Tíminn - 25.09.1993, Page 7

Tíminn - 25.09.1993, Page 7
Laugardagur 25. september 1993 Tíminn 7 bæi og eru þeir að stórum hluta ungmennafélagshreyfingunni að þakka. í dag gefa þessir reitir okk- ur mikinn fróðleik um hvaða trjá- tegundir henta á hverju svæði landsins. Ég fór í hvern ungmennafélags- reit og reyndi að meta árangurinn af skógræktarstarfinu og hafði þá upplýsingar úr gömlum skýrslum til að vinna eftir, meðal annars til að gera mér grein fyrir hvaða trjá- Dæmi um skógræktarsvæöi ung- mennafélags er svæði ungmenna- félagsins Drengs við félagsheimilið Félagsgarð f Kjós. tegundum hefði verið plantað út. Almennt séð sýnist mér að skýrsla mín staðfesti að skipting Skóg- ræktar ríkisins upp í græn svæði og heppileg til skógræktar og önnur miður heppileg, sé rétt. Trjáplöntur þær sem frumherj- arnir plöntuðu innan grænu svæðanna hafa greinilega þrifist betur um áratugina en utan þeirra þar sem verr hefur gengið og ung- mennafélög jafnvel gefist upp á skógrækt. Lærdómur reynslunnar Þá er það ljóst að rannsóknastarf- semi var í upphafi í lágmarki og ekki auðvelt að leita að nýjum trjátegundum sem hentað gætu hér. Frumherjarnir plöntuðu mest úti af furu og greni og í nokkrum mæli reyniviði og víði. Þá var al- gengt að farið væri í skógana og birkitré sótt þaðan og plantað út í reitina." Aðspurður um hvaða mistök frumherjarnir gerðu helst, segir Björn hafa verið ýmis, enda var um aldamótin nánast engin þekk- ing eða kunnátta í skógrækt fyrir hendi hjá almenningi í landinu. Segja megi að helstu mistökin hafi verið gerð í eftirfarandi atrið- um: Staðarval Menn völdu ekki skógræktarreit- um stað endilega eftir því hvar vaxtarskilyrði voru best heldur þar sem náttúrufegurð var mikil. Því er mjög víða erfitt að komast í þessa reiti. Þeir eru gjarnan fjarri þjóðvegum og á stöðum þar sem ungmennafélagar og almenningur í dag á erfitt með að nálgast og þar með að nýta sér. Tegundaval Algengt var að félög fengju ákveðið magn af trjáplöntum sem plantað var í fyrirfram ákveðna reiti og þess ekki gætt hvort við- komandi trjátegundir hæfðu staðnum. Þannig sjást þess merki víða að greni hefur verið plantað í lítt frjóan jarðveg þar sem það þreifst illa eða ekki svo dæmi sé tekið. Ágangur búfjár, ónógt viðhald Algengt var að skepnum væri ekki haldið nægilega vel frá reit- unum í upphafi. Þá var viðhald ekki nægilegt eða jafnvel ekkert. Menn plöntuðu út, gjarnan mjög þétt, og biðu síðan eftir að upp yxi skógur en gættu þess ekki að grisja og hlúa að gróðrinum. Þannig eru margir gamlir reitir mjög erfiðir yfirferðar nú. Björn bendir á að þau mistök sem frum- herjarnir gerðu séu þó fyrirgefan- leg þar sem menn vissu ekki betur og reynsla og kunnátta í skógrækt var lítil á íslandi um aldamótin. Hæfileg beit til bóta „Það sem þyrfti að gera nú er að kynna fólki þá fjölmörgu unaðs- reiti sem til eru frá þessum tím- um, auðvelda aðgengi að þeim og umferð um þá. Þá mætti merkja þá og gjarnan setja upp skilti með sögu þeirra. Engin heildarstefna hefur hins vegar hingað til verið hjá ungmennafélögunum varð- andi þá. Þess má hins vegar vænta að hún verði mörkuð nú í kjölfar þessarar athugunar en ég á von á að þetta mál verði rætt á þingi Ungmennafélags íslands á Laugar- vatni nú í haust. Niðurstaðan er margþætt en í fyrsta lagi er hlutur ungmennafé- laganna stærri í upphafi skóg- ræktar á íslandi en talið var. Það hefur verið plantað miklu víðar, Björn B. Jónsson gerði úttekt á skógræktarstarfi aldamótakynslóð- arinnar Tímamynd Árni Bjarna t.d. heima við bæi en menn hafa áður haldið, en nokkurra þessara reita sér nú lítinn stað bæði vegna þess að þeir voru settir niður á stöðum sem hentuðu illa og líka vegna ágangs búfjár strax í upp- hafi. Hins vegar sést að þeir reitir sem hafa verið afgirtir lengi en girð- ingin síðan tekin niður þegar trén voru komin vel á legg, eru í dag fallegastir af ungmennafélagsreit- unum nú í dag. Þetta má t.d. sjá á ungmennafélagsreit í Svínafelli í Öræfum sem er bæði mjög falleg- ur og sérlega greiðfær að komast um. Mér sýnist sá reitur sanna það sem ég hef lengi talið, að skóg- rækt og kvikfjárrækt fari vel sam- an, enda sýnir það sig líka austur á Héraði þar sem bændur eru farnir að beita fé í lerkiskóg. —sá Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Steinahlíð Staða leikskólastjóra við leikskólann Steina- hlíð við Suðurlandsbraut er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 8. október nk. Fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson fram- kvæmdastjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir deildarstjóri í síma 27277. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með uppeld- ismenntun óskast til starfa á neðangreindan leikskóla: Jöklaborg við Jöklasel, s. 71099 Eingöngu í 50% starf e.h. á leikskólann Sæborg við Starhaga, s. 623664 Þá vantar starfsmenn með sérmenntun í 50% stuðningsstarf e.h. á eftirtalda leikskóla: Grænuborg við Eiríksgötu, s. 14470 Holtaborg við Sólheima, s. 31440 Suðurborg við Suðurhóla, s. 73023 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskóla- stjórar. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 Landbúnaður — endurmenntun — nýsköpun Við Bændaskólann á Hvanneyri eru í boði ým- is námskeið á sviði landbúnaðar og annars at- vinnureksturs í dreifbýli, t.d. um • jarðrækt og fóðuröflun • matjurta- og skógrækt • ræktun og meðferð búfjár • kaup og rekstur búvéla • rúning og tóvinnu • tölvunotkun og rekstur búa • atvinnusköpun í dreifbýli o.fl. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 93-70000 Bændaskólinn á Hvanneyri — endurmenntunardeild — _______________________________/ - VIÐ SEM OKUM! gott bil á milli bíla! | UMFERÐAR Iráð

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.