Tíminn - 16.09.1993, Page 3

Tíminn - 16.09.1993, Page 3
Fimmtudagur 16. september 1993 Tíminn 3 Frystihúsin í Eyjum spara hátt á aðra milljón með því að hætta að krefjast skammtímalæknisvottorðs: Gætu vinnuveitendur sparað 400 millj. í læknisvottorð? „Já, ég held að það hafi veríð í kríngum milljón á árí sem þessi tvö fyrirtæki, Vinnslustöðin og ísfélagið, voru hvort um sig að greiöa í þessi vottorðagjöld. Auðvitað er þetta fljótt að koma þegar þessi vottorð kosta langleiðina í þúsundkall — þá sér maður að hundrað vottorö kosta hátt i hundrað þúsund krónur," sagði Amar Sigur- mundsson þegar Tíminn spurði hvort rétt værí að frystihúsin í Eyj- um hefðu veríð að borga á aðra milljón í endurgreiðslu læknisvott- orða vegna veikinda starfsmanna. Samanlagður fjöldi starfsmanna þessara tveggja frystihúsa er á bilinu 400 til 500 manns. Kostnaður vegna læknisvottorða hefur þannig verið æm.k. um 4.000 að meðaltali á mann. Sé starfsfólk frystihúsanna í Eyjum jafnaðarlega ekki veikara en annað vinnandi fólk í landinu mætti þannig áætla að læknisvottorða- kostnaður íslenskra fyrirtækja gæti farið allt upp í 400-500 milljónir króna á ári. Hjá ísfélaginu og Vinnslustöðinni lækkar þessi kostnaður nú verulega. Þessi fyritæki tóku það upp um miðjan júlí í sumar að fella læknis- vottorðin niður nema þegar um eitt- hvað sérstakt væri að ræða, lengri veikindi eða slys. Amar sagði þetta hafa átt sér nokkum aðdraganda. Menn hafa vegið og metið gagnsem- ina af þessu og m.a. var fundað með heilsugæslulæknunum í Eyjum áð- ur en endanleg ákvörðun var tekin. „Kostnaðurinn gæti lækkað í kringum 80% eftir að þessi skamm- tímavottorð hafa verið felld niður. Auk þess er þetta líka spamaður fyr- ir fólkið, því það hefur oft orðið að borga eitthvað til viðbótar fyrir Iæknisheimsóknina, en endur- greiðslan hefur verið fólgin í sjálfu vottorðagjaldinu, og þá einungis ef veikindi voru tilkynnt á fyrsta degi. Staða Jóhönnu áfram óviss innan ríkisstjórnarinnar: Þingflokksfundur eftir helgina Horfur em á að þingflokkur Al- þýðuflokksins komi ekki saman til fúndar fyrr en eftir helgina til að ræða um ágreining Jóhönnu Sig- urðardóttur, félagsmálaráðherra, við samráðherra sína. Astæðan er fjarvera þriggja þingmanna flokks- ins, þeirra Sighvats Björgvinsson- ar, Össurar Skarphéðinssonar og Gunnlaugs Stefánssonar sem em erlendis. Óvíst er hvort ágreiningurinn við Jóhönnu verður leystur á þing- flokksfundi eftir helgina. Allt eins er talið líklegt að menn gefi sér tíma til að leita leiða til sátta fram eftir vetri. Hafa ber í huga að Jó- hanna er ekki eini þingmaður stjómarflokkanna sem hefur fyrir- vara við fjáriagafrumvarpið. Það liggur því alveg fyrir að fiárlaga- frumvarpið kemur til með að breytast í meðfömm þingsins. Hvort Jóhanna kemur til með að geta sætt sig við fiárlagafrumvarp- ið eins og það lítur út í desember kemur ekki í ljós fyrr en atkvæði verða greidd um frumvarpið. -EÓ Ráðstefna um veiðar, vinnslu, meðferð og markaðsmál ígulkera: Hlutverk smá- báta að stunda ígulkeraveiðar „Þar sem ígulkeraveiðar eru stund- aftar á miklu gnmnsævi og nálægt landi þá tel ég að það sé hlutverk smábáta að sinna þeim. í stöðugum samdrætti aflaheimilda eru ígul- keraveiðar kjörið tækifæri fyrir smábáta. Á meftan markaður fyrir ígulker er fyrir hendi og miðin eru góð er ekkert því til fyrirstöðu að hefja veiðar með skipulögðum hætti,“ segir örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda. öm telur einnig að smábátaeigend- ur séu best til þess fállnir að huga vel að lífríki botnsins við veiðamar, því þeir hafa ekki valdið botnróti hingað til. Jafnframt kemur til greina að veiðunum verði stjómað, t.d. þannig að bátunum verði úthlutað ákveðn- um veiðisvæðum. Næstkomandi laugardag, 18. sept- ember eftiir ráðstefnuþjónustan Fagþing hf. í samvinnu við Eastem Sea Product Ltd. til sérstakrar ráð- stefnu um ígulker, vinnslu þeirra, markaðsmál og möguleika lands- manna á þeim markaði í Víkingasal Hótels Loftleiða. Á ráðstefnunni mun forstjóri Eastem Sea, Mr. Yasu- hisa Sakai, sem er talinn einn virt- asti sérfræðingur Japana um ígul- ker, halda erindi um meðferð ígul- kera og markaðsmál. Aðrir fyrirlesarar em Gunnar Bragi Guðmundsson frá Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins sem mun fialla al- mennt um ígulker við ísland, veiðar og vinnslu. Öm Pálsson fram- kvæmdastjóri LS og Þórarinn Sól- mundarson búfræðingur munu fialla um reynslu íslendinga af veið- um og vinnslu ígulkera og framtíð- armöguleika. í lok ráðstefhunnaar verða pall- borðsumræður og fyrirspumir en fundarstjóri verður Halldór Ás- grímsson alþingismaður og fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra. -grii Ef það hefúr eitthvað dregist og fólk samt komið með vottorð þá var eng- in endurgreiðsluskylda á því af hálfu vinnuveitenda. Þannig að ég held að þetta hafi verið ágæt breyting. Það var ákveðið að reyna þetta til ára- móta til að byrja með. En veit ekki betur en að reynslan sé bara góð og þetta hafi gengið mjög vel,“ sagði Arnar. Menn telji enda að gagnsemi af þessum skammtímavottorðum hafi ekki verið slík. Oftast hafi þetta ein- ungis veri staðfesting læknis á frá- sögn sjúklings. Eftir að vottorðin vom felld niður hafi fólk bara sam- band við vinnuveitanda, eða oftast verkstjóra, og tilkynni sín veikindi. En vottorð séu aðeins tekin vegna lengri veikinda eða slysa. „Og nú heyrir maður í fréttum þessa dagana að landlæknir sé farinn að fialla um þetta mál,“ sagði Arnar. En má ekki búast við að fleiri fyrir- tæki í Eyjum fylgi í kjölfarið? „Það er eitthvað um að fyrirtæki hafi útvegað sér trúnaðarlækni, en þama er ekki um það að ræða. En það má líka búast við að fleiri geri þetta, og líka alveg viðbúið að þessi umræða hjá landlækni muni ýta undir það. Raunar er þetta regla sem mikið hefur gilt í minnstu fyrirtækj- unum“. Þar sem t.d. ynnu fiórar til sex manneskjur saman væri ekki verið að sendast eftir læknisvottorð- um, heldur reiddi fólk sig þá gjaman frekar á gagnkvæmt traust sín í milli, sagði Arnar. - HEl Halldóra Björnsdóttlr og Áml Tryggvason f hlutverkum sfnum f „Ferðalokum", nýju fslensku lelkritl eftir Stelnunni Jóhannesdóttur. Höfundur „Dans á rósum“ með nýtt leikrit í Þjóðleikhúsinu: Ferðalok frumsýnd á Smíðaverkstæðinu Þjóðleikhúsið byrjar nýtt leikár á Smíðaverkstæðinu með frumsýn- ingu á nýju íslensku leikriti, Ferðalokum, eftir Steinunnni Jó- hannesdóttur í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. í Ferðalokum segir frá viðureign ungrar konu við skáldið Jónas og manninn Jónas, þar sem fiallað er um ástina sem yrkisefni og sem viðfangsefni í lífinu. Aðalpersóna Ieiksins er Þóra sem les bók- menntafræði við HÍ en fer til Kö- ben til að skrifa lokaritgerð um Jónas Hallgrímsson og seinasta veturinn í lífi hans. Þar hittir hún fyrir æskuást sína, Jónas, sem hef- ur dvalið erlendis. Atburðarás leiksins fer fram í nú- tímanum, en þó er þar fólgin sterk skírskotun til sögunnar og kvæðis Jónasar Hallgrímssonar, Ferða- loka. Aðalhlutverk leika þau Hall- dóra Björnsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Aðrir leikendur eru þau Amar Jónsson, Edda Amljóts- dóttir, Baltasar Kormákur og Árni Tryggvason. Grétar Reynisson ger- ir leikmynd og búninga, lýsingu annast Bjöm Bergsteinn Guð- mundsson en tónlistin er eftir Hróðmar Sigurbjömsson. -grh --------------D--------------------------- SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS A VESTURLANDI Félagsheimilinu Ólafsvík föstudaglnn 1 7. september kl. 21.00 Jöklakórlnn tekur þátt í tónlelkunum Kirkjunni Stykkishólmi íþróttahúsinu Borgarnesi laugardaglnn 18. september, kl. 15:00 laugardaginn 18. september, kl. 21.00 Jöklakórlnn tekur þátt I tónlelkunum Borgflrskt söngfólk tekur þátt í tónlalkunum EFNISSKRA' Kórarnir flytja efflrtalin verk meó hljómsvelfinni: Beettibven: Fldello, forlelkur, Verdi Grieg: Norsklr donsor, op. 35 Korl O. Runólfsson Mossenet: Medltotion úr Thols Verdl Mendelssohn Konsert f. klorlnett og bossethorn Blzet: Carmen svíta nr. 1 Ur útsœ rísa (flutt 0 ollum stöðum) Fangakórinn úr Nabucco (flutt ó öllum stöóum) í f|arlœgð (flutt ó Ólafsvík og I Stykkishólmi) Steðjakórinn úr II Trovatore (Flutt I Borgarnesi) Hljómsveltarsfjóri: Örn Óskarsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.