Tíminn - 25.09.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 25. september 1993
Tíminn 11
Frí undirskrtft samnings um stofnun Samtaka iðnaðatins.
Tfmamynd Ami BJama
Samtök iðnaðarins
voru stofnuð í gær
Ný heildarsamtök í iðnaði á íslandi,
Samtök iðnaðarins, voru stofnuð í
gær, en í þeim sameinast Landssam-
band iðnaðarmanna, Félag íslenskra
iðnrekenda, Félag íslenska prentiðn-
aðarins, Verktakasamband íslands,
Meistara- og verktakasamband bygg-
ingarmanna og Samband málm- og
skipasmíða.
Megintilgangur sameiningarinnar
er að efla starfsemi aðildarsamtak-
anna, þjóna betur íslenskum iðnaði
og að gæta hagsmuna hans á inn-
lendum og erlendum vettvangi.
Þannig munu samtökin vinna að
bættum starfsskilyrðum.
Innan samtakanna eru um 2500
fyrirtæki og einstaklingar með
sjálfsstæðan atvinnurekstur og
nemur heildarársvelta þeirra um 75
milljörðum króna. Innan fyrirtækja
Samtaka iðnaðarins starfa um 25
þúsund manns, eða um 20% af
heildarvinnuafli landsmanna og at-
kvæðavægi samtakanna innan VSÍ
verður um 40%
Fyrstu mánuðina munu samtökin
leggja áherslu á að sýna fram á að
samkeppnishæfur iðnaður sé eitt
helsta vopnið í baráttunni við at-
vinnuleysið og að efna til kynningar
á íslenskum iðnaði og framleiðslu
hans. Þá munu samtökin leggja
mikla áherslu á að hrint verði í
framkvæmd raunhæfum aðgerðum
til að lækka vexti í landinu og að
frumvarp ríkisstjórnarinnar um ís-
lenska fjárfestingarbankann verði að
lögum í haust, svo eitthvað sé nefnt.
-PS
Frá Seyðlsfiröl.
Nýja dráttarbrautin á Seyðisfirði er búhnykkur fýrir
Austfirðinga:
Hefur skapað verk-
efni fyrir 20 til 30
milljónir á árinu
í desember síðastliðnum var lokið
við uppsetningu dráttarbrautar á
Seyðisfírði, en það var Hafnarsjóð-
ur Seyðisfjarðar sem keypti braut-
ina árið 1988 og setti hana upp í
samstarfí við fyrirtæki í bænum.
Theódór Blöndal, framkvæmda-
stjóri Vélsmiðjunnar Stál hf. á
Seyðisfírði, sem hefur afnot af
dráttarbrautinni, sagði í samtali við
Tímann að dráttarbrautin ger-
breytti aðstöðu fyrirtækisins og
gerði því kleift að taka að sér fjöl-
breyttari viöhaldsverkefni á skip-
um.
Síðan dráttarbrautin var sett upp
hefur þónokkuð verið um verkefni,
þótt alltaf megi velta fyrir sér hvað
sé eðlileg nýting. Theodór sagði að
það sem af er árinu hefði dráttar-
brautin aflað fyrirtækinu verkefna
fyrir um 20-30 milljónir og væri það
nánast hrein viðbót, því áður hefði
vélsmiðjan aðeins getað sinnt verk-
efnum, þar sem ekki þurfti að taka
bátana upp. Hann sagði að ekki væri
Ijóst með verkefni í framtíðinni, nú
væri sá tími sem menn huguðu að
bátum sínum. „Framtíðin er óljós
eins og alltaf. Það er hörð sam-
keppni í þessu, það eru miklar efna-
hagsþrengingar og allir að spara. Þá
er minni stórhugur í útgerðar-
mönnum, en við vonum að Eyjólfur
hressist. Reyndar sé ég ekki merki
þess, þar sem kvótinn er stöðugt
skorinn niður og menn hafa alltaf
minna, en vonandi snýst það við.“
Um 25 manns starfa hjá Vélsmiðj-
unni Stál. Þessa dagana er verið að
vinna að viðhaldi á Steinunni frá
Homafirði og þegar því er lokið
verða teknir tveir aðrir bátar frá
Homafirði sem verða málaðir og
fleira, en hingað til hafa eingöngu
bátar ffá Homafírði verið teknir upp
í slippinn.
Um framtíð skipasmíðaiðnaðar á
íslandi sagði Theodór að hún væri
að miklu leyti í höndum stjórnvalda.
„Veldur hver sem á heldur. Ef stjórn-
völd vilja koma eitthvað til móts við
þennan iðnað þá á hann framtíð fyr-
ir sér, því að við höldum áfram að
gera út skip og svo lengi sem þau
verða til þurfa þau einhverja um-
hirðu og sem betur fer er ennþá ein-
hver þekking í þessum iðnaði til hér
á landi. En ef það á að vera þannig að
menn kaupi það ódýrasta erlendis
frá án tillits til þess hvort það á að
halda uppi atvinnu í þessu Iandi, þá
fer þetta náttúrulega allt til fjand-
ans.“ -PS
Slátursala KS
Nú er rétti tíminn til að gera
hagstæð matarinnkaup!
Dilkakjöt í heilum skrokkum ófrosið.
Fitulítiö úrvalskjöt 425 kr. pr. kg.
DIA fyrsti flokkur 407 kr. pr. kg.
DIB meðal feitt 372 kr. pr. kg.
DIC feitt kjöt 336 kr. pr. kg.
Frosið sagað kjöt ca 6% dýrara.
Slög aöeins 100 kr. pr. kg.
Trippasaltkjöt 2500 kr. 9 kílóa fata,
Heilslátur 505 kr. pr. stk.
Dilkalifur 205 kr. pr. kg.
Dilkasvið 250 kr. pr. kg.
Opnunartími frá kl. 10 - 12 og 13-17.
Munið pöntunarsímann 35200 (slátursala)
Slátursala KS.
Anlmo
KAFFIVÉLAR
iíMPIEX^
STANGARHYL 1 • P.O. BOX122 • 121 REYKJAVÍK • SÍMI 678200 • FAX: 678566
V__________________________ ^
\HOBART/
HRÆRIVÉLAR
Hin heimsþekktu tæki
til matvælaiðnaðar.
/SIMPLEX/
hakkavélar fyrír minni
kjötvinnslur.
Vinsæiar og viðurkenndar
fyrir gæði, bæði til sjós og
lands.
- VENDING HF