Tíminn - 25.09.1993, Síða 2

Tíminn - 25.09.1993, Síða 2
2 Tíminn Laugardagur 25. september 1993 Sýnir sig að mismunandi verð gengur ekki á bensínmarkaðnum. Georg Ólafsson: Samráð um verð á bensíni hvorki sannað né afsannað „FÍB byggir kvörtun sína á þvf að verðbreytingar olíufélaganna á bensfnl hafi gerst nær samstundis. Slíkt sannar ekki að um sam- stilltar aðgerðir hafi verið að ræða. Frekari röksemdir eða sannan- Ir skortlr. A sama hátt nægja ekki svör olíufélaganna til að hreinsa þau af ásökunum FÍB,“ segir f fréttabréfi Samkeppnisstofnunar, þar sem fjallaö er um kvörtun FÍB um að olfufélögin heföu haft samráð um verðbreytingar á bensíni. Ofíufélögin hafi hins vegar mót- mælt þeim ásökunum og auk þess bent á að skýrínga á óverulegum verðmun sé að leita í þeim sérstöku aðstæðum sem ríki á sölu eldsneytis hér og í nágrannalöndunum. Vegna þeirrar fákeppni sem ríkir hér á landi og hve erfitt það er fyrir nýja aðila að hasla sér vöil á eíds- neytismarkaði segir Samkeppnis- stofnun það nauðsynlegt, við eftirlit á markaðnum, að hafa verð og verð- þróun á eldsneyti annars staðar í Evrópu til hliðsjónar. Þá verður ol- íufélögunum gert skylt að auglýsa verð á bensíni á áberandi skiltum á sölustöðum." Georg Ólafsson, forstöðumaður Samkeppnisstofnunar, var spurður hvort hlutur olíufélaganna í olíu- verðinu hefði minnkað eða stækkað síðan verðlagning á olíu varð frjáls og hvort eða hvað helst hefði breyst „Við höfum engar nýjar tölur um það. Það hefur verið þama ákveðin samkeppni, en menn verða að hafa sama verð. Það olíufélag sem hefur kannski veríð seinna til að ná lægra innkaupsverði hefur samt þurft að lækka sig. Það hefur sýnt sig, eins og við spáðum raunar fýrir um þegar þetta frelsi var gefið, að þróunin mundi verða með þessum hætti. Það gengi ekki upp á þessum markaði að félögin væm með mismunandi verð. Kæmi einhver lækkun úti þá yrði mikil tregða hjá þeim sem fengi lægsta verðið að ríða á vaðið, vegna þess að hann vissi að hinir myndu fylgja á eftir. Viðkomandi mundi því ekkert græða á lækkuninni, en hin félögin aftur á móti tapa. Og eitt- hvað slíkt hefur gerst, að einhver fé- laganna tafa tapað tfmabundið," sagði Georg Ólafsson. I fréttabréfi Samkeppnisstofnunar er sýndur samanburður á verði á bensíni (95 og 98 okt) og díselolíu í 18 Evrópulöndum, miðað við 15. september 1993. I ljós kemur að bensfn er langdýr- ast f Noregi, en Holland og ísland koma næst í röðinni. Díselolía er á hinn bóginn langsamlega ódýrust á ísland og meira en helmingi ódýrari hér en víðast annars staðar. Og þama em Norðmenn líka næstir okkur. Verð á lítra af 95 okt bensrni Svíþjóð Frakkland 67,14 kr. 65,18 kr. Belgía Þýskaland 60,69 kr. 59,59 kr. Austurríki 59,01 kr. Sviss Portúgal 57,56 kr. 57,11 kr. írland Finnland 56 J9 kr. 55,62 kr. Danmörk Grikkland 55,29 kr. 55,19 kr. Spánn 54^39 kr. Bretland Lúxemborg 5L87kr. 47,91 kr. Langsamlega algengast virðist að 95 oktana bensín kosti einhvers staðar á bilinu 55-60 krónur. Athygli vekur hvað verðmunur á 95 og 98 oktana bensíni er mismunandi, eða allt frá 3% dýrara (Ítalía) og upp í 13% dýrara (Lúxemborg). Röð landanna snýst síðan alveg við Verð á díselolíu á bfla Sviss ..................60,52kr. Ítalía..................53,81 kr. Bretland ...............51,87kr. Danmörk.................50,16 kr. Belgía .................49,71 kr. Austurríki..............49,27 kr. Ítalía..................48,81 kr. Grikkland...............47,73 kr. Frakkland...............47,47kr. Holland.................47,47kr. Svíþjóð ................44,70 kr. Þýskaland...............44,58kr. Spánn ..................43,48kr. Portúgal ...............41,99kr. Lúxemborg...............39,73 kr. Finnland................36,60 kr. Noregur.................32,77 kr. ísland..................23,60 kr. Díselolía á bíla er samkvæmt þessu frá 40% og allt upp í 160% dýrari í hér á - HEI Noregur 74,59 kr. þegar kemur að samanburði á verði öðrum Evrópulöndum en ísland 69,23 kr. díselolíu á bíla. Þar finnast m.a. landi. Holland 68,29 kr. dæmi um (Sviss) að hún sé dýrari en Ítalía 67,17 kr. bensín. SLATUR- OG KJÖTMARKAÐUR KB! Borgarbraut 59 (gömlu ESSO-stöðinni) OPNAÐIMIÐVIKUDAGINN 15. SEPTEMBER KLUKKAN 13.00 Þar er á boðstólnum auk sláturs ferskt kjöt af ný- SLÁTRUÐU, HLUTAÐ SAMKVÆMT ÓSKUM KAUPENDA. Látum kjöt hanga ef óskað er. Greiðslukortaþjónusta. DAGLEGUR OPNUNARTÍMI Mánudaga 13-17 Þriðjudaga-Fimmtiidaga 10-12 og 13-17 Föstudaga 10-12 og 13-19 Ákaflega óvenjulegt að sjá hafís í ágúst og byrjun september. Þór Jakobsson veðurfræðingur: Ekki áöur gerst á þessari öld „Það þarf að fara allt að 100 ár og vel það aftur í tímann til að sjá haf- ís á þessum árstíma, í ágúst og fram í byijun september. Þannig að þetta er ákaflega óvenjulegt. Þetta á sér kannski sambland af veður- fræði- og haffræðilegri skýringu, getur m.a. stafað af óvenjulega langvarandi loftstreymi að norðan og svo kannski eitthvað öflugri A- Grænlandsstraumi," segir Þór Jak- obsson, veðurfræðingur og hafís- sérfræðingur á Veðurstofu Islands. Eins og kunnugt er hefur verið óvenjumikið um hafís úti fyrir norð- anverðum Vestfjörðum og Norður- landi í sumar, sem er óvenjulegt miðað við árstíma. Svo virðist sem sumarið hafi verið nokkuð seinna á ferðinni á Grænlandssundi en oft áður og fór sumarsins ekki að gæta fyrr en í þessum mánuði í stað júní- mánaðar, eins og venjulega. Þá hefur einnig orðið vart við myndarlega borgarísjaka við norð- anvert landið. Það þykir þó ekkert óvenjulegt á þessum árstfma, en öðru máli gildir um hafísinn sem er eins og kunnugt er myndaður af sjó. Þór Jakobsson segir að veðrið sem var yfir Norðurlandi í sumar hafi náð um allt íslandshaf og haldið við ísnum fram eftir sumri. Það gerði meðal annars að verkum að ísinn minnkaði ekki eins og venjulega. En hafísinn nær reglulega hámarki í vetrarlok á ári hverju, um mánaða- mótin maí — júní og snarminnkar svo í júlí og ágúst. „Um miðjan ágúst voru suðvest- lægar áttir sem héldu hafi'snum mjög útbreiddum í Grænlands- sundi, á milli íslands og Grænlands. Jafnframt fór ísinn svo austarlega að sumt af honum rak norður fyrir landið og inn í standstrauma með- fram landinu." Þór segir að ísinn í Grænlands- sundi hafi þó minnkað mjög mjög mikið og kennir þar áhrifa frá aust- lægum áttum. Hinsvegar varð ís eft- ir fyrir norðan Homstrandir og í norðanverðum Húnaflóa. Sá ís er þó farinn að bráðna og kannski ekki seinna vænna. -grh Sprengitilboð á timbri LAGERUTSALA Dæmi um verö í heiium búntum: 38 x 125 ...67 kr. 38x150 ....79- 38 x 175 ....94- 38x250..133- 50x225..159- 75 x 150..159- 75x175-183- 75x200-209- 19x75....19- Öll verð miðuð við lengd- armetra með vsk. Seljum einnig í lausasölu með miklum afslætti. Eigum von á spónaplöt- um frá Svíþjóð á góðum verðum. NES-PACK SÍMI 627066-611115 FAX 611120

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.