Tíminn - 13.10.1993, Side 6

Tíminn - 13.10.1993, Side 6
6 Tfminn Miðvikudagur 13. október 1993 Handknattleikur 1. deild kvenna: Auðveldur sigur Framara stigu á topp deildarinnar ásamt Stjörnunni Framstúlkur þurftu ekki að sýna neinn stórleik í gærkvöidi til að bera sigurorð af Haukastúlkum. Fram sigraði í leiknum, 20-15, og var þetta auðveldur sigur hjá þeim og til marks um það komust Haukastúlkur aidrei yfir í leiknum. Framarar eru nú með fúllt hús stiga á toppi 1. deildar, ásamt Stjömunni sem vann yfir- burðasigur á Fylki, og er orðið æði langt síðan það gerðisL Jafnraeði var með liðunum á upp- hafsmínútum leiksins en það var Selka Tosic sem gerði íyrsta mark leiksins fyrir Fram úr vítakasti. Reyndar komu þrjú af fjórum íyrstu mörkum leiksins úr vítaköstum. Stað- an eftir um sex- tán mínútna leik var aðeins 2-2 og það var engin furðaaðlítiðværi skorað því mark- verðir liðanna, þær Kolbrún Jó- hannsdóttir í ______________________ Fram og Alma Hallgrímsdóttir í Haukum, vörðu nær allt sem á mark þeirra kom. Fram náði mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfeik en staðan var 9-6 þegar flautað var til leikhlés. Hraðinn í leiknum jókst talsvert í seinni hálfeik og við það varð leikur- inn meira spennandi. Framstúlkur áttu reyndar í hinu mesta basli við að hrista frískar Haukastúlkur af sér en þær síðamefndu komust næst Fram í stöðunni 12-10, en þá fór bilið að breikka á ný. Hafnarfjarðarliðið fékk reyndar mörg tækifæri til að minnka muninn í eitt mark en í fjórgang lenti boltinn í stöng eða slá og að auki brenndu þær einu vítakasti af í seinni Tíma-maður leiksins Selka Tosic Fram Yfbburðarieikmaður Fnun í gær- kvðldL Skoraði átta Iagleg mðrk auk þess að fiska tvð vftakðst Haukar idðu ekkert við hana. hálfleik. Forysta Fram jókst við inná- komu gömlu „ljónynjanná' Guðríðar Guðjónsdóttur og Ömu Steinsen sem höfðu góð áhrif á leik liðsins enda varð munurinn í lokinn fimm mörk sem var sá mesti í leiknum. Selka Tosic í Fram var maður þessa leiks. Hún er mjög skotviss og dugleg að skapa sér færi en er að sama skapi ekki snögg í hreyfingum. Kolbrún Jóhannsdóttir varði vel í markinu, m.a. eitt víti og fjögur skot af línunni. Hafdís Guðjónsdóttir var góð í síðari hálfeik en vantar talsverða hörku til að geta orðið afbragðsstjóm- andi. Alma Hallgrímsdóttir varði mjög vel í marki Hauka og er þama á ferð- inni stúlka sem án efa á eftir að verja mark ís- lands í framtíð- inni. Sömu sögu má segja af skytt- unni Hörpu Mel- steð sem gerði mörg falleg mörk utan teigs. Gangur leiksins: 1-0, 2-2,4-2, 5-4, 8- 4, 9-6- 9-7, 11-7, 12-9, 12-10, 15-11, 16-12,18-12,20-15. Mörk Fram: Selka Tosic 8/3, Hafdís Guðjónsdóttir 3, Kristín Ragnarsdótt- ir 3, Díana Guðjónsdóttir 2/2, Ósk Víð- isdóttir 2, Ama Steinsen 1, Margrét Blöndal 1. Kolbrún Jóhannsdóttir varði 14/1 skot og Hugrún Þorsteins- dóttir 1. Mörk Hauka: Harpa Melsteð 6/2, Hrafnhildur Pálsdóttir 3, Kristín Kon- ráðsdóttir 3/2, Hulda Svavarsdóttir 2, Rúna Þráinsdóttir 1. Alma Hallgríms- dóttirvarði 11 skot Dómararan Gunnar Viðarsson og Sig- urgeir Sveinsson. Vom nokkuð góðir. Guflríður Guðjónsdóttir kom Inn á f selnnl hálflelk og Iffgaðl mjög upp á lelk Framstúlkna. Visa-deildin í körfuknattleik: Öruggur Hauka- sigur Haukar unnu auðveldan sigur á Tlndastóli í Visa-deildinni í körfuknattleik, 95-73, en leik- urinn fór fram á Sauðárkróki í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 53-34, Haukum í vil. Sigur Hafnfirðinganna var í öruggum höndum frá fyrstu mínútu og áttu leikmenn Tindastóls ekkert svar við Ieik Hauka. Jón Amar Ingvarsson var bestur í liði Hauka, en út- lendingurinn í liði Tindastóls, Robert Buntic, var bestur þeirra. Hann var stigahæstur norðanmanna með 32 stig og Ingvar Ármannsson gerði 13 stig. Jón Amar gerði 26 stig fyr- ir Hauka, Jón öm Guðmunds- son gerði 22 stig og John Rho- des 20. -PS Handknattleikur 1. deild kvenna: Stjarnan rúllaði yfir Fylki í kvöld: Handknattleikur 1. deild karia Stjaman-UMFA kl. 20 KR-Þór Ak kl. 20 KA-Selfoss kl. 20.30 FH-Víkingur .kl. 20 Valur-Haukar .kl. 20 ÍBV-ÍR .kl. 20 1. deild kvenna Ármann-Valur .kl. 18 Grótta-ÍBV kl. 20 Körfuknattleikur Visa-deild Snæfell-Skallagrímur ... .kl. 20 Stjaman úr Garðabæ átti ekki í miklum erfiðleikum með botnlið Fylkis þegar liðin mættust í Garðabæ í gærkvöldi. Lokatölur urðu 32-15 eftir að Stjaman hafði leitt í hálfleik, 15-6. Sigurinn færír Stjömustúlkum efsta sæti 1. deildar ásamt Fram. Það var alveg ljóst hvert stefridi í upphafi leiks. Stjaman beitti hröð- um sóknarleik sem Fylkir réð á engan hátt við og að auki skomðu Stjörnustúlkur mörg mörk úr hraðaupphlaupum. Munurinn á þessum liðum var alltof mikill til að einhver spenna gæti orðið. Stjaman hefur á toppliði að skipa og án efa eiga þær eftir að vera í toppbaráttunni enn eitt árið og hver veit nema þetta verði þeirra lukkuár og þær hampi íslandstitl- inum. Lið Fylkis á talsvert mikið eftir ólært í handboltanum en þó sáust stundum ágæt tilþrif hjá leikmönnum liðsins í gær en bara alltof sjaldan. Mörk Stjömunnar: Margrét VII- hjálmsdóttir 5 (einungis í fyrri hálfleik þar sem hún meiddist á hné og þurfti að fara á slysavarð- stofuna), Una Steinsdóttir 5, Ragn- heiður Stephensen 5, Inga TYyggvadóttir 3, Ásta Sölvadóttir 3, Herdís Sigurbergsdóttir 2, Þuríður Hjartardóttir 2, Drífa Gunnars- dóttir 2, Ólavía Bragadóttir 2, Þur- íður Þorkelsdóttir 2, Guðný Gunn- steinsdóttir 1. Mörk Fylkis: Anna Halldórsdóttir 5, Rut Baldursdóttir 4, Ágústa Sig- urðardóttir 2, Súsanna Gunnars- dóttir 2, Steinunn Þorkelsdóttir 1 og Eva Baldursdóttir 1. L.H.Ó. Knattspyrna: Bjami JóhanneS' son til ÍR-inga? Samkvæmt heimildum Tímans eru taldar miklar líkur á því að Bjami Jóhannesson taki við þjálf- un 2. deildarliðs ÍR í knattspymu fyrír komandi leiktfð. Bjami var aðstoðarmaður Ásgeir Sigurvins- sonar hjá Fram í sumar en hætti á sama tíma og Ásgeir. Bjarni hefur m.a. áður þjálfað lið Grindavíkur í 2. deildinni. Úrslit Handknattleikur 1. deild kvenna Fram-Haukar...20-15 (9-6) Stjaman-Fylkir 32-15 (15-6) Staðan Stjaman 3 3 0 0 76-52 6 Fram 3 3 0 0 62-51 6 Grótta 3 2 10 69-49 5 Víkingur 3 2 0 1 74-58 4 KR 3 2 01 47-53 4 Valur 3 1 1 1 55-57 3 ÍBV 2 1 0 1 44-42 2 Haukar 3 10 2 49-53 2 FH 3 0 0 3 48-57 0 Ármann 2 0 0 2 35-46 0 Fylkir 4 0 04 67-98 0 Körfuknattleikur Visa-deild Tindastóll-Haukar 73-95(34-53) Evrópuknattspyrn- an-U21 árs: Portúgal-Sviss.........3-0 Danmörk-Þýskaland......1-0 Svíþjóð-Finnland.......4-0 Búlgaría-Austurríki....3-0 Pólland-Noregur........2-0 Rúmenía-Belgía.........3-1 Undankeppni HM 5. riftill Grikkland-Luxemborg....3-1 Staftan Rússland.....7 5 2 0 15-3 12 Grikkland...752 0 9-2 12 ísland......8 3 2 3 7-6 8 Ungverjarl..7115 5-11 3 Luxemborg....7 016 2-16 1 ... Chfp Entwistle frá Snæfelli skoraði fyrstu körfu fslandsmóts- ins f körfuknattleik gegn Val á laugardaginn var. Snæfell sigraði örugglega f leiknum. ... Bárður Eyþórsson, einnig úr liði Snæfells, varð fyrstur til að troða knettinum í körfuna á þess- um fslandsmóti. ... Selfysslngar vinna nú hörð- um höndum að því að fá að spila báða leikina gegn UMAG frá Króatfu f Evrópukeppni bikarhafa hér heima. Leikið verður f Evr- ópukeppninni um mánaðamótin. ... Valsmenn hafa ákveðið að leika báða leiki sfna f Evrópu- keppni meistaraliða í handknatt- leik á útivelli þegar þeir mæta norsku meisturunum frá Sandefj- ord. í liði Sandefjord eru margir norskir landliðsmenn. ... Badminton-vertíðin fer nú brátt á fullt skrið og um helgina verður fyrsta mótið og fer það fram f TBR- húsinu. Þetta er ein- liðaleiksmót og verður keppt f bæði karla- og kvennaflokki. Þeir sem tapa fyrsta leiknum, fara f sérstakan aukaflokk. ... Ime Akpan frá Nfgerfu hefur verið svipt gullverðlaununum f 100m hlaupi sem hún vann til á heimsleikum stúdenta. Upp komst um Akpan þegar hún var sett f lyfjapróf sem hún féll á. Engir aðrir íþróttamenn féllu á lyfjafprófi á þessum leikum. ... Paul Gascoigne leikur loks- ins með Lazio f ftölsku knatt- spyrnunni á sunnudaginn eftir langvarandi hnjámeiðsli en upp- haflega var haldið að hann gæti ekki leikið fyrr en f næsta mánuði. Lazio leikur gegn Piacenza á heimavelli. ... UMFÍ heldur 38. sambands- þing sitt um næstu helgi á Laug- arvatni. Þing UMFÍ eru haldin annað hvert ár og eru málefni hreyfingarinnar rædd þar og veigamiklar ákvarðanir teknar. Nokkur mikilvæg mál liggja fyrir að þessu sinni eins og umhverf- ismál og fræðslumál hreyfingar- innar. Á þessu þingi munu u.þ.b. 100 fulltrúar vera þátttakendur og koma þeir hvaðanæva af landinu. Einnig verður kosin ný stjórn en það liggur fyrir að formaðurinn Pálmi Gfslason gefur ekki kost á sér til endurkjörs. ... Halldór Hafsteinsson lenti nýverið f 2. sæti á júdómóti f Kan- ada f sfnum þyngdarflokki. Hall- dór meiddist fyrir úrslitaviðureign- ina og gat þvf ekki leikið um gull- verðlaunin. ... Richard Moeller Nielsen, þjálfari Dana f knattspyrnu, á við það vandamál að etja sem flestir starfsbræður hans geta aðeins látið sig dreyma um. Það er nefnilega svo að fyrir leikinn f kvöld gegn N-frum f undan- keppni HM þá getur hann valið byrjunalið úr sterkasta leik- mannahóp sem völ er á þar sem enginn er meiddur eða getur ekki leikið meö vegna leikja með fé- lagsliði sfnu. Með sigri f kvöld geta Danir tryggt sér farseðilinn á HM f knattspyrnu f Bandarfkjun- um á næsta ári. ... Svlss getur einnig gulltryggt þátttöku sfna á HM ef sigur vinnst á Portúgölum f kvöld. Ef það tekst þá yrði það f fyrsta skipti slðan 1966 sem Sviss léki f úrslitum HM. Sviss gæti þó lent (erfiðleikum þar sem þjálfari Portúgal ætlar að láta lið sitt leika mikinn varnarleik. ... Finnar eru ekki bjartsýnir fyrir leikinn f kvöld gegn nágrönnum sfnum frá Svfþjóð enda hafa þeir ekki sigrað Svfana sfðan 1982. ... írar eru aftur á móti með bjartsýnni mönnum og búast fastlega við sigri gegn Spánverj- um á heimavelli sínum enda hafa þeir ekki tapað nema einum heimaleik f sfðustu 7 heimaleikj- um.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.