Tíminn - 25.09.1993, Qupperneq 12

Tíminn - 25.09.1993, Qupperneq 12
12 Tfminn Laugardagur 25. september 1993 Rúllupvlsa Það að taka slátur hefur um áratugaskeið þótt ákaflega þjóðlegt og hefur tilheyrt haustverk- um á heimilum bæði í þéttbýli og dreifbýli. Nú fer ein- mitt sá tími í hðnd þegar flestir leggja út í sláturgerð. Þrátt fyrir að um ódýran mat sé að ræða, hefur farið svo að sláturgerð hefur farið minnkandi, þrátt fyr- ir að hún hafi með nýjum vinnsluaðferðum verið gerð auð- veldari. f samtölum við kaup- menn kom fram að þeir telja þó að sláturgerð meðal ungs fólks hafi talsvert færst í vöxt, enda megi það í nokkrum tilvikum heimfæra á verðið. Við birtum hér uppskriftir að slátri og þeim vinnubrögðum sem beita verður við sláturgerð, auk þess sem við látum rúllupylsugerð fylgja með. Ekki er óalgengt að úr hveiju slátri fáist um sjö keppir. Þegar slátrið er tekið, er byrjað á því að þvo vambimar vel úr köldu vatni. Skafa þarf og reyta oft á tíðum af vömbunum, en gæta þarf þess þó að þær verði ekki of þunnar. Leggið vambimar á stórt bretti og sníðið keppi eins jafna og hægt er, en nokkuð heppilegt ku vera að sníða fímm keppi úr vömbinni. Saumið keppina saman með mjúku bóm- ulíargami, en munið að skilja eftir gott op. Geymið síðan kepp- ina í köldu saltvatni þangað til þeirra er þörf. Frysta má vam- bimar, en þá þurfa þær helst að vera saumaðar, þar sem það er heldur leiðinlegt að sauma vam- bir sem þegar hafa verið frystar. Að þessu loknu er mörinn tek- inn fyrir og eitlar hreinsaðir, þ.e. ef þeir era til staðar og síðan er mörinn biytjaður smátt Ágætt er talið að bitarair séu á stærð við litla sykurmola. Geymið síð- an mörinn í ísskáp þar til hann er notaður. Einnig er hægt að geyma mörinn í hysti. Því næst er lifrin tekin og allar æðar hreinsaðar úr henni. Nýr- un leggjum við í kalt saltvatn í nokkra tíma og síðan tekin af þeim allar himnur og æðar. Blóðmör 1 lítri blóð 2 dl vatn 1 msk salt 300 gr haframjöl 400-500 gr rúgmjöl 400-500 gr mör 12-15 vambakeppir Við byrjum á því að sía blóðið í gegnum vírsigti og síðan er salti og vatni blandað í það. Þetta er hraert þar til saltið er uppleyst að fullu, síðan er haframjölinu hrært 1 kg lambaslag 3 tsk. salt örlítill saltpétur 1 tsk. allrahanda 1/2 tsk. pipar Í/2 tsk. rúllupylsukiydd 2 tsk. fínt saxaftur laukur Þvoið slögin og úrbeinið þau. Blandið kryddinu saman og stráið því á slögin. Vefjið þétt og saumið með bómullargarni. Vefjið síðan með saumagarninu tvöföldu. Rúllupylsuna má frysta strax eða setja í pækil. FRYSTIKISTUR TOPP - GÆÐI 152 lítra kr. 34.580,- 191 lítra kr. 36.480,- 230 lítra kr. 37.905,- 295 lítra kr. 40.280,- 342 lítra kr. 41.705,- 399 lítra kr. 45.980,- 489 lítra kr. 51.205,- 540 lítra kr. 58.330,- BOTN - VERÐ Verð miðað við staðgreiðslu • HEIMILISTÆKJADEILD FÁLKANS • SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 814670 # Innrabyrði úr hömruðu áli # Lok með ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt # Djúpfrystihólf # Viðvörunarljós # Kælistilling # Körfur # Botninn er auðvitað frysti- flötur ásamt veggjum SLÁTUR- út í blóðið og að því loknu rúg- mjölið. Þetta verður að hræra mjög vel, annað hvort með hendi eða sleif. Athugið að blóðhræran á að vera þynnri en lifrarpylsuhrær- an. Hrærið síðan smátt brytjuðum mör saman við. Takið vambirnar upp úr vatninu og strjúkið vætuna af. Setjið hræruna í vambirnir og hafið keppina rúmlega hálfa. Saumið fyrir, jafnið í hræruna í keppunum og pikkið í þá með stórri nál. Látið keppina í sjóðandi saltvatn (1/2-1 msk. af salti í hvern lítra vatns), en látið aðeins nokkra keppi í í einu og bíðið eftir að suð- an komi aftur upp áður en fleiri keppum er bætt útí. Pikkið kepp- ina með nál um leið og þeim skýt- ur upp á yfirborðið og ýtið ofan á Skerið mörinn I jafna bita. þá með gataspaða. Hafið rúmt í pottinum, sjóðið með hlemmi og gætið þess að suðan sé hæg og jöfn. Suðutími er rúmar þrjár klukkustundir, reyndar eftir stærð keppanna. Lifrarpvlsa 3-4 msk. sykur 1 lifur (ca. 450 gr) 100 gr nýru 1/2 lítri mjólk efta kjötsoft 1 msk. salt 100 gr haframjöl 100 gr hveiti 250 gr rúgmjöl 400 gr mör Vambakeppir Lifur og nýru eru hökkuð tvisvar. Salt og sykur er sett í soðið eða mjólkina og blandað vel. Nú er lifrarhrærunni og mjölinu bætt í og hrært vel. Að lokum er mörn- um blandað saman við. Gætið þess að saxa mörinn smátt og hafa bit- ana jafnstóra.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.