Tíminn - 10.09.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.09.1993, Blaðsíða 12
Áskriftarsími Tímans er 686300 NÝTTOG ^ FERSKT Xý | reiðholtsbakarí VÖLVUFELLI 13-SlMI 73655 labriel ' ff HÖGG- DEYFAR Versliö hjá fagmönnum QVarahlutir Hamarshöfða 1 TimiiÍL FÖSTUDAGUR 10. SEPT. 1993 Skiptar skoðanir meðal sveitarstjórnarmanna um tillögu umdæmis- nefndar sveitarfélaga á Suðurlandi um sameiningu sveitarfélaga: Sveitarfélögum fækkað úr 29 í 6 Umdæmisnefnd sveitarfélaga á Suðuriandi leggur til að sveitarfé- lög á svæðinu verði aðeins sex í stað tuttugu og níu. Steingrímur Ingvarsson, formaður umdæma- nefndarinnar, segir að skiptar skoð- anir séu meðal sveitarstjómar- manna tun þessa tillögu. Hann seg- ir að framundan sé mikið verk við að kynna þessa tillögu fyrir íbúum á svæðinu, en kosið verður um sam- einingu sveitarfélaga þann 20. nóv- ember n.k. Einn nefndarmanna í umdæmis- nefndinni, Guðjón Ólafsson, skilaði séráliti um Rangárvallaýslu en hann er andvígur jafn stórtækri samein- ingu og nefndin leggur til að þar verði gerð. Samkvæmt tillögum umdæma- nefndarinnar er lagt til að tvö sveit- arfélög verði áfram í Vestur-Skafta- fellsýslu, Skaftárhreppur og Mýr- dalshreppur og helgast það fyrst og fremst af landfræðilegum ástæðum. í Arnessýslu er lagt til að átta hrepp- ar í uppsveitum sýslunnar verði sameinaðir í einn og sveitarhreppar í Flóanum og þéttbýlisstaðimiráÁr- borgarsvæðinu sameinist í eitt sveit- arfélag. Ef þessar tillögur nefndarinnar verða samþykktar í komandi kosn- ingum verða Ölfusshreppur, Hvera- gerði, Selfoss, Sandvíkurhreppur, Eyrarbakka-, Stokkseyrar-, Gaul- verjarbæjar-, Villingaholts- og Hraungerðishreppur sameinaðir í eitt sveitarfélag með tæplega 9 þús- und íbúa. Við sameiningu Skeiða- hrepps, Gnúpverja-, Hrunamanna-, Biskupstungna-, Laugardals-, Grímsnes-, Þingvalla- og Grafnings- hrepps í eitt sveitarfélag, verður íbúatala þess eitthvað um 2300 manns. í Rangárvallasýslu er lagt til að sveitarfélögin verði tvö. Djúpár- hreppur, Ása- og Rangárvallahrepp- ur auk Holta- og Landsveitar verði eitt sveitarfélag með rúmlega 1500 íbúa. Eilítið fjölmennari verður svo sveitarfélagið sem verður til við sameiningu Hvols-, Fljótshlíðar-, Vestur-Landeyja-, Austur-Landeyja-, Vestur-Eyjaljalla- og Austur- Eyja- fjallahreppa, með ríflega 1700 íbúa. -grii Á biskupsstofu trúa menn ekki spádómum nýaldar- manna um að geimbúar lendi á Snæfellsjökli: „Þetta er eins og hvert annað rugl „Ég held að þetta geimferðatal allt saman sé ekki neitt sem hægt sé að halda fram að kalli á einhver sérstök viöbrögð kirkjunnar manna, heldur miklu frekar viðbrögð almennrar heilbrígðrar skyn- seml. Almenn heilbrígð skynsemi hlýtur að álykta að þetta sé eins og hvert annað rugl.“ Þetta segir Þorbjöm Hlynur Áma- son biskupsritari um fullyrðingar nýaldarsinna um komu geimvera á Snæfellsjökul í byrjun nóvember og bannfæringu hvítasunnumanna á þessum meintu fyrirbrigðum í kjölfarið. En kallar það ekki á við- brögð kirkjunnar þegar geimvemr em skilgreindar sem útsendarar satans eins og Snorri Óskarsson, safnaðarhirðir Betel í Vestmanna- eyjum, gerði fyrir sína hönd og sinna trúbræðra, undir formerkj- um kristinnar trúar í Tímanum í gær? „Þama er nú bara hvítasunnumað- ur að tala, sem hefur fullt frelsi til að segja það sem honum sýnist. Það snertir okkur lúterska menn ekk- ert. Hann hefúr bara sínar skoðanir og það er allt í lagi með það.“ -Nú em nýaldarsinnar og trúar- hópar eins og hvítasunnumenn og fleiri áberandi og hafa gert sig í auknum mæli gildandi í umræð- unni. Hefur kirkjan staðið sig í eig- in markaðssetningu í ljósi þessa? „Ég held að það sé stórlega orðum aukið að það sé um einhvem mik- inn uppgang svokallaðra sértrúar- hópa að ræða. En það ber meira á þeim, það er rétt. Það er vegna þess að eðli fjölmiðla á íslandi hefur breyst." - ÁG Walter Matthau og Mason Gambe í hlutverkum Wilsons gamla og Denna f félagsskap hundsins Ruff. Denni dæmalausi á hvíta tjaldinu Denni dæmalausi er ein vinsælasta teiknimyndapersóna sem litið hefur dagsins ljós, en hann hefur m.a. ver- ið fastagestur á síðum Tímans í ára- tugi. Nú gefst landsmönnum kostur á að kynnast þessum sex ára gamla prakkara á hvíta tjaldinu, en Wamer Bros. senda nú frá sér nýja leikna mynd um Denna. Álmenn frumsýning var í tveimur Sambíóanna f gærkvöldi, Bíóborg- inni og Saga-bíó. Myndin hefur fengið góða dóma gagnrýnenda. Með aðalhlutverk fara: Walter Matt- hau, sem fer með hlutverk Georege Wilsons, Mason Gamble, sem leikur Denna sjálfan, en með hlutverk for- eldranna, Henry og Alice, fara Ro- bert Stanton og Lea Thompson. -ÁG Aðaltölur: Ltm Vinningstölur ,------------ miövikudaqinn: 8. sept.1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING El 63,6 1 / á Islandi 0 37.900.000.- E7| 5 af 6 Lffl+bónus 0 446.743.- fcl 5 af 6 4 87.753.- 0 4af6 303 1.843.- ra 3 af 6 t*J+bónus 1.117 217,- 3 5 28 (29)(38)(40) BÓNUSTÖLUR (26) (32) (36) Heildarupphæð þessa viku: 39.498.573.- á Isl. 1.598.573.- UPPLYSINGAR, SÍMSVARI91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR ...ERLENDAR FRÉTTIR... TÚNIS — Israel og PLO samþykktu I gær aö viöurkenna tilverurétt hvort annars og greiddu þar með leiöina aö friöarsamningi milli erkióvinanna I Austurlöndum nær eftir fjögurra ára- tuga fjandskap. I PARfS staöfesti ráöuneytisstjóri israelska utanríkis- ráöuneytisins, Uri Savir, aö timamóta- samningurinn um gagnkvæma viöur- kenningu væri I höfn og yröi nú send- urtil Túnis og Jerúsalem til undirskrift- ar. METULLA, Israel/ZEMRAYA, Lfban- on — Tveir langferöabilar með, þá fyrstu af nærri 200 brottreknum PaÞ estlnumönnum sem Israelar hafa leyft aö snúa aftur, fóru yfir landamærin frá Sýriandi til Israel aö sögn sjónarvotta. DAMASKUS — Andófehópar Palest- Inumanna ieita nú leiöa til aö valda friöarsamkomulagi Jassirs Arafat og Israela skaöa og aö koma fram með annan valkost en PLO, sagöi róttækur förystumaöur Palestinumanna. JÓHANNESARBORG — Byssumenn létu skothriö úr sjálfvirkum skotvopn- um rigna yfir bila I grennd viö Katle- hong-bæ austan viö Jóhannesarborg I gær. Tveir blökkumenn féllu og var þar með tala látinna i pólitfskum of- beldisverkum næturinnar komin uþþ I 25. Lögregla sagöi aö með siöustu at- buröum væri komin upp i næstum 150 tala þeirra sem drepnir hafa veriö eftir friöardag I slöustu viku þegar Suöur-Afrikumenn af öllum kynþáttum lögöust á bæn og báöu fyrir endalok- um ofbeldisverka. JÓHANNESARBORG — Afrlska þjóöarráöiö hefur sagt aö þaö muni krefjast þess að þeim refeiaögeröum sem enn ern I gildi fyrir Suöur- Afrlku og komiö var á á tfmum kynþáttaaö- skilnaöar veröi aflétt ekki siöar en um næstu mánaöamóL ICANBERRA sagöi ástralski utanrikisráðherrann Gareth Evans aö Samveldisþjóöimar kunni aö aflétta viöskiptabanni á S.- Afriku innan tveggja vikna og hraöa þvf að efnahagslegar refeiaögeröir veröi felldar úr gildi. SARAJEVO — Hemnenn múslima leituöu f gær hælis hjá breskum sveit- um S.þ. eftir aö þeir töpuöu land- svæöi I miöhluta Bosnlu I höröum bardögum viö Króata, aö þvl er tals- maöur S.þ. sagöi. Vamariiö Króata var sagt hafa náö á sitt vald hemaöar- lega mikilvægum fjallshrygg á svæö- inu og þorpunum Grbavica og Divjak I sóknaraögeröunum. BELGRAD — Eldar, sem álitiö er aö róttækir Serbar hafi kveikt, brenndu til grunna a.m.k. tvær moskur I höfuövlgi þjóöemissinnaðra Serba i Bosniu, Banja Luka, aö sögn embættismanns Alþjóöa Rauöa krossins. ZAGREB — Yfirmaöur liös S.þ. I fyrr- um Júgóslavíu fagnaöi loforöi Bills Clinton Bandarikjaforseta um aö senda bandaríska hermenn til Bosniu en vildi ekki segja neitt um hvemig yf- irstjóminni yröi hagaö framvegis. KIEV — Forsætisráðherra Úkrafnu, Leónid Kutsma, lagöi fram afeögn sina f gær og sagöist ekki geta starf- aö lengur undir árásum á tilraunir hans til að koma á markaðsumbótum. Þá hóf Leónid Kravtsjúk forseti at- höfn til minningar um hungursneyöina i Úkralnu á flóröa áratugnum og sagði hana hafa veriö úthugsaöa tilraun yflr- valda i Moskvu til aö gereyða úkra- Insku þjóöinni. En hann varöi sljóm slna gagnvart ásökunum um aö anr>- ar efnahagslegur harmleikur heföi orðiö til viö efnahagslegt hrap Úkrainu viö hmn Sovétrlkjanna. AÞENA — I Grikklandi veröur fyrir- varalitiö aö efna til kosninga i október eftir aö fjölmargir Ihaldssamir þing- menn geröu uppreisn og sögöu skiliö við Konstantin Mitsotakis forsætisráö- herra. Uppreisnarmennimir segja for- sætisráðherrann stefna landinu i þjóöarógæfu. DENNI DÆMALAUSI „Ég er bara að plata Denni. Þú skemmdir þetta ekki. Þetta er púsluspil."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.