Tíminn - 16.09.1993, Qupperneq 5

Tíminn - 16.09.1993, Qupperneq 5
Fimmtudagur 16. september 1993 Tíminn 5 Jón Sigurðsson: Nauðsyn innflutn- ings á búvörum Þjóðin hefur af vaxandi undrun fylgst með umræðum ráðherranna um innflutning á landbúnaðarafurð- um. Líklega fyrirverða a.m.k. sumir sig í ríkisstjóminni fyrir þetta allt Fyrir utan þennan hamagang hafa umraeðumar, sem nýlega urðu um landbúnaðarmálin í landinu á öðr- um vettvangi, verið harla einkenni- legar og eiga sér stað á furðulegum tíma. Þessar umræður um landbúnaðar- málin nú að undanfömu miðast við að ekkert sé að gerast á þessu sviði, allt sitji við hið sama og forðum um skipulag framleiðslu og sölu og um ríkisstyrki og forsjá. Þetta er mikill misskilningur og ber því vitni að önnur markmið liggi að baki. Nokkrar af helstu mælistikum, sem leggja má við landbúnaðinn, em: auðlindir landsins, gæði vömnnar, fiölbreytni framleiðslunnar, magn, tímanleiki vömnnar, verð, nýbreytni í framleiðslu. Þessi atriði má athuga nánar: 1. Nú er viðurkennt að búpeningur veldur ekki lengur gróðureyðingu á íslandi. Nú em það frekar tóm- stundahross þéttbýlismanna sem traðka gróðurinn niður og er mál að linni. 2. Um gæði fslenskra landbúnaðar- afurða er yfirleitt ekki deilt og er smekkur manna þó misjafn. 3. Fjölbreytni framleiðslu, úr- vinnslu og umbúða hefur stóraukist á undanfömum ámm. Saga ís- lenskrar ostagerðar Ld. er glæsileg. 4. Magn hefðbundinna búsafurða er enn of mikið, en hefúr þó mjög nálg- ast markaðaraðstæður á undanföm- um ámm. En aðeins eftirspum á markaði getur sagt fyrir um heppi- legt framleiðslumagn. 5. Um margar búsafurðir verður sagt að tímanleiki þeirra sé f lagi, þ.e. varan er til þegar hennar er óskað, en þó eigum við langt í land. Tilraunir hafa verið gerðar Ld. með lengra sláturtímabil og lofa góðu. 6. Verð á íslenskum landbúnaðaraf- urðum er alltof hátt — alltof hátL Almenningur sættir sig alveg við að verðið sé miklu hærra en Jieims- markaðarverð", en verðið á íslensk- um búsafurðum er alveg upp úr þak- inu. Þegar hér er talað um verð em opinberir styrkir reiknaðir með og áætluð verðáhrif innflutningsvemd- ar, en niðurgreiðslur og beingreiðsl- ur að hluta, þar eð þar er einnig um kjarabætur til neytenda að ræða. En það er alveg sama hve vel og lengi reynt er að afsaka þetta verð, — það gengur ekki í fólk og best fyrir alla að hætta því. 7. Nýbreytni og vömþróun hefur tekið kippi á síðustu árum og lofar góðu. Alger umskipti En nú á allra síðustu ámm — og ekki síst á þessu ári og því næsta - - verða alger umskipti í íslenskum landbúnaði, ekki síst í þeim þáttum er snerta verðlagið beint og óbeinfc Ríkisstyrkir em nú þegar að snar- minnka. Viðjamar, sem framleiðslukerfi landbúnaðarins hafði reyrt bændur og afurðastöðvar í, hafa verið leystar. Þetta kerfi er ágætt dæmi um gömul form og aðferðir, sem helguðust af þörfum á Iiðnum tíma og skiluðu góðum árangri lengi vel, en hafa nú snúist í andstæðu sína í breytingum samfélagsins. Nauðsyn innflutnings Nú er enn verið að tala um það að Jækka" þurfi bændum. Sannleikur- inn er sá að landbúnaðarvandinn snertir bændur ekkert meira en launþegana sem vinna í afurðastöðv- unum. Og það kemur engum við hve bændur em margir — nema hverri bóndafjölskyldu sjálfri. Það getur verið göfugt og skemmtilegt að hokra við sjálfsnægtir og enginn, sem hugleitt hefur mannkynssög- una, Ieyfir sér að gera lítið úr þeim möguleika sem sjálfsnægtabúskapur hefur reynst á erfiðum tímum. AIl- margir meðal bænda em hjástunda- bændur eða lífeyrisþegar og ættu því að búa að sínu í friði og án aðstoðar eða afskipta. Aðstæður í þjóðfélaginu hafa breyst. Markaðarþjóðfélagið hefur tekið stórstígum framfömm og um- bótum. Svo er nú komið að frjálsum markaði verður miklu betur treyst til góðs árangurs fyrir alþýðu en áð- ur var. Aðstæður markaðarins em gjörbreyttar frá því sem var á dögum heimskreppunnar miklu. Yfirburðir „frelsunar" landbúnaðarframleiðsl- unnar og einstakra bænda og af- urðastöðva liggja í augum uppi þeg- ar menn hugleiða framþróun samfé- lagsins á liðnum áratugum. Á nýleg- um aðalfundi Stéttarsambands bænda kom m.a. fram hugmynd um opinn uppboðsmarkað fyrir búsaf- urðir og sýnir þetta hve framvindan er orðin hröð og hve framarlega bændur sjálfir em í þessu. Eftirfarandi sannindi verða íslend- ingar að tileinka sér: Innflutningur erlendrar búvöm til samkeppni við íslenska framleiðslu er höfuðnauð- syn fyrir íslenskan landbúnað, bændur og afúrðastöðvar. Hér er ekki talað um óheftan innflutning þegar í stað, heldur eðlilega og skyn- samlega þróun á hæfilega Iöngum tíma. Iðnaðurinn fékk áratug vegna r y. Ami Bjöm Guðjónsson: Aætlun stjómvalda um sameiningu sveitarfélaga er röng Að undanfömu hefur orðið vart við undirbúning þess að fækka eigi sveitarfélögum um allt að 80% miðað við núverandi fjölda. Nefndir, sem skipaðar hafa verið til að gera tillögur um framkvæmd þessa, hafa verið að skila álitum að undanförau og virðist sem mikill fjöldi sveitarfélaga verði þurrkaður út af kortinu, þegar maður les yfir tillögur frá hinum ýmsu nefndum. Hvers vegna? Ekki hefur komið skýrt fram hvers vegna ráðist er í svo um- íangsmiklar breytingar á stjóm- sýslu sveitanna. Það hefúr komið fram hjá ýmsum formönnum nefndanna að ekki sé um spamað að ræða. Sumir halda því fram að hér sé verið að vinna að uppbygg- ingu atvinnumála í sveitum. Aðrir telja að þessi nýju gríðarstóru sveitarfélög eigi að taka við mörg- um verkefnum frá ríkinu og þess vegna verði þau að vera svona víð- áttumikil. Þetta er að mínu mati ekki rétL Ekkert af þessu, sem áður er talið, er forsenda þess að sveitarfélög verði sameinuð með svo róttækum hætti sem tillögur em komnar fram um. Röng stefna Þessar hugmyndir ganga þvert á þær hugmyndir sem em efst á baugi um réttlátt lýðræðisríki og þá framtíðarsýn sem lýðræðisríki af bestu gerð verður að hafa, þ.e. að stjómeiningar fólksins séu sem minnstar og sem næst fólkinu. Með slíkum litlum einingum er lýðræðinu best fúllnægt og tryggt að náð verði bestum árangri við að móta og hafa áhrif á næsta um- hverfi sitt. Fólkið í sveitunum á að þurfa að fara sem stysta leið til full- trúa sinna með sín mál. Það er réttlætiskrafa sem gerð er í nútíma lýðræðisríki, annað er afturför og hleður undir miðstýringarvald og valdakerfi embættismanna. Með sameiningu sveitarfélaga með þessum hætti er verið að stíga skref aftur á bak til hnignunar byggðar í landinu og upphaf fólks- flutninga milli landshluta. Þetta skal því kyrrt liggja. Valddreifíng Aukið lýðræði með smáum stjómeiningum er framkvæmd mannréttinda sem íslenska þjóðin verður að sameinast um að tryggja, því um leið er verið að tryggja réttlæti. Með því gagn- stæða væri verið að vinna gegn fólkinu og það getur þjóðin ekki liðið. Þessar aðgerðir eru því að mínu mati vanhugsaðar og rangar. Hvaða breytingar þurfa að koma í stað- inn? Sveitarstjómimar þurfa að taka upp ný vinnubrögð í stað samein- ingar, stofna á ákveðnum svæðum rekstrarfélög, eignarhaldsfélög og EFTA og er sjálfsagt að landbúnað- urinn sitji við sama borð. Eftir stendur þó að innflutningurinn er greið, auðveld og ódýr leið til að mæla og auka hagnýtingu og arð- semi, vörugæði og vöruþróun í inn- lendri framleiðslu, - - og eitthvert besta hjálpartækið til að efla hag- ræðingu og framleiðni svo sem efni standa til. Bændur og afurðastöðvar þurfa sárlega á slíkum arðsemihvata aðhalda. Hættuástand Gera má ráð fyrir því að innan tveggja eða þriggja ára verði menn hættir að fjasa um bændur, en vandamál launþeganna, sem vinna við afurðastöðvamar, verði komin í Ijós. Hættan, sem steðjar að kaup- stöðum landsins í þessu efni, er skelfileg. Tímabært er að launþega- samtökin og samtök neytenda fari að líta á þessa hlið málsins. önnur er sú hætta að ryki verði slegið í augu fólks vegna örvæntingar stjómmála- manna, sem ætla að nota sér óánægju almennings yfir fortíð landbúnaðarmálanna til að afla sér fylgis um stund. Nýlegar umræður um landbúnað- armál bera því vitni að nú eigi að nota þessi mál í valdastreitu sem snýst um alls óskyld málefni, frama- pot og pólitíska örvæntingu, sem á ekkert skylt við íslenska framleiðslu- starfsemi eða æskilega framþróun markaðarins í landinu. Höfundur er lektor viö Samvlnnuháskól- ann á Blfröst og stjómarformaður Mót- vægls hf. auka sameiginleg útboð á sem flestum sviðum þeirra mála sem sveitarfélögin þurfa að sjá um. Þetta er framtíðarsýnin. Stjóm- sýsla ríkisins á að virða þarfir landsbyggðarinnar og sinna þörf- um sveitarfélaganna. Hættið við Ég skora á ráðamenn og fólkið í sveitunum að hætta við og fella þessar tillögur, því þær eru gegn þeirri lýðræðishugsjón sem nú- tíma lýðræðisríki af bestu gerð eiga að hafa. Sú lýðræðishugsjón er krafa um valddreifingu, kosnir fulltrúar séu hjá fólkinu sjálfu og kosnir af sem smæstum einingum. Slíkir fulltrúar framkvæma það sem fólkið vill og móta með því sitt nánasta umhverfi. Það em mann- réttindi. Guð blessi ísland. Höfundur er hvatamaöur um stofnun kristilegs stjómmálaflokks á (slandl.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.