Tíminn - 17.11.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. nóvember 1993
4V'^\
Innlen* \
7
Myndir Sigfúsar
Menningarmiðstöðin á Eyrarbakka
Nú stendur yfir sýning í Menning-
armiðstöðinni á Eyrarbakka á Suð-
urlandsmyndum Sigfúsar Ey-
mundssonar. Sýningin er opin
virka daga kl. 15-18 virka daga, en
kl. 14-20 um helgar.
Sýningin er sett upp af Ingu Láru
Baldvinsdóttur deildarstjóra í Pjóð-
minjasafninu og er samstarfsverk-
efni Menningarmiðstöðvarinnar á
Eyrarbakka, Sjóminjasafnsins á
Eyrarbakka og Þjóðminjasafnsins.
Myndimar eru úr hinu merka
Ijósmyndaplötusafni Sigfúsar, sem
nú er í eigu íjóðminjasafnsins.
Sumar þeirra hafa birst í bók, sem
út kom hjá AB árið 1969 og er
löngu uppseld. Sigfús var fyrsti ljós-
myndari sem tók rnyndir utandyra
að einhveiju marki. Eins og flestir
ljósmyndarar á síðustu öld tók
hann einkum mannamyndir og
ferðaðist um sveitir landsins í þeim
tilgangi.
Á myndinni eru, taldir frá vinstri: Filippía I. Elísdóttir,
Ólafur Þ. Þórðarson fræðslustjóri Iðnnemasambands íslands,
Bima Jónsdóttir, Ingibjörg Þóra Helgadóttir, Sigríður Einarsdóttir,
Soffía Weisshappel og Benedikt Geirsson aðstoðarsparisjóðsstjóri SPRON.
Iðnnemar
styrktir
Nýlega voru veittir verkefna-
styrkir úr styrktarsjóði Iðnnema-
sambands íslands og sparisjóð-
anna. Styrkina hlutu Filippía I.
Elísdóttir fataiðnaðamemi til
þátttöku í alþjóðlegri fatahönn-
uðakeppni, Sigríður Einarsdóttir
og Soffía Weisshappel hár-
greiðslunemar og Ingibjörg Þóra
Helgadóttir og Bima Jónsdóttir
hársnyrtinemar allar til þátttöku
í Norðurlandakeppni hársnyrti-
fólks. í>á var veittur styrkur til
Félagsmálaskóla Iðnnemasam-
bands íslands til útgáfu á
kennsluefni um réttindi og
skyldur iðnnema, meistara og
iðnfyrirtaekja. Styrkur til hvers
verkefnis var fjömtíu þúsund
krónur.
Lögum breytt,
en gamla reglu-
gerðin gildir
Ný reglugerð um tannréttingar á leiðinni
Tryggingaráð hefur sent frá sér
nýjar reglur um styrk til tann-
réttinga vegna alvarlegra afleið-
inga slysa eða sjúkdóma og mun
heilbrigðisráðuneytið gefa út
reglugerð um þetta á næstu dög-
um. Óhóflegur dráttur hefur
orðið á útgáfu reglugerðarinnar,
en lögum um tannréttingar var
breytt í upphafi siðasta árs.
Ekki er búist við að nýju regl-
umar breyti miklu varðandi end-
urgreiðslu á kostnaði við tann-
réttingar frá þeim reglum, sem
fylgt hefur verið fram til þessa.
Það sérstaka við þetta mál er að
lögum um tannréttingar var
breytt í upphafi árs 1992, en þá
ákvað Alþingi að hætta að end-
urgreiða kostnað við tannrétt-
ingar, nema um sé að ræða alvar-
legar afleiðingar slysa eða sjúk-
dóma. Lögin kváðu á um að
reglugerð um þessar endur-
greiðslur skyldi setja að fenginni
tillögu Tryggingaráðs. Nú, tæp-
Iega tveimur ámm síðar, em
þessar reglur loksins að fæðast.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir al-
þingismaður gagnrýndi þetta á
AJþingi og spurði hvort það geti
talist eðlilegt að notast sé við
gamla reglugerð, þegar sjálfum
Iögunum hefur verið breytt í
gmndvallaratriðum.
Heilbrigðisráðherra upplýsti að
stuðst sé við reglugerð um tann-
réttingar frá árinu 1991. Þar sé
að finna ákvæði um endur-
greiðslu vegna tannréttinga til
sjúklinga sem þarfnast tannrétt-
inga vegna slysa eða sjúkdóma.
Við útgáfu nýrrar reglugerðar
verði stuðst við þessa gömlu
reglugerð.
-EÓ
Nýr ráðu-
neytisstjóri
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra hefur sett Jón Birgi Jóns-
son aðstoðarvegamálastjóra í
stöðu ráðuneytisstjóra í sam-
gönguráðuneytinu frá og með
14. nóvember til 14. maí 1994.
Ólafur Steinar Valdimarsson hef-
ur fengið leyfi frá störfum ráðu-
neytisstjóra sama tíma. Ólafur
mun vinna að sérstökum verk-
efnum hjá ráðuneytinu á tíma-
bilinu.
Jón Birgir er verkfræðingur frá
Danmarks Tekniske Höjskole
1962 og stundaði framhaldsnám
í Bandaríkjunum, Danmörku og
Bretlandi. Hann hefur starfað hjá
Vegagerð ríkisins síðan 1962 og
verið aðstoðarvegamálastjóri frá
1. febrúar 1992.
ALÖ er eini ámoksturstækjaframleiðandinn sem framleiðir einnig rúllugreipar.
Greiparnar eru af tveimur geröum, önnur staflar böggunum liggjandi, hin upp á
endann. Greiparnar passa á hraðlæsingarbúnað ámoksturstækjanna og þurfa
eigendur ALO ámoksturstækjanna ekki að standa í dýrari breytingum til að
tengja greiparnar á ámoksturstækin. Með greipinni, sem staflar rúllunum liggj-
andi, fylgja einnig rúllubaggatindar, sem auðvelda notkun greiparinnar við
meðhöndlun á rúlluböggum sem geymdir eru úti yfir veturinn.
Globus?
Lágmúla 5, s:681555
Öllum aðgerðum ámoksturstækjanna er stjómað með einni stjórnstöng. Einnig
vökvaúttökum fyrir rúllubaggagreip o.fl.
ALO QUICKE 600
á aflar aeröir dráttarvéla
Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið
ALÖ 620 ámoksturstæki með öllum búnaði á að-
eins kr. 390.000,- án vsk.
NÝTT!
Nýtt skófluhraðtengi með fjöl-
tengibúnaði og sjálfvirkri læs-
ingu, sem gerir kleift að tengja
aukahluti frá ALÖ og flestum
öðrum framleiðendum ámokst-
urstækja. T.d. skóflur, rúllu-
baggagreipar, lyftigaffla o.fl.