Tíminn - 17.11.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.11.1993, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 17. nóvember 1993 Verð í lausasölu 125 kr. RÍKISSTJÓRNIN LOKS SÁTT UM GATT-TILBOÐ -sjá sí&u 12-13 ÁTTA LÁGLAUNA- KONUR LEITA RÉTTAR SÍNS TIL BIÐLAUNA -sjá síðu 4 OFVIRKUR ÞRÝSTIMINNKARI Á ARNARNESI -sjá sí&u 17 REYKJANESSKÓLI VIÐ DJÚP ÁFRAM LOKAÐUR -sjá síðu 5 FLÓD OG AFTUR FLÓD -sjá síðu 17 FASISTAR OGKOMMAR SIGURSTRANG- LEGIR Á ÍTALÍU -sjá síðu 8 ÖNNUR LEIÐ ALÞÝÐU- BANDALAGS -sjá síðu 2 BÆNDUR VISTVÆNASTA STARFSTÉTTIN -sjá síðu 16 ÍSLENSKA LAMBIÐ Á ERLENDAN LÚXUSMARKAÐ -sjá síðu 14-15 TÖLVUÞJÓFARNIR FUNDNIR? -sjá síðu 6 Konur hart úti Spáð 4% atvinnuleysi í nóvember sem bitnar í síðasta mánuði voru skráðir hvorki fleiri né færri en 102 þúsund at- vinnuleysisdagar á landinu, rúmlega 44 þúsund hjá körlum en 58 þúsund hjá konum. Frá mánuðinum á undan hefur skráðum at- vinnuleysisdögum fjölgað um þijú þúsund en um rúm 20 þúsund frá október 1992, eða um 25%. Atvinnuleysi síðustu 12 mán- uði mælist nú 4,1% en var 3% í fyrra. Enn sem komið er virðist rýmkun réttar tfl atvinnuleysis- bóta til sjálfstætt starfandi ekki hafa haft teljandi áhrif á skráð atvinnuleysi. Þessi mikli fjöldi atvixmuleysis- daga jafngildir því að 4699 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í október, 2035 karlar og 2664 konur. Þetta þýðir 3,6% atvinnuleysi, 2,7% hjá körlum en 4,9% hjá konum. Hinsvegar voru tæplega 5570 manns á skrá síðasta virka dag októbermánaðar sem er fjölgun um 740 manns frá fyrri mánuði. Að mati vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins bendir það tfl þess að atvinnuleysi verði mest á konum um eða yfir 4% í þessum mán- uði. Atvinnuleysi síðustu 12 mánaða mælist 4,1% en var 3% á síðasta ári. í mánuðinum sem leið jókst at- vmnuleysi fyrst og fremst á höf- uðborgarsvæðinu og á Suður- nesjum en lítilsháttar á Suður- landi og Norðurlandi. Hinsvegar minnkaði atvinnuleysið nokkuð á Vesturlandi, Vestfjörðum og Austfjörðum. Vinnumálaskrifstofan gerir ráð fyrir að atvinnuleysi aukist alls staðar í þessum mánuði, nema ef vera skyldi á Austfjörðum og Vestfjörðum. Það er þó háð afla- STOÐUGJOLDIN Það er ekki feiian gölt að Ró fyrir Bílastaeðasjóð þar sem stöðugjöldin eru, bví innheimta gjaldanna er svo kostnaðarsöm að sjóðurinn fær nónast ekkert út úr þeim upphæðum sem stöðuverðirnir skrifa út ó gíróseðla sem bíl- eigendur finna stundum undir rúðuþurrkunni ó bílum sínum og borga með misglöðu geði. Tímamynd Ámi Bjamo brögðum. í heild fjölgaði at- vinnulausum að meðaltali um 3,2% frá fyrri mánuði en und- anfarin ár hefur atvinnuleysi aukist um tæp 16% að meðaltali frá september til október. At- vinnuleysi hefur ekki aukist minna mflli þessara mánaða síð- an 1981 þegar það minnkaði um 7%. Þegar á heildina er litið er það mat vinnumálaskrifstofunn- ar að breytingar á atvinnuleysi verði minni en við mátti búast af árstíðasveiflu á milli september og október. -GRH Tollar á kartöfl- um lækka í tengslum við samkomulag sem náðist í ríkisstjóminni um tilboð íslands í GATT-viðræðun- um var tekin ákvörðun um að lækka tolla á kartöflum. Kartöfl- ur sem fluttar hafa verið inn tfl landsins hafa borið 120% toll, en munu í framtíðinni bera 90% toll. Tollalækkunin kemur tfl fram- kvæmda strax og reglugerð um þessa breytingu hefur verið gefin út. -EÓ Grænfriðungar vinna mál Úrskurðað gegn ummælum blaðamanns í kvikmyndinni Lífsbjörg í Norðurhöfum Viðmælandi Magnúsar Guðmundssonar í kvikmynd hans, Lífsbjörg í Norðurhöfum, blaðamaðurinn danski Leif Blædel, hefur verið dæmdur í sænskum gerðardómi fyrir ummæli sín gegn Grænfriðung- um, m.a. í nefndri kvikmynd. Blædel og Grænfriðungum kom ásamt um að reka málið fyrir gerðardómnum í Stokkhólmi í mars árið 1991. Dómur féll í gær. í dómsorði segir: „Gerðardómur úrskurðar að Leif Blædel hafi hvorki verið stætt á að halda því fram að Grænfriðungar hafi notað falsað áróðursefni í baráttunni gegn kengúruveiðum né beitt „svikum og pretmrn'.' Ummæli Blædels um falsað áróð- ursefni féllu í kvikmynd Magnúsar Guðmundssonar, en hin síðari um „svik og pretti' í tveimur greinum í sænska dagblaðinu Dagens Ny- heter. Grænfriðungar fóru fram á að gerðardómur skæri úr um hvort blaðamanninum danska væri stætt á þessum fullyrðingum og Blædel gaf samþykki sitt svo fremi að hann yrði ekki fyrir fjárútlátum. Grænfriðungar tóku þess vegna kostnað af málarekstrinum á sig. Blædel taldi Grænfriðunga dreifa kvikmynd með sviðsettum atrið- um af hrottalegu kengúrudrápi í Ástrah'u. Hann hafði sjálfur fengið senda þessa mynd, „Goodbye Jo- ey', frá skrifstofu Grænfriðunga í Danmörku, þegar hann bað um hana sérstaklega. Hins vegar hafði honum ekki verið boðin myndin. Gerðardómur telur að Blædel hefði mátt vera ljóst að fuUyrðing- ar hans um notkun myndarinnar í áróðursskyni væru rangar. Um orðin „svik og pretti', sem Blædel vildi að yrðu skilin víðum skilningi, segir gerðardómur að ekki verði fallist á annað, en að þau þýði að Grænfriðungar hafi annað tveggja beitt ólöglegum eða að minnsta kosti ósiðlegum brögð- um. Gerðardómur taldi að Blædel hefði ekki sýnt fram á að ummæli hans væru réttmæt. Þetta er í annað sinn, sem Græn- friðungar fá úrskurð vegna um- mæla í kvikmynd Magnúsar Guð- mundssonar, Lífsbjörg í Norður- höfum. Fyrra skiptið var í Osló í maí 1992. Ummæli í mynd hans þess efnis að Grænfriðungar hefðu falsað myndefni, beitt svikum og prettum og starfsemi þeirra mætti líkja við hryðjuverkastarfsemi voru dæmd dauð og ómerk. Magnús Guðmundsson var sýkn- aður af þremur kæruatriðum af sjö. - ÞJ ÓNVARP ÚTVARP SÍÐA 20 ÍÞ^ÓTTIR SIÐA 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.