Tíminn - 03.11.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.11.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3. nóvember 1993 Tíminn 3 Virðisauki gerir rekstur innanlandsflugs ómögulegan: Forsvarsmenn íslensku flugfélaganna segja að fyrírhugaður virð- isaukaskattur á ínnanlandsflug komi fyrst og fremst niður á lands- byggöinni og dragi úr samkeppnismöguleikum hennar gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Upptaka virðisaukaskatts eykur álagningu á innanlandsflugið um 109 milljónir áríega, en greinin er rekin fyrir með 200 milljóna króna halla. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ráðgert að leggja virðisaukaskatt á innan- landsflug um áramót. Flugleiðir, Flugfélag Norðurlands, íslandsflug, Flugfélag Austurlands og Ernir héldu sameiginlegan blaðamanna- fund í fyrradag, þar sem kynnt var sameiginleg krafa þeirra um endur- skoðun skattlagningar á innan- landsflug. Helsti keppinautur innanlands- flugsins er einkabfllinn. Að sögn Ómars Benediktssonar, fram- kvæmdastjóra íslandsflugs, er lík- legt að ferðum fækki og leggist jafnvel sums staðar af, nái skatt- heimtuhugmyndimar fram að ganga. Almennt má gera ráð fyrir um 10% hækkun fargjalda. Áhrif fyrirhugaðs virðisauka em mis- munandi eftir áfangastöðum inn- anlands. Lengstu og dýmstu leið- irnar hækka mest. Þannig hækkar fargjaldið milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja um 43%, verði virð- isaukaskatturinn lagður á, en Vopn- firðingar þurfa að greiða 64% hærra fargjald til og frá Reykjavík. Táprekstur innanlandsflugsins er greiddur niður með annarri starf- semi flugfélaganna. „Innanlandsflugið eitt og sér stendur ekki undir sér í dag og ger- ir það enn síður, nái þessi skatt- lagning fram að ganga,“ segir Ómar Benediktsson. „Þetta snýst um hversu duglegir við emm að reka þessa starfsemi. Hvað geta Flug- leiðir greitt innanlandsflugið mikið niður með utanlandsfluginu? hvað getur Flugfélag Norðurlands greitt það mikið niður með Grænlands- fluginu eða annarri starfsemi er- lendis og hvað getum við greitt okkar þátt mikið niður á kostnað Frá undirskrift samstarfssamningsins. Á myndinni em f.v. Friðrik Pálsson forstjórí SH, Ravi Tikko eigandi Tikkoo Corporation, Jón Ingvarsson stjóm- arform. SH og Ólafur B. Ólafsson varaformaður samtakanna. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna stofnar fyrirtæki með ind- verskum kaupsýslumanni um veiðar og vinnsiu á túnfiski: SH í víking til Indlands Nýlega var undirrítaður samningur á milli Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Tikkoo Corporation um stofnun samstarfsfyrír- tækis á Indlandi. Fyrírtækið mun hafa með höndum veiðar og vinnslu á allt að 50 þúsund tonnum af túnfiski á árí, sem er fjórö- ungur þess sem talið er óhætt að veiöa af túnfiski innan indverskr- ar landhelgi. Gert er ráð fyrír að hlutafé hins nýja fyrírtækis verði 4 milljónir dollara þar sem hvor aðili mun eiga 50%. Friðrik Pálsson, forstjóri SH, leggur áherslu á að þetta sé ekki enn fast í hendi því enn vanti tilskilin leyfi frá indverskum yfirvöldum, enda sé samningurinn háður samþykki þeirra. Hann segir að væntanlega muni þetta skapa einhverjum íslenskum tækni- mönnum vinnu þar ytra við útgerð og ráðgjöf, auk þess sem þetta muni styrkja SH og auka umfang þess og tekjur. Hins vegar séu veiðiskipin mjög sérútbúin og því muni ekki verða notast við íslensk skip til veið- anna. Jafnframt útgerðinni er ætlunin að fyrirtækið vinni að undirbúningi að reisa verksmiðju er sjóði niður tún- fisk, en staðsetning hennar hefúr ekki verið ákveðin. Forstjóri SH segir að túnfiskmarkað- urinn sé í þokkalegu jafnvægi en legg- ur jafnframt áherslu á að þessu fylgi nokkur áhætta þótt túnfiskurinn sé einn vinsælasti neyslufiskur heims og neysla hans hafi stöðugt farið vaxandi. Helstu markaðssvæðin fyrir túnfisk eru m.a. í Bandaríkjunum, Japan og í Evrópu og því mun þessi starfsemi falla vel að starfi SH hérlendis og markaðsneti þess erlendis. Samkvæmt samstarfssamningnum mun Sölumiðstöðin leggja fram ýmis konar tækniþekkingu og stjóma út- gerðarþætti fyrirtækisins. Jafnframt mun SH hafa með höndum gæða- stjómun og sjá um alla markaðssetn- ingu. Fyrirtækið verður byggt upp í áföngum og verður hlutafé greitt inn í hlutfalli við þær fjárfestingar sem samþykktar verða hverju sinni. Samstarfsaðili SH í þessu verkefni og eigandi Tikkoo Corporation heitir Ravi Tikkoo og er indverskur kaupsýslu- maður. Það var fyrir ári sem Hambros bankinn í London hafði samband við SH og spurði um möguleika þess að það aðstoðaði einn viðskiptavina bankans við að byggja upp fyrirtæki á sviði túnfisks. En áður höfðu indversk stjómvöld óskað eftir því við Ravi Tikko að hann setti á laggimar fyrir- tæki í samstarfi við erlendan aðila til ofangreindra verkefna með loforði um 50 þúsunda tonna túnfiskkvóta. Ravi Tikkoo hefur búið síðastliðin 30 ár á Vesturlöndum en hann er einna þekktastur fyrir að hafa á sínum tíma byggt og rekið 2 stærstu olíuflutn- ingaskip heimsins, sem hvort um sig eru 483.500 tonn að stærð. -GRH Ragnar Arnalds um grænmetissamninginn við EB: Ostaöfest samkomu- lag embættismanna Forsvarsmenn flugfélaganna vilja heildarendurskoðun á sköttum á innan- landsflugi. Frá vinstri: Kolbeinn Arinbjamarson frá Flugleiðum, Hörður Guðmundsson framkvæmdastjóri Flugfélagsins Emis, Sigurður Aðal- steinsson framkvæmdastjóri Flugfélags Norðuríands og Ómar Benedikts- son framkvæmdastjóri Islandsflugs. Timamynd Áml Bjama annarra umsvifa? Okkur er ætlað að að standa straum af innanlands- afla okkur annarra verkefna til þess flugi í íslandi." f sameiginlegri greinargerð flugfé- laganna er fullyrt að virðisauka- skatturinn geri erfiðan rekstur ómögulegan. Sigurður Aðalsteins- son, ffamkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands, segir að ekki sé verið að fara fram á ríkisstyrki heldur eðlilegt rekstrarumhverfi. Sigurður segir að með álagningu virðisauka- skatts sé verið að auka skattbyrði á greinina um 50%. Greinin veltir í dag um tveimur milljörðum króna. Samkvæmt út- reikningum flugfélaganna nemur virðisaukaskattur á fargjöld 191 milljón króna. Frádreginn innskatt- ur er ekki nema tæpar 50 milljónir af þeirri upphæð og gjöld, sem fyrir- hugað er að lækka eða fella niður á móti aukinni skattheimtu, nema rúmum 30 milljónum króna. Niður- staðan er 109 milljóna króna aukin skattheimta. -ÁG Ragnar Arnalds, þingmaður Alþýðubandalags og fulltrúi i land- búnaðarnefnd, segir tvíhliða samning fslands og EB um innflutn- ing á grænmeti og blómum, óstaðfest embættismannasamkomu- lag. Viöbrögð við þessari fullyrðingu fengust ekki frá utanríkis- ráðuneytinu í gær. „Þessi samningur hefur vissulega þjóðréttargildi sem milliríkjasamn- ingur, en hann kemur ekki til fram- kvæmda á íslandi fyrr en Alþingi hefur fjarlægt hindranir sem í vegi kunna að vera. Sem í þessu tilfelli eru að önnur lög segja annað." Ragnar Amalds segir að á fundi land- búnaðamefndar í vor hafi komið fram að embættismenn utanríkisráðuneyt- isins hafi gengið frá grænmetissamn- ingnum og að fulltrúar landbúnaðar- ráðuneytisins hefðu þar verið hafðir með í ráðum. „í EES-samningnum gættu Svíar og Norðmenn sinna hags- muna betur og náðu hagstæðari samningi til þess að vernda sína land- búnaðarframleiðslu en íslendingar. Þegar spurt var hverju þetta sætti var svarið að utanríkisráðuneytið hefði tekið þá einhliða ákvörðun að svona skyldi þetta vera. Ég get eiginlega ekki hugsað mér neina hugmýnd fjarstæðukenndari en þá sem kemur fram í leiðara Tímans í gær, að Halldór Blöndal hefði átt að standa fyrir setningu bráðabirgðalaga um mál sem Alþingi gafst upp á að af- greiða í vor. Það væri ákaflega ólýð- ræðislegt og óþingræðislegt og reynd- ar alveg óþekkt með öllu að slíkt sé gert.“ „í þessum sama leiðara er talað um að aðrar þjóðir geti beitt okkur refs- ingum vegna þess að við framfylgjum ekki þessum milliríkjasamningi. Auð- vitað er það alþekkt fyrirbrigði að rík- isstjómir geri samninga og síðan taki oft á tíðum langan tíma að koma þeim í framkvæmd í viðkomandi landi. Með sama rétti má segja: Franska rík- isstjómin hefur undirritað EES- samninginn, en franska þingið hefur ekki samþykkt hann. Hvað ætli menn segðu ef íslenskir fiskútflytjendur kæmu á hafnarbakkann í París og krefðust lægri tolla, krefðust þess að samningurinn væri æðri lögum í Frakklandi?" - Innflytjendur grænmetis túlka tví- hliða samninginn sem huta EES- samningsins og segja að þess vegna þurfi ekki að samþykkja hann sérstak- lega? „EES-samningurinn er ekki kominn til framkvæmda og gerir það í fyrsta lagi eftir næstu áramót," segir Ragnar. „Jafnvel þótt svo væri, er ljóst að fs- lendingar þurfa að breyta lögum áður en hann kemur til framkvæmda." Aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hanni- balssonar vísaði á utanríkisráðherra vegna málsins, en ekki náðist í hann í gær. „Þetta er alveg nýtt sjónarmið, sem ég heyri haft eftir Ragnari Amalds, um að þetta eigi eftir að fá þinglega með- ferð. Ég hef ekki skoðað málið í því „Myndi þýöa fyrir okkur að koma meö fisk til Parísar meö sama hætti og gúrkurnar em hingað komnar?" sambandi, þannig að ég treysti mér ekki til að taka afstöðu til þess,“ sagði Þröstur Ólafsson. Þröstur segist ekki hafa látið skoða sérstaklega hvort tvíhliða samningur- inn um grænmetið þurfi sérstaka þinglega meðferð. En hvað þýðir emb- ættismannasamkomulag um inn- flutning grænmetis? „Ég veit ekki hvemig menn skilgreina það. Ég verð að segja það eins og er. Ég hélt að þetta væri hluti af sama samkomulag- inu og hef staðið í þeirri meiningu að fylgiskjöl og annað sem samkomulag- inu fylgi sé hluti af þessu.“ -ÁG Kvennalistinn með þingsályktunartillögu: Lög um fjárframlög til stjórnmálaflokka Þingmenn Kvennalistans hafa iagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórninni verði faliö að skipa niu manna nefnd til aö undirbúa lög- gjöf um fjárframlög til stjórnmálaflokka og stjórnmálasamtaka. Jafn- framt yrði nefndinni falið að leggja mat á það hvort nauösyn beri til að setja lög um starfsemi stjómmálaflokka að ööru leyti. Tillagan gerir ráð fyrir að nefndin verði skipuð fulltrúa þeirra stjórn- málaflokka sem nú eiga sæti á Al- þingi, fulltrúa félagsvísindadeildar Háskóla íslands, fulltrúa Rann- sóknastofnunar í siðfræði og fulltrúa Lögfræðingafélags íslands auk full- trúa fjármálaráðuneytis sem jafn- framt verði formaður nefndarinnar. Nokkur umræða hefur verið um fjármál stjórnmálaflokkanna upp á síðkastið, ekki síst eftir að kennarar við félagsvísindadeild Háskóla ís- lands skoruðu á formenn stjóm- málaflokkanna að opna bókhald flokka sinna. Engin lög eru til um starfsemi stjórnmálaflokka á íslandi. Árið 1975-76 var lagt fram frumvarp þessa efnis, en það varð ekki sam- þykkt. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.