Tíminn - 10.09.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.09.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 10. september 1993 Tíminn MALSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Mótvaegi hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Skrifstofur Lynghálsi 9. 110 Reykjavlk Síml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1368,- , verð i lausasölu kr. 125,- Grunnverð auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Heitir skinku- bitar í háls Ein alvarlegasta deila, sem ríkisstjórnin hefur staðið frammi fyrir, er nú upp komin. Hún er framhald af þeirri kreppu í samskiptum stjórnarflokkanna, sem upp kom síðastliðið vor þegar Alþingi var frestað í skyndingu til þess að koma í veg fyrir að stjórnar- frumvarp um landbúnaðarmál kæmi til afgreiðslu. Deilan um heimild ráðuneyta til þess að leggja jöfn- unargjöld á innflutning landbúnaðarvara var þá kom- in í algleyming. Nú hefur deilan komið upp aftur vegna nokkurs magns danskrar skinku, sem liggur á hafnarbakkan- um og deilt er um hvort leyfður skuli innflutningur á. Kjarni þessa máls er sá hvort leyfður skuli innflutn- ingur tiltekinna landbúnaðarvara og hvort jöfnunar- gjöld séu lögð á. Miklar breytingar hafa verið í undirbúningi í alþjóð- legum viðskiptum og hafa íslendingar tekið þátt í samningum þar um, bæði GATT-samningunum og samningum um Evrópskt efnahagssvæði. Það er einkum GATT-samkomulagið sem snertir landbúnað- armálin. Þar hefur verið tekist hart á um landbúnað- armál á alþjóðavettvangi, vegna þess að bæði Banda- ríkjamenn og Evrópuþjóðir hafa viljað verja sinn landbúnað. Þar koma til bæði efnahagslegar og menningarlegar ástæður, en hinar síðarnefndu koma oft fyrir í ræðum evrópskra stjórnmálamanna um landbúnaðarmál. Heimildir til að leggja á jöfnunargjöld eru lykilat- riði í samningagerðinni. Málið er hins vegar alvar- legt, ef íslenski landbúnaðurinn á ekki að fá aðlögun að innflutningi búvara og hugur stjórnmálamanna stendur ekki til þess að nota þessar heimildir. Tíminn hefur fullan skilning á þeim sjónarmiðum að almenningur þarfnist þess að kaupa ódýra mat- vöru. Hins vegar er heljarstökk út í innflutning þess- ara vara vafasamur gróði fyrir neytendur. Hrun land- búnaðarins, sem af því gæti leitt, hefði alvarlegar efnahagslegar afleiðingar, og áhrif á vinnumarkaðinn bæði í dreifbýli og þéttbýli mundi koma við buddu skattgreiðenda í formi atvinnuleysisbóta og öðrum áhrifum á efnahagslífið. Frjáls verslun er okkur íslendingum nauðsynleg. Við erum afar háðir utanríkisviðskiptum vegna lítils heimamarkaðar og þess hve sjávarafurðir eru stór hluti útflutningsins. Vegna þess verðum við að taka þátt í alþjóðasamningum og því fylgir að ekki er hægt að halda til streitu algjöru innflutningsbanni á land- búnaðarafurðum. Bændur hafa gert sér þetta ljóst, en þeir hafa treyst því að fá að laga sig að þessum breyt- ingum og vera ekki berskjaldaðir fyrir þeim þegar í upphafi. Deilan um skinkuna er því mjög alvarlegt mál, sem ekki er siðlegt að leiða til lykta með skammtímahagsmuni krata að leiðarljósi. Hins vegar standa skinkubitarnir í ráðherrunum logandi heitir og nú er kominn upp alvarlegur ágreiningur milli formanna stjórnarflokkanna, sem getur dregið dilk á eftir sér. Svo augljós átök hafa ekki verið fyrr milli utanríkisráðherra og forsætis- ráðherra. Haldi þau áfram, fer að hrikta mjög í stjórnarsamstarfinu. Því hefur verið haldið fram í fullri alvöru að steinsteypan sé f rauninni orðin tilefhi sérstaks átrúnaðar á íslandi þar sem helgihaldið felst í því að byggja hús af öllum stærð- um og gerðum. Samkvæmt þessari mælistiku eru Islendingar afskap- lega trúuð þjóð, sem iðkar helgi- hád sitt af kostgæfni hvort sem vel árar í efhahagsmálum hennar eða illa. Einhvem veginn virðist alltaf vera til <e til að byggja hús og eins og dæmin sanna er því meira fé handbært ef byggja þarf stórt og glæsilegt hús. Hins vegar finnst hvergi fjármagn til þess að gera nokkum annan hlut sem aukið gæti á eða dýpkað gæði þess lífs sem landsmenn lifa. Gildir einu sögu má segja úr heilbrigðiskerf- inu nema hvað þar eru byggingar flestar svo flottar að það er ekkert eftir til að reka starfeemina fyrir. Spítalamir eru flottir þótt þeir séu hálf tómir. Svona mætti lengi telja, og nú á síðustu ogverstu þrenging- artfmum nægir að benda á stór- viriti eins og Ráðhúsið í Reykjavfk, Perluna f Óskjuhlíð, málverlósafn á Korpúlfestöðum og nú síðast Ðómhús fyrir Hæstarétt, og öllum ætti að vera Ijóst að það er ekki notagildið sem ræður því hvenær steinsteypan er brúkuð, heldur er hvort það er á sviði mennta eða þetta spumig um helgisið. Engin mermingarmála, uppeldis- eða raunveruleg þörf var eða verður á öldmnarmála, réttarfars og dóms- að byggja glæsihús sem þessi, en mála, eða hvað hreinlega sem nöfh- engu að síður hefur verið ráðist í um tjáir að nefha. Pað eina sem firamkvæmdir eða þá að þær standa mönnum dettur í hug að gera er að fyrir dyrum. byggja. En til þess að ijá steinsteypudýrk- . uninni þann helgisvip sem gerir meira í dag gæfumuninn í tíibeiðslunni, þá fttl í (fa>r hefur íslenska þjóðkirkjan ásamt en l g«r dóms- cg kirkjumálaráðuneytinu Þannig snúast hugmyndir ís- gert steinsteypuna að sínum Öðr- ienskra ráðamanna f skólamálum um herra, rétt eins og þjóðin. Af fyrst og síðast um að byggja dýra og öllum tómum og hálftómum flott hannaða skóla. Engan varðar glæsihúsum landsins þar sem um hvað fer ffam í skólunum og milljónum hefúr verið spanderað öllum er sama þótt skólamir séu tíl heiðurs steinsteypunni þá eru svo dýrir að ekki hafi reynst hægt kirkjumar tómastar. Kirkjur lands- að byggja nógu marga til að rúma ins eru margar hverjar stórglæsi- bömin í einsetnum samfelldum legar hallir sem aðeins örfair ein- skóladegi. í flottu skólana er hins staklingar nota Pjóðkirkjan hefur vegar hrúgað svo mörgum bömum ekki gert margar tilraunir og engar aðþauþurfaaðdeilameðsérskóla- árangursríkar til að koma út á borðum, stólum og stofum oghafa meðaí fólksins. Segja má að það því aðeíns aðgang að herlegheitun- sýnilegasta úr safnaðarstarfinu sé um hluta úr degi. En þó að alla einmitt steypukirkjumar. Og vita- vegatakisttilmeðkennsluogupp- skuld lýtur felenska þjóðin höfði eldið við þröngar aðstæður, geta gagnvart talsmönnum sjálfe Drott- menn þó stoltir bent á að skóiahús- ins og meðtekur hin sýnilegu skila- næðið sem slíkt, sé flott Svipaða boð sem felast f steypukirkjunum. 26 milljón kr. helgíathöfn Ekki verða þó síðustu ákvarðanir dómsmálaraðuneytísins og kirkj- unnar til þess að draga úr vissu manna á guðdómleg gildi dýrra húsa. Préttir hafa borist af því að rektorinn í Skálholti, sem raunar er ekki lengur rektor yfir neinu nema eínstaka námskeiðum fyrir starfemenn kirkjunnar, eigi að fá nýtt steypuhús til að búa í. Þegar steinsteypufagnaðarerindið er boð- að af sjálfri kirkjunni dugar engin hálfvelgja og því skal setja 26 millj- ónir króna af því skattfé sem dóms- og kirkjumálaráðuneytíð hefúr úr að spila í íbúð handa kirigurtnar rektori. Rétt er að rifja upp að þetta er sama ráðuneyti og ekki hefur fjármagn til að byggja girðingu í kringum fengelsið á Litla Hrauni eða halda úti þeirrí þjónustu sem sýslumenn hafa veitt ftam til þessa. Það að steypan sé orðin að sérstök- um átrúnaði í landinu er því ekki síst hartdaverk kirkjunnar sjálfrar. Handhafar hins geistlega valds hafa leitt þjóðirta í allan sannleik um að sáluhjálpin felist í þvf að byggja sem dýrast og mest Og úr því að trúarlífið er komið í þennan fatveg telst það trúiega sjálfsagt að for- maður Prestaféfagsins skuli hafa komið frá fræðasetri Snorra í Reyk- holtí tii að flytja sérstaka hátíða- bæn yfir McDonalds hamborgara í Reykjavík. Klassi og stíll forsætis- ráðherra lýðveldisins er lands- þekktur og því kom ekki á óvart þótt hann í anda sveitamannsins teldi það heimsborgaralegt og smart að borða hamborgant hjá McDonanlds með viðhöfti. Hátíð- leg guðsblessun Prestafélagsins á skyndibitum hins vegar, kemur þó þrátt fyrir allt, á óvart Garrí A vængjum þöndum Líffræðingurinn og ráðherrann Össur Skarphéðinsson leggur fram einkar athyglisverða spumingu í Tímanum í gær, sem sé þá hvort nokkur munur sé á hvort rjúpa komi fljúgandi á eigin vængjum til íslands eða með aðstoð flugvélar- vængja. í raun er miklu tryggara að fuglinum sé flogið í flugvél, því þá er hægt að góma hann eftir lendingu og athuga hvort sýkingarhætta stafi af hérvist hans. Umhverfisráðherr- ann veltir vandamálinu upp af því tilefni að ágætur kjötkaupmaður hyggst flytja inn ódýra rjúpu frá Rússlandi þar sem nóg kvað vera af henni, en íslenski stofninn er að komast niður fyrir lágmarkið. Er því Iítil von um veiði, þrátt fyrir gífúr- legan vígbúnað veiðimanna. Er nú ekki annað eftir en að rann- saka sjúkdóma í rússneska rjúpna- stofninum ogveitasvo innflutnings- leyfi fyrir jólarjúpunni. Verður fom- um verslunarháttum þar með snúið við, því löngum var íslensk rjúpa flutt út og var eftirsótt hnossgæti. Innfluttar plágur Helstu plágur, sem herjað hafa í náttúrunni og í sveitum á öldinni, voru fluttar inn af forsvarsmönnum landbúnaðar, en þær eru karakúlféð, sem kynbætti íslenska fjárstofninn með mæðiveiki, og minkurinn, sem fyrr og síðar þykir heppileg aukabú- grein, en kann betur við sig frír og frjáls úti í náttúrunni. Það er því von að menn séu á varð- bergi gagnvart aðskotadýrum og smiti þegar um er að ræða innflutn- ing á dýrum, dauðum sem lifandi, og eru í giidi miklir lagabálkar sem eiga að koma í veg fýrir innflutning sjúkdóma og samkeppnisvöru. Mikið húllumhæ varð þegar kjöt- kílóið var tekið af henni Bryndísi og láta sumir eins og hún hafi framið höfuðglæp með gáleysi sínu og stefnt öllum búsmala landsins í voða. Þeir hinir sömu þykjast ekki hafa hugmynd um að hundruð ís- lenskra skipa taka kost erlendis og er nú rétt að fara varlega og segja eins og Eiríkur á Brúnum þegar hann fór í frjálslyndishúsið í Kaup- mannahöfn sællar minningar. Eldd meira um það. Nú er hart deilt um valdsvið ráðu- neyta vegna innflutnings á svína- kjöti og vísa ráðherrar í lagaklásúlur út og suður til að sanna hver á að ráða innflutningi á kjöti og hver að banna og á hvaða forsendum. Rim- munni er hvergi nærri lokið, en eins og mál standa þegar þetta er skrifað kveður Framleiðsluráð upp úr um að nóg sé af svínakjöti í landinu og því óheimilt að flytja vöruna inn. Umhverfisráðherra hefur ekki verið til kallaður til að svara því hvort nokkur munur sé á hvort svínin koma fljúgandi eða svamlandi yfir hafið. Neytendavemdin mikla f sömu fjölmiðlum og reyna að út- skýra um hvað ráðuneytin eru að deila eru heilsíðuauglýsingar um enn nýjar gerðir útlendra húsgagna og innréttinga. Verkefnalausir hús- gagnasmiðir mjamta ekki kjafti, enda allur þróttur fyrir Iöngu farinn úr þeirri atvinnugrein. Fataiðnaður er ekki lengur til í landinu, svo orð sé á gerandi. Meira að segja er ullar- og skinnaiðnaður farinn veg allrar veraldar og inn- flutningur á fatnaði og ullarvöru eykst að sama skapi. Skipasmíðar, viðgerðir og margháttaður annar iðnaður og þjónustustarfsemi er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var og fjármögnunarstarf- semin er á góðri leið með að flytja af landi brott, eins og drjúgur hluti af versluninni. Allt er þetta gott og blessað þangað til kemur að kjöti og mjólkurvörum. Ef hagga á við þeirri vemd, sem sú framleiðsla býr við, er eins og öllum árum sé sleppt lausum og ráðherrar og hagsmunaaðilar af margs konar toga fljúga hver á annan af slíkum vígamóði að jörðin skelfur og um- ræðuþættir í loftmiðlum ætla mann hreint að drepa úr leiðindum. Allir aðilar bera auðvitað hagsmuni neytenda fyrir brjósti og vilja skaffa ódýra og holla búvöru, en því miður hver með sínum hætti og hver og einn samkvæmt sínum útreikningi á billegheítunum. Allt eru það gamlar lummur sem fýrir mann eru bornar í þeirri miklu neytendavemd, sem allir þykjast vera að þjóna, nema sú sem kviknaði í frjóum kolli Össurar hins umhverf- isvæna, að það sé líkast til nokkum veginn sama hvort kjötið kemur fljúgandi á eigin vængjum til fsa- lands eða í vélknúnum loftfömm. Megi friður haldast um þá góðu kenningu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.