Tíminn - 27.07.1993, Qupperneq 6

Tíminn - 27.07.1993, Qupperneq 6
6 Tíminn Þriðjudagur 27. júlí 1993 Jiirgen Habermas: Víggirðing Evrópu o endumýjun Þýskalands Þessa vikuna (24.-28. maí '93) er til umræðu á Sambandsþing- inu í Bonn málamiðlunin, sem ríkisstjórnin og sósíaldemókratar komu sér saman um í málefnum flóttamanna. Ef ofangreindar meginreglur eru lagðar til grundvallar, er þessi málamiðlun ekki réttlætanleg siðferðilega. Ihenni er að finna þrjár grundvallar- villur og eina ranga forsendu: Jurgen Habermas. a) Þær reglur, sem fyrirhugaðar eru, takmarkast við pólitískt hæli og aðgerðir gegn „misnotkun" flótta- mannaréttarins. Þar með er gjör- samlega litið fram hjá því að í mál- efnum innflytjenda þarf Sambands- lýðveldið Þýskaland á pólitískri stefnu að halda sem opnar innflytj- endum aðra réttarfarslega mögu- leika. Innflytjendavandamálið er skilgreint á rangan hátt og það hefur afdrifaríkar afleiðingar. Því ef ein- hver rýfur lagaleg tengsl milli spuminga, sem varða pólitískt hæli annars vegar og innflutnings af fá- tæktarástæðum hins vegar, þá lýsir sá hinn sami því óbeint yfir að hann vilji losa sig undan þeirri siðferði- legu skuldbindingu, sem Evrópa hefur gagnvart flóttamönnum frá þeim svæðum jarðarinnar sem sokk- in eru í eymd og fátækt. í staðinn verður hann að sætta sig við að straumur ólöglegra innflytjenda til landsins fari gjörsamlega úr bönd- unum, en slíkt er hvenær sem er hægt að færa sér pólitískt í nyt inn- anlands með því að kalla það „mis- notkun á flóttamannaréttinum". b) Með því að bæta grein 16a við stjómarskrána er grafið undan „eðl- isinntaki" hins einstaklingsbundna réttar til pólitísks hælis. Eftir það er nefnilega hægt að vísa flóttamönn- um, sem koma til landsins frá svo- kölluðu ömggu þriðja ríki, úr landi án þess að leggja fram dómsúrskurð. Þar með er innflytjendabyrðinni úr Austur-Evrópu ýtt yfir á nágranna- lönd okkar, einkum Pólland, Tékk- neska lýðveldið, Slóvakíu og Ung- verjaland, þ.e.a.s. yfir á lönd sem tæpast búa við þær aðstæður núna að geta tekið þannig á þessu vanda- máli að óaðfinnanlegt sé frá réttar- farslegu sjónarmiöi. Þar að auki eru vandkvæði á þeirri takmörkun sem gerð er á réttaröryggi flóttamanna frá löndum, sem að mati Sambands- lýðveldisins em skilgreind sem „laus við ofsóknir". - ' c) Málamiðlunin,' sem fyrir liggur í málefnuni fióttamanna, felur það í sér að breytingum á ákvæðum um leiðir til að öðlast ríkisborgarárétt er hafnað, J stað þess að gera þeim út- lendingum þegar em komnir með fasta búsetu í landinu, sérstaklega þeim „gestaverkamönnum" („Gast- arbeiter") sem fengnir vom til lands- ins, auðveldara að öðlast ríkisborg- araréttindi. Þeim er synjað um tvö- faldan ríkisborgararétt, sem þeir af skiljanlegum ástæðum kjósa heldur; meira að segja bömin þeirra, sem fædd em í Þýskalandi, hljóta ekki sjálfkrafa ríkisborgararétt Á hinn bóginn njóta þýskættaðir Austurevr- ópubúar, þ.e. einkum Pólverjar og Rússar sem geta sýnt fram á þýskt ættemi, stjómarskrárbundins réttar til að gerast ríkisborgarar. d) Stefna okkar í málefnum flótta- manna byggist á þeirri forsendu að Þýskaland sé ekki innflytjendaland. En það er ekki í samræmi við sögu- legar staðreyndir. Frá því á önd- verðri 19. öld hafa að vísu hátt í 8 milljónir Þjóðverja flutt til Banda- ríkjanna einna. En jafnframt hefúr verið mikil hreyfing innflytjenda hingað síðustu hundrað árin. Fram að fyrri heimsstyrjöldinni komu 1,2 milljónir innflytjenda til landsins í atvinnuskyni; í lok seinni heims- styrjaldarinnar vom 12 milljónir vegvilltra útlendinga í Þýskalandi („displaced persons") — að stærst- um hluta nauðungarverkamenn, sem hafði verið vísað burt úr Pól- landi og Rússlandi. Árið 1955 hófst svo skipulagt átak til að fá hingað ódýra, einhleypa, karlkyns verka- menn frá löndunum f Suður- og Suðausturevrópu — þangað til það lagðist af 1973. í dag em fjölskyldur og afkomend- ur þeirra „gestaverkamanna", sem ekki snem aftur, í þeirri þverstæðu- kenndu stöðu að vera innflytjendur án þess að framtíð þeirra sem slíkra sé trygg — þeir em Þjóðverjar með erlent vegabréf. Þetta fólk er megnið af þeim 8,2 prósentum útlendinga sem bjuggu í Sambandslýðveldinu árið 1990. Án þessara útlendinga hefði uppsveiflan í efnahagslífi okkar á sínum tíma, sem enn á sér enga aðra hliðstæðu en efnahagsundrið í Japan, ekki verið möguleg. Andstað- an gegn því að veita þessu fólki ríkis- borgararétt er enn óskiljanlegri ef haft er í huga að gamla Sambands- lýðveldið (fyrrum Vestur-Þýskaland) veitti 15 milljónum þýskra og þýsk- ættaðra flóttamanna ríkisborgara- rétt, sem vom samt ekki sfður „nýir borgarar". Sjálfsskilningur Þjóðveija Til að skilja hvers vegna umfjöllun um flóttamenn hefur verið svo tak- mörkuð sem raun ber vitni, er nauð- synlegt að líta á það í ljósi þess að sjálfsskllningur Þjóðverja hefur gmndvallast á menningu og tungu. Allt til loka seinni heimsstyrjaldar-’ innar var gerður hjá okkur hárfínn greinarinunur á „Þjóðverjum", þ.e. ríkisborgumm af þýsku ættemi, „ríkisþjóðverjum", þ.e. ríkisborgur-< úm af Öðrú ættemi og síðan „þýsk-, um að þjÖðemi" — þýskættuðu fólki utan Þýskalands. Á meðan þjóðem- isvitund Frakka hefur þróast í tengslum við landsvæðið sem ríkið nær yfir, þá hefur þjóðemisvitund. Þjóðverja byggst á rómantískættaðri hugmynd menntastéttarinnar um menningu sem gmndvöll þjóðemis. Þessi hugmynd lýsti ímyndaðri ein- ingu sem sótti styrk í sameiginlega tungu, hefð og uppruna. Einingar- hugmyndin var á sínum tíma (18. og 19. öldinni) nauðsynleg til að losna úr viðjum smáríkjalyrirkomulags- ins. Það hafði ekki minni áhrif að þjóð- emisvitund Frakka þróaðist sam- hliða baráttu þeirra fyrir borgaraleg- um og stjómmálalegum réttindum gegn fullveldi eigin konungs á með- an þýsk þjóðemisstefna kristallaðist, óháð baráttu fyrir borgaralegum réttindum, í baráttunni við Napóle- on, sem var utanaðkomandi óvinur. í kjölfarið á einu slíku frelsisstríði Þjóðverja náði þjóðemisvitund þeirra að samlagast hugmyndinni um einstæðan uppmna og menn- ingu þjóðarinnar — þjóðemissér- hyggja sem átti eftir að setja mark sitt á sjálfsmynd Þjóðverja. Eftir að íbúar Þýska sambandslýð- í fyrri hluta greinarinnar „Víg- girðing Evrópu og endumýjun Þýskalands" fjallaði Habermas almennt ttm flóttamannavand- ann í Evrópu frá sjónarhóli sift- fræðínnar og velti því iyrir sér hvemlg réttlætanlegt væri að bregðast við honum. Það voru einkum tvsr meginspumingar sem hann reyndi að Icita svars við. Sú fyrri var hvaða kröfur um aðlögun væri réttmætt að gera til innflyljenda. Til þess að geta svarað þcssarí spum- ingu taldi Habermas að gera þyrfti gremarmun á tveim svið- um nútímaþjóðféiaga: stjdm- málasviðinu og menningar- sviðinu. Og taldi rcttlætanlegt aö lýðræðisleg réttarríki krefð- ust þess af innflytjendum að i : þeir aðlöguðu slg að stjórn- málahefð sinna nýju heim- kynna, en þyrftu ekki að aðlaga sig að menningarhefð þeirra að öðru leyti og þyrftu því etdd heldur að gefa sína eigin menningarhefð upp á bátinn. Seinni spumingin var um það, hverjum eigi að hleypa inn og hvaða viðmiðanir eigi þá að styðjast við. Niðurstaðan var í stuttu máli sú, að í ijósi sög- unnar bæri Evrópuþjóðunum skylda til að haida uppi frjáls- iyndri og öriátri innflytjenda- pólitík. Þaim 1. júli síðastliðinn tóku gildi í Þýskalandi nýjar reglur um flóttamenn og innflyfjend- ur. í þessum hluta grehtarinn- ar fjailar Habermas um þessar nýju reglur og forsendur þeirra í Ijósi þeirra almennu niður- staðna sem fengust í fyrri hlut- anum. Greinin hirtist í Die Zeit 28. maí síðastiiðinn. veldisins (Vestur-Þýskalands) höfðu náð sér að nokkru eftir það menn- ingarskipbrot sem glæpir nasista gegn mannkyninu voru, snéru þeir frá þessari hugmynd um sérstöðu sína í heimi þjóða. Fullveldismissir- inn og áhrifaleysi Vestur-Þýskalands í tvískiptum heimi ýttu undir frá- hvarf frá fyrri hugmyndum. Upp- lausn Sovétríkjanna og sameining þýsku ríkjanna hafa svo aftur breytt sjálfsmati eftirstríðsáranna í grund- vallaratriðum. Sú spuming hlýtur því að vakna, þegar maður veltir fyr- ir sér uppgangi hægri öfgamanna og falsáróðri um pólitíska flóttamenn honum tengdum, hvort sameinað Þýskaland velji áfram veg pólitískrar siðmenningar eða taki upp gömlu sérhyggjuna í breyttri mynd. Þessari spumingu er langt í frá auðsvarað, þar sem íbúar ríkjanna tveggja (A- og V-Þýskalands) bjuggu lengi við ólíkan kost og hafa ekki gert upp við sig hver mælistikan í pólitísku sið- ferði eigi að vera. Sú leið sem valin var, að V-Þýska- land innlimaði A-Þýskaland með því að nýju „löndin" (fylkin) gengju í, Þýska sambandslýðveldið, er vafa- söm ef litið er til pólitískrar stefnu- mörkúnar í stjómarskrármálum og hefur komið í veg fyrir að einhver stjómlagaumræða hafi átt sér stað. í staðinn komú síðbúnar sýndanpn- ræður um stöðu höfuðborgarinnar. Nú er svo komjð að borgarar Þýska alþýðulýðveldisins sem var, sem hafa verið niðurlægðir hvað eftir annað ' og að miklu ieyti verið sviptir bæði helstu talsmönnum sínum og sínum eigin pólitíska umræðuvettvangi, eiga við önnur vandamál að stríða. í stað þess að koma með innlegg í um- ræðumar er beitt íkveikjum og gremjan ólgar undir niðri. Hin breyttu valdahlutföll og ný staða í innanríkismálum kalla vissulega á ný svör. En það er óljóst með hvaða hugarfari Þjóðverjar ætla að fram- kvæma þær breytingar sem nauð- synlegar em, ef viðbrögðin verða áfram ekki önnur en bráðabirgða- ákvarðanir stjómvalda á meðan við- horfin em stöðugt að breytast undir yfirborðinu. Aftur til fortíðar Sagnfræðingar, sem skrifa í flýti bækur eins og .Afturhvarf til sög- unnar" eða „Hræðslan við völdin", hvetja til þess að um leið og gamla Sambandslýðveldið (V-ÞýskaJand) er kvatt sé horft til fortíðar. Þar með er lýðræðisþróunin, sem átt hefur sér stað f Þýskalandi eftirstríðsáranna, brennimerkt sem hin eiginlega sér- leið Þjóðverja. í gamla Sambands- lýðveldinu á óeðlilegu ástandi að hafa verið neytt upp á sigraða og sundraða þjóð. Nú þarf að leiða þjóð- ina út úr draumaheimi valdleysunn- ar og koma henni aftur á þá braut sem Bismarck markaði, þar sem Þýskaland á að vera sjálfsömgg valdaþjóð í miðju Evrópu. Á bak við fagnaðarlætin vegna tímamótanna, sem urðu 1989, leynist einnig þrá þeirra, sem ekki gátu sætt sig við tímamótin sem urðu 1945, um að ástandið faerist aftur í eðlilegt horf. Þessi endurskoðunarstefna, sem kraumar undir niðri í þjóðfélaginu, er ekki eini valkosturinn. Önnur leið er greinilega til, þar sem gamla Sambandslýðveldið er kvatt með allt öðm hugarfari og nýju sjónarhomi. Til skemmri tíma litið þarf það alls ekki að þýða að nýir möguleikar opnist, en nýju ljósi er engu að síður varpað á tengsl Þýskalands við Vest- urlönd. Að horft sé til vesturs er ekki því einu að þakka að skynsamleg tímamótaaðlögun hafi átt sér stað f utanríkismálum, og raunar alls ekki neinni pólitískri ákvörðun að þakka eingöngu. Þvert á móti er um djúp- stæða hugarfarsbreytingu að ræða, þar sem horfið var frá þeirri sér- þýsku hefð, sem var allsráðandi á tímum Vilhjálms keisara og varð síð- ar til þess að Weimarlýðveldið leið undir lok. Áherslan á samskiptin við Vesturlönd opnaði greiða leið til við- horfsbreytingar, sem náði til mun breiðari hóps í kjölfar æskulýðsbylt- ingarinnar 1968 við hagstæð skilyrði velferðarþjóðfélagsins, auk þess sem lýðræði og réttarríki náðu í fyrsta sinn að skjóta rótum í þýskri stjóm- málahefð. í dag er mikilvægast að pólitískt hlutverk Þýskalands aðlagist nýjum veruleik^, án þess að þrýstinguripn af efnahagslegum og félagslegum vandamálum, sem fylgja sameiningu ríkjanna, valdi því .að horfið verði af , braut pólitískrar siðmenningar, sem þróaþist jafnt og þétt allt'til ársins 1989 — og án þess að varpa fyrir róða þeim siðferðílega árangri sem náðst hefur í sjálfsskilningi þjóðar- innar, sem byggist ekki lengur-á þjóðemi heldur ríkisborgararétti. Guðsteinn Bjamason og Agúst Þór Ámason þýddu. Athugasemd þýðenda Leiðinleg mistök urðu í uppsetn- ingu þess hluta greinarinnar, sem birtist í Tímanum síðastliðinn föstu- dag. Með þýðingunni birtist stuttur inngangur, sem átti að vera lesend- um örlítið til aðstoðar við lesturinn. Hins vegar var ekki alveg Ijóst hvar þessum inngangi lauk og hvar grein- in eftir Habermas hófst, enda þótt glöggir lesendur hafi eflaust áttað sig á því. Til að fyrirbyggja misskiln- ing er þó rétt að taka fram að grein Habermas hófst á fyrirsögninni „Víg- girðing Evrópu og endumýjun Þýskalands", sem leit út eins og millifyrirsögn, en átti að vera aðal- fyrirsögn greinarinnar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.