Tíminn - 10.09.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.09.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48. h BMW8I Föstudagur 10. september 1993 170. tbl. 77. árg. VERÐILAUSASÖLU KR. 125.- 1993 árgangur af ýsu gæti orðið í góðu meðallagi. Lítið um karfa-, grálúðu- og blálönguseiði en mikið af hrognkelsum: Seiðavísitala loðnu með því hæsta síðan 1976 Skipulagsbreytingar hjá dagblaðinu Tímanum. Stjómarformaður Mót- vægis hf: Verulegur erá Margt virðist benda til þess að loðnuklakið hafi tekist vel i ár. Seiðavísitala loðnu var með því hæsta sem sést hefur síðan 1976, en hins vegar var stærð seiðanna talsvert undir meðallagi. Þetta kemur m.a. fram í niður- stöðum um fjölda og útbreiðslu seiða annarra tegunda en þorsks, úr nýafstöðnum seiðarannsóknarleið- angri skipa Hafrannsóknastofnun- ar. En það er ekki bara að gott árferði sé hjá loðnunni því seiðavísitala ýsu var nálægt meðaltali síðustu 10 ára og miklu hærri en á árunum 1991 - 1992. Að mati vísindamanna hjá Hafró benda fyrstu vísbendingar um stærð 1993 árgangs ýsu til þess að hann gæti orðið í góðu meðal- lagi. Þótt karfaseiði hafi fundist að venju mest á öllu rannsóknarsvæð- inu í Grænlandshafi og útbreiðsla seiðanna hafi verið svipuð og í fyrra, var mun minna um þau í ár. Seiða- vísitala karfaseiða var aðeins þriðj- ungur vísitölunnar 1992 og langt fyrir neðan meðaltal síðustu 10 ára. Þá fengust ennfremur mjög fá grá- lúðu- og blálönguseiði í leiðangrin- um og mun minna en undanfarin ár. Seiði ýmissa annarra tegunda fundust, en þau voru yfirleitt fá af hverrri tegund nema skrápflúru- seiði, sem voru mun fleiri en í fyrra. Aftur á móti var eins og svo oft áð- ur mikið um sandsíli, bæði seiði og ungviði. Þau voru útbreiddari en oft áður og þéttust út af Norðurlandi. Ennfremur var meira um hrogn- kelsi en í fyrra og var mest um þau einnig út af Norðurlandi. Töluvert flæði hlýsjávar var vestur um Dohrnbanka og Grænlandshaf og sjávarhiti hár. Einnig einkennd- ist ástand sjávar fyrir sunnan land af háu hitastigi. Aftur á móti dró köld tunga frá Austur- Grænlands- straumnum úr flæði hlýsjávar norður fyrir land og þá einkum út af vestanverðu Norðurlandi og Vest- fjörðum. Austur var hitastigið fremur lágt og þá sérstaklega í yfir- borðslögum þar sem lítillar uphit- unar gætti í sumar. Sökum óvenjumikils hafi's, miðað við árstfma við Vestfirði, í Græn- landssundi og suður með strönd A- Grænlands, tókst ekki að rannsaka hafsvæðin við A-Grænland og í Grænlandssundi. -grh Útgjöld framhaldsskóla- og háskólanema hafa aukist mikið með tilkomu bókaskattsins: Bókakostnaður getur farið upp fyrir fjörutíu þúsund krónur Ekki er óalgengt að nemendur í framhaldsskólum þurfi að greiða á bilinu 30-40 þúsund krónur fyrir námsbækur á þessu hausti. is- lenskar námsbækur hafa hækkað á bilinu 14-20% vegna tilkomu bókaskattsins. Erlendar námsbækur hafa einnig hækkað vegna gengisfellinga. Mjög mismunandi er hvað náms- menn þurfa að verja miklum fjár- munum til bókakaupa. Margir geta komist af með fáein þúsund með því að komast yfir gamlar bækur, en aðrir þurfa að kaupa bækur fyrir tugi þúsunda. Skiptibókamarkaðir hafa eflst mikið á seinni árum, en þó líkast til aldrei eins og í haust. Bók- salar telja að veltan á skiptibóka- mörkuðum hafi aukist um allt að 50% frá því í fyrra. Skiptibókamark- aðimir ganga þannig fyrir sig að námsmenn leggja inn gamlar bæk- Sex bílar rákust á Sex bflar lentu í árekstri á Miklu- braut f fyrranótt Gatnagerða- menn voru við vinnu í götunni og höfðu lokað annarri akgreininni. Af einhverjum ókunnum orsökum stöðvaði bfll á hinni akgreininni. Skipti engum togum að bflar komu og óku hver aftan á annan. Lögreglubfll kom að og stöðvaði umferð um götuna, en þá kom bfll á mikill ferð og ók á lögreglubfl- inn. Alvarleg meiðsl urðu ekki á fólki en eignartjón varð mikið. ur sem þeir þurfa ekki lengur á að halda en kaupa aðrar í staðinn. Nýnemar geta ekki nýtt sér skipti- bókamarkaðina eins og eldri nemar því að þeir eiga engar bækur til að skipta. Nemendur sem Tíminn ræddi við sögðu að nýnemar væm líkast til sá námshópur sem væri með hæstan bókakostnað. Dæmi væru um að nemendur þyrftu að greiða 50 þúsund fyrir námsbækur. Algengur bókakostnaður væri hins vegar á bilinu 30-40 þúsund krónur. Bókakostnaður í Háskólanum er mjög mismunandi milli deilda, en þeir sem Tíminn ræddi við sögðu að bókakostnaður háskólastúdenta væri ekki ólíkur kostnaði framhalds- skólanema. Háskólanemar séu hins vegar tregari en framhaldsskóla- nemar til að selja gamlar námsbæk- ur. Námsbækur í Háskóla séu ein- faldlega eigulegri bækur en náms- bækur í framhaldsskóla. íslenskar námsbækur er um 14- 20% dýrari í haust en þær voru í fyrra. Astæðan er 14% virðisauka- skattur sem Iagður var á allar bækur 1. júlí síðastliðinn. Gengisfellingin í sumar hefur einnig áhrif á bókaverð. Hún veldur því að erlendar náms- bækur hækka í verði og sama gildir um endurprentanir á íslenskum bókum. Endurprentaðar íslenskar námsbækur hafa hækkað um 19- 20% frá því í fyrra vegna gengisfell- ingarinnar og bókaskattsins. -EÓ Sumarkaup framhaldsskólanema er fljótt að fara þegar kaupa þarf náms- bækur fyrir tugl þúsunda króna. Tfmamynd Ámi Bjama ritstjóra- stööunni Stjóm Mótvægis hf, útgáfufé- lags um dagblaðið Tfmann, hélt fúnd f fyrradag með starfsfólki Tímans. Jón Sigurösson stjórn- arformaður greindi frá þvf að ákveðið hefði verið að segja upp flestöllum starfsmönnum blaðsins frá og með næstu mán- aðamótum. Þetta væri gert vegna þess að fyrirsjáanlega þyrfti að gera breytingar á rekstri félagsins og á útgáfu Tímans. Auglýst hefur verið eftir nýjum ritsfjóra Tímans og sagði stjómarformaður að þetta væri í fyrsta sinn sem slfkt fyrir- komulag væri haft við ráðningu ritstjóra dagblaðs á íslandi. Jón sagði að verulegur áhugi væri fyrir ritstjórastöðunni og all- margar umsóknir þegar borist um hana. Óhjákvæmilegt hefði verið tal- ið að segja upp starfsfólki m.a. til þess að nýr ritstjóri gæti komið að hreinu borði. Þó væri stefint að því að sem flestir starfsmenn á bæði ritstjóm og í öðrum störfum yrðu endur- ráðnir þegar rekstur félagsins og útgáfa blaðsins hefði verið endurskipulögð. Uppsagnirnar taka gildi sem fyrr segir um næstu mánaða- mót en starfsaldur starfsmanna er mismunandi og uppsagnar- frestur því mislangur. Þá starfa nokkrir verktakar fyrir blaðið og hafa þvf engan uppsagnar- frest og sagði stjómarformaður að þeirra mál yrðu skoðuð sér- staklega. —*á íslandsbanki neitaði að færa verðbréf í eigu Félags starfsfólks í veitingahúsum yfir til Sparisjóðs Reykjavíkur nema að fá hátt í milljón í þóknun. Verkalýðsfélög: Mörg félög íhuga að hætta viðskiptum við íslandsbanka „Við höfum að mörgu leyti átt ágætis samskipti við íslandsbanka i tímans rás. En það sem olli okkur verulegum vonbrigðum var þeg- ar við ætluðum aö færa þau verðbréf sem viö eigum í geymslu og innheimtu hjá íslandsbanka yfir i Sparisjóð Reykjavíkur sl. vor. Þá neitaði íslandsbanki að gera þaö nema gegn því að fá hátt í eina milljón króna í þóknun. Þetta er auðvitað ekkert annað en ákveðin fjárkúgun sem er óútkljáð við bankann og verðbréfin eru þar enn. Það kemur auðvitað ekki til greina að láta þvinga sig svona fyrir það eitt að afhenda okkur eigin bréf,“ segir Sigurður Guðmunds- son, formaður Félags starfsfólks í veitingahúsum. Félagið á ekki hlut í íslandsbanka en hins vegar í Eignarhaldsfélagi Al- þýðubankans. Þá hefur félagið einn- ig fært að mestu sín viðskipti frá ís- landsbanka og yfir til Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Sigurður segir að það hafi félagið gert á sínum tíma vegna þess að því buðust hagstæð kjör hjá Sparisjóðn- um. Vitað er um fleiri verkalýðsfélög og jafnvel lffeyrissjóði sem eru að hugsa um að færa viðskipti sín frá íslandsbanka yfir til annarra banka- stofnana. Svo virðist sem töluverðrar óánægju sé farið að gæta meðal ein- stakra verkalýðsfélaga og einnig líf- eyrissjóða út í íslandsbanka og m.a. vegna vaxtastefnu hans og þjónustu við stéttarfélögin. Skemmst er að minnast þess þegar stjóm Dags- brúnar mótmælti vaxtastefnu Is- landsbanka hér um árið með því að taka út fé á reikningi sínum í bank- anum og lagði það inn á reikning í öðrum banka. Þá hefur stjóm Einingar á Akureyri ákveðið að selja hlutabréf sín í bank- anum. Hlutafé félagsins í bankanum er um 8 milljónir króna. Sökum þess hve gengi hlutabréfa bankans er lágt, eða um 0,80, ætlar stjóm fé- lagsins að bíða í einhvern tíma með söluna. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.