Tíminn - 24.07.1993, Side 16
Áskriftarsími
Tímans er
686300
NYTT OG
FERSKT
DAGLEGA
m
reiðholtsbakarí
VÖLVUFELU 13-SlMI 73655
labriel
HÖGG-
DEYFAR
Verslið hjá fagmönnum
Glvarahlutir
Hamarshöfða 1
Tíminii
LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1993
„Nú jæja, sunnudagssteikin farín þar,“ varö Bryndísi að orði þegar hún
var stoppuð með kjöt í farangrinum í Leifsstöð fyrir skömmu.
Tollvörður finnur kjöt í poka á farangursvagni Bryndísar Schram.
Bryndís segir vinkonu sína hafa átt kjötið. Bryndís er handhafi rauðs
vegabréfs:
Farangurinn átti
að fara óhindraður
í gegnum toll
Bryndís Schram, framkvæmdasljóri Kvikmyndasjóðs og eiginkona Jóns
Baldvins Hannibalssonar utanrikisráðherra, vísar því á bug aö þau hjón-
in hafi reynt að flytja inn ósoðiö kjöt, þegar þau komu frá Kaupmanna-
höfrí 2. júlí sl. Bryndís segir að kjötið, sem tollvörður fann í poka á henn-
ar farangursvagni, hafi ekki veríð þeirra kjöt, heldur kjöt vinkonu hennar,
sem hún hitti í flugvélinni á leiðinni heim.
„Við vorum tvær saman með vagn
og pokinn var á vagninum. Þriðji að-
ili ók vagninum í gegn og hann var
stoppaður. Hann kallaði á mig, þar
sem ég var hlaupandi fram og til
baka að reyna að hjálpa konunni að
finna töskuna sína. Eg kíkti ofan í
þennan poka og sá að þama var
svínabógur. Það var ekki meira en
það,“ segir Bryndís.
Utanríkisráðherrahjónin eru hand-
hafar rauðs vegabréfs, og fá þá nær
undantekningalaust að fara í gegn-
um toll án þess að leitað sé í farangri
þeirra. Bryndís gaf vinkonu sinni
leyfi til þess að setja föggur sínar á
hennar vagn. Því hefði vinkonan átt
að njóta sömu réttinda og Bryndís
og komast hjá leit í tollinum. En
tollvörður þekkti hins vegar ekki
bílstjórann, stoppaði hann og fann
kjötið.
„Ég segi við bílstjórann að fara með
dótið. Hann er stoppaður. Svo kem-
ur hann og nær í mig. Ég kíki í pok-
ann, sé að það er poki frá fríhöfninni
í Kaupmannhöfn og í honum er eitt-
hvað kjöt. Mig minnir að ég hafi
sagt, „Nú, jæja, sunnudagssteikin
farin þar,“ segir Bryndís.
GS.
Coca Cola-verksmiðja byggð í Rússlandi:
Tveir Rússar lærðu
hjá Vífilfelli hf.
„Það er alitaf eitthvað um það að hingað komi hópar frá framleiöendum
Coca Cola víðsvegar að úr heiminum til að skoða og kynna sér starf-
semina hjá Vífilfelli. Fyrír nokkru voru m.a. hértveir Rússar í námi. Ann-
ar þeirra er væntanlegur gæðastjóri í Coca Cola-verksmiðju sem þar er
verið að byggja og hinn mun sjá um viöskipti viö veitingahús,“ segir Páll
Kr. Pálsson, forsljóri Vrfilsfeils hf.
Það er ekki aðeins að erlendir fram-
leiðendur sendi starfsmenn sfna til
náms hjá Vífllfelli hf. heldur er tölu-
vert um að þangað komi hópar frá
erlendum framleiðendum þessa vin-
sæla drykkjar til að kynna sér starf-
semina og annað sem henni við-
kemur. Nýlega voru m.a. hér á ferð
hópar frá Austurríki og írlandi í
þeim tilgangi.
Páll Kr. segir að íslenska vatnið
veiti Coca Cola á íslandi ákveðið
samkeppnisforskot, enda ekki marg-
ir sem geti státað af því að eiga eins
gott og tært vatn og íslendingar.
Þess sjáist auk þess merki í þeim
viðtökum sem íslenskt vatn hefur
fengið erlendis.
Vegna 7,5% gengisfellingarinnar
hækkuðu mamota glemmbúðir ut-
an um Coca Cola um 4% en einnota
plast- og dósaumbúðir um 5%.
Hinsvegar varð engin verðhækkun
hjá fyrirtækinu í kjölfar 6% gengis-
fellingarinnar í nóvember sl. For-
stjóri Vífilfells segir að tveggja lítra
flöskur hafi ekki hækkað í verði og
þrátt fyrir hækkun gosumbúða hafi
margir kaupmenn ekki hækkað
smásöluverðið hjá sér. -gríi
Samtök herstöðvarandstæðinga mótmæla æfingum Bandaríkjahers
á íslandi:
Hvetja fólk til að
trufla þær sem mest
Samtök herstöðvarandstæðinga mótmæla harðiega yfirvofandi æfing-
um Bandaríkjahers á islandi og hveQa fólk um land alft til að tnifla þær
semmest
í yfirlýsingu samtakanna benda
þau m.a. á að þótt reynt sé að tengja
heræfingamar landgræðslu, íþrótt-
um og náttúruskoðun þá sé tilgang-
ur þeirra að þjálfa hermenn til
manndrápa. Samtökin vara við
þeirri umhverfisógn sem er samfara
hernaðarbröltinu og undrast að
hemum skuli hleypt inn á viðkvæm
svæði, perlur íslenskrar náttúru,
eins og t.d. Dimmuborgir, Surtsey
og Sprengisand.
Þá fordæma samtökin fyrirhugaða
þátttöku Jóns Baldvins Hannibals-
sonar utanríkisráðherra í heræfing-
unum sem að þeirra mati er í full-
kominni andstöðu við ímynd íslend-
inga sem friðsamrar þjóðar.
-grh
Styrkir veittir til kvennarannsókna:
Tölvunotkun barna könnuð
Sólveig Jakobsdóttir, M.Ed. í
kennslufræði, og Agnes Amórs-
dóttir, cand.mag. í sagnfræði,
hafa fengið styríd úr sjóði til ís-
lenskra kvennarannsókna sem
Rannsóknarstofa í kvennafræð-
um vift Háskóla íslands veitir.
Sólveig fékk 150.000 kr. til verk-
efnisins „Mismunur á tölvunotk-
un stúlkna og drengja á grunn-
skólaaldri".
Agnes hlaut aftur á móti 100.000
kr. til verkefnisins „Metoden ved
middelalderen. Et politisk per-
spektiv fra Island".
-GKG.
DENNI DÆMALAUSI