Tíminn - 05.08.1993, Side 8

Tíminn - 05.08.1993, Side 8
8 Tíminn Fimmtudagur 5. ágúst 1993 Gissur Jörundur Kristinsson Fsddur 17. júlí 1931 Díinn 28. júlí 1993 Gissur Jörundur Krístinsson varð bráðkvaddur hinn 28. jútí síðastlið- inn og vil ég hér minnast hans sem vinar og samstarfsmanns með örfá- um orðum. Gissur Jörundur fæddist í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Kristinn Guðmundur Guðbjartsson, vélstjóri í Reykjavík, og Salvör Gissurardótt- ir, húsmóðir og organisti. Gissur átti ættir að rekja í Ölfusið og norð- ur á Homstrandir, en faðir hans Kristinn var sonur Guðbrands bónda á Sléttu í Aðalvík Péturssonar Eldjámssonar. Móðir hans var Kristjana Kristjánsdóttir, dóttir Kristjáns Eldjámssonar bónda á Sútarastöðum í Grunnavík. Móðir Gissurar, Salvör, var dóttir Gissurar Gottskálkssonar, bónda á Hvoli í Ölfusi, og konu hans Jórunnar Snorradóttur frá Þórustöðum í ölf- usi. Gissur bjó fyrstu æviár sín hjá for- eldrum sínum á Laufásveginum í Reykjavík, en aðeins fimm ára gam- all missti hann móður sína úr berkl- um. Gissur fluttist þá ásamt systur sinni Lilju til móðurforeldra sinna að Hvoli í ölfúsi og var þar til átta ára aldurs, er hann fluttist aftur til föður síns til Reykjavíkur og hóf þar skólagöngu, fyrst í barnaskóla og síðar í gagnfræðaskóla Austurbæjar. Að því námi loknu stundaði Gissur nám í tvo vetur við Menntaskólann á Akureyri. Næstu árin var Gissur á búi föður síns að Hurðarbaki í Kjós, en stundaði auk þess ýmis störf til sjós og lands, m.a. á vélbátnum Jóni Þorlákssyni, sem feðir hans átti hlut í. Gissur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ástu Hannesdóttur, þann 11. október 1952. Ásta er frá Undirfelli í Vatnsdal, fædd 11. júlí 1926, kennari að mennt, dóttir Hannesar Pálsson- ar og Hólmfríðar Jónsdóttur. Böm þeina eru: dr. Hannes Hólm- steinn, dósent við Háskóla íslands; Salvör Kristjana, lektor við Kenn- araháskóla íslands, gift Magnúsi H. Gíslasyni rafinagnsverkfræðingi; Krístinn Dagur, verslunarmaður í Kópavogi; og Guðrún Stella, skóla- stjóri að Holti í önundarfirði, unn- usti hennar er Jóhann Hannibalsson bóndi á Hanhóli við Bolungavík. Ásta og Gissur bjuggu sín fyrstu fimm hjúskaparár hjá föður Gissur- ar að Oðinsgötu 25, en fluttu árið 1957 í eigin íbúð að Laugamesvegi 100, þar sem þau bjuggu til ársins 1970 er þau festu kaup á húsi í smíð- um við Hjallabrekku 13 í Kópavogi. Þau unnu sfðan næstu árin að því að innrétta og fúllklára húsið og um- hverfi þess og gerðu nánast allt sem til þurfti sjálf, eins og títt var á þeim tíma. Gissur vann um ævina hin ýmsu störf sem til féllu, var skrifstofu- maður á Keflavíkurflugvelli árin 1952 og 1953, starfsmaður Regins h/f á Homafirði 1954 og fram á árið 1955. Skipaður eftirlitsmaður með sérleyfishöfum 1955 og gegndi því starfi til ársins 1963, er hann stofn- aði eigin innflutningsfyrirtæki, Gróttu h/f, sem hann rak í rúm sex ár. Gissur lauk námi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1973, en á námsámnum vann hann hjá Hurða- iðjunni í Kópavogi. Síðan lá leiðin í Sigölduvirkjun, þar sem hann var verkstjóri árin 1974 til 1976, vann síðan sem trésmiður við hafnargerð á Grundartanga og við Hitaveitu Suðumesja til 1979, þegar hann er ráðinn til nýbyggingar og endurbóta á gömlum húsum, m.a. á Bernhöfts- torfunni. Eftir sveitarstjómarkosningamar 1978 var Gissur kosinn í stjórn verkamannabústaðanna í Kópavogi og má segja að þar hefjist starf hans fyrir félagslega húsnæðiskerfið í bænum, en þrem ámm síðar eða ár- ið 1981 er hann ráðinn forstöðu- maður stjómar Verkamannabústað- anna í Kópavogi, sem síðar varð húsnæðisnefnd Kópavogs, og því starfi gegndi hann af sérstökum áhuga og alúð til dauðadags. Kynni okkar Gissurar hefjast ekki að ráði fyrr en ég kem til starfa hjá Kópavogsbæ fyrir rúmum þrem ár- um, en fyrir þann tíma sem við höf- um unnið saman hef ég ýmislegt að þakka. Meðal starfsmanna Kópa- vogsbæjar var Gissur afburðamaður hvað snerti þekkingu á félagslega húsnæðiskerfinu og öllu sem að því lauL Það gefur því auga leið að ýmis ráð þurftu bæði ég og aðrir bæjar- fulltrúar til hans að sækja þegar menn fjölluðu um félagslega íbúða- kerfið og var þá sama hvort um var að ræða stefnumörkun, rekstur eða stofnkostnað, hann var vel upplýst- ur um öll slík atriði og brennandi af áhuga um þessi mál sem honum hafði verið trúað fyrir. Ekki svo að skilja að menn séu allt- af sammála um jafn fiölþættan og flókinn málafiokk, enda hafði Gissur fastmótaðar skoðanir á pólitíkinni, en hann gætti þess jafnan að að- skilja stjómmálin og stjómsýsluna. Hann var líka að mörgu leyti áhuga- maður um húsnæðismálin ekki sfð- ur en fagmaður og embættismaður. Ég hygg að allir sem til þekkja séu sammála um að Gissur hafi náð frá- bæmm árangri sem forstöðumaður við uppbyggingu félagslegra íbúða í Kópavogi. Honum tókst það sem all- ir sækjast eftir á þessum vettvangi, að byggja vandaðar og fallegar íbúð- ir á lægra verði en flestir aðrir. Sem farsæll forstöðumaður félags- lega húsnæðiskerfisins í Kópavogi hefúr Gissur eflaust notið verð- mætrar reynslu af fyrri störfum, svo sem smíðum, skrifstofustörfum og rekstrarstjórnun við eigið fyrirtæki. Eitt vil ég þó sérstaklega nefna, sem lék í höndunum á honum, en það vom tölvumar. Gissur var mikill N Systir m(n Guðbjörg Sveinsdóttir sfðast til heimllls að Vlstheimilinu Seljahlfð veröur jarösungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Karl Svelnsson _______________I_________________________________________/ Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœrþurfa að vera vélritaðar. áhugamaður um tölvur og hafði á námskeiðum og með sjálfsnámi afl- að sér víðtækrar þekkingar á því sviði. Hann fylgdist stöðugt með nýjungum í innlendum og erlend- um blöðum og tímaritum og miðl- aði okkur hinum af þekkingu sinni. Ég var einn af þeim sem notuðu sams konar tölvu og hann, var óspar á að leita ráða hjá honum og var jafrian vel tekið. Ég var ekki einn um það, því Gissur var vel þekktur hjá tölvuáhugamönnum víða á landinu og fiölmargir nýttu sér kunnáttu hans og greiðvikni. Gissur var jafn- an liðfár á skrifstofu og leysti málin með löngum vinnutíma og miklum afköstum, en samt tel ég að fæmi hans á tölvuna hafi mestu ráðið um það hvað hann kom miklu í verk. Hann gerði sér grein fyrir því að enginn nær árangri í nútíma fiár- mála- og stjómunarstörfum, nema kunna góð skil á þessum hjálpar- tækjum. Persónulega vil ég þakka Gissuri góðan félagsskap, trúnað og vináttu þennan tíma sem við unnum saman. Hann var þannig skapi farinn að all- ir aldurshópar og ekki síst ungir menn undu vel félagsskap við hann og gætti þessa greinilega hjá starfs- mönnum Kópavogsbæjar, þar sem hann fór fremstur í flokki hóps sem ástundaði líkamsrækt og holla hreyfingu, en gætti þess jafnframt að glatt væri á hjalla við öll möguleg tækifæri. Þannig minnumst við Gissurar m.a. fyrir að hafa haft for- göngu um og verið þátttakandi í margskonar gamanmálum og uppá- komum á hinum ýmsu skemmtun- um starfsmanna, árshátíðum, skemmtiferðum og síðast en ekki síst í hinni daglegu önn. Ég sendi vinkonu minni Ástu Hannesdóttur mínar innilegustu samúðarkveðjur, bömum og bama- börnum þeirra hjóna og öðrum þeim sem nú syrgja látinn vin. Við eigum öll minninguna um góðan dreng. Sigurður Geirdal Fregnir um andlát manna á besta aldri koma ávallt við kvikuna. Ekki síst þegar um er að ræða samferða- menn sem söknuður er að vegna starfa í þágu góðs málstaðar. Maður fyllist tómleika um stund og spyr án þess að fá svör: Hvers vegna hann? Svona snemma? Þannig varð mér innanbrjósts þegar ég heyrði andlát félaga Gissurar Jörundar Kristins- sonar sem lést, langt um aldur fram, 28. júlí sl. Kynni okkar Gissurar hófust í lok áttunda áratugarins þegar leiðir lágu saman í Alþýðubandalaginu í Kópavogi. Var hann fyrirferðarmik- ill í starfi og reyndist ráðhollur í meira lagi þegar við hófum að vinna betur og nánar saman. Ekki var maður þó alltaf sammála Gissuri um alla hluti í fyrstu. Velti hann gjaman upp nýjum hliðum á málum, sem til umræðu voru, og spurði spuminga sem fengu mannskapinn til að íhuga nýja fleti og leita nýrra lausna. Þannig man ég Gissur best í pólit- ísku starfi og fyrir þann skerf hans vil ég þakka að leiðarlokum. Gissur Jörundur var borinn og barnfæddur Reykvíkingur, kominn af bænda- og sjómannaættum frá Hornströndum og úr Ölfusinu. Hann kvæntist Ástu Hannesdóttur haustið 1952 og bjuggu þau í Reykjavík uns þau fluttu í Kópavog- inn árið 1970. Þar festu þau rætur og reistu sér og fiómm börnum gott og menningarlegt heimili. Gissur Jömndur lagði gjörva hönd á ýmsa hluti í atvinnulífinu, en síð- ustu árin starfaði hann sem fram- kvæmdastjóri Verkamannabústað- anna í Kópavogi, síðar Húsnæðis- nefndar Kópavogs. Þar nýttist menntun hans og reynsla sér afar vel, en ekki síður lífsviðhorf hans þar sem umhyggjan fyrir þeim sem minna máttu sín var í fyrirrúmi. Fór Gissur vel með þá sjóði, sem honum var trúað fyrir, og náði árangri í hag- ræðingu við byggingu íbúðanna sem vakti athygli víða um land. Á sínum yngri árum starfaði Gissur Jömndur með Æskulýðsfylkingu Sósíalistaflokksins og síðar í Alþýðu- bandalaginu. Hann var virkur í fé- lagsstarfinu heima fyrir, sat um ára- bil í stjóm Alþýðubandalagsins í Kópavogi, skipaði ýmsar nefndir í stjómkerfi Kópavogskaupstaðar fyr- ir félag sitt, síðast sem varamaður í byggingamefnd. Þá sat hann á kjör- dæmisþingum og landsfundum AI- þýðubandalagsins um langt árabil. Það er að sönnu raun þegar menn á góðum aldri em hrifnir burt úr ann- ríki dagsins. Hvað Gissur Jömnd varðaði hillti innan fárra ára undir verklok á vinnumarkaði og ég veit að hann hlakkaði til að helga sig óskiptur áhugamálum sem sífellt spmttu fram. Alþýðubandalagið í Kópavogi naut að nokkm þessara áhugamála hans, því það var fyrir tilverknað Gissurar að félagið eign- aðist tölvubúnað, sem hefur komið að góðum notum í útgáfu- og kynn- ingarstarfi þess. Ég vil, fyrir hönd félagshyggjufólks í Kópavogi, þakka Gissuri Jömndi Kristinssyni góða liðveislu í gegnum árin, um leið og ég votta Ástu Hann- esdóttur og fiölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Valþór Hlöðversson VETRARÓLYMPÍ U - LEIKARNIR í NOREGI Það hefir ýmislegt gengið á og meira á eftir að gerast í sambandi við frímerki og frímerkjasöfnun annars- vegar og Vetrarólympfuleikana í Lillehammer hinsvegar. Það em þegar komin út frfmerki með fána- myndum í sambandi við leikana. Á meðfylgjandi mynd má sjá að þau komu fyrst út þann 9. október 1992. Næsta frímerkjaútgáfa kemur svo út þann 27. nóvember 1993. Þriðja út- gáfan verður svo gefin út þann 12. febrúar 1994 og svo verður loks mik- il frímerkjasýning f sambandi við leikana frá 31. janúar til 27. febrúar 1994. Þessi frímerkjasýning í rétt tæpan mánuð er víst með því allra lengsta sem þekkist nú á tímum. Þar verður hinsvegar mikið af sérsöfn- um Ólympíufrímerkja, sem vafalaust verður mikill fengur af að sjá fyrir þá sem safna því sérefni. Auk þessara frímerkjaútgáfa, sem hér hafa verið taldar upp og myndir eru af, eru svo 13 mismunandi sér- stimplar vegna ýmissa atvika er varða Ólympíuleikana. Þar er sér út- gáfústimpill fyrir hverja frímerkja- útgáfú, eða þrír, og svo sérstakur stimpill á frfmerkjasýningunni. Þá verða sérstimplar við opnun hinna ýmsu mannvirkja og við ýmsar keppnir sem fara fram fyrir leikana. Sérstakt boðhlaup verður með kyndilinn og hefst það í Morgedal þann 27. nóvember 1993. Þá verður kyndillinn í Tromsö, kemur þangað með flugi síðdegis á gamlársdag. Þá verður hlaupið með hann af flugvell- inum inn í bæinn. Þar verður haldið upp á fiögur tilefni á miðnætti: Hin ýmsu frímerki, sem gefin hafa ver- iö út og veröa gefin út af tilefni Vetrar- ólympíuleikanna f Lillehammer. Hinir ýmsu útgáfudagar eru skráöir hjá frf- merkjunum. Ólympíuárið fyrir vetrarólympíu- leikana 1994 í Lillehammer hefst þá er klukkan fer að halla í eitt. Hið opinbera menningarprógram Vetrarólympíuleikanna hefst í Tromsö á miðnætti þessa nótt með miklu húllumhæ. Borgin TYomsö verður 200 ára árið 1994, svo að afmælisárið hefst þama á þessari sömu stundu. Loks verður Griegárið blásið af, eða því lokið á þessu sama miðnætti, en það hefir staðið yfir með hátíðahöld- um og frímerkjaútgáfum allt þetta ár. Af þessu má sjá að Tromsöbúum gefst margfalt tækifæri til að skemmta sér um næstu áramót. Kyndillinn mun koma við á 23 póst- húsum á vegferð sinni um Noreg þveran og endilangan. Á öllum þess- um pósthúsum verður svo hægt að kaupa sérstimpluðu Ólympíufrí- merkin, sem gefin hafa verið út af tilefninu. Þá má svona rétt geta þess í framhjáhlaupi að norska póst- stjórnin hefir selt 50 þúsund sérsöfn af Ólympíumerkjunum, sem hvert um sig kostar nokkur hundruð krónur og mappan ein fyrir blöðin kostar 220,00 NOK. Það hefir ekki verið tilkynnt nein frfmerkjaútgáfa frá fslands hálfu af tilefni þessara Ólympíuleika, en ef til vill verður eitthvað að finna í næsta árs útgáfuáætlun, því að væntanlega taka íslenskir skíðagarpar þátt í þess- um leikum eins og venjulega. Það sem mér vekur spum er svo hvort ekki slík ósköp í sölu og mark- aðssetningu, sem þama hafa átt sér stað, geti skemmt fyrir söfnun lands- ins og frímerkja þess. Þá væri illa farið, því að Noregur hefir verið eitt af þessum löndum sem halda fullri virðingu meðal safnaranna vegna þess að þar er öll útgáfustarfsemi enn í slíku hófi að það er ánægjulegt að safna frímerkjum landsins. Látum þessar hugrenningar nægja og vonum að frændum okkar takist vel með bæði leikana og frímerkjaút- gáfuna. Þá er vel. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.