Tíminn - 10.09.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.09.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. september 1993 Tíminn 5 Tími til kominn að hætta að ofsœkja bandarísku forsetadótturina: Aumingja Chelsea Clinton! Chelsea heldur dauöahaldi f fööur sinn og leitar skjóls hjá forsetanum, sem horfir einbeittur upp og fram á viö. Hún er ban venjuleg 13 ára stelpa með fílapensla og tannspðng, baraaspik og óstýrilátt hár. Það þarf eUd annað tíl en að strákar séu nefndir, þá eldroðnar hún vandræðalega. Foreldrarnir eru vissulega ástúðlegir og elska dótt- ur sína. En hjónin eru svo ðnnum kafín saman á pólitískri frama- braut, að tíminn fyrir dótturina er strangt skammtaður. Barnið verð- ur að fylgjast með því í sjónvarps- þáttum þegar rætt er um hliðar- spor fððurins með næturklúbba- sðngkonu og er síðan spurt hvaða álit það hafi á málinu. Engin systltíni eru til að bera byrðina með og eiga félagsskap við, hún var rifin frá bemskuheimilinu og gðmlum vinum og sett niður í glæsilega einangrun í stórhýsi á hæð með leyniþjónustumenn stöðugt í eftirdragL í nýja einka- skólanum gera hinir krakkarair ýmist að smjaðra fyrir henni eða halda sig í Qariægð, eða það sem er jafnvel verra, era vingjarnlegir vegna þess að þeir kenna í bijósti um h»m. Bitbein aðalspaugara þjóðarinnar Opinberlega er greint frá því að hana langi til að verða geimiferða- verkfræðingur. En það sem hana langar mest til er sjálfsagt að jörð- in opnist og gleypi hana. Og til að bæta gráu ofan á svart er blessað bamið nýlega orðið bitbein aðal- grínfugla þjóðarinnar. Klaufalegt fasið er orðið eftirlætisefni spaug- ara og útvarpskynna og karlmaður í kvenmannsfötum líkir eftir því í vinsælustu sjónvarpsþáttunum á laugardagskvöldum. Að gera sér mat úr því hvað útlit forsetadóttur- innar er ólánlegt verður æ vinsælla skemmtiefni. Nú er svo langt geng- ið að sjá má á götum Washington þá sem rennur til rifja ólán bless- aðs stúlkubamsins skartandi bóm- ullarbolum, álefruðum „Let Chel- sea Alone" (Látið Chelsea í friði). Þetta er skelfingin einber fyrir feimna unglingsstúlku. Og sumir em ófeimnir að kveða upp úr með að þessi ofsóknarherferð sé allri bandarísku þjóðinni til skammar. Sumir feður hefðu frekar dregið sig út úr sviðsljósinu en að fylgjast með litlu stúlkunni sinni verða fyr- ir slfku. Svo illa vill til að faðir Chelsea Clinton er forseti Banda- ríkjanna, svo að hún getur ekki gert sér meiri vonir en að hann sitji aðeins eitt kjörtímabil í embætti og þá Ijúki hennar afþlánun. Enginn vafi leikur á því að Chels- ea muni standa sig með prýði í náminu í skólanum fína, en verið getur að hún eigi ekki eins greiðan aðgang að pabbanum sem áður kúrði yfir heimavinnunni með dóttur sinni. Né getur hann ekki bara Iátið málefni þjóðarínnar bíða meðan hann fylgir henni á skóla- dansleik eins og hann gerði fyrír kosningar. Sú skoðun er uppi að Clinton hafi slegið á frest að sækj- ast eftir forsetaembættinu vegna ótta um að það gæti valdið dóttur hans skaða í uppvextinum. Hver ný bylgja af Chelsea-bröndurum hlýt- ur að gefa honum alvarlegt tilefni til að vefengja ákvörðun sína. Brostnir uppeldis- draumar Litlum stúlkum, sem var gefið nafn úr söngvum Joni Mitchell, var aldrei ætlað að ganga f gegnum slíkar þjáningar. Og áreiðanlegt er að Hillary og Bill Clinton ætluðu aldrei að leggja þær á Chelsea. Dætur hugsjónamannanna á átt- unda áratugnum, sem Iétu sér fátt um rígbundnar siðvenjur finnast, sneiddu hjá gjaldgengi fegurðar og töluðu látlaust um frelsun konu- sálarínnar, áttu að vaxa upp lausar við þrýstinginn um að vera eins og aðrir. Hetjur Clinton-hjónanna á hrif- næmu árunum voru mannrétt- indabaráttufólk, vinstrísinnaðir rithöfundar, Woodstock-rokkarar, Janis Joplin, Betty Friedan, Joan Baez. Þær voru konur sem beittu sér fyrir framtíðarsýn, stjómmál- um og ljóðagerð. Hugur þeirra hvarflaði ekki svo mikið sem að slíku fánýti sem háum skóhælum! En demókratarnir í háskólunum á þeim tíma, eins og Bill og Hillary, tóku ekki með í reikninginn nf- unda áratuginn og þráhyggju þess tíma um útlit; þau tóku ekki eigin metnað með f reikninginn né að verða að aðlagast þeirrí stefnu f al- mannatengslum og auglýsingum sem átti eftir að gera þau allsráð- andi og valdamikil. Sú Ameríka, sem átti að verða griðastaður frjálslyndis, er gagn- tekin af því sem augað sér, fram- komu og útliti, og það eina sem þau gátu gert var að taka þátt í dansinum. Vissulega getur kona með hæfileika frú Clintons náð langt í lögfræðingsstarfi og stjóm- málum eða á hverri þeirri braut sem hún velur, en ef á að taka eftir velgengninni er eins gott að vera svolítið skvísuleg í bland. Enn betra væri náttúrlega ef hún tæki þátt í keppni í súkkulaðismáköku- bakstri til að sannfæra landa sína um að í hjarta sínu sé hún í raun- inni húsmóðir. Eitthvað hefur farið alvarlega úr- skeiðis á því skeiði sem leið milli þess að forsetahjónin fengu stjóm- málafræðslu sfna og þess tíma sem þau risu til hæstu valda. Kynslóð Hillarys, sú sem flykktist út á stræti og torg til að láta til sín heyra, fjölmennir nú til fegrunar- sérfræðinga. Konur með háleitar hugsjónir em nú jafneinbeittar f fjöldabiðröðum eftir afgreiðslu f þeirri grein læknisfræðinnar sem er í ömstum vexti, lýtalækningar. Krafan um að vera sæt í fullu gildi í handriti þeirra hjóna átti veröld- in aldrei að fara á þennan veg. Skammarlegt eineltið, sem Chels- ea litla Clinton er lögð í, sannar það að hugsjónir kynslóðar for- eldra hennar hafa bmgðist Það skiptir engu máli hversu rík og vel- menntuð og hverra forréttinda stúlkan nýtur, ekkert hlífir henni við kröfúnni um að hún sé líka sæt stelpa. öðmm finnst þeir auðvitað þekkja þetta allt saman af sjálfum sér. Carol Thatcher bauð Chelsea vingjamlega ráðgjöf um að vera barn þjóðarleiðtoga. „Haltu höfð- inu bak við brjóstvömina," segir hún, en Carol Thatcher var svo lán- söm að verða ekki þekkt í landi þar sem snyrtivömframleiðslan treður andlitsfarða upp á sex ára stelpur og algerlega heiðvirðir foreldrar bjóða lýtaaðgerð í stað ökutíma í 17 ára afmælisgjöf. í Bandaríkjun- um líta sjónvarpsfréttamenn ein- faldlega ekki út eins og Carol Thatcher. Amy Carter, sem líka bauð nýju stelpunni góð ráð, var reyndar ekki alveg heldur með á nótunum. Þeg- ar hún kom í Hvíta húsið, átta ára með kjánasvip og heljarstór gler- augu, vom tímamir vinsamlegri. Það var ekki æpt á augn- linsur og fram- komunám- skeið, aðeins sett upp umburðar- lynt bros þegar hún virtist geispa í hvert sinn sem faðir hennar opnaði munninn. Umhverfið sem Chelsea Clinton, sá unglingur sem mest er grann- skoðaður í öllum heiminum, tekur í arf er miklu harðneskjulegra. „Okkur langar til að hún njóti áhyggjidausrar æsku eins lengi og hún getur," segir Hillary. En það er sama hversu sterkum hlífiskildi er bmgðið fyrir hana, ekkert getur varið hana fyrir því öryggisleysi sem á hana er lagt. Tálsmaður Hvíta hússins heldur því fram að hún hafi verið komin í rúmið þeg- ar hin illgjarna eftiröpun karl- mannsins í kvenmannsfötunum var sýnd í laugardagsþætti sjón- varpsins. Það kann að vera, en eng- inn þarf að ímynda sér að hún hafi ekki heyrt sagt frá því í frímínút- unum daginn eftir. Útlitið fyrir öllu En hvers vegna beinast spjótin svo mjög að Chelsea? Kannski er það vegna þess að þegar stjóm föður hennar staulast úr einni kreppunni í aðra er auðvelt að espa hann upp með því að ráðast á hana. Hvers vegna gengu skemmtikraftamir ekki í skrokk á Nancy Reagan með spóaleggina og bjánalegu ungpíu- kjólana? kunna þeir óinnvígðu að spyrja. Vegna þess — og niðurstað- an er andstyggileg — að Nancy gerði sér grein fyrir hvflíkt aðdrátt- arafl glansinn hjá æðstu pólitísk- um valdaöflum landsins hefúr í augum almennings. í landi Barbie- dúkkna þar sem miðaldra Ieikkona á að líta út eins og Victoria Princip- al skipta slíkir hlutir máli. Clinton-hjónin vissu þetta, þrátt fyrir róttækar fyrirætlanir. Þegar tækifæríð bauðst til að gera brag- arbót og slást í lið með glanssir- kusnum umhverfis forsetalífið, hefði enginn haft hraðari hendur við að kasta fyrir róða látlausu ímyndinni en þau. Burt fuku gler- augu Hillarys og óformlegur klæðnaður og inn sigldu útvaldir fatahönnuðir. Hinn gamli, góði sveitastfll forsetans fékk sömuleið- is að róa og við tók heimsfræg klipping sem truflaði flugumferð. I Hvíta húsinu höfðu ekki sést for- setahjón með eins góða útlits- möguleika síðan á dögum Kenne- dys og þar sem heimurinn elskar glæsilegt útlit, tókust nýju forseta- hjónin á við verkefnið af fullum áhuga. Umbreytingin hlýtur að hafa verið ákafiega ruglingsleg f augum Chelsea. Eina stundina er mamm- an kerlingarleg og gamaldags menntakona og elur upp dóttur sína í þeirri trú að það sé harð- stjóm feðranna sem krefjist feg- urðarinnar, þá næstu svífur hún um sem upppússuð kyngyðja með varalit og í skærbleikum tískukjól. Allt þetta gerist á sama tíma og vesalings bamið, fómarlamb hormónabreytinga gelgjuskeiðs- ins, er látið þramma um fyrir fram- an milljónirnar sem tákn um frjálslyndar skoðanir mömmu, í ólögulegum fötum og neitað um minnsta augnháralit, haldið sem táknrænum „sakleysingja" til að auka hróður mömmunnar meðan þeir, sem fylgjast með tískunni, flissa. En dásamlegt, hugsuðum við í sakleysi okkar, fyrir Chelsea litlu að umgangast glæsifólkið í Hollywood — Streisand, Whitney, Cindy Crawford, Kim Basinger — í veislunum þegar pabbi var settur í embætti. Satt best að segja hlýtur hún að hafa hniprað sig saman í návist „fúllkomna liðsins“ með meðaumkunarbrosin og yfirlætis- lega klappið á kollinn. Hvar er pólitísk rétt- hugsun niðurkomin? ,Af hverju eru dætur demókrata- forseta svona ljótar?“ spyr Weekly World News. Móðganir af þessu tagi taka sinn toll. Það verður að teijast kraftaverk ef Chelsea verður ekki á endanum bitur, sár og full fyrirlitningar á þeirri menningu, sem ætlast er til að hún láti í Ijós aðdáun sfna á, eða verði a.m.k. vansælt fómarlamb lystarstols. Ef hún verður ekki að lokum fylgjandi bæði róttækri aðskilnaðarstefnu frá foreldrum og freudiskri sál- greiningu, má Iflca telja það til kraftaverka. Vegna þess að á meðan stúdent- amir í háskólunum, sem hún á einn góðan veðurdag eftir að sækja, em í óða önn að gera upp- köst að stefnuskrám um nauðganir á stefnumótum og neita að kynna sér verk látinna, hvítra, evrópskra karlmanna, er vandi dóttur forset- ans miklu betri vísbending um hvemig bandaríska þjóðin er á sig komin. Allt og sumt sem móðir hennar, sem álitin er eindreginn stuðn- ingsmaður slíkrar nývinstri hug- myndafræði, gat sagt um auðmýk- inguna sem dóttur hennar var sýnd í títtnefndum sjónvarpsþætti var loðin athugasemd. „Það er illgjarnt og andstyggilegt að taka útlit Chelsea svona fyrir." Hvar, já hvar er pólitísk rétthugsun niðurkomin þegar loks er þörf fyrir hana? Asgeir Hannes: Föstu- dags- ; plstUl ATVINNULEYSISBRUÐL Landsmenn hafa sem betur fer ekki þurft að horfast f augu við raunvemlegt atvinnuleysi I áratugi, en nú skýtur það aftur rótum hér á landi. Við því er ekkert annað að gera en búast til vamar og sem fyrr er sóknin besta vömin. En því láni er ekki að fagna hjá stjómvöld- um. Rikisstjómin tekur á at- vinnuleysi samkvæmt gamla móönum og borgarfólki bætur fyrirað sitja iöjulaust heima hjá sér með hendur í skauti. Atvinnuleysisbætur em ekki sú lausn sem vinnufúsir Is- lendingar vilja eða þurfa. Þeg- ar atvinnuleysiö knýr á dyr I þjóöfélaginu á að bregðast við vandanum með atvinnu en ekki bótum. Ærlegt fölk missir móðinn víö að sitja lengi meö hendur I skauti og sá skaöi veröur seint metinn til fjár. Hann veröur heldur aldrei bættur. Núverandi ríkisstjóm er bæði skekkja í tíma og rúmi og fæddlst hálfsálug úti (Viðey undir malstjömu. Fyrirmyndin var gamla Viðreisnarstjómin, sem hneppti landsmenn I fjötra landbúnaðarins. Sú stjóm verður þó tæplega endurtekin frekar en Heklugosið 1947. Um tlma virtist þó hlaupa lang- þráður Ijörkippur f ríkisstjóm- ina þegar hún boðaði milljarða króna framlag til aö spoma við atvinnuleysi. En kippurinn reyndist ekki vera Kfsmark, heldur framhald á fjörbrotun- um. Milljarðurinn var ekki notaöur til að búa í haginn til framtlöar hér á landi, heldur aðeins til aö líma plástur á líðandi stund. I stað þess að reiöa fram höfuð- stól fýrir varanlega atvinnu I þjóðfélaginu var peningunum eytt í hitt og þetta timabundið fcÁk fyrir hiö opinbera. Síðan ekki söguna meir, Á næsta ári þarf því að leggja fram annan mllljarð úr ríkissjóði til að halda dampi I stað þess að njóta ávaxtanna af skynsamlegri fjárfestingu I ár. En það er ekki bara þessi eini milljarður sem er illa variö, heldur allar atvinnuleysisbæt- umar eins og þær leggja sig. Það á ekki aö borga nokkmm manni peninga fyrir að sitja heima hjá sér með hendur ( skauti. Annaö hvort á að bjóöa honum vinnu eða ekki neitt. Öllum atvinnuleysisbótum þjóðarinnar á aö verja til aö búa til atvinnu til frambúðar. Ennþá eru margir góðir kostir til að ávaxta bætumar og skapa fólkl atvinnu til lang- frama I landinu. Hér skal iátið nægja að nefna einn til sög- unnar: Island er matvælafram- leiðandi og hefur getiö sér gott orð á mörkuðum heimsins. Margir hugvitsmenn og frum- herjar á þessu sviði búa hér á landi og andvirði atvinnuleysis- bóta er margfalt betur varið til að hrinda bestu hugmyndum þeirra I framkvæmd. Það kost- ar ekkert að reyna, úr þvl sem komiö er, en gæti vissulega borið ávöxt. Hér skal fúslega játað að ný- sköpun er happdrætti og ekki er allt gull sem glóir. En ekkí þurfa margar hugmyndir frunv herjanna að ganga upp til að umstangiö gefi eitthvaö I aðra hönd og þá er tilganginum náð. Aö minnsta kosti er við- leitni af þessu tagi mun betri ávöxtur fyrir þjóðina en aö borga vinnufúsu fólki áfram peninga fyrir iðjuleysi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.