Tíminn - 16.09.1993, Síða 6

Tíminn - 16.09.1993, Síða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 16. september 1993 Skagamenn bættu enn einni skrautfjöður í hattinn í gærkvöldi þegar þeir sigruðu Feyenoord 1-0, fyrstir liða til að j leggja þá að velli á þessari leiktíð: IA skref i nær annarri umferð Rúmlega sex þúsund áhorfendur sáu meistaralið ÍA leggja hollenska Uðið Feyenoord að velli 1-0 í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópu- keppni meistaraUða. Sigurinn var sanngjarn miðað við það að ÍA nýtti sín færi vel. Sigurinn er enn ein skrautfjöðrin í hatt Akumesinga sem eru búnir að setja mikið sigur- Uð saman. Sigurinn var einnig sæt- ur fyrir þær sakir að ÍA var fyrst iiða tíl að vinna Feyenoord sem á þessari leiktíð hafði unnið alla leik- ina í hoUensku deUdinni. Fyrri hálfleikur var mjög opinn og fjörugur. Baráttan var í fyrirrúmi og hvorugt liðið gaf þumlung eftir í hættulegum návígum en þrátt fyrir hörkuna fékk enginn leikmaður að Ifta gula spjaldið hjá ungverska dómaranum Vargas sem stóð sig sæmilega. Ekki var sjáanlegur getu- munur á íslensku og hollensku meisturunum og fengu bæði liðin Lúkas Kostic og Þórður Guðjónsson gerflu góða hlutl með ÍAI gær sem og alllr aflrlr lelkmenn llflslns 11-0 slgrl á Feyenoord. Tfmamynd PJetur Úrslit í Evrópukeppninni Evrópukeppni meistaraliða: FC Innsbruck-Ferencvaros ....3-0 Mónakó-AEK Aþena ,1-0 Honved-Man.UTD ,2-3 Evrópukeppni félagsliða: Rangers-Levski Sofia ,3-2 Dynamo Moskvo-Frankfurt. „0-6 AIK Stockholm-Sparta Prag. „1-0 Lahti-Waregem . 4-0 HJK Helsinki-Anderlecht „0-3 Young Boys-Glasgow „0-0 Rosenborg-Austria Vín „3-1 Álaborg-Coruna ,.1-0 FC Aarati-AC Mflan .0-1 Karlsruhe-PSV ?-1 Lech Poznan-Beitar (ísrael)...3-0 Hearts-A.Madrid „2-1 Skonto Riga-Spartak Moskva.0-5 US Lúxemborg-Boavista „0-1 Dynamo Kiev-Barcelona „3-1 TVabzonspor-Valetta „3-1 Sl.Bratislava-Aston Villa „0-0 Evrópukeppni bikarhafa: Norwich-Vitesse Amheim.... „3-0 Real Madrid-Lugano „3-0 Lazio-PIovdiv „3-0 Odense-Arsenal 1-? FC TVvente- B. Miinchen 3-4 Craivo-Havnar (Fær.) „4-0 Inter Milan-Rapid Búkarest, „3-1 Standard Liege-Cardiff „5-2 Juventus-Lukom. Moskva.... ...3-0 Lilleström-Tórínó „0-2 Brendby-Dundee UTD ...2-0 Benfica-Koatowice „1-0 Norrköping-Mechelen ...0-1 Degerfors-Parma „1-2 0ster-Kongsvinger ...1-3 CSKA Sofia-FC Balzers „8-0 nokkur tækifæri til að gera mark í fyrri hálfleik. Feyenoord fékk fyrsta færið á níundu mínútu leiksins þeg- ar Gaston Táument var á auðum sjó við vítateigslínu og lét skotið ríða af þaðan en Kristján Finnbogason varði fastan jarðarboltann mjög ör- ugglega. Á 17. mínútu fékk Þórður Guðjónsson hættulegasta færi Skagamanna en skot hans úr miðj- um vítateignum eftir færi frá Mi- hajlo Bibercic fór framhjá. Fyrrver- andi Skagamaðurinn Amar Gunn- laugsson fékk ágætt tækifæri til að skora gegn sínum gömlu félögum á 27. mínútu en skot hans vinstra megin úr vítateignum fór framhjá markinu Akumesingum til mikillar ÍÞRÓTTIR UMSJÓN: KRISTJÁN GRÍMSSON V- .. ' J ánægju. Staðan í hálfleik var því markalaus sem var sanngjamt. Fyrstu 30 mínútur seinni hálfleiks skiptust liðin á að hafa yfirráðin á miðjunni og kom sú barátta nokkuð niður á spilamennsku Iiðanna. Á 65. mínútu bjargaði Kristján Finnboga- son meistaralega þegar Arnold Scholten var í mjög góðu færi en Kristján sá við honum. Mark Akurnesinga kom á 75. mín- útu og var undirbúningurinn afar glæsilegur. Sigursteinn vann boit- ann á miðjunni sendi boltann áfram á Harald Ingólfsson sem fleytti bolt- anum til Mihajlo Bibercic. Bibercic geystist upp vinstri kantinn alveg að endamörkum og sendi glæsilega sendingu inn í vítateig Feyenoord þar sem Ólafur Þórðarson kastaði sér fram fyrir vamarmann og skall- aði í netið af stuttu færi. Frábært mark og einkennandi fyrir ÍA þar sem undirbúingurinn var í margra höndum. Alexander Högnason átti ágætisskot skömmu seinna en rétt yfir. Leikmenn Feyenoord komust ekki inn í leikinn eftir þetta mark ÍA enda hefur það komið þeim mjög á óvart Lokastaðan var því 1-0 fyrir ÍA Skagamenn em nú skrefi nær 2. umferð Evrópukeppninnar eftir þennan magnaða sigur. Þeir sýndu landanum að þeir eiga lið á Evrópu- mælikvarða, það er engin spuming. Allt Skagaliðið lék vel f gær. Sigurð- ur Jónsson var sem herforingi miðj- unni sem og Lúkas Kostic í vörninni og Sigursteinn Gíslason sem án efa spilaði sinn langbesta leik til þessa. Mihajlo Bibercic var sprækur í sókn- inni. Amar Gunnlaugsson stóð þokkalega með Feyenoord en ekkert meira en það. Seinni leikur liðanna fer fram eftir hálfan mánuð og mið- að við þennan leik á ÍA góða mögu- leika að komast áfram. KR mætir ungverska liðinu MTK í dag. Janus Guðlaugsson þjálfari KR: Ahersla á sóknina KR-ingar mæta ungverska liðinu MTK Búdapest frá Ungveijalandi í dag kl. 17.30 á KR-vellinum við Frostaskjól. Leikurinn er liður í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða. Jan- us Guðlaugsson þjálfari, sem stýrir nú liði í fyrsta skipti í Evrópuleik, sagði í samtali við Tímann að þessi leikur gætí orðið mikil lyftistöng fyr- ir félagiö ef það næði jafntefli eða sigri. KR hefur aldrei náð því áður í Evrópukeppni heldur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Janus Guðlaugsson er nýtekinn við KR-Iiðinu og hefur stýrt því í þrem- ur leikjum samtals og ekki beðið ósigur hingað til. Tíminn tók hann tali. — Hvernig líst þér á leikinn í dag? „Mér líst vel á leikinn því íslenska landsliðið hefúr náð góðum úrslit- um gegn Ungverjunum og það ætti að gefa okkur einhverja von. Þó má varast að vera of bjartsýnn." — Veist þú eitthvað um getu MTK? „Atli Eðvaldsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson fóru til Ungverjalands og skoðuðu liðið í sömu ferð og meiðsli Óskars voru athuguð í Þýskalandi. Þeir sáu MTK einu sinni. Þarna eru hættulegir leikmenn eins — nýliði í byrjunarliðinu og Gábor Pölöskei sem er miðvallar- leikmaður. Hann líkist svolítið ítalska leikmanninum Baggio, bæði í stfl og reyndar hárgreiðslu einnig, þannig að þar er góður maður á ferðinni. Ætlun okkar er að ná Gá- bor alveg úr umferð í dag. MTK spil- ar með einn frammi og tvo rétt fyrir aftan hann og miðjan er setin af fimm mönnum ef ekki sex. Ég á von á því að þeir spili rólega í dag og það verði kannski okkar að reyna að sækja.“ — Hvert verður Ieikskipulag KR? „Menn verða stilltir inn á sókn. Við setjum það þannig upp að við gefum mönnum ákveðið frelsi til að sækja og höfum stillt varnarleiknum þannig upp. Það er gífulega mikið í húfi fyrir leikmenn KR. Þeir þurfa að sanna að þeir séu góðir knattspymumenn, sem ég álít að þeir hafi ekki fengið að sýna nógu vel í sumar. Menn verða að fara setja markið hærra og meðal þess er að komast áfram í 2. umferð í Evrópukeppni. Þetta er Iíka mikið fjárhagslegt atriði fyrir félag- ið.“ Aðspurður um byrjunarlið KR sagði Janus að Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem aldrei hefur hafið leik með meistaraflokki KR, myndi byrja leik- inn. „Vilhjálmur er einn af faum sem ég hef tekið í mjólkursýrupróf og það próf segir mér að líkamlega eigi hann vel að geta staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til hans í leiknum. Það eru fáir sem hafa feng- ið sömu niðurstöðu og Vilhjálmur hér á landi. Niðurstaða prófsins er svo góð að hann jafnast alveg á við þá bestu sem eru í atvinnumennsk- unni í Þýskalandi þannig að hann er í mjög líkamlega góðri þjálfun. Ung- lingalandsleikir hans eiga svo að hjálpa honum með andlegu hliðina. Ánnars sagði Janus að byrjunarliðið yrði eftirfarandi: Ólafur Gottskálks- son, Izudin Daði Dervic, Þormóður Egilsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Rúnar Kristinsson, Sigurður Ómarsson, Einar Þór Daníelsson, Bjarki Péturs- son, Ómar Bendtsen og Atli Eðvalds- son. Janus sagði að hann hefði ekki hikað við hingað til að nota báða varamennina í íslandsmótinu. „Ef einhverjir standa sig ekki þá eru all- ir varamennimir tilbúnir," sagði Janus Guðlaugsson að lokum. SVARSEÐILL Tímaleikmaður 1. deildar karla:___________________________________ Tímaleikmaður 1. deildar kvenna:__________________________________ Nafn:________________________________________________________Sími. Heimilisfang______________________________________________________ Tímaleikmenn 1. deildar karia og kvenna fá að launum Sælulykil fyrir tvo að Hótel Örk í Hveragerði, þar sem innifaliö er gisting, kvöldverður, dansleikur og morgunverður. Þrír aðilar verða dregnir úr innsendum svarseðlum og fá þeir heppnu Adidasvörur frá Sportmönnum hf. Svarseðlar sendist inn fyrir 28. september næstkomandi merkt: Tíminn „Tímaleikmenn ársins“ Lynghálsi 9,110 Reykjavík HÓTELÖÍ2C PARADlS RÉTTHANDAN V7Ð HÆÐINA adidas =

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.