Tíminn - 24.07.1993, Page 4

Tíminn - 24.07.1993, Page 4
4 Tíminn Laugardagur 24. jú!í 1993 Tíminn MALSVARI FRJALSLYNMS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guömundsson Stefán Ásgrfmsson Skrlfstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Sfmi: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsimar Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fféttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Pæntun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Gmnnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þáttaskil í sam- einingarmálunum Skriður virðist nú vera kominn á starf umdæmis- nefnda sem skipaðar voru í einstökum landshlutum til að gera tillögur um sameiningu sveitarfélaga. Sami kjördagur hefur verið ákveðinn um allt land til þess að fjalla um tillögumar, það er 20. nóvember næst- komandi. Umdæmisnefndimar vom skipaðar í framhaldi af breytingum á sveitarstjómarlögum sem samþykktar vom á Alþingi í vor. Með skipan þeirra var undirbún- ingur þessara mála færður á vettvang sveitarstjómar- manna í einstökum landshlutum. Það var rétt skref. Ljóst er að nefndimar vinna að málinu af mikilli al- vöm og undirbúa þessa tillögugerð af kostgæfni, þrátt fyrir að þeim er ætlaður mjög skammur tími til starfa. Þegar tillögur umdæmisnefndanna liggja fyrir em þessi sameiningarmál að fullu komin á borð hins al- menna kjósanda. Þangað til er umræðan almenn og horfir ekki við hverjum og einum persónulega. Þegar svo er komið að farið verður að ræða kosti og galla hinna einstöku sameininga, er afar brýnt að þær um- ræður byggist á upplýsingum um kosti og galla þess að breyta til. Það er áreiðanlega farsælt fyrirkomulag að fela heimamönnum áfram hlutverk í þessari upplýsinga- starfsemi. Þetta mál á ekki að reka með miðstýrðum áróðri og því síður hótunum um lögþvinganir ef úr- slitin verða ekki valdhöfum að skapi. Það er vissulega ljóst að afstaða félagsmálaráðherra er sú að sameina sveitarfélög í miklum mæli. Sömu- leiðis hefur Samband íslenskra sveitarfélaga tekið þá afstöðu. Málið virðist eiga mikinn stuðning, en einnig öfluga andstöðu í hópi sveitarstjómarmanna og fer sú afstaða ekki eftir flokkslínum. Það er skylda allra þessara aðila að leggja fram hlut- lægar upplýsingar um málið þrátt fyrir þessa afstöðu, ekki síst nú þegar þau þáttaskil verða að farið er að ræða tillögur um ákveðnar sameiningar um land allt. Fréttir berast um ákveðnar tillögur úr Austurlands- kjördæmi. Þar hefur umdæmisnefndin tekið þá af- stöðu að láta kjósa um stórar sameiningar og mikla fækkun sveitarfélaga. Umræðurnar þar munu því snúast um kosti og galla slíkra sameininga miðað við þær aðstæður sem ríkja í þeim landshluta. Á landinu em ólíkar aðstæður og í einu kjördæmi eins og Aust- urlandi em aðstæður ákaflega misjafnar hvað varðar samgöngur og vegalengdir. Umræðumar um sameiningarmálin hafa hingað til verið einkum á vettvangi sveitarstjórnarmanna. Nú kemur að hinum almenna kjósanda að taka afstöðu. Mest er um vert að almenningur eigi aðgang að hlut- lægum upplýsingum, því áreiðanlega verður mikið um áróður eins og títt er í kosningum. Vammleysi og bullandi spilling r Sú spuming gerist stundum áleitin, hvort pólitísk spilling sé mikil eða lítil á íslandi. Það kann að vera mats- atriði og hefur sá, sem hér kreistir úr sér pistil, oft látið þá skoðun í Ijósi að hún sé takkbærilega viðun- andi. Á mörgum sviðum er siðleysið auðsætt, á öðrum er klórað yfir ósó- mann og fyrir kemur að siðsemin er aldeilis óþolandi leiðinleg, eins og til að mynda öll pólitík kvennaflokks- ins, sem er svo skírlífur og vammi firrtur að manni stendur stuggur af. Spillingartalið hellist yfirleitt yfir í hryðjum og leggjast þá pólitíkusar og fjölmiðlar á eitt að magna umtal- ið þar til það er orðið svo yfirþyrm- andi að ekki er hægt að greina orða- skil og ekki skilst lengur hvað er sið- bót og hvað spilling, enda er kannski ekki alltaf auðvelt að greina þama á milli, þótt fiarið sé yfir málin með yf- irveguðum hætti. Oddur Olafsson skrifar óvæginn í garð fjölmiðla, telur þá koma fram undir fölsku flaggi og ekki vera færa um að fjalla hlutlægt um mál. Þeir em spilltir vegna þess að þeir ráðast harðlega gegn manna- ráðningum Alþýðuflokksins, sem ekkert er athugavert við, en líia fram hjá gjörspillingu annarra stjóm- málaflokka. Vel má virða þá skoðun Jóns Bald- vins að einstakir fjölmiðlar hafi farið offari í gagnrýni sinni á títtnefndar embættaveitingar á vegum Alþýðu- flokks. En á það er einnig að líta að flokkurinn hefúr verið furðu stór- virkur á því sviði í seinni tíð og ekki óeðlilegt þótt að sé fundið. Þeir, sem fylgjast með stjómmál- um, pískra einstaka sinnum um það sín á milli að hlutverk stjómmála- flokkanna sé fyrst og síðast að út- hluta réttum mönnum réttum emb- ættum og hafa áhrif á jafnvel smá- sem hér er upp talin, og er enda ekki ásakaður um annað en að ráða hæfa menn í góð embætti. En varla getur sá, sem svona garps- lega mælir, annað en fylgt orðum sínum eftir og sagt allri pólitískri spillingu stríð á hendur. Hann getur varla setið í hverri ríkisstjóminni af annarri með mönnum og í samstarfi við flokka, sem em löðrandi í bull- andi pólitískri spillingu, og lagt blessun sfna yfir hana með þögn og aðgerðaleysi. Spilling hér og spilling þar Utanríkisráðherra kvartar mjög undan fjölmiðlum og sér í lagi pistlahöfimdum fyrir að sjá hvergi spillingu nema í embættaveitingum Alþýðuflokksins. Ljótt er ef satt er. Vel má taka undir með Jóni Baldvin Orð í belg Formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra, leggur orð í belg spillingar- umræðunnar í blaði sínu í gær. Þar fer maður sem getur trútt um talað, því hann hefur lengi verið einn áhrifamesti stjómmálamaður lands- ins og þekkir pólitískan vefnað nú- tímans öðmm betur. Jón Baldvin rekur umræðumar um embættaveitingar á vegum flokksins og telur fim mikil að þær séu að- finnsluverðar. Þær lýsi fremur spill- ingu fjölmiðlafólks, pistlahöfunda sér í lagi. Stjómmálamaðurinn kemst að því í einni og sömu blaðagreininni að á íslandi sé engin pólitísk spilling og að stjómmálalífið í landinu sé undir- lagt pólitískri spillingu. Jón Baldvin skrifan „Hvemig er það: Em íslensk stjómmál spillt? Em forystumenn í íslenskum stjóm- málum vaðandi í peningum eins og ítalskir kollegar þeirra? Em þeir á mála hjá fyrirtækjum eða hags- munahópum? Em flokkamir penin- gamyllur sem verja ómældum fjár- munum til að kaupa sér fylgi og áhrif? Svarið við öllum þessum spuming- um er samkvæmt minni reynslu nei.“ Síðar í sömu grein eftir sama höf- und: ,Auðvitað er spilling í íslensku þjóðfélagi eins og öllum þjóðfélög- um. Líka pólitísk spilling. Hvar ætli hennar sjái helst stað? Mér sýnist spillingin þrífast í viðskipta- og fjár- málalífi og í tengslum fiármála og stjómmála [svo!]. Til em stjóm- málaflokkar sem em undirlagðir af sérhagsmunavörslu. Sumir alþingis- menn líta á það sem hlutverk sitt að ganga erinda hagsmunasamtaka í sjávarútvegi, í landbúnaði eða í sam- göngum, svo dæmi séu nefnd. Til em stjómmálamenn sem líta á hlut- verk sitt sem hlutverk sendilsins." Síðar: „Þetta er bullandi hagsmuna- árekstur. Þetta er bullandi spilling. Em dálkahöfundar eitthvað að fialla um það?“ Þversögn Það vekur óneitanlega undmn að sjá atkvæðamikinn og oft á tíðum rökvísan stjómmálamann afneita spillingu og ítölsku ástandi eins af- dráttarlaust og hér er gert og lýsa því síðan yfir að á íslandi ríki nánast sams konar spillingarástand og er á góðri leið með að ganga af ítalska lýðveldinu dauðu. Stjómmálamenn, sem em sendlar hagsmunasamtaka, og tengsl fiár- mála og stjómmála og meðfylgjandi hagsmunaárekstrar er nákvæmlega ítalska ástandið. Formaður Alþýðuflokksins er Afdankaðir pólitíkusar eða vammlausir fjölmiðlungar efhr. Ját HMmhiírxxi ýanrutm AJþýðufM&&ut - JiifnadarxuiiiHtiflokks ísJaads LIi. vægilegustu stöðuveitingar. Að vera í réttum flokki á réttum tíma hefur úrslitaáhrif á hverjir hljóta embætti og hverjir verða utanveltu í stöðu- veitingum. Frændsemi og kunn- ingsskapur ræður endanlega um hæfni fólks til minni háttar starfa og em svardagar um að kjósa rétt liður í þeirri lífsbaráttu. Þar sem stöðuveitingar em eitt höf- uðverkefni íslenskra stjómmála, þarf það ekki að vekja undmn neins þótt það hvíni í málpípum þjóðmála- umræðunnar, þegar svo myndarlega er að þeim verkum staðið og krötum tókst á hörðu vori. Smámál og stónnál Mannaráðningar Alþýðuflokksins em smámál miðað við þær ásakanir sem Jón Baldvin, flokksformaður og ráðherra í mörgum ríkisstjómum, ber íslensku stjómmálalífi á brýn. Þrátt fyrir að hann kannast ekki við pólitíska spillingu um miðbik grein- ar sinnar, er honum farið að hitna svo í hamsi, þegar nær kemur grein- arlokum, að þar er ein samfelld ákæra um gjörsamlega siðlaust stjómmálalíf og gæti ræða hans allt eins verið flutt af ítölskum saksókn- ara yfir spilltum pólitíkusum og hagsmunaaðilum. Hér vantar ekkert nema mafíutengslin til að samlík- ingin verði fullkomin. „Til em stjómmálaflokkar sem raða alþingismönnum sínum í stjómir fiármálastofnana, bankaráð og stjómir fiárfestingalánasjóða, þar sem þeir em daglega leiddir í þá freistni að geta keypt sér velvild og stuðning einstaklinga með því að hafa áhrif á lánveitingar og jafnvel styrkveitingar. Þetta er bullandi hagsmunaárekstur. Þetta er bullandi spilling." Álykta verður að Alþýðuflokkurinn sé hvítskúraður af þeirri spillingu, að oft em fiölmiðlungar ófærir um að fialla hlutlægt um mál, en það em kannski fleiri ef að er gáð. Upp- hlaupin í Alþýðuflokknum undan- famar vikur hafa til að mynda verið mikið fiölmiðlafóður og meira en efni standa til. Þegar harðast var deilt um hvort Össur eða Rannveig hlytu ráðherra- embætti, vom fiölmiðlungar hvít- glóandi af frásögnum og umfiöllun alls konar. En aldrei brá fyrir þeirri spumingu eða útskýringu hvort þeirra væri Iíklegra til að vinna þjóð- inni gagn í embættinu. Hvort þeirra væri hæfara. Allt var þetta á kjafta- sögustiginu og mátti ekki á rnilli sjá hvorir fleipmðu meira um keisarans skegg, toppkratar eða fiölmiðlungar, og má með sanni segja að þar hæfði skel kjafti. Þegar Jón Baldvin ber fiölmiðlung- um það á brýn að leggja embætta- veitingar toppkrata í einelti, en sjá hvergi hina eiginlegu pólitísku spill- ingu sem hvarvetna ber honum fyrir sjónir, væri ekki úr vegi fyrir hann að líta í eigin barm og rifia upp hve hönduglega hann leggur þeim efnið upp í hendur. Sem gamall fiölmiðla- maður ætti hann að sjá að það væri ófyrirgefanleg glópska, jafrivel spill- ing, að þegja um svo viðamikla hags- munagæslu sem kratar ástunda fyrir sjálfa sig og er iðkuð fyrir allra aug- um. Vegna þekkingar sinnar á innviðum stjómmála og opinberrar spillingar er enginn maður betur í stakk búinn til að kveða hana niður en Jón Bald- vin, flokksformaður og ráðherra. Sú bullandi spilling, sem hann vísar til í grein sinni um stöðuveitingar og fiölmiðla, hlýtur að vera óþolandi fýrir svo siðavandan stjómmála- mann og greinarhöfundur er. Hon- um ber því skylda til að berjast gegn henni með tiltækum ráðum og á vís- an stuðning allra réttsýnna manna til að hreinsa stjómmálin af þeirri óvæm sem bullandi hagsmuna- árekstrar og spillingin er. Jón Baldvin er allra stjómmálafor- ingja betur til þess ama fallinn, þar sem hann þarf ekki að byrja á að hreinsa til í eigin flokki, því hann er vammlaus, eins og glöggt kemur fram í greinarkominu sem er tilefni þessa pistils.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.