Tíminn - 17.11.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.11.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. nóvember 1993 Mannkynið og matvælin Af matvælaframleiðslu heimsins B VETTVANGUR Jónas Jónsson búnaSarmólastjóri Til þess að halda núverandi nær- ingarástandi mannkyns í horfinu þarf að afla matar fyrir 250 þús- und nýja munna á degi hveijum, eða meira en 90 milljónir manna á hveiju ári. Slík er fólksfjölgunin nú og hún er líkleg til að verða svipuð eða ekki minni næstu ára- tugina. Horfumar í matvælaframleiðslu heimsins nú em ekki þannig að miklar líkur séu á að þetta takist. í>vert á móti bendir allt til þess að bilið á milli þarfa mannkynsins fyrir mat og þess, sem tekst að framleiða af honum, fari stækk- andi. Reynsla tveggja stærstu þjóða heims, sem mest hafa lagt sig eft- ir því að halda aftur af fólksfjölg- uninni — Kínveija, sem nú em 1.178 milljónir, og Indveija, sem nú em 897 milljónir — er sú að enn fjölgar þeim verulega, þrátt fyrir allar þeirra aðgerðir. Með sama áframhaldi mun fólksfjöld- inn í Indlandi tvöfaldast á næstu 34 ámm, en í Kína á næstu 60 ár- um. Par sem fólksfjölgunin er mest, eins og í Pakistan, íran og Nígeríu, mun það taka aðeins 20- 23 ár að fólksfjöldinn tvöfaldist. Þetta bendir til þess að langt sé að bjða þess að vemlega hægi á fólksfjölguninni í heiminum. Ræktunarlönd heimsins hafa ekki stækkað, þvert á móti dregist saman hin síðari ár. Þau em nú minni að flatarmáli en þau vom 1975. Stærst vom þau talin 1981 735 milljónir hektara, en nú em þau talin 695 milljónir ha. Reikn- að á hvem íbúa jarðar hafa þau dregist saman allt síðan 1950, þá vom þau 0,23 ha á íbúa, en em nú talin 0,13 ha. Þess ber að geta að uppskera af hverri flatareiningu hefur aukist allmikið á þessum tíma, einkum vegna nær tíföldun- ar á notkun tilbúins áburðar. En nú hefur sú notkun staðið í stað um nokkur ár og aðeins minnkað allra síðustu árin. Reiknað á hvem íbúa hefur áburðamotkun dregist töluvert saman síðustu árin. Komframleiðslan er langsam- lega mikilvægasti þáttur mat- vælaframleiðslu heimsins. Röskur þriðjungur af kominu er notaður sem fóður fyrir búfé og hefur það hlutfall verið svipað síðustu ára- tugina, en oft er talað um það sem sóun matvæla, þar sem tiltölulega lítill hluti af næringargildi koms- ins skilar sér í afurðum búfjárins, að vísu sem mjög verðmætt dýra- prótein, en að sjálfsögðu em það nær eingöngu hinn ríkari hluti mannkynsins sem getur leyft sér þann munað. Heildarkomfram- leiðsla heimsins hefur farið nokk- uð jafnt vaxandi allan síðari hluta aldarinnar. Allra síðustu árin hef- ur hún þó verið sveiflukenndari en áður og samdráttur orðið ein- stök ár. Mest varð hún þó árið 1990, 1.780 milljónir lesta. Reiknað á hvem íbúa var kom- framleiðsla heimsins mest í kring- um 1980. Mest varð hún 346 kg á mann 1984, en nú virðist hún hafa fallið niður í um 315 kg á mann á ári. Mikilvægustu komtegundimar og þar með mestu fæðugjafar mann- kynsins em hveiti, hrísgijón og maís; næst þeim koma suðrænu komtegundimar hirsi og durra, en þær norrænu, bygg, hafrar og rúg- ur, koma þar alllangt að baki. Af öðmm jarðargróðri koma sojabaunir næst í röðinni. Þær em mjög mikilvægur próteingjafi bæði fyrir fólk og búfé. Ræktun þeirra hefur mjög aukist síðustu fjömtíu árin og er enn í nokkmm vexti, en reiknað á hvem íbúa hefur hún staðið í stað síðustu tíu árin. Uppskera sojabauna nemur nú um 110 milljónum lesta og kemur öll frá fremur suðlægum löndum. Kjöt og fiskur Heildarkjötframleiðsla heimsins hefur vaxið jafnt og þétt allan síðari hluta þessarar aldar. Fyrst og fremst ber þetta vott um batn- andi kjör fólks í þeim löndum og hlutum heimsins þar sem fólk hefur almennt komist yfir fátækt- armörk. Því enn er kjötneysla að mestu forréttindi hinna ríkari í heiminum. Árið 1950 var kjötframleiðslan í heiminum 46 milljónir lesta og neyslan á hvem íbúa 18,0 kg. Ár- ið 1992 er áætlað að kjötfram- leiðslan hafi numið 176 milljón- um lesta og neyslan á hvem íbúa 32,1 kg. Þess er nú farið að gæta að draga muni úr árlegri aukn- ingu framleiðslunnar og hún e.t.v. stöðvast fyrr en varir. Reiknað á hvem íbúa er fram- leiðslan þegar farin að dragast saman og er nú svipuð og fyrir átta ámm. Þeim sem þetta ritar em ekki til- tækar tölur yfir þróun í mjólkur- framleiðslu eða eggja, en mjólk- urframleiðsla skiptir hinn ríkari hluta heimsins að sjálfsögðu mjög miklu máli, en á það má benda að framleiðsla þessara matvæla lýtur sömu forsendum og kjötframleiðslan. Ekki em taldar líkur á að kjöt- framleiðsla af grasbítum, sérstak- lega ekki af beitilöndum, geti vaxið mikið frá því sem hún er nú. HI þess em beitilöndin í hin- um heitari löndum á of miklu undanhaldi, þar sem eyðimerkur breiðast út vegna tíðra þurrka. Ef kom er notað til fóðurs, þarf sjö kíló af komi til að framleiða eitt kíló af nautakjöti, rúmlega fjögur kíló ganga til að framleiða kflóið af svínakjöti og tvö til þijú fyrir hvert kíló af kjúklingakjöti. Þannig er öll kjötframleiðsla með kom sem fóður mikil sóun á mat. Heildarfiskafli heimsins hefur aukist jafnt og þétt síðan 1950. Þá nam hann 22 milljónum lesta, varð mestur 100 milljónir lesta 1989, en hefur síðan verið um 97 milljónir lesta. Af því er dregin sú ályktun að ekki sé þess að vænta að hann eigi eftir að aukast frek- ar, enda vitað um að mjög víða hefur verið um ofveiði að ræða síðustu ár og áratugi og stöðugt fleiri þjóðir takmarka nú veiðar verulega. Reiknað á hvem íbúa hefur fiskafli dregist saman um 8% síðan 1984. Verulegur hluti fisksins fer í vinnslu og skilar sér ekki sem fæða fyrir fólk nema að litlum hluta. Fiskeldi fer stöðugt vaxandi og ljóst er að aukið framboð af fiski fæst aðeins með auknu fiskeldi. Því fiskeldi, sem einkurn er stundað á norðurhvelinu, em þó þau takmörk sett að megnið af því fóðri, sem til þess er notað, kemur af öðmm fiski, sem annars a.m.k. að hluta mætti nota til manneldis. Framleiðsla með fiskeldi, að meðtöldum skelfiski og krabba- dýmm, er nú talin nema 12,6 milljónum Iesta; auk þess nemur framleiðsla vatna- eða sjávarpl- antna til manneldis 3,9 milljón- um lesta. Vænst er að þessi fram- leiðsla nemi um 20 milljónum lesta um aldamótin. Er próteinskortur yfirvofandi? Ljóst er af framansögðu að skortur á próteini, sem er h'fs- nauðsynlegt öllum mönnum til eðlilegs vaxtar og þroska, er yfir- vofandi og líklegri til að hijá mannkynið enn meir en skortur á orku í fæðunni, þar sem ætla má að kom og önnur framleiðsla úr jurtaríkinu gangi meir og meir beint til manneldis. Það, sem eykur enn á hættuna á prótein- skorti, er sú staðreynd að beiti- lönd, einkum í hinum heitari löndum þar sem þurrkar herja, ganga mjög úr sér og verða víða að eyðimörkum. Á öðmm stöð- um veldur eyðing skóga, einkum í fjallshlíðum, aukinni flóða- hættu og því fylgir geysileg jarð- vegseyðing, þannig að bæði beiti- lönd og akurlendi tapast. Vatnsskortur, jarðvegs- eyðing og önnur eyoi- legging nytjalands Eins og vikið hefur verið að hér að framan, virðist af mörgum ástæðum ganga á það Iand sem mannkynið getur nýtt sér til að framleiða matvæh. Stöðugt meira af ræktunarlöndum fer undir hvers konar mannvirki, borgir þenjast út og leggja undir sig ræktað land, og vegir og önnur samgöngumannvirki skerða landið jafnvel enn frekar. Jarð- vegseyðing, brottskolun jarðvegs og uppblástur, veldur þó enn meiri skaða, en fyrir henni liggja margháttaðar orsakir: stöðugt tapast mikið af jarðvegi þar sem einhliða komrækt er stunduð ár eftir ár og landið liggur opið yfir veturinn, land blæs upp vegna þurrka og ofbeitar og eyðimerkur breiðast út. f þurmm og heitum löndum þar sem uppgufun er mikil, eyðileggst jarðvegur vegna aukinnar seltu og svo mætti lengi telja. Vatnið er forsenda fyrir ahri ræktun, sem og öhu lífi. Vatns- skorts eða vatnsþurrðar er ekki aðeins farið að gæta í hinum þurrn og heitu Iöndum, heldur og á vissum svæðum í heittempr- aða beltinu, eins og t.d. í Norður- Ameríku. Þar er vatnið, sem áður var notað til áveitna og vökvun- ar, nú leitt í vaxandi mæli til stór- borganna og landbúnaður getur af skiljanlegum ástæðum ekki keppt við þá notkun. Hver verður þróunin? Þó að margt bendi til þess að stöðugt verði erfiðara og erfiðara að fullnægja þörfum mannkyns- ins fyrir mat, em svo margir þætt- ir óljósir að erfitt er að fuUyrða um það hver þróunin verður næstu áratugina; hvort hungur og van- næring fari vaxandi eða hvort eitt- hvað muni takast að bæta úr, þannig að þeim fækki hlutfaUslega sem búa við stöðugan skort. Reyndar em ekki til um það nein- ar öruggar tölur, einfaldlega vegna þess að engar viðhhtandi kannan- ir á næringarástandi í heiminum hafa verið gerðar. Það er aðeins þegar vannæringin nær því að verða beint hungur og við sjáum myndir af því vesalings fóUti á sjónvarpsskerminum, að við ger- um okkur grein fyrir að við lifum því miður í heimi, sem ekki er á framfarabraut í þessu tilfeUi. Því hefur til dæmis verið slegið föstu að í Afríku hafi komframleiðslan á hvem íbúa álfunnar farið lækk- andi í meira en tvo áratugi. Menn spyija sig mjög oft að því hvort þetta sé ekki aðeins spum- ing um að deila umframfram- leiðslu og matvælabirgðum ríku þjóðanna á milli þeirra fátæku og sveltandi. Að sjálfsögðu ætti það að verða fyrsta skrefið, en það mundi því miður ná svo ósköp stutt. Hitt ætti mönnum að vera Ijóst að mannkynið hefur ekki efni á því að láta nein lönd, sem til þess em fallin að framleiða á þeim mat, óræktuð. Það hefur ekki efni á að láta neinar landbúnað- arbyggðir fara í eyði. Tölulegar heimildir í þessari grein eru flest- ar úr riti sem nefnist .Vital Signs 1993* og gefið er út af stofnun sem nefnist .Worki Watch Institute* (Varðstöð veraldar), sem starfar í Bandaríkjunum, og aðrar upplýs- ingar að miklu leyti úr því riti eða öðrum frá þeirri stofnun. TIMINN er sjálfstætt dagblað, óháð stjórnmálaflokkum, og byggir á traustum grunni. Lesendur Tímans láta sig varða ábyrga og gagnrýna umræðu í óháðum fréttamiðli. Markmiö okkar er að fylla í skarð, sem myndast hefur í íslenskri blaðaútgáfu. Til þess höfum við stuöning margra góðra manna. Velkomin í hópinn! Ég óska eftir að taka áskriftartilboði Tímans. Áskriftargjald er 1400- kr. á mánuði, en ég fæ mánuð númer tvö frían. Nafn__________________________________________ Heimili Póstfang Sími_____ Kennitala Færið upphæðina á greiðslu- _ kortareikning minn: _ ) VISA EURO Kortnúmer Gildir út 1 1.1*1 1 1 Undirskrift „Hittætti mönnum að vera Ijóst að mannkynið hefur ekki efni á því að láta nein lönd, sem til þess eru fallin aðframleiða á þeim mat, óræktuð. Pað hefur ekki efni á að láta neinar landbúnaðarbyggðir fara í eyði."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.