Tíminn - 03.11.1993, Síða 8

Tíminn - 03.11.1993, Síða 8
Miðvikudagur 3. nóvember 1993 8 Tíminn Félagsvist Þríggja kvölda félagsvist Framsóknarfélags Amessýslu veröur I Þingborg, Hraun- geröishreppi, föstudagskvöldin 5., 12. og 19. nóvember klukkan 21. Aöaivinningun Utanlandsferö aö eigin vaii aö verömæti kr. 70.000. Góö kvöld- veröiaun. Stjóm/n Aðalfundur miðstjómar Framsóknarflokksins Aöalfundur miöstjómar Framsóknarflokksins veröur haldinn i Borgartúni 6, Reykjavik. Dagskrá veröur sem hér segir: Föstudagur & nóvemtMT 1. KI. 20.30 Setning. 2. KI. 20.35 Kosning starfsmanna fundarins: Tveir fundarstjórar. Tveir rítarar. Fimm fulltrúar I kjömefnd. 3. Kl. 20.45 Yfirlitsræöa formanns. Lögö fram drög aö stjómmálaályktun. 4. Kl. 21.45 Almennar umræður. Skipun stjómmálanefndar. 5. Kl. 00.00 Fundarhlé. Laugardagur 6. nóvember 6. Kl. 8.30 Nefrídarstörf. 7. Kl. 9.30 Sveitarstjómarkosningar 1994. Undirbúningur og framkvæmd. Sameiginleg mál. a) Atvinnumál — nýsköpun. b) Umhverfismál. c) Fjölskytdumál. Almennar umræöur. 8. Kl. 12.00 Matarhlé. 9. Kl. 13.00 Kynning á mismunandi kosningalöggjöf. Inngangur— Steingrímur Hermannsson. Framsögueríndi. Almennar umræöur — fýrirspumir. 10. Kl. 15.00 Kaffihlé. 11. Kl. 15.30 Kosning nlu manna I Landsstjóm. 12. Kl. 15.45 Stjómmálaályktun, umræöur og afgreiösla. 13. W. 17.30 Önnurmál. 14. Kl. 17.30 FundarsliL SUF-kJúbtour v«öur I gangi á laugardagskvötd. Framsóknarfiokkiwim Mosfellsbær — Félagsvist — 3ja kvölda keppni Framsóknarfélag Kjósarsýslu heldur félagsvist I samkomusal félagsins aö Háholti 14. Mosfellsbæ, föstudagana 29. okl, 5. nóv. og 12. nóv. Id. 20.30 hvert kvöld. Verölaun veitt eftir hvert kvöld. Heildarverölaun: Iriandsferö. Spilastjórí: Ágúst Öskarsson. SQómln Miðstjómarfundur SUF veröur haldinn 5. nóv. á Fógetanum (efri hæð), Aöalstræti 10, og hefet hann stundvfslega kl. 18.00. Dagskrá: 1. Kosning embættismanna fundaríns. 2. Skýrsla stjómar. 3. ÁJit landbúnaðamefndar SUF. 4. Ályktanir. 5. Önnur mál. Framkvæmdastjóm SUF Akranes — Bæjarmál Bæjarmálafundur verður haldinn laugardaginn 6. nóvember næstkomandi I Framsóknarhúsinu. Farið verður yfir þau mál sem efet eru á baugi I bæjarstjóm. Allir velkomnir. Bæjarfultrúamk' Kópavogsbúar— Nágrannar Spilum aö Digranesvegi 12 fimmtudaginn 4. nóv. kl. 20.30. Molakaffi og spiia- verölaun. Freyja, fétag framsóknarkvenna I Kópavogl Íblaðbera vántaT) BÓLSTAÐARHLÍÐ - SKAFTAHLÍÐ - lamrami ín Hverfisgata 33. Sími 618300 - kl. 9 til 17 110 ára framþróun Út er komin hjá Félagsvísinda- stofnun og Sagnfræðistofnun Há- skóla íslands bókin íslensk þjóð- féiagsþróun 1880-1990. Ritgerð- ir í ritstjóm Guðmundar Hálfdan- arsonar og Svans Kristjánssonar, kennara við Háskóla íslands. í bókinni fjalla átta höfundar um ýmsa þætti í þróun íslensks þjóð- félags á tímabilinu frá síðari hluta 19. aldar fram til nútímans. Þar birtast yfirlitsgreinar eftir ýmsa sérfræðinga á sviði sagnfræði og félagsvísinda byggðar á nýjustu rannsóknum á uppruna og þróun nútímasamfélags á íslandi. Saman mynda greinarnar aðgengilegt yf- irlit yfir þá fræðilegu endurskoð- un, sem átt hefur sér stað á ís- lensku þjóðfélagi á síðustu ámm, og geta því nýst öllum þeim sem vilja taka rökstudda afstöðu til samfélagsmála nútímans. íslensk þjóðfélagsþróun 1880- 1990 skiptist í níu kafla. Guð- mundur Hálfdanarson fjallar um þjóðfélagsþróun á 19. öld og setur þar fram endurmat á sjálfstæðis- baráttu 19. aldar. Gísli Agúst Gunnlaugsson fjallar um fólks- fjölda- og byggðaþróun 1880- 1990. Magnús S. Magnússon skrif- ar um efnahagsþróun á íslandi 1880-1990. Jón Gunnar Grjetars- son skrifar um upphaf og þróun stéttskipts samfélags á íslandi. Sigurður G. Magnússon á kafla um alþýðumenningu á íslandi 1850- 1940. Gunnar Helgi Kristinsson fjallar um valdakerfið fram til Við- reisnar. Svanur Kristjánsson ritar um stjómmálaflokka, ríkisvald og samfélag 1959-1990. Að lokum á Stefán Olafsson tvær greinar f bók- inni, þar sem hann gerir annars vegar grein fyrir almennum kenn- ingum um félagsgerð nútímaþjóð- félaga og fjallar hins vegar um þró- un velferðarríkisins á íslandi í samanburði við önnur vestræn ríki. Dreifingu og sölu bókarinnar annast Félagsvísindastofnun og Sagnfræðistofnun Háskóla ís- lands. Bókin er til sölu á almenn- um markaði í takmörkuðu upp- lagi. (Fréttatilkynning) Viðreisnarár Komin er út hjá Almenna bókafé- laginu bókin Viðreisnarárin eftir dr. Gylfa Þ. Gíslason. Bókin er saga Við- reisnarstjómarinnar, sem var sam- steypustjóm Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks, samskonar stjómar- mynstur og nú er. Bókin Viðreisnarárin er ítarleg og hlutlæg greinargerð um þá ríkis- stjóm, sem lengst hefur setið á ís- landi — tólf ár. Höfundurinn var ráðherra í þessari ríkisstjóm allan tímann og er því allra manna kunn- ugastur því sem gerðist bæði innan veggja Stjórnarráðsins og utan þeirra. Verk þessarar samhentu stjómar höfðu svo djúp og varanleg áhrif að þjóðfélagið breyttist, ís- lenskt mannlíf skipti um viðhorf og ásjónu. Nafnið Viðreisnarstjóm hlaut stjómin af stefnuskrá sinni, sem boðaði viðreisn á fjölmörgum svið- um. í viðskiptamálum var horfið frá þriggja áratuga haftabúskap til þess frjálsræðis sem nú ríkir, stóriðja var hafin, íslendingar gengu í Fríversl- unarsamtök Evrópu (EFTA), lagður var grundvöllur að framtíðarstefnu í landhelgismálinu, handritamálið var leitt til lykta, og þannig mætti lengi telja. En Viðreisnarstjóminni heppnað- ist ekki allt sem hún tók sér fyrir hendur og er engin dul dregin á það í bókinni, enda er frásögnin bæði hreinskilin og óhlutdræg. Til dæmis heppnaðist henni ekki að kveða verðbólguna niður, því þar var verkalýðshreyfingunni að - mæta. Gylfa Stóriðjumálin voru erfið viðfangs og barðist stjórnarandstaða Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks hat- rammlega gegn öllum stóriðjuhug- myndum og eru þau mál rakin ítar- lega. Sömuleiðis barðist stjómar- andstaðan gegn aðild að EFTA, en eftir að þeir flokkar komust til valda var ekki á þau mál framar minnst. Ekki fer hjá því að í þessari bók kemur ótal margt fram, sem þeim, er utan við stóðu, hefur verið ókunnugt um til þessa. Því eru upp- lýsingar hennar ekki einungis mik- ilvægar, heldur nauðsynlegar til rétts skilnings á þeim stórmálum sem Viðreisnarstjómin beitti sér fyr- ir. Bókin er prentuð hjá Prentsmiðju Árna Valdemarssonar, er 272 blað- síður og kostar 3.593 krónur. (Fréttatilkynning) „Rokkamman“ segir frá Frjáls fjölmiðlun hf. hefur sent frá sér bókina Ég, Tlna, sjálfsævisögu Tinu TUmer sem hún skrifaði í samvinnu við Kurt Loder. Þetta er opinská ftásögn af lífsferli þessarar sérstæðu söngkonu, sem kölluð hefur verið „amma rokksins". Ann Mae Bullock, eins og hún heitir í raun og veru, tók ung saman við hljómlistarmanninn Ike Tlimer, sem gaf henni listamannsnafnið Tina Tumer, sem flestir þekkja nú til dags. Sambúðin við Ike Turner varð eng- inn dans á rósum. Hann misþyrmdi henni og misbauð með margvíslegum hætti, eins og lýst er í bókinni. En það tók Tinu mörg ár að safna nægilegum kjarki til að slfta þessari sambúð, og það gekk ekki þrautalaust Almennt var því spáð að með skilnað- inum væri frægðarsól Tinu Tumer fölnuð um alla framtfð. En það fór á annan veg. Kannski hefur listamanns- ferill hennar einmitt risið hæst eftir að hún var orðin ein síns liðs og hætt að vera í skugganum af eiginmanni sínum og hans liði. Kvikmynd gerð eftir þessari bók hef- ur undanfarið verið sýnd í tveimur bíóhúsum í Reykjavík og notið mikilla vinsælda hér á landi sem annars stað- ar. Að hluta til er myndin skáldverk, þó að hún styðjist við sjálfsævisöguna. Leikkonan Angela Bassett fer þar á kostum í hlutverki Tinu og naut vel- vildar hennar og góðra ráða meðan á töku myndarinnar stóð. Tina lýsti því hins vegar yfir þegar í upphafi að hún hygðist ekki sjá myndina. „Ég hef lifað þetta allt,“ er haft eftir henni. „Ég kæri mig ekki um að horfa á það Iíka.“ Ég, Tina, er 250 blaðsíður að stærð, fyrir utan 16 síður með myndum af ferli Tinu Tumer. Þýðandi er Ásgeir Tómasson fréttamaður. (Fréttatilkynning) Endurminningar Erlends Út er komin bókin Svipmót og manngerð, minnisgreinar um menn og bækur, eftir Erlend Jóns- son og er það tólfta bók höfundar. Svipmót og manngerð er safn endurminningaþátta þar sem höf- undur rifjar upp kynni sín af mönnum og málefnum á árum áð- ur, einkum að því er varðar bækur og bóklestur og annað efni bókum tengt, hvaðeina skoðað og metið í ljósi síns tíma. Sumir þættirnir eru í letur færðir fyrir allnokkrum árum, en hafa ekki birst á prenti fyrr en nú. Svipmót og manngerð er 239 bls. að stærð, prentuð í Prentstofu Ið- nú, útlit og umbrot annaðist Haukur Már Haraldsson, en útgef- andi er Bókaútgáfan Smáragil. (Fréttatilkynning) Prinsar í L.A. Surf Nlnja * Handrit: Dan Gordon. Framleiðandi: Evzen Kolar. Lelkstjórí: Neal Israel. Aðalhlutverk: Emle Reyes, Jr., Rob Schnelder, Leslle Nlelsen, Emie Reyes, sr., Tone Loc og Nlcholas Cowan. Laugarásbió. Öllum leyfð. í þessari brokkgengu gamanmynd segir af tveimur bræðrum af asísk- um uppruna, sem Emie Reyes, jr. og Rob Schneider leika, en aðaláhuga- mál þeirra er að stunda brimbrettin sín í Los Angeles. Fljótlega kemur í ljós að þeir eru í raun prinsar frá eyj- unni Patu San, sem var bjargað í æsku þegar varmennið Colonel Chi (Nielsen) braust þar til valda. Kara- temeistarar hans eru á eftir þeim og í stuttu máli er stefnan tekin til Patu San til að endurheimta konung- dæmið. Hér er af nógu að taka fyrir þá, sem gaman hafa af karatespörkum og slagsmálum. Þess konar atriði eru mörg í myndinni og svo sem á- gætlega útfærð, ef út í það er farið. Söguþráðurinn er hins vegar þvílík endaleysa að það minnir á Lögreglu- skólamyndimar, en Neal Israel, leik- stjóri Prinsa í LA, tók einmitt þátt í þeirri sorglegu framleiðslu. Það er undantekning ef atriði eru fyndin og mestmegnis ráða klisjur ferðinni. Lokaatriðið gerir svo endanlega út af við myndina, þegar ein söguhetjan fer með lofræðu um lýðræði að bandarískri fyrirmynd. Það vantar einungis að hann fari með Gettys- borgarræðu Lincolns í ofanálag. Prinsar í LA er dæmigert mynd- bandafóður og á varla heima í kvik- myndahúsi. Það er örsjaldan að eitt- hvað kitli hláturtaugamar og til að bæta gráu ofan á svart em leikaram- ir hverjir öðmm lélegri. Það virðist vera heilagt lögmál að karate og leiklist eigi álíka vel saman og snjó- hús og eyðimörk. öra Markússon

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.