Tíminn - 24.07.1993, Qupperneq 9

Tíminn - 24.07.1993, Qupperneq 9
Tíminn 21 Laugardagur 24. júlí 1993 Tímamynd Ágúst Þór áhrifum Evrópuréttar hverju sinni á innlend málefni. Sem dæmi má nefna lögmann sem vinnur fyrir bæjarfélag sem hyggst fara í stórt útboð. Hann verður að gera sér grein fyrir Evrópureglunum um almenn útboð. Aðalatriðið er því ekki það að einungis þeir lögmenn sem ætla að sinna alþjóðlegum verkefnum þurfi að tileinka sér þessar nýju reglur heldur þurfa allir fslenskir lögmenn að gera það, alveg án tillits til þess fyrir hvaða viðskiptamenn þeir vinna og hvaða verkefni þeir hafa með höndum. Evrópulöggjöfin verð- ur hluti af íslenskum rétti og þess vegna eru þetta réttarreglur sem við munum fást við dags daglega. Það sama á að sjálf- sögðu við um dómara og lög- fræðinga í stjórnsýslunni. Þeir verða að kynna sér þessar nýju reglur og venja sig á að beita þeim í sínum daglegu störfum. — Því hefur verið haldið fram að Hæstiréttur íslands dæmi aldrei gegn íslenska ríkinu þeg- ar um verulega hagsmuni sé að ræða. Er ekki hætt við því að dómar réttaríns stangist í fram- tíðinni á við ýmiskonar löggjöf Evrópubandalagsins? — Nú hefur engin ítarleg könn- un farið fram á því hvort sú stað- hæfing sem sett hefur verið fram, að Hæstiréttur dæmi ís- lenska ríkinu oftast í hag, sé rétt eða ekki. Um þetta hefur verið skrifað út frá sérstakri reynslu einstakra manna en það er eng- inn sem reynt hefur að athuga þetta mál með yfirgripsmikilli könnun. Það er verkefni sem enn er óunnið. Það væri líka hægt að komast að gagnólfkri niðurstöðu með því að velja aðra dóma en valdir hafa verið í gagn- rýnisaugnamiði. Hins vegar má aldrei gleyma því að það sem er að vegast hérna á er að í lýðræð- isþjóðfélagi vilja margir leggja áherslu á það að reglurnar séu settar af Alþingi sem sé lýðræð- islega kjörið af fólkinu, dómar- arnir séu ekki valdir á lýðræðis- legan hátt og þess vegna verði þeir að túlka löggjafarviljann. Löggjafarviljinn sé vilji þjóðar- innar og ekkert annað. Dómstól- arnir séu farnir út fyrir sinn eig- inlega vettvang ef þeir ganga í berhögg við vilja löggjafans og þjóðarviljans þar með. Á vissum málasviðum er þó augljóst að dómstólarnir verða að taka af skarið. Síðan eru hinar ýmsu túlkunarleiðir færar þegar tekist er á um grundvallaratriði. Eink- um og sér í lagi á sviði stjórn- skipunarréttar er verið að leita með túlkun eftir því hvað þeir menn hugsuðu sem sömdu stjórnarskrána á síðustu öld eða það er verið að leita að einhverri niðurstöðu með það hvað sé réttlátt og réttlætanlegt í lok þessarar aldar í því samfélagi sem við lifum í. Er það þá hlut- verk dómstóla að ákveða hvernig rétt sé að koma fyrir íslenskri stjórnskipun á þessum árum í stað þess að bíða eftir því að lög- gjafinn sinni skyldu sinni og endurskoði lögin eftir því sem þörf er á við breyttar aðstæður? Okkur verður að vera það Ijóst að ef dómstólarnir ganga nokk- uð langt í því að taka sér það vald að túlka stjórnskipunarlög upp á nýtt út frá sjónarmiðum líðandi stundar þá verða þeir fyr- ir mikilli pólitískri gagnrýni vegna þess að það eru engar al- gildar reglur til um það hvernig eigi að túlka það hvernig rétt sé að beita stjórnskipunarákvæð- um í breytilegu samfélagi og þá í samfélagi dagsins í dag. Hér hafa dómstólarnir valið þá leið að reyna að koma í veg fyrir stríð á milli dómstóla og löggjafar- valdsins. Það er að öllum líkind- um ástæðan fyrir því að dóms- stólarnir hafa verið gagnrýndir fyrir að vera of hallir undir rfkis- valdið. Þá er raunverulega verið að segja að þeir fari eftir því sem hinir þjóðkjörnu fulltrúar vilja. Þeir fara eftir þjóðarviljanum eins og hann birtist hjá löggjaf- anum í stað þess að taka sér völd og dæma eftir því sem þeir teldu rétt að túlka stjórnarskrána á hverjum tíma. — Þetta sjónarmið virðist stangast á við forsendur fjór- menninganefndarínnar sem fjallaði um það hvort EES- samningurínn stangaðist á við ákvæði stjórnarskrárínnar. Nefndarmenn töldu að ekki væri rétt að miða fyrst og fremst við orðalag stjórnarskrárinnar og vilja löggjafans. Táknar þetta einhverskonar stefnubreytingu í lagatúlkun á íslandi? Það þarf nú ekki annað en að líta til hæstaréttardómsins í svo- kölluðu leigubílstjóramáli frá 1988 til að sjá hver afstaða Hæstaréttar var þá. Það áttu ríö dómarar sæti í þeim dómi. Eg man ekki betur en það hafi kom- ið skýrt fram að það beri ekki að túlka félagafrelsisákvæði stjórn- arskrárinnar öðruvísi en fyrir- hugað var að skilja það í upphafi enda þótt Hæstiréttur bæti síðan við að það hafi ekkert það gerst í íslenskri þróun sem leiði til þess að ástæða sé til þess að túlka það öðruvísi. — Nú hefur því veríð haldið fram að dómur Mannréttinda- dómstólsins í leigubflstjóramál- inu sé óyggjandi íslenska ríkinu í óhag. Ert þú sama sinnis? Nei, það er langt í frá að sú túlk- un standist, sem ég hef séð í blöðum, að það sé hægt að beita þessum dómi þannig að hann gjörbylti íslenskri löggjöf til dæmis um fyrirkomulag lífeyris- sjóðsréttinda, um fyrirkomulag vinnudeilna, um uppbyggingu hjá verkalýðshreyfingunni og mörgum öðrum sviðum. Þessi dómur leysir einungis úr einu tilteknu ágreiningsmáli og það verður ekki séð að áhrif hans séu svo víðtæk sem einstaka menn hafa látið liggja að í skrifum í ís- lenskum blöðum. Ég held að menn verði að hafa það í huga að menn hafa orðið ásáttir um að lifa saman í samfélögum. Við hér höfum orðið ásátt um að lifa í þessu íslenska samfélagi sem síðan hefur verið skipt upp í minni sveitarfélög. Við höfum almennt talið að við yrðum und- ir ef við stofnuðum ekki til slíkra félaga. Því verðum við að taka á okkur ákveðnar byrðar sameig- inlega og við reynum að skipta þeim jafnt á milli okkar sem tekst misjafnlega vel. En fólk er sammála um að við munum far- ast ef við ekki höfum eitt slíkt fé- lag með okkur. Verkalýðshreyf- ingin er ákveðin tegund af sam- félagi. Menn hafa orðið sammála um að bera ákveðnar byrðar sameiginlega og njóta síðan sameiginlega réttindanna. Þar hafa menn litið svo á að þeir sem standa utan verkalýðsfélaganna, eins og ljóslega er heimilt ís- lenskum lögum, njóti samt sem áður ávaxtanna af starfi félag- anna. Það hefur verið talið að hægt væri að gera þá siðferði- legu kröfu til manna sem njóta ávaxtanna af ákveðnum félags- störfum að þeir tækju þátt í bar- áttunni með einhverjum hætti eins og að greiða þjónustugjöld eða félagsgjöld til félaganna en ekki að láta minnihluta manna sjá fyrir öllum hinum. Á mann- réttindasviðinu hefur það að skylda menn til að vera í einka- réttarlegum félögum verið talið ámælisvert og í Mannréttindayf- irlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948 er kveðið beinlínis á um að ekki skuli þvinga menn til að vera í félögum. Þetta er líka að finna í félagsmálayfirlýsingu Evrópubandalagsins frá 1989 sem ég gat um áðan en samskon- ar ákvæði er ekki að finna í Mannréttindasáttmála Evrópu og heldur ekki í sáttmálum Sam- einuðu þjóðanna á þessu sviði. Sú þróun hefur orðið í túlkun mannréttindaákvæða að segja sem svo að það sé röklegt sam- band á milli réttarins til að stofna og vera í félagi og réttar- ins til að vera utan félaga. Þetta séu ekki jafngild réttindi en allt að því. Það örlar á þessum skiln- ingi hjá Evrópudómstólnum í svokölluðu British Rail-máli þar sem niðurstaðan var sú að til manna sem höfðu fengið vinnu hjá bresku járnbrautunum án þess að vera félagsbundnir yrði ekki gerð sú krafa síðar að þeir gengju í verkalýðsfélag að við- lögðum vinnumissi ella. í leigu- bflstjóramálinu var aðstaðan sú að því var haldið fram, þegar maðurinn sótti um atvinnurétt- indi sem leigubílstjóri að honum væri skylt að vera í félagi leigu- bflstjóra og hann gekk í slíkt fé- lag og fékk réttindin. Hins vegar kom í ljós í dómi Hæstaréttar og síðar í dómi Mannréttindadóm- stóls Evrópu að það var alls eng- in skylda að vera í þessu félagi þegar hann sótti um réttindi. Hins vegar setti Alþingi nokkru síðar lög um að það væri skylda að vera í félaginu til að öðlast réttindi til leigubflaaksturs. Á þetta leggur Mannréttindadóm- stóllinn mikla áherslu. Það er hugsanlegt að dómurinn sé að því leyti keimlíkur dómnum í British Rail-málinu að það sé skilyrði þess að leigubílstjórinn vinnur málið að það var engin aðildarskylda þegar hann sótti um réttindi til leiguaksturs í byrjun. Það er hins vegar óljóst hvernig dómstóllinn hefði leyst úr málinu ef lögin um skylduað- ild sem sett voru síðar hefðu ver- ið í gildi í upphafi þannig að þegar hann sótti um leyfi hefði honum verið ljóst að samkvæmt íslenskum lögum var honum skylt að ganga í félagið. Þetta tengist svo aftur því að þessu fé- lagi leigubflsstjóra var úthlutað vissum opinberum skyldum með Iögum. Hins vegar var þetta hlutverk þess í opinberum rétti bundið mjög ströngu eftirliti og ákvörðunarvaldi opinberrar nefndar í stjórnarráðinu. Þess vegna taldi Mannréttindadóm- stóllinn að þetta félag hefði ekki nógu mörg einkenni félags opin- bers réttar og þar af leiðandi var það talið félag í skilningi 10. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu. — Hverjar telur þú að verði af- leiðingarnar af dómi Mannrétt- indadómstólsins í leigubfl- stjóramálinu? Mér er það ljóst að margir þeir sem telja að verkalýðshreyfmgin sé illt afl munu af alefli reyna að túlka þennan dóm þannig að það verði til að veikja hina íslensku verkalýðshreyfingu. Fyrir aðra eins og mig, sem telja að verka- lýðshreyfingin gegni mjög mik- ilvægu hlutverki í samfélaginu og sé nánast skilyrði allra efna- hagslegra framfara, þá er þetta auðvitað áhyggjuefni. — í lokin langar mig til að spurja þig um mál sem gæti hugsanlega orðið að hitamáli í mannréttindaumræðunni, þá áráttu einkafyrírtækja og opin- berra stofnana aö skrá fólk eftir kennitölu. Getur hún ekki talist ámælisverð? Ég sé enga gilda ástæðu til að nota kennitölur með þeim hætti sem gert er hér á landi. Auðvitað er það hagræði að nota kenni- tölu til skráningar viðskipta- manna en þegar hagsmunir eru svo óverulegir miðað við einka- lífshagsmuni manna þá gildir það sjónarmið ekki. Umræðan um notkun nafnnúmera eða kennitalna hefur aldrei náð út fyrir þröngan hóp hér á landi en það má búast við að það fari að breytast úr þessu. — Nú viröast íslendingar værukærari gagnvart eftirliti með sjálfum sér en aðrar þjóðir. Hvernig stendur á þvi? Ég held að það stafi að mörgu leyti af reynsluleysi. Við treyst- um líklega allt of mikið á stjórn- málamenn og embættismenn í stjórnarráðinu og víðar að þeir gæti hagsmuna okkar. Þessir menn geta farið með vald sitt nokkurn veginn óhindrað og án eftirlits. Fólk hefur þó smátt og smátt verið að vakna til lífsins í þessu sambandi og farið að gagnrýna ofstjórn og óstjórn stjórnsýslunar. — Nýlega var settur virðis- aukaskattur á dagblöð. I kjölfar þess hefur blöðunum verið gert skylt að skrá áskrifendur með kennitölu. Er það ekki bara nöldur ef maður er að fetta fingur út í slflrt? Nei ég er ekki sammála því að það sé nöldur. Það er viðleitni til að koma í veg fyrir ofskráningu á persónulegum upplýsingum. Þó að það þurfi ekki að vera mjög mikilvægar upplýsingar að mað- ur lesi eitthvert tiltekið dagblað þá er það mjög mikilvægur liður þegar tengdar eru saman upplýs- ingar úr mörgum gagnabönk- um. Ef til dæmis eru keyrðar saman áskrifendaskrár blaða og tímarita við upplýsingar frá vá- tryggingafélögum og bönkum og jafnvel sjúkrahúsum og lækn- um, en þetta er mjög auðvelt ef allsstaðar eru notaðar kennitöl- ur, þá er hægt að lesa út úr því meira og minna upplýsingar um einkahagi fólks sem það á rétt á að haldið sé leyndum. Ef ekki væru notaðar kennitölur væri ekki hægt að samræma með þessum hætti upplýsingar um fólk. — Hvað getur sá gert sem ekki vill gefa upp kennitölu sína um leið og hann gerist áskrífandi að dagblaði? Það er ekki heimilt að setja það sem skilyrði fyrir viðskiptum að maður gefi upp kennitölu. Ég man ekki betur en ég hafi séð dóm í Bandaríkjunum þar sem banki var dæmdur vegna þess að hann hafði neitað manni um við- skipti sem ekki vildi gefa upp al- mannatryggingarnúmerið sitt. Hérna á Islandi hefur þetta verið notað í tíma og ótíma. Þetta hef- ur verið notað í undirskriftar- söfnunum í pólitískum rtiálum eins og VL-málinu. Þar var hver einstakur maður látinn skrá nafnnúmerið sitt til að auðveld- ara væri að tölvukeyra undir- skriftarskrána og bera saman við þjóðskrá. Þannig var verið að safna saman á hentugan hátt pólitískum upplýsingum um fólk að mínu viti. — Má ekki búast við því að ein- hver láti í framtíðinni reyna á það fyrir dómstólum hvort notkun kennitalna brjóti í bága við lög um vernd einkalífs? Jú, eins og ég sagði áðan er fólk farið að gera sér betri grein fyrir réttindum sínum gagnvart svona valdi. Hvort sem það er vald á vegum einkaaðila eða opinberra aðila og því auknar líkur á að menn láti reyna á slíkt fyrir ís- lenskum dómstólum. Ef menn telja sig ekki fá þá vernd sem þeir eiga rétt á hjá innlendum dómstólum þá þurfa þeir að at- huga hvort ekki sé rétt að halda lengra og láta reyna á slík rétt- indi. Ekki eingöngu fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu heldur er líka hægt að hugsa sér að menn noti sér þá vernd sem Sameinuðu þjóðirnar og þeirra kerfi veitir. ÚTBOÐ Óshlíð 1993 Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum I lagningu 0,45 km kafla á Djúpvegi um Óshllö og fyllingu bak viö vegskála á sama vegi. Helstu magntölur: Bergskeringar 1.500 ms, sker- ingar 10.000 m3 og fyllingar 4.500 m3. Verki skal lokiö 1. nóvember 1993. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö rfkisins á (safiröi og ( Borgartúni 5, Reykjavlk (aöalgjald- kera), frá og meö 27. þ.m. Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrír kl. 14:00 þann 9. ágúst 1993. Vegamálastjóri _______________________________________________________J

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.