Tíminn - 10.09.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.09.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. september 1993 Tíminn 3 Deilan um innflutning á landbúnaðarvörum veldur alvarlegri togstreitu milli formanna stjómarflokkanna: Hefur neikvæð áhrif á stjórnarsamstarfið Líkur eru taldar á að ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um land- búnaðarmál geti haft víðtækar pólitískar afleiðingar fyrír stjómina. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra er mjög óánægður með þá ákvörðun Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að veita landbúnaðarráðuneytinu forræði varðandi innflutning á landbún- aðarvörum og ýmsir telja sig sjá þess merki að samband formanna stjómarflokkanna sé að verða stirt. Landbúnaðarmálln eru að veröa erflðasta mál ríkisstjómarinnar. Deilan um stefnuna í landbúnaðar- málum hefur verið tifandi tíma- sprengja allt frá því að ríkisstjómin var mynduð. Alþýðuflokkurinn ætlaði sér að knýja fram breytingar á land- búnaðarstefnunni þegar hann gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Forystumenn flokksins töldu að það myndi ganga betur að ná breytingum fram í samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn en við Framsóknarflokkinn eða Alþýðubandalagið. Annað hefur hins vegar komið á daginn. Segja má að núverandi ríkisstjóm fylgi sömu stefnu f landbúnaðarmálum og ríkis- stjóm Steingríms Hermannssonar. Mynda einstakir sjálf- stæðismenn bandalag við stjórnarandstöðuna? Harður ágreiningur um frumvarp um breytingar á búvörulögum olli brestum í stjómarsamstarfinu síðast- liðið vor. Fmmvarpið kom sem kunn- ugt er aldrei til atkvæða þar sem for- sætisráðherra frestaði fundum Al- þingis. Þetta deilumál er enn óleyst, en deilan stendur ekki síst um það hvort landbúnaðarráðuneytið eða fjár- málaráðuneytið eigi að fara með for- ræði varðandi innflutning á búvörum. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra ætlar sér að endurflytja frum- varpið aftur í haust. Kratar em þessu alfarið andvígir og fjármálaráðherra er sama sinnis. Ef samkomulag næst ekki um málið innan ríkisstjómarinn- ar ætlar Egill Jónsson, formaður land- búnaðamefndar, að flytja fmmvarpið sem þingmannamál. Ef stjómarand- staðan styður fmmvarpið í haust, líkt og hún gerði í vor, er talið næsta víst að það verði samþykkt með stuðningi nokkurra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. Það er hins vegar óvíst hvort ríkisstjómin getur sætt sig við að hluti stjómarliðsins geri bandalag við stjómarandstöðuna í þessu við- kvæma deilumáli. Það var ekki síst þetta bandalag sem Egill Jónsson og fleiri sjálfstæðismenn gerðu við stjómarandstöðuna í vor, sem fór hvað mest fyrir brjóstið á fjármálaráð- herra og utanríkisráðherra. Þeir telja útilokað að ríkisstjómarsamstarf geti gengið ef svona liðhlaup eigi að fá að Iíðast Halldór segir að það verði að breyta búvöru- lögum Jón Baldvin hefur sagt að fmmvarpið um breytingar á búvömlögum sé allt eintómur misskilningur. Það þurfi ekkert að breyta Iögunum. Halldór Blöndal hafnar algerlega þessu sjónar- miði. „Það liggur fyrir að til þess að við get- um fullnægt þeim samningum sem ganga í gildi um Evrópska efnahags- svæðið 1. desember, samningum um GATT sem vonandi nást fyrr en seinna og öðmm fríverslunarsamningum sem við höfum gert og koma inn á landbúnaðarmál, þá verður auðvitað að breyta lögunum. Það er óhjá- kvæmilegt," sagði Halldór Blöndal. Deilan um skinkuna sem Hagkaup flutti til landsins er angi af þessu deilumáli. Líkt og í búvömlagafram- varpinu er deilt um hvort landbúnað- arráðuneytið eða fjármálaráðuneytið eigi að hafa forræði í málinu. Forsæt- isráðherra hefur nú úrskurðað að landbúnaðarráðuneytinu eigi að ráða. Þetta kann að gefa vísbendingu um af- stöðu Davíðs til málsins þegar Alþingi kemur saman. Þeir sem Tíminn hefur rætt við segj- ast ekki vera hissa á ákvörðun Davíðs. Meirihluti þingflokks sjálfstæðis- manna sé andvígur innflutningi á bú- vömm og það hafi komið glöggt fram á þingflokksfundi síðastliðinn mánu- dag þegar þessi mál vom til umfjöll- unar. Samband Jóns Baldvins og Davíðs hefur versnað Menn em jafnframt sammála um að skinkumálið geti haft víðtækar pólit- ískar afleiðingar fyrir stjómarsam- starfið. Jón Baldvin hefur gengið svo langt að krefjast þess f fjölmiðlum að Davíð breyti ákvörðun sinni um að Iandbúnaðarráðuneytið fari með for- ræði þessara mála. Engar líkur em á að það verði. Menn spyrja því hvað Jón Baldvin geri ef Davíð styður Halldór þegar kemur að breytingum á búvöm- lögum í haust. Ymsir hafa undanfamar vikur talið sig sjá þess merki að samband Jóns Baldvins og Davíðs sé ekki jafh gott og það var. Davíð er Ld. sagður ósáttur við framkomu Jóns Baldvins við Sim- on Peres, utanríkisráðherra ísraels, þegar hann kom hingað í opinbera heimsókn. Jón Baldvin gaf sér ekki tíma til að hitta Peres. Davíð sagði í blaðaviðtali að framkoma stjómar- andstöðunnar við Peres væri til skammar. Hann minntist að vísu ekk- ert á framkomu Jóns Baldvins, en telja má að Davíð líti svo á að framkoma Jóns Baldvins hafi ekki síður verið til skammar. Jón Baldvin er hins vegar óánægður með hvað Sjálfstæðis- flokkurinn er lítið viljugur til að skera niður ríkisútgjöld. Hann og Alþýðu- flokksmenn em Ld. óánægðir með fjárlagafmmvarpið. Reyndir stjómmálamenn segja að ríkisstjómarsamstarf byggist ekki síst á trúnaði og trausti milli forystu- manna stjómarflokkanna. Sé trausti ekki fyrir að fara milli manna séu minni líkur á að þeir geti leyst farsæl- lega þau deilumál sem upp kunni að koma í samstarfinu. Nú spyrja menn, er trúnaðartraust milli Jóns Baldvins og Davíðs að bresta? Geta þeir leyst jafn alvarlega og viðkvæma deilu og stefnuna í landbúnaðarmálum? -EÓ Að velja óhæfa menn trekk í trekk í mikilvæg embætti er þjóðfélagslega mjög dýrt, segir dr. Pétur Blöndal: Get hugsanlega sparað nokkur hundruð milljónir „Ég sótti líka um síðast þegar forstjórastaða Tryggingastofnunar varveitt, og þá einnig ásamt Jóni Sæmundi Sigurjónssyni. Þetta er staða sem freistar mín á margan hátt. Ég hef gaman af að glíma við verkefni og þama sé ég stórt og mikið verkefni til að takast á við. Tryggingastofnun er í ýmsum skilningi stærsta fyrírtæki landsins og það ríður á miklu að það sé vel rekið. Ég hef þá skoðun aö ég geti rekið það þokkalega, a.m.k. ekki verr en aörír vona ég. Og þá get ég hugsanlega sparað nokkra tugi milljóna eða hundruð millj- óna og jafnframt veitt betrí þjónustu," sagði dr. Pétur Blöndal tryggingastæröfræðingur, aöspuröur um helstu ástæðuna fyrir því að hann sótti um forstjórastöðu í Tryggingastofnun. Staðan var síðast (1979) veitt öðr- um, eins og kunnugt er. Þess í stað hélt Pétur áfram störfum hjá Lífeyr- issjóði verslunarmanna, sem af mörgum er talinn traustasti lífeyris- sjóður landsins, og stýrði síðan Kaupþingi upp í stórveldi á fjármála- markaðinum. Sjálfur komst hann í svo góð efni að hann þyrfti ekki þess vegna að sinna öðm en umsýslu eig- in eigna, eða hveiju öðm sem hugur hans stefnir til. Enn virðist Pétur þó hafa fullan hug á að takast á hendur að „breyta, bæta og laga“ kerfi TYyggingastofnunar? „Já, það er það sem ég ætla að gera — til þess sæki ég um. Kannski er það þessi árátta í mér að vera alltaf að skipuleggja og breyta. Ég hef gaman af að taka þátt í mótun — gaman af að sjá gott verk liggja eftir mig. Ég veit að verði ég ráðinn þá fæ ég þama heilmikil áhrif og möguleika til skipulagningar og breytinga. Ég geri mér líka grein fyrir að það getur fylgt þessu stress. Forstjóri TYygginga- stofnunar þarf að taka margar ákvarðanir — líka leiðinlegar ákvarðanir. Önnur ástæða umsóknar minnar er kannski sú, að mér finnst þessar pól- itísku stöðuveitingar, sem eiga sér stað hjá öllum flokkum, alveg svaka- legar. Að setja trekk í trekk óhæfa menn í mikilvæg embætti, það er þjóðfélagslega mjög dýrt. Ég er því í og með að mótmæla þessari áráttu manna til pólitískra stöðuveitinga, þótt það sé engan vegin aðalástæðan fyrir umsókninni." Hvað finnst Pétri þá um þá afdrátt- arlausu stuðningsyfirlýsingu sem formaður Alþýðubandalagsins, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, hefur gefið honum bæði í Morgunblaðinu og Ríkisútvarpinu. „.... dr. Pétur H. Blöndal tryggingastærðfræðingur hefur langmesta hæfileika til að bera (af umsækjendum). Það er því í raun og vem einstakt happ að slíkur hæfi- leikamaður skuli hafa kosið að sækja um þetta starf ‘ “Það er viðburður að slíkur maður skuli gefa kost á því að gegna starfi forstjóra TYygginga- stofnunar, vilji takast á hendur ábyrgð á þeirri miklu uppstokkun sem þar þarf að eiga sér stað í al- mennri stjórnun og endurskipulagn- ingu,“ segir Ólafur Ragnar m.a. í Morgun- blaðinu. „Ég átti ekki von á þessu. En met þennan stuðning mjög mikils. Ólafur er þarna í rauninni að koma með sömu sjónarmið og ég var að lýsa, þ.e. að ég bjóðist til að takast á við þessa stöðu, sé hæfur til þess og geti breytt einhverju. Hann lítur á þetta eins og að ég sé að leggja eitthvað af mörkum, en ekki öfugt, þ.e. að þetta sé einhver bitlingur fyrir mig.“ Og Pétur segist undir það búinn að tak- Dr. Pétur Blöndal stærðfræðingur. ast á við þetta mikla verkefni. Hljóti hann stöðuna hyggst hann þó ekki hafa þar mjög langa viðdvöl. „Þegar ég fór til Lífeyrissjóðs versl- unarmanna ákvað ég að vera þar í fimm ár, þar sem ég stefndi síðan á háskólakennslu. Ég yfirdró það í 2 ár og fór síðan yfir í Kaupþing. Þar ætl- aði ég líka að vera í fimm ár, en yfir- dró aftur um tvö. Líkleg mundi ég því einnig fara inn í Tryggingastofn- un með því fororði að vera þar í fimm til sjö ár. Enda hef ég þá trú að stjómendur geri það á fimm árum sem þeir gera yfir höfuð. Því sem þeir hafa ekki komið í verk eftir fimm ár, koma þeir yfirleitt ekki í verk,“ sagði Pétur Blöndal. TYyggingaráð mun gefa heilbrigðis- ráðherra umsögn um umsækjendur eftir helgina og er reiknað með að ráðherra taki ákvörðun fljótlega f framhaldi af því. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.