Tíminn - 03.11.1993, Síða 1

Tíminn - 03.11.1993, Síða 1
Miðvikudagur 3. nóvember 1993 208. tbl. 77. árg. VERÐf LAUSASÖLU KR. 125.- Ríkisendurskoðun þykir Landgræðsla ríklslns vera æðl mlkið úti að aka - ( bókstaflegri merkingu. Akstur á vegum stofnunarinnar sé verulegur. Hér er hins vegar áburöarvélin Páll Sveinsson að taka flugiö. Landgræðslan greiddi 11,4 milljónir fyrir 355.000 km akstur starfsmannabíla Landgræöslan kringum landiö á hverjum degi Aðkeyptur akstur hjá Landgræðslunni á síðasta ári svarar til um 355.000 kílómetrum og nam kostnaður vegna þessa um 11,4 millj- ónum króna. Að stærstum hluta er hér um að ræða greiðslur fyrír afnot starfsmannabíla. Þetta er eitt þeirra atríða sem Ríkisendur- skoðun gerír athugasemdir við í bókhaldi stofnunarinnar. Enda svarar þessi vegalengd til þess að Landgræðslan greiði starfs- mönnum sínum fyrír að aka allan hríngveginn (1.395 km.) hvem einasta virka dag ársins. Bankar ætla að lækka vexti Vilja til- slakanir í Seðla- banka Bankar og útlánastofnanir vilja að ríkisstjóm beiti sér fyrir því við Seðlabanka að lausafjárkrafa þeirra og bindiskylda verði rýmk- uð til þess að greiða fyrir vaxta- lækkunum. Viðskiptaráðherra og forsætisráð- herra áttu í gær fundi með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum banka og sparisjóða og lífeyris- sjóða um áframhaldandi vaxta- lækkanir. „Ég er mjög sáttur við niðurstöð- una og ennþá sáttari við árangur- inn,“ sagði Sighvatur Björgvins- son viðskiptaráðherra að fundar- höldum loknum í gær. ,Arangur- inn á markaðnum af þessum aðgerðum okkar er meiri heldur en ég þorði að vona." —ÁG Nauðgunarmálið í Kópavogi Enginn hand- tekinn Rannsókn á nauðgunarmálinu sem kom upp í Kópavogi aðfaranótt laugardags, þar sem 16 ára stúlku var ógnað með hnífi og nauðgað, er í fullum gangi hjá Rannsóknarlög- reglu Ríkisins. Enn hefur enginn verið handtekinn og að sögn Harðar Jóhannessonar hjá RLR er ekkert nýtt að frétta af málinu. Lögregl- unni hafa borist nokkrar ábendingar frá almenningi og verið er að rann- saka þær. -PS Ríkisendurskoðun segir einungis hluta þessa aksturs beinlínis í þágu stofnunarinnar, en að öðru leyti sé um að ræða akstur starfsmanna til og frá vinnu. Og þrátt fyrir þennan gríðarlega akstur hefur aksturs- samningur aðeins verið gerður við einn starfsmann. Ríkisendurskoð- un gerir athugasemd við að starfs- mönnum sé greitt fyrir akstur um- fram 1.000 km á ári, án þess að samningar um akstur liggi fyrir. Sömuleiðis var á það bent að greiðslur til starfsmanna vegna aksturs til og frá vinnu væru ekki samkvæmt kjarasamningum. Ríkisendurskoðun telur því fúlla ástæðu til að taka bifreiðamál stofn- unarinnar til endurskoðunar, ekki aðeins varðandi starfsmannabfla heldur einnig bfla í hennar eigu. Ríkisendurskoðun fannst Land- græðslan líka hlunnfara sjálfa sig sem leigusala. Ósamræmi hafi komið í Ijós í greiðslum fyrir afnot af húsnæði í eigu Landgræðslunn- ar. Dæmi voru um að ekkert væri greitt fyrir afnotin og einnig að endurgjaldið nægði ekki einu sinni fyrir kostnaði við rafmagn og hita. Landbúnaðarráðuneytinu er vin- samlega bent á að taka þetta mál til athugunar í ljósi gildandi reglu- gerðar um endurgjald fyrir afnot af húsnæði ríkisins. Þá kemur fram að Ríkisendurskoðun taldi það ekki samrýmast hlutverki Landgræðsl- unnar að stunda hrossarækt. Sam- kvæmt forðagæsluskýrslum voru 62 hross í eigu Landgræðslunnar á síðasta hausti. Var því einnig beint til landbúnaðarráðuneytisins að endurskoða þessi hrossamál stofn- unarinnar. Aldrei þessu vant getur Ríkisend- urskoðun sagt að vel hafi verið brugðist við athugasemdum henn- ar, bæði af hálfú Landgræðslunnar og landbúnaðarráðuneytisins. Sé m.a.s. nú þegar búið að bæta úr ýmsu sem athugasemdir voru gerð- ar við og unnið sé að úrbótum vegna annarra. Nokkrar vikur í að unnt verði að flytja inn grænmeti. Davíð Oddsson forsætisráðherra „Ekki hundrað í hættunni“ - HEI Enginn krati laus? Viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að fresta, í spam- aðarskyni, ráðningu seðlabankastjóra í stað Tómasar Ámasonar, fulltrúa Framsóknarflokksins. Formaður Framsóknarflokksins tel- ur uppgefna ástæðu ótrúverðuga og varpar fram þeirri spumingu hvort enginn krati hafi veríö laus í starfið. Forsætisráðherra telur ekki hundrað í hættunni þótt einhvem tíma taki aö breyta búvömlögum til þess aó unnt verði að standa við tví- hliða samning við EB um innflutning á grænmeti. „Evrópubandalagið hefur ekki allt- af verið það fjótt að efna sínar skuld- bindingar gagnvart sínum viðsemj- endum, þannig að þeir geta ekld verið mikið að armæðast við okkur þó að þetta taki nokkrar vikur. Auð- vitað er slæmt að þetta tefjist, en það eru þá bara nokkrar vikur,“ sagði Davíð Oddsson í gær. „Þetta er fullgildur samningur á milli íslands og Evrópubandalagsins og ísland á auðvitað að efna hann samkvæmt orðanna hljóðan. Það er þó ekki unnt að gera fyrr en laga- breyting hefúr verið samþykkt á Al- þingi. Landbúnaðarráðherra hefur því miður ekki heimild í lögum til þess að hleypa þessu grænmeti inn. Hann mun undirbúa slíka lagasetn- ingu og ég er viss um að það er full- ur stuðningur við hana á þinginu." Síðastliðið vor kynnti Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra frum- varp til búvörulaga sem ekki fékkst afgreitt á Alþingi vegna ósamkomu- lags innan stjórnarinnar. Það fól í sér ákvæði sem heimiluðu ráðherra að efna fylgisamning EES um inn- flutning á grænmeti. „Þetta er tvíhliða samningur, sem er ekki yfirsterkari íslenskum lögum og þess vegna þarf að breyta þeim,“ segir forsætisráðherra. „Það er ekk- ert nýtt að gerast nú 1. nóvember, því í vor ríkti sama ástand í hálfan mánuð.“ -ÁG Davíö Oddsson forsætisráðherra. Sjá nánar á blaðsíðu 3 „Þetta ber einkennilega að,“ segir Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokks. „Ég hef spurt hvers vegna þetta var ekki gert áður en Jón Sigurðsson var ráðinn. Þá var tækifæri til að spara laun tveggja bankastjóra. Þegar frumvarp um breytingar á Seðlabankalögum var til umræðu á síðasta þingi gerðu þeir ráð fyrir þremur bankastjór- um. Frumvarp viðskiptaráðherra er ekki viðamikið og er búist við að það hljóti auðveldlega afgreiðslu Alþing- is. í fýrsta lagi er í því grein sem heimilar viðskiptaráðherra að fresta ráðningu seðlabankastjóra í stað Tómasar Ámasonar til ársloka 1994. f öðru lagi er lagt til að þessi breyt- ing öðlist þegar gildi. -Sighvatur Björgvinsson viðskipta- ráðherra segir þetta ekki aðför að fulltrúa Framsóknarflokksins í stóli seðlabankastjóra. „Framsóknar- flokkurinn hafi ekki gert tilkall til neins bankastjórastóls og eigi ekki neinn sérstakan stól í þessum banka fremur en öðrum. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur eiga nú hver sinn fulltrúa í bankastjórastól- um í Seðlabankanum. Allir eru þeir fyrrverandi þingmenn sinna flokka. Formaður Alþýðubandalags kynnti fyrir skömmu hugmyndir síns þing- flokks að breytingum á seðlabanka- lögunum, þar sem gert er ráð fýrir einum bankastjóra, er starfi óháð stjómmálaflokkum. Ólafur Ragnar Grimsson sagðist í samtali við Tím- ann hafa kynnt hugmyndimar fýrir stjómarflokkunum og gefið þeim kost á að flytja fmmvarpið sem stjómarfrumvarp. -ÁG

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.