Tíminn - 25.09.1993, Qupperneq 19

Tíminn - 25.09.1993, Qupperneq 19
Laugardagur 25. september 1993 Tíminn 19 Pétur Goldstein loftskeytamaður Fæddur 7. nóvember 1927 Dálnn 19. september 1993 Þótt ljóst mætti vera að Pétur Goldstein gengi ekki heill til skóg- ar upp á síðkastið, kom andlát hans samt á óvart í raðir okkar framsóknarmanna í Kópavogi hef- ur enn verið höggvið skarð sem vandfyllt verður. Einn hinna fóm- fúsustu hefur verið kallaður til annarra starfa. Kynni mín af fjölskyldu Péturs Goldstein hófust raunar fyrr en ég man eftir mér, því dóttir hans passaði mig um tíma sem ung- bam. En frá því að ég man eftir mér hafa stjómmál verið mikið rædd á heimili mínu, ekki hvað síst um kosningar. Þá bar nafn Péturs oft á góma og mér varð fljótlega ljóst að þar fór maður sem framsóknarmenn gátu treyst á. Eftir að ég fór að hafa afskipti af pólitík í Kópavogi og kynntist Pétri varð mér það enn ljósara. Fómfysi hans var einstök, hann var alltaf boðinn og búinn til starfa, og er mér þá auðvitað minnisstæðast allt það starf sem hann innti af hendi við síðustu bæjarstjómar- og alþingiskosn- ingar. Eg þekki ekki lífshlaup Péturs ná- ið, en ég veit að það var margþætt Ungur að árum kom hann til ís- lands og slapp við útrýmingarbúð- ir nasista, þar sem faðir hans bar beinin. Móðir hans, Henny, giftist Hendrik Ottóssyni fréttamanni, sem reyndist Pétri frábærlega vel og var kært á milli þeirra. Pétur var lengi loftskeytamaður og sigldi þá um heimsins höf. f einkalífi var hann gæfumaður. Hann kvæntist Hlín Guðjónsdóttur og eignuðust þau fimm dætur. Fyrir hönd Fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna í Kópavogi þakka ég Pétri langt og gott samstarf. Við munum ávallt minnast hans með virðingu og þökk. Ástvinum öllum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Páll Magnússon Með tryggð til máls og mcmna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. (E.Ben.) Þessar ljóðlínur úr kvæði Einars Benediktssonar skálds komu mér í huga þegar ég hafði lagt símtólið á, eftir að Ragnheiður Pétursdóttir hafði tilkynnt mér lát föður síns, Péturs Goldstein. Fyrstu kynni mín af þeim hjón- um, Hlín og Pétri, tengdust vin- áttu dætra okkar, en Hanna Þóra dóttir mín og Ragnheiður dóttir þeirra hafa verið góðar vinkonur um langt árabil. Síðar átti ég svo eftir að kynnast þeim hjónum á öðrum vettvangi. Pétur Goldstein var eins og nafn- ið bendir til af erlendu bergi brot- inn. Hann var gyðingaættar, enda þótt ég fyndi aldrei annað en hann væri sannur íslendingur. Hann hafði upplifað hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar og sú vitund að vera af þeim ættstofhi sem helst af öllu átti að útrýma, hefur án efa orðið til þess að mér fannst hann hafa aðra lífssýn en flestir sam- ferðamennimir. Af Pétri var margt hægt að læra, ef hlustað var grannt eftir því sem hann hafði að segja. Hann var fljótur til, hvort sem það var að reiðast eða til sátta — hann var skapríkur, en um leið ljúfur og gjöfull. Pétur var hrein- skilinn og var óspar á hrós og einnig fengu þeir, sem honum mislíkaði við, að heyra hans álit, oft án umbúða. Hann dáði mjög konu sína, Hlín Guðjónsdóttur, og setti á hana allt sitt traust nú hin síðari ár eftir að heilsa hans og kraftar fóru þverrandi. Hlín brást ekki þessu trausti og reyndist manni sínum umburðarlynd og ómetanlegur styrkur í erfiðum veikindum hans. Nokkrum dögum áður en Pétur lagði í sína hinstu för hitti ég hann á fömum vegi. Auðséð var að vilj- inn dró hann áfram, en gegnum þjáningadrættina í andliti hans örlaði á hinni óviðjafnanlegu kímni hans. Ég spurði að vanda um daglega líðan og svarið var: „Hann er að verða ónýtur, kallinn. En það er nú ekkert fyrir mig að þola sjálfan mig, en hugsaðu þér, Hlín þarf að þola mig.“ Oft ræddum við Pétur saman og oftar en ekki bar samtal okkar að sama bmnni. Pétur var, þrátt fyrir sín erfiðu veikindi, að velta fýrir sér hvemig hann gæti hjálpað öðr- um sem hann vissi að áttu svo bágt Oft sagði Pétur á þá leið að hann langaði svo til að hjálpa, en bætti svo gjaman við: „En ég veit ekki hvemig ég á að fara að því.“ Þannig var Pétur Goldstein — hans hjartans löngun var að hlúa að hinu góða, að láta gott af sér leiða. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég kæran vin og samherja. Elsku Hlín. Við í Freyju og ég per- sónulega sendum þér og niðjum ykkar, svo og öðmm aðstandend- um, okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Péturs Gold- stein. Sigurbjörg Björgvinsdóttir Pétur Goldstein loftskeytamaður lést hinn 19. september s.l., á 66. aldursári, eftir erfið veikindi síð- astliðin ár. Mig langar til að minn- ast hans með nokkmm orðum. Kynni okkar Péturs hófust fyrir um áratug síðan vegna fjölskyldu- tengsla, en samskipti okkar vom lítil þar til ég hóf að starfa fyrir Framsóknarflokkinn vorið 1990. Þar kynntist ég nýrri hlið á honum í gegnum stjómmálaáhuga hans. Pétur var mikið ljúfmenni í öllum samskiptum, en hann gat verið mjög ákveðinn þegar stjórnmál bar á góma. Pétur var lengi í stjóm Fram- sóknarfélags Kópavogs og fulltrúi félagsins í fulltrúaráði og á kjör- dæmisþingum. Þegar ég gekk í Framsóknarfélag Kópavogs var hann í stjórn félagsins og ég naut dyggrar aðstoðar hans þegar ég tók við formennsku í félaginu síð- ar. Þá þegar var heilsubrestur far- inn að setja sitt mark á Pétur, en eigi að síður var boðinn og búinn til starfa fyrir félagið og flokkinn og notaði hverja lausa stund til að sinna verkefnum sem til féllu. Því miður urðu kynni okkar allt of stutt, en ég mun ætíð minnast þess áhuga sem hann hafði á stjómmálum, bæði í Kópavogi og ekki síður á landsvísu. Mörg sím- töl okkar, sem í upphafi áttu að verða stutt, t.d. vegna fundarboða, urðu stundum löng, þar sem aldr- ei skorti Pétur skoðanir á sameig- inlegum viðfangsefnum okkar. Ég vil fyrir hönd Framsóknarfé- lags Kópavogs votta Pétri virðingu mína fyrir öll hans góðu störf í þágu framsóknarmanna. Ekkju hans, Hlín Guðjónsdóttir, og dætmm þeirra Péturs, Magneu Henný, Minnu Hrönn, Hildigerði, Kolbrúnu og Ragnheiði, ásamt öðmm ættingjum, færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Stefán Aragrímsson Dagmey Einarsdóttir Fædd 10. janúar 1903 Dáin 12. september 1993 Mig Iangar að skrifa nokkur orð um hana gömlu fóstm mína, hana Döggu. Ég var hjá henni í tvö ár, 4-6 ára, þegar foreldrar mínir veiktust báðir af berklum. Kynni okkar hafa ætíð haldist síðan. Ég held að hún hafi alltaf litið á mig sem eitt af sín- um bömum. Dagga var afskaplega léttlynd og kát kona. Hún hafði mikla réttlætis- kennd og hjálpaði oft þeim sem minna máttu sín. Mamma og Dagga vom saman í verkakvennafélaginu Snót í Vestmannaeyjum. Það var oft gaman að hlusta á þær rifja upp hvað þær gerðu þar. Dagga var hag- mælt og saman sömdu mamma og hún bæði Ijóð og leikrit á skemmt- unum félagsins. Eg á einnig ljóð eft- ir Döggu. (MINNING) Eiginmaður Döggu var Ólafur Bjamason. Bjuggu þau allan sinn búskap í Vestmannaeyjum. Óli var sjómaður. Þau eignuðust fjögur böm: Kristínu, Finnboga, Bimu og Dalrósu, en hún lést þegar hún var 12 ára gömul. Þau ólu einnig upp Dalrósu, sem var bamabam þeirra. Óli andaðist fyrir rúmum 20 ámm. Dagga varð að flytjast upp á land eins og aðrir Vestmannaeyingar í gosinu. Hún bjó í Síðumúla þar sem margir Vestmannaeyingar bjuggu á þessum árum. Þegar dvalarheimili aldraðra var opnað í Eyjum, var hún með þeim fyrstu sem fluttu þangað. Dagga var mikil hannyrðakona. Mikið er til af myndum sem hún saumaði og mörg teppi heklaði hún. Eftir að ég fór að búa var hún hjá okkur um tíma, á hverju sumri, meðan heilsan leyfði. Það var alltaf gaman þegar hún kom hress og kát. Dagga var afskaplega dugleg. Sem dæmi um það er að henni fannst ómögulegt annað en að hjálpa til við heyskapinn. Hún mokaði jafhvel votheyi á færiband með kvísl og þá var hún komin yfir sjötugt. Dagga mín var nú búin að vera mikill sjúklingur í nokkur ár. Ég veit að Öli, Dalrós og fleiri ástvinir hafa tekið fagnandi á móti þér. Elsku Dagga mín, minningin um þig mun ætíð ylja okkur. Mamma (Aðalheiður Bjamfreðs- dóttir) biður fyrir kveðjur og þakk- læti fyrir allt gamalt og gott. Ég og fjölskylda mfn sendum okkar bestu samúðarkveðjur. Ingigerður Antonsdóttir Hefdís Stgrun Irtgfcjorg Landsþing LFK á Hallormsstað Á landsþinginu á Hallormsstað 9. október veröur rætt um sveitareflómarkosn- ingamar að vori. Dagskrá: 1. Hvere vegna starfa konur stutt I sveitarstjómum? Frummælandi Herdls Sæ- mundsdóttir bæjarfulltrúi. 2. Yfir þröskuldinn. Frummælandi Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. 3. Áfram til átaka. Frummælandi Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður. Framkvæmdasyóm LFK Norðuríandskjördæmi eystra Kjördæmisþing veröur haldið 16. október næstkomandi. Formenn félaga eru hvattir til aö halda aðalfundl og kjósa fulltrúa á þinglö. Dag- skrá og fundaretaður nánar auglýst sfðar. KFNE Suðurland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Suöuriandi verður haldið laugardaginn 23. október 1993 I Vestmannaeyjum og hefst kl. 10.00 árdegis. Dagskrá nánar aug- lýst slðar. SpómKSFS Kópavogur—Opið hús Opið hús verður hjá Framsóknarflokknum I Kópavogi á laugardögum Id. 10-12 að Digranesvegi 12. Komið og spjalliö um bæjar- og landsmálin. Heitt á könn- unni. Ungir framsóknarmenn í Reykjavík Aöalfundur Féiags ungra framsóknarmanna verður haldinn aö Hafnaretræti 20, 3. hæð, fimmtudaginn 30. september n.k. kl. 20.00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundaretörf. Allir ungirframsóknarmenn velkomnir. Nýsköpun í atvinnulífi — Atvinnuleysi útrýmt Til umræðu á fyrsta fundi Komhlöðuhóps framsóknarkvenna: Jón Ertendsson, yfirverkfræðingur upplýsingaþjónustu Háskóla Islands, kynnir nýjar hugmyndir um hvemig útrýma megi atvinnuleysi. Fundurinn hefst [ Litlu-Brekku ( Lækjarbrekku fimmtudaginn 30. september, kl. 17.30. Kl. 18.30 veröur borinn fram léttur kvöldveröur á vaagu verði. Tilkynnið þátttöku I sima 624480, fyrir hádegi. Allir velkomnir. r Innilegar þakkirfærum viö þeim, sem sýndu okkur samúö og vinartiug viö andlát og útför móöur okkar Guðrúnar Hallsdóttur frá Grfshóll Kristján Jóhannesson Leifur Kr. Jóhannesson Sigríöur Jóhannesdóttir Hallur Jóhannesson og fjölskyldur ______________________/ Eiginmaöur minn Pétur Goldstein toftskeytamaöur veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þann 27. september kl. 13.30 Fyrir hönd dætra, tengdasona og bamabarna, Hlfn Guöjónsdóttir __________________________________ Vörubílar Til sölu Heno KB árg. 1981 og Mercedes-Benz 1513 árg. 1974. Seljast ódýrt. Upplýsingar í síma 91-14935.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.