Tíminn - 25.09.1993, Síða 3
Laugardagur 25. september 1993
Tíminn 3
I
í gærkvöldi var opnuð sýning Ferðaklúbbsins 4x4 í
Laugardalshöllinni í Reykjavfk. Þar eru sýndir marg-
víslega útbúnir jeppar, torfærubílar og útbúnaður til
fjaila-, jökla- og óbyggðaferða. Þá sýna fjölmargir að-
hafa ásamt Ferðaklúbbnum lagt umtalsverða fyrir-
höfh og fjármuni í að kynna sýninguna erlendis og
bjóða á hana erlendum bílablaðamönnum og frétta-
Stuðningsaðflar klúbbsins við sýningarhaldið eru
einkum BÖabúð Benna og Fiugieiðir en þessir aðilar
Evrópu.
Um 40 aðiiar taka þátt {sýningunni auk þess sem
klúbbfélagar sýna öölmarga bfla. Tímamynd Ami Bjanu.
Enn mikil and-
staða við húsa-
leigubætur
Ríkisstjómin ræddi ekki ágreining
um húsaleigubætur á fundi sínum í
gær eins og reiknað hafði verið
með.
Davíð Oddsson forsætisráðherra,
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
og Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra ræddu hins vegar
einslega um málið eftir ríkisstjóm-
arfundinn í gær. Ekki fengust upp-
lýsingar um hvort samkomulag
hefði náðst milli ráðherranna.
Þó að andstaðan við húsaleigubætur
sé mikil innan Sjálfstæðisflokksins
er talið að forystumenn flokksins
muni reyna koma á móts við sjónar-
mið Alþýðuflokksins í málinu. Menn
telja einfaldlega að ágreiningsmál
flokkanna séu orðin svo mörg að það
verði að leysa húsaleigumálið ef rík-
isstjómarsamstarfið eigi ekki lenda f
sjálfheldu. -EÓ
Reglur um bótarétt sjálfstætt starfandi einstaklinga:
Atvinnuleysis-
réttur víkkaður
Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið
gaf út í gær reglugerð þar sem til-
greind eru þau skflyrði sem sjálf-
stætt starfandi einstaklingar þurfa
að uppfylla til þess að öðlast rétt til
atvinnuleysisbóta. Reglugerðin er
sett á grundvelli þeirra breytinga
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins um „permaform“-íbúðir Ármannsfells:
Brjóta ekki í bága við
byggingareglugerð
Jón Sigurjónsson, yfirverkfræðingur hjá Rannsóknastofnun bygg-
ingaríðnaöarins, segir aö íbúðir Ármannsfells sem byggðar eru
með svonefndu Perma-form kerfi brjóti ekki á neinn hátt bygginga-
reglugerðir.
Eins og kunnugt er hefur Meist-
ara- og verktakasamband bygginga-
manna farið fram á nákvæma úttekt
á því hvort hús þau sem Ármannsfell
byggir í samvinnu við norska aðila,
með svonefhdri Permaform-aðferð,
standist byggingareglugerð.
„Permaform-kerfið hefur verið til
skoðunar í nokkra mánuði á þessu
ári og menn eru búnir að vinna að
því að aðlaga það íslenskum aðstæð-
um frá því í vor. Við sjáum ekki að
húsin brjóti byggingareglugerð á
þann hátt sem í hyggju er að byggja
þau hér,“ segir Jón.
Hann segir að Rannsóknastofnunin
hafi gert um þetta ítarlega greinar-
gerð hlutaðeigandi byggingafyrir-
tækjum en Ármannsfell byggir
íbúðimar í samvinnu við norsk íyr-
irtæki.
„Það var vel að þessu staðið. Fyrir-
tækin leituðu hingað mjög fljótt og
menn hafa svo unnið með hönnuð-
um þeirra að því að aðlaga þetta ís-
lenskum aðstæðum og ég veit ekki
annað en þetta standist bygginga-
reglugerð," segir Jón.
Hann segir að ákveðnar mælingar
sé þó ekki hægt að gera fyrr en hús-
in hafi náð ákveðnu byggingastigi.
Þar á hann við m.a. vindþéttleika og
hljóðeinangrun sem erfitt er að
meta eftir teikningum. „Það er sam-
komulag um að þetta verði gert og
eftir það vitum við ennþá meira,“
segir Jón.
Rannsóknastofnun kynnti sér einn-
ig þessi hús í Noregi. „Þar er góð
þriggja ára reynsla af þessum hús-
um,“ segir Jón.
-HÞ
sem Alþingi samþykkti sl. vor á lög-
um um atvinnuleysistryggingar.
Samkvæmt reglugerðinni geta
sjálfstætt starfandi einstaklingar
öðlast rétt til atvinnuleysisbóta frá
og með 1. október nk. að uppfylltum
ákveðnum almennum skilyrðum.
Fyrir það fyrsta þarf viðkomandi að
hafa hætt sjálfstæðri starfsemi og
tilkynnt það til opinberra aðila, hafa
engar tekjur eða tekjuígildi af
rekstri, hafa ekki hafið störf sem
launamaður, vera í atvinnuleit og
geta tekið tilboðum um vinnu.
í reglugerðinni er einnig tekið
skýrt fram að árstíðabundin stöðvun
starfsemi eða tímabundið hlé vegna
verkefnaskorts eða af öðrum ástæð-
um, veita ekki rétt til atvinnuleysis-
bóta.
Til að öðlast rétt til hámarksbóta
þarf viðkomandi að hafa staðið í skil-
um með greiðslu tryggingagjalds og
staðgreiðsluskatts af reiknuðu end-
urgjaldi miðað við fullt starf vegna
síðustu tólf mánaða áður en hann
varð atvinnulaus. Biðtími eftir bót-
um er tuttugu virkir dagar, eða fjór-
ar vikur sem kemur til viðbótar við
hinn almenna tekjutengda biðtíma.
Sé bóta aflað með sviksamlegum
hætti getur viðkomandi átt á hættu
að verða endurkrafinn um allt að
tvöfaldri þeirri upphæð. -grh
HAUSTVERÐ A BÚVÉLUM
Eigum örfáar vélar af eftirtöldum tegundum, sem
viö seijum á hausttilboösverði.
IhhjíhiIIb
Kverneland
GREENLAND
LAh
EŒJspin ciiifis
wnn
Hafiö samband viö söiumenn
okkar, sem gefa aiiar nánari
upplýsingar.
Ingvar
Helgason hf. vélasala
Sævarhöföa 2. SÍMI 91-674000.