Tíminn - 27.07.1993, Síða 3
Þriðjudagur 27. júlí 1993
Tíminn 3
Um 400 manns em á atvinnuleysisskrá á Akureyri og menn óttast að
fleiri hundruð manns kunni að missa vinnu sína í haust og vetur:
Fer atvinnuleysi á
Akureyri yf ir 10%?
Atvinnuástand á Akureyri er mjög vlökvæmt um þessar mundlr.
Forsvarsmenn atvinnulífsins og stéttarfélaganna i bænum óttast
aö svo geti farið aö atvinnuleysi fari upp fyrir 10% i haust og vetur
ef ekkert verður gert til aö styrkja atvinnulífið ( bænum. Benedikt
Davíðsson, forseti ASÍ, fer til fundar viö Akureyringa í dag til þess
aö ræða um atvinnuástandiö í bænum.
Nú eru um 400 manns án atvinnu á
Akureyri, en mjög óvenjulegt er að
svo margir séu án vinnu á þessum
árstíma. Þetta mikla atvinnuleysi er
til staðar þrátt fyrir að bæjarfélagið
og Atvinnuleysistryggingasjóður
hafi útvegað mörgum vinnu með
sérstökum tímabundnum verkefn-
um.
Atvinnuleysi á Akureyri hefúr auk-
ist eins og annars staðar á landinu
síðustu tvö árin. Það er hins vegar
ýmislegt sem eykur á erfiðleika bæj-
arfélagsins í atvinnumálum. Iðnfyr-
irtækin á staðnum, sem á sínum
tíma áttu ekki hvað sfst þátt í vexti
Akureyrar, hafa átt í miklum erfið-
leikum sem hafa ýmist leitt til þess
að þau hafa neyðst til að fækka
starfsfólki eða hreinlega orðið gjald-
þrota.
Mjög stór fyrirtæki hafa orðið
gjaldþrota á Akureyri og sumir tala
um gjaldþrotahrinu í því sambandi.
Alafoss varð gjaldþrota fyrir tveimur
árum. Fáir mánuðir eru síðan K.
Jónsson & Co og íslenskur skinna-
iðnaður hf. urðu gjaldþrota og fúll-
komin óvissa ríkir um framtíð þess-
ara stóru vinnustaða. Þeir sem
standa að rekstri þeirra í dag ætla
ekki að gera það með óbreyttum
hætti nema fram í september. Þessa
dagana er reynt að finna leiðir til að
tryggja áframhaldandi rekstur fyrir-
tækjanna.
En er gjaldþrotahrinunni á Akur-
eyri lokið? Því svarar Hákon Hákon-
arson, talsmaður verkalýðsfélag-
anna á Akureyri í atvinnumálum.
„Það er engin spuming að það á
fjöldinn allur af fyrirtækjum á Akur-
eyri í verulegum erfiðleikum. Ég
vona að það eigi ekki eftir að hellast
fleiri gjaldþrot yfir Akureyringa, en
því miður er ekki hægt að taka af
neinn vafa um að svo gæti farið.“
Hákon sagði að það sé ekki síst
slæm verkefnastaða fyrirtækja, t.d. í
byggingar og málmiðnaði sem
menn hafi hvað mestar áhyggjur af í
augnablikinu. Mörg stór fyrirtæki í
þessum greinum sjái fram á verk-
efhaleysi þegar kemur fram á haust-
ið. Ef ekki úr rætist getur afleiðing-
in aðeins orðið sú að annað hvort
segja fyrirtækin upp fólki eða að þau
verða gjaldþrota.
í Ijósi þessa er skiljanlegt að Akur-
eyringar hafa lagt mikla áherslu á að
fá til sín einhvem hluta af þeim fjár-
munum sem stjómvöld eru að verja
til opinberra framkvæmda um þess-
ar mundir. Hákon sagði að enn hafi
ekki fengist skýr svör um hvemig
þessum fjármunum verður skipt.
Það er ekki síst til að ræða þetta mál
sem forseti ASÍ kemur til viðræðna
við Akureyringa í dag.
Hákon sagði að það sé ærin ástæða
fyrir því að menn séu að tala um at-
vinnuleysi á bilinu 10-15%. Hann
sagði atvinnuleysi af þessari stærð-
argráðu verða nær örugglega í viss-
um atvinnugreinum í vetur, en
menn voni að hægt verði að halda
atvinnuleysinu niðri. Til þess þurfi
menn á öllu sínu að halda. -EÓ
Líkamsárásir helgarinnar:
Tilefnislausar barsmíðar
Maður var stunginn sex sinnum í
bakið með fjaðurhníf í miðbæ
Reykjavíkur, aðfaranótt sunnudags-
ins og gekk ein þeirra á hol inn í
lunga sem féll saman.
Árásarmaðurinn náðist og er málið í
rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins.
Tllkynnt var um fjórar líkamsárásir
til lögreglunnar á ísafirði og voru
tvær þeirra kærðar.
í báðum tilvikum var sparkað í
menn að tilefnislausu. Á Hnífsdal var
sparkað f andlit á manni svo hann
bólgnaði allur upp en á Suðureyri var
sparkað um allan skrokkinn á manni
sem meðal annars viðbeinsbrotnaði.
Lögreglan rannsakar nú málið og
voru menn í yfirheyrslum hjá henni í
gær.
Manni nokkrum á Höfn í Hornafirði
var veitt kröftugt kjaftshögg aðfara-
nótt sunnudags og hlaut mikla
áverka í andliti. Árásarmaðurinn
kom aftan að honum svo fómarlamb-
ið sá hann aldrei.
Lögreglunni á staðnum veitist því
málið nokkuð erfitt viðureignar en
vitni eru beðin um að gefa sig fram.
-GKG.
Fólk í ferðaþjónustu athugið:
Lýst eftir
Lögreglan lýsir eftir tvítugum Þjóð-
veija, Marc Philip Hilgenfeldt, að
nafni sem kom hingað til lands 21.
júlí sl.
Marc Philip er grannur að vexti og
178 cm á hæð. Hann er ljósskolhærð-
ur með blá augu. Lfklegt er talið að
hann sé klæddur ljósbrúnum galla-
buxum, grænum fóðruðum jakka og
svörtum háum rússkinsskóm.
Gistihúsaeigendur og bílstjórar
fólksflutningabfla em sérstaldega
beðnir um að gefa upplýsingar um
piltinn hafi þeir orðið hans varir en
hafi ella augun hjá sér. -GKG.
Þjóðverja
Flateyri
Leikskólastjóri
Flateyrarhreppur óskar eftir að ráða leikskólastjóra frá
og með 1. ágúst nk. við leikskólann Brynjubæ.
Skilyrði fyrir ráðningu er að umsækjandi hafi lokið fóstru-
námi.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf óskast sendar
skrifstofu Flateyrarhrepps, Hafnarstræti 11, 425 Flateyri,
fyrir 30. júlí nk.
Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í símum 94-7665
eða 94-7765.
.. 4 Syertarstjóri Rateyrarhrepps.
5 *
AFLVAKI
REYKJAVIKUH?
Aflvaki Reykjavíkur hf.
auglýsir lausa til umsóknar stöðu framkvæmda-
stjóra. Ráðið verður í stöðuna frá 1. september nk.
til fjögurra ára.
Aflvaki Reykjavíkur hf. er hlutafélag í eigu Reykjavík-
urborgar, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Hitaveitu
Reykjavíkur, Vatnsveitu Reykjavíkur, Reykjavíkur-
hafnar og Háskóla islands.
Tilgangur félagsins er:
1. Að reka kynningar- og upplýsingaþjónustu í því
skyni að laða að innlenda og erlenda fjárfesta sem
vilja stofna til atvinnurekstrar í Reykjavík og skal
í því sambandi leitað eftir víðtæku samstarfi við
fyrirtæki, sjóði, rannsóknarstofnanir, mennta-
stofnanir og samtök í atvinnulífi og aðra er vinna
að svipuðum verkefnum.
2. Að afla upplýsinga og vinna að tillögugerð og
stefnumótun um atvinnumál og stuðning Reykja-
víkurborgar til eflingar atvinnulífs og fyrirtækja á
sviði nýsköpunar í Reykjavík. Tillögurnar skulu
lagðar fyrir atvinnumálanefnd og borgarráð til af-
greiðslu. Jafnframt skal félagið veita ráðgjöf og
umsögn um þau verkefni sem ráð og nefndir
borgarinnar óska eftir hverju sinni og tengjast
atvinnumálum.
3. Að standa með Reykjavíkurborg að stofnun hluta-
félaga vegna breytinga á rekstrarformi stofnana
og borgarfyrirtækja.
Umsóknir um stöðu framkvæmdastjóra Aflvaka
Reykjavíkur hf. berist til borgarstjóra, Ráðhúsi
Reykjavíkur, fyrir 15. ágúst nk.
F.h. stjórnar Aflvaka Reykjavíkur hf.
Borgarstjórinn í Reykjavík
Markús Örn Antonsson
FLUGLEIÐIR
Traustur íslenskur ferðafétagi
imsmeistaramót á íslenskum hestum
Spaarnwoude við Amsterdam
7*-22« ágúst.
Glæsilegir gæðingar í harðri keppni. Heimsmeistaramótið er tilvalinn
áfangastaður við upphaf eða í lok ferðar um Evrópu.
Tryggið ykkur hótel, flug og bílaleigubíl tímanlega.
Allar nánan upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, umboðsmönnum félagsins um land altc, ferðaskrifstofunum eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18).
Brottfarir til Amsterdam
15. ágúst laus sæti
16. ágúst (dagflug) laus sæti
16. ágúst (kvöldflug) fá sæti laus
17. ágúst fá sæti laus
Brottfarir frá Amsterdam
22. ágúst fá sæti laus
23. ágúst uppselt
24. ágúst laus sæti
25. ágúst laus sæti