Tíminn - 16.09.1993, Side 8
8 Tfminn
Fimmtudagur 16. september 1993
Landsþing LFK á
Hallormsstad
6. landsþing LFK hefst á Hallormsstað ária morguns þann 9. október með
skýrslu sQómar.
Breyttur skrifstofutími
Framsóknarflokksins
Frá 13. september veröur skrifstofa Framsóknarflokksins I Hafnarstræti 20, III.
hæð, opin frá Id. 9.00-17.00 mánudaga til föstudaga.
Verið velkomin
í-ramscmnamoKKunnn
Framsóknarkonur Kópavogi
Aöalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna I Kópavogi, veröur haldinn mið-
vikudaginn 22. september kl. 20.30 að Digranesvegi 12.
Venjuleg aðalfundarstörf. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst slöar.
_________________________________________Sffúmh
Norðurlandskjördæmi eystra
Kjördæmisþing veröur haldiö 16. október næstkomandi.
Formenn félaga eru hvattir til aö halda aöalfundi og kjósa fulltrúa á þingið. Dag-
skrá og fundarstaður nánar auglýst siöar.
KFNE
Suðuriand
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Suöuriandi verður haldið laugardaginn 23.
október 1993 I Vestmannaeyjum og hefst kl. 10.00 árdegis. Dagskrá nánar
auglýst slðar.
St/óm K.S.F.S.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Hjúkrunarfræðingar
Stjómunarstaða: Hjúkrunardeildarstjóri óskastfrá 1.
október 1993 á handlækningadeild til afleysingastarfa í 9
mánuði.
LJOÐATONLEIKAR
SIGRÚNAR
H JÁLMTÝ SDÓTTUR
Ljóðatónleikar Gerðubergs hófust 11.
september með söng Sigrúnar Hjálm-
týsdóttur, sem nú er á förum til
Gautaborgar að syngja í Rigoletto.
Tónleikamir mörkuðu upphaf 6. vetr-
ar þessarar tónleikaraðar, sem Jónas
Ingimundarson píanóleikari hefur
haft veg og vanda af, en Reynir Axels-
son stærðfræðingur séð um tónleika-
skrána þar sem allir textar hafit verið
prentaðir á frummáli og í prósaþýð-
ingum Reynis sjálfs. Hafa gagnrýn-
endur blaðanna, jafnt stórra sem
hinna smærri, verið óþreyttir að lofa
þessa starfsemi og hlut þeirra Jónasar
og Reynis. Fræðimenn telja, að á þess-
um fimm árum hafi 26 söngvarar
komið fram á 24 tónleikum.
Sigrún Hjálmtýsdóttir er vafalaust
skærasta stjama meðal söngkvenna
vorra um þessar mundir. Hún hefur
flest það sem prýða má góða söng-
konu: rödd, tæknikunnáttu, greind og
leikhæfileika. Af þeim sökum er hún
nánast jafnvíg á Ijóðasöng og ópem;
meðal nýlegra afreka hennar á síðar-
nefnda sviðinu má nefna svo gerólík
hlutverk sem Næturdrottninguna í
Töfraflautu Mozarts og titilhlutverkið
í Lucia di Lammermoor eftir Doniz-
etti.
En nú var það semsagt ljóðasöngur.
Tónleikamir hófust með hinni íðil-
fögm vókalísu Rachmaninoffs, sem
Sigrún söng afarvel. Þá komu sex ís-
lensk sönglög, öll fáheyrð, og raunar
höfðu fjögur þeirra víst aldrei verið
flutt fyrr en nú. Söngvamir vom þess-
Sigrún Hjálmtýsdóttir.
ir: Sjá þann hinn mikla flokk, sálmur
eftir Sigfús Einarsson, Huldumál eftir
Sveinbjöm Sveinbjömsson (María
Markan söng þetta víst einu sinni),
Fjóla (Heiðbláa fjólan mín fríða) eftir
Helga S. Helgason, Draumsjón eftir
Pál Isólfsson, Kveld eftir Bjama Böðv-
arsson, og Svanurinn eftir Jón Ás-
geirsson. Þótt vel væri sungið, kemur
ekki á óvart að sum þessara laga hafa
ekki fengið útbreiðslu.
Næst fluttu Sigrún og Sigurður klar-
inettisti Snorrason Hirðinn á hamrin-
(tówlist
um eftir Schubert, fallegt verk og vin-
sælt sem endaði með glæsistrófu Sig-
urðar.
Eftir hlé komu þrír flokkar sönglaga,
Spaugileg trúlofún, sex söngvar eftir
Poulenc, Fjögur Ijóð: fom armenskur
alþýðukveðskapur við tónlist Ottorin-
os Respighi, og loks Kappróðurinn í
Feneyjum, þrír söngvar eftir Rossini.
Að öðmm flutningi ólöstuðum, þá
nutu hæfileikar Sigrúnar sín senni-
lega best í síðasta verkinu, þar sem
sönglist og leikræn tilþrif sameinuð-
ust með áhrifamiklum hætti.
Að þessum glæsilegu tveggja tíma
tónleikum loknum vildu áheyrendur
náttúrlega ólmir heyra meira, og urðu
aukalögin fiögur, þ.á m. ennþá tvö áð-
ur óheyrð íslensk lög, Ó leyf mér þig
að leiða og Viljirð' ekki elska mig, of-
urlítið grand. Þá söng Sigrún Sofðu
unga ástin mín, alþekkt lag, en með
áður óþekktu undirspili, og endaði svo
með glæsilegum óperettuvalsi.
Af þessu mega lesendur ráða, að Sig-
rún Hjálmtýsdóttir réðst ekki á garð-
inn þar sem hann er lægstur á þessum
tónleikum: hún nánast frumflutti 6 ís-
lensk lög, söng tvö vinsæl og alþekkt
en mjög krefiandi verk eftir Rachman-
inoff og Schubert, og flutti loks 3
skemmtilega flokka ljóðasöngva á
frönsku og ítölsku. Jónas Ingimundar-
son var öruggur við píanóið eins og
endranær, hafði sig nákvæmlega hæfi-
lega í frammi. Og Sigrúnu óskum við
til hamingju með tónleikana og alls
velfamaðar með Svíum. Sig. SL
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við öldrunardeild og
endurhæfingardeild á Kristnesi. Húsnæði ertil staðar.
Við ráðningu í stöðumar er lögð áhersla á faglega þekk-
ingu og reynslu.
Að láta kné fylgj a kviði
Nánari upplýsingar gefa Ólína Torfadóttir, hjúkrunarfor-
stjóri, í síma 96-30271 og Rannveig Guðnadóttir, starfs-
mannastjóri hjúkrunar, í síma 96-30273.
Fjórðungssjúkicihúsið á Akureyri.
Umboðsmaður
Tímann
vantar umboðsmann á
Hvolsvelli og í Vík í Mýrdal
frá og með 1. október n.k..
Upplýsingar í síma 686300.
Sinfóníuhljómsveit íslands hefúr
verið á námskeiðum undanfarið til
að undirbúa vetrarstarfið, því nú á
ekki að láta deigan síga eftir undan-
gengna sigra á alþjóðavettvangi. Þar
var síðast geisladiskur með tónlist
eftir Sibelius, sem Petri Sakari
stjómaði. Um þann disk sagði tíma-
ritið Gramophone (júlí 1993):
J\nnað veifíð rekur svo heillandi
plötu [eins og þessaj á fjörumar að
maður gleymir hlutverki sínu sem
gagnrýnandi. Flutningurirm er svo
náttúrlegur, svo laus við tilgerð og
geislar svo greinilega af sér vand-
virkni og spilagleði flytjendanna að
ég steingleymdi því að ég var ekki
að hlusta á diskinn eingöngu mér
til áncegju. Ég byrjaði á tónlistirmi
við Krisfján II, þar sem m.a. má
heyra „Kjánasönginn “, með mjög
góðum einsöngvara [Sauli Tiilika-
inen, barytón], og stuttan Jdenú-
ett“. („Kjánasöngnum“ var sleppt á
ágætri plötu Neemes Jarvi á BIS —
10/84 — en stungið inn annars
staðar í BlS-röðinni). Það er all-
langt liðið síðan ég hlustaði síðast á
Jarvi-plötuna og án þess að halla
nokkuð á hana, né á eldri plötu
með Gibson (CfP, 12/77), þá minnist
ég þess ekki að hafa notið þessarar
tónlistar betur. Flutningur Petris
Sakari er algerlega laus við tilgerð,
eðlilegur og fullur af eldmóði;
marmi virðist sem hljóðfæraleikar-
amir njóti sjálfír tónlistarinnar og
veiti ánægju sinni til áheyrandans.
Tónhendingar eru nákvæmar,
gagnmúsíkalskar en aldrei smá-
munasamar.
PeUeas og Melisande má takast á
við talsvert harða samkeppni, eink-
um frá Konunglegu fílharmón-
íunni með Sir Thomas Beecham frá
1962 (EMI) og Berlínarfílharmón-
íunni með Karajan (DG). Þótt
flutningur Sinfóníuhljómsveitar ís-
Láttu ekki Tímann
fljúga frá þér
Ég undirritaöur/uö óska hér meö aö gerast áskrifandi aö Tímanum Nafn áskrifenda: FTíminn
Heimilisfang: Póstnúmer: ighálsi 9.110 Reykjavík 68769. Pósthólf 10240
Lyr Sími: Póstfa>
lands leysi hvoruga af hólmi, vildi
ég ekki vera án hans. Hér ræður
hugmyndaauðgi ríkjum, flutning-
urirm er gegn-músíkalskur, leggur
áherslu á anda verksins og hugar
vel að mikilvœgum smáatriðum í
tónstyrk. Sumum lesendum kyrmi
að þykja fullhægt spilað á köflum; í
þessu tilviki tel ég réttara að segja
að stjómandinn flýti flutningnum
ekki, því hraðavalið virðist ná-
kvæmlega rétt fyrir tónlistina.
Illu heilli er ekki rúm á disknum
fyrir meira en fímm þœtti úr tón-
listinni við Jájallhvíti“. Allir eru
fagurlega spilaðir; sérhverju atriði
er gefínn tími til að blómstra, og
mótun hendinga, þó úthugsuð sé,
er gersamlega laus við sjálfumgleði.
Lesendur mættu taka JJjallhvíti og
prinsinn“ sem dæmi um hve þaul-
hugsuð en þó náttúrleg í tilfínningu
mótun hendinganna er! Auk alls
þessa er Chandos-flutningurirm dá-
samlega gagnsær, hlýr og tær.
Diskurinn fær mín eindregnustu
meðmæli. “
Með slíkar umsagnir utan úr heimi
er ekki nema von að Sinfóníuhijóm-
sveit íslands svelli móður. Og föstu-
daginn 10. september vom tónleikar
í Seltjamameskirkju þar sem blás-
arar og slagverksmenn annars vegar
og strengleikarar hins vegar sýndu
hvað þeir höfðu lært á námskeiðum
undanfarið. Bemharður Wilkinson
hafði æft blásarana og stjórnaði nú
verkum eftir Copland, Stravinsky og
Dvorak, en Bandaríkjamaðurinn Ro-
land Vamos æft strengina og stjóm-
aði strengjaserenöðu eftir Jósef Suk
og Verklárte Nacht eftir Schönberg.
Eftir flutningnum að dæma er Sin-
fóníuhljómsveitin meira en tilbúin
að takast á við verkefni vetrarins.
Sérstaklega var athyglisvert hve full-
komlega samtaka og samhljóma
strengimir vom og hve vel boginn
beit þeim. Og það var hvorki þeim
né stjómandanum að kenna þótt
Verklarte Nacht sé þriðjungi of löng
— þar er við tónskáldið Schönberg
að sakast. Sig. SL