vaxta- mun sé tekið tillit til „verðtrygg- ingarhalla bankanna". En þrátt fyrir að Seðlabanki og viðskiptaráðherra telji að ekkert sé athugavert við síðustu vaxtahækk- un bankanna ákvað ríkisstjómin að fela Davíð Oddssyni og Sighvati Björgvinssyni að ræða við bankana eftir helgina. Sighvatur sagði að það væri Ijóst að vextir væm háir hér á landi og að þeir hefðu ekki farið lækkandi þrátt fyrir að vextir á ríkisverðbréfum á fjármagns- Hvert liggur leiðin Verslunarmannahelgin 1993 Verslunarmannahelgin hefst eftir tæpa viku. Tímanum í dag fylgir í tilefni þess ítaríegur blaðauki um útihátíðir og feröalög. Sjá bls. 9-20. markaði hefðu lækkað á síðustu hann ræða við bankana eftir helg- þær viðræður leiddu til raunvaxta- vikum. Um þetta tvennt myndi ina. Hann sagðist vonast eftir að lækkunar. -EÓ Óli H. Þórðarson leikstjóri, Bessi Bjamason, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Margrét Guðmundsdóttlr og Ólaf- ur Öm Haraldsson höfundur við upptöku þáttanna. Tlmamynd Ámi Bjamason Umferðarráð sendir út leikna útvarpsþætti til varnar umferðarslysum: Jónasarfjölskyld- an komin á kreik Jónasarfjölskyldan er aftur komin fram á sjónarsviðið en hún var nokkuð áberandi í Ríkisútvarpinu fyrír nokkrum ámm síð- an. Umferðarráð hefur fengið fjölskylduna til liðs við sig tii aö kenna ökumönnum að haga sér vel í umferðinni. Margrét Guðmundsdóttir og Bessi Bjamason leika hjónin og Álfrún Helga Ömólfsdóttir fer með hlutverk dóttur þeirra hjóna. Álfrún er ekki óvön að leika dóttur Bessa og Margrétar því hún lék ídu f leikritinu Em- il í Kattholti í Þjóðleikhúsinu en þau léku foreldra hennar og Emils. Fjölskyldan kemur fram í Út- varpi Umferðarráðs og verður fyrstu þáttunum útvarpað um næstu verslunarmannahelgina. Hver þáttur er 11/2-3 mínútur að lengd og höfundur þeirra er Ólafur Örn Haraldsson. Hann er einn af Grænlandsfömnum þremur og segist hafa fengið hugmyndirnar af sumum þátt- unum meðal annars uppi á Grænlandsjökli. Leikstjóri er Óli H. Þórðarson. -GKG. Ommuflatkökur ó ferð um landið! Ommuflatkökur eru alveg ómissandi í ferðanestið. /oa*"****"■ Mundu e Bakarí Friðriks Haraldssonar sf. Kársnesbraut 96, Kópavogi Sími 91-41301 -

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.