Tíminn - 17.11.1993, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.11.1993, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 17. nóvember 1993 I 19 „Ætla mér að vinna Island mætir Itölum í Evrópukeppni kvenna í handknattleik íslenska landsliðið í handknattleik kvenna maetir því ítalska í kvöld í Evrópukeppninni. Myndin er tekin í gær þegar stúlkum- ar gófu sér stund á milli stríða á síðustu æfingunni til að stilla sér upp fyrir Ijósmyndara. Timamynd Árni Bjama íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir ítölum í kvöld og fér leikurinn fram í Ás- garði í Garðabæ og hefst klukkan 20. Leikurinn er liður í undan- keppni Bvrópukeppni landsliða en íslenska liðið hefur leikið þtjá leiki til þessa, unnið einn gegn Portúgölum en tapað tvívegis gegn Rússum hér heima ekki alls fyrir löngu. ítalir töpuðu einnig fyrir Rússum í tvígang en gerði jafntefli við Portúgali. Tvær af ofantöldiun þjóðum fara áfram í úrslitin og því er ljóst að leikur- inn í kvöld verður að vinnast ef ísland á að eiga möguleika að komast áfram. Erla Rafnsdóttir, þjálfari ís- Ienska landsliðsins, sagðist vera bjartsýn fyrir þennan leik og að hana hlakkaði til að takast á við þetta verkefni. „Ég ætla mér að vinna þennan leik. Það kemur ekkert annað til greina. Vonandi tekst það þó svo að ég ætlaði mér að vera með fullt lið en það varð ekki raunin. í síðastu lands- leikjum, gegn Rússum, vantaði tvo leikmenn, Andreu (Atladótt- ur) og Heiðu (Erlingsdóttur). Núna þegar þær eru komnar inn þá fara aðrar út, Auður Her- mannsdóttir og Laufey Sigvalda- dóttir. Þetta er alls ekki gott þar sem breiddin í kvennahandbolta er ekki mikil. Húnn hefur þó batnað mikið en munurinn í dag og fyrir nokkrum árum er sá að ef þessi fjarvera lykilmanna hefði komið til fyrir nokkrum árum, hefði skarðið orðið miklu meira en þótt breiddin hafi aukist þá má ekki mikið út af bregða. Það helsta sem veikir okkur vegna fjarveru Auðar og Laufeyjar sem eru meiddar, er vömin, því Auð- ur hélt vöminni uppi. Við eigum samt alveg að klára sóknarieik- inn þar sem Halla (Helgadóttir), Inga Lára (Þórisdóttir) og Andrea (Atladóttir) verða fremstar í flok- ki. Það verður hins vegar mín martröð í nótt ef einhver meiðist í upphitun fyrir leikinn.' Erla sagðist vera með ítalska liðið á myndbandi gegn Rússun- um og því ætti ekki margt að koma þeim á óvart í kvöld. „Gegn Rússunum léku ítölsku stelpumar flata vöm en ég á allt eins von á að þær fari með vöm- ina framar. Þeirra aðall er tvær sterkar skyttur og sú sem er hægra megin er nokkuð hávax- in. Miðað við það sem ég hef séð af þessu liði þá eigum við að hafa þetta. Sóknarlega eigum við alveg að klára þetta en í vöminni vil ég ekki fá fleiri en sautján mörk á okkur.' Landsliðsþjálfarinn sagði það skipta miklu máli fyrir íslenskan kvennahandknattleik að ná stig- um í kvöld til að færast nær úr- slitakeppninni og hún hvatti áhorfendur til að mæta á leikinn og það væri með ráðum gert að spila leikinn í Ásgarði í Garðabæ til að geta þjappað áhorfendum og fá stemmningu eins og í úr- slitakeppninni í deildinni í vor. Erla valdi í gærkvöld 12 stúlkur af þeim 17 sem hafa verið til undirbúnings fyrir þennan leik og em þær þessar: Fanney Rún- arsdóttir, Hjördís Guðmunds- dóttir, Inga Lára Þórisdóttir, Her- dís Sigurbergsdóttir, Halla Helga- dóttir, Ragnheiður Stephensen, Andrea Atladóttir, Heiða Erlings- dóttir, Svava Sigurðardóttir, Una Steinsdóttir, Guðný Gunnsteins- dóttir og Hulda Bjamadóttir. Þær sem detta út eru: Vigdís Finns- dóttir, Steinunn Tómasdóttir, Harpa Melsted, Ósk Víðisdóttir og nýliðinn íris Sigmarsdóttir. FH sýndi stórleik Haukar töpuðu sínum fyrsta leik á þessari leiktíð þegar þeir mættu höfuðandstæðingum sínum, FH, í 32ja liða úrslitum bikarkeppninn- ar. Lokatölur urðu 32-25 fyrir FH eftir að FH hafði yfir í hálfleik, 14- 12, og er óhætt að segja að FH- ingar hafi leikið sinn besta leik í vetur. Haukar byrjuðu betur og náðu mest þriggja marka forystu og var það helst óheppni FH að þakka, en FH- ingar skutu fimm sinnum í stangir Hauka-marksins á fyrstu tíu mínútunum. En eftir að Berg- sveinn fór að verja og vörnin small saman í upphafi seinni hálf- leiks, þar sem FH skoraði 7 mörk á móti 1, var aldrei spurning um hvort liðið mundi vinna. Berg- sveinn markvörður var besti mað- ur vallarins og það hlýtur að vera gott að hafa eins góða vörn fyrir framan sig og FH-vörnin var. Knútur Sigurðsson lék einnig vel og Atli Hilmarsson sýndi skemmti- lega takta. Það var fyrst og fremst sóknarleikurinn sem brást hjá Haukum að þessu sinni og mark- varslan kom ekki fyrir en undir lok leiksins þegar allt var um sein- an. Aron Kristjánsson og Siguijón Sigurðsson stóðu sig best í Hauk- um. Gangur leiksins: 0-2, 3-5, 7-7, 9- 7, 11-9, 14-12— 14-13, 21-13, 23- 15, 27-19, 30-20, 32-25. Mörk FH: Knútur S. 6/1, Guðjón Á. 5, Atli H. 5, Hans G. 5/1, Sig- urður Sv. 4, Gunnar B. 4, Hálfdán Þ. 2, Óskar H. 1, Guðmundur P. 1. Bergsveinn B. varði 18 skot og Rósmundur M. 2. Mörk Hauka: Halldór I. 6/1, Petr B. 4, Aron K. 4 Siguijón S. 3, Páll Ó. 3/2, Sturla E. 2, Þorkell M. 2, Pétur G. 1. Bjarni Fr. varði 12/2 skot og Magnús Á. 1. Ibröttir^ Ellefu ára og kominn í A-landsliáiá íslenska borðtennislandsliðið mætir Færeyingum í landsleik í Laugardalshöllinni á mánudag- inn og var liðið valið nýlega. Sá sem mesta athygli vekur í valinu er Guðmundur E. Stephensen, Víkingi, en hann er aðeins 11 ára gamall. Guðmundur er þar með orðinn yngsti A- landsliðs- maður íslands í keppnisíþrótt- um. Þótt Gúðmundur sé ungur að árum þá er hann stigahæsti íslenski borðtennismaðurinn á þessari leiktíð, eftir þijú mót, og varð hann stigahæstur á síðasta keppnistímabili. Þeir sem skipa landsliðið auk Guðmundar eru Ingólfur Ing- ólfsson, Kristján Jónasson, Krist- ján Viðar Haraldsson og Aðal- björg Björgvinsdóttir. I KVÖllf Handknatrieikur Evrópukeppni landsliða konur ísland-ítalía Ásgarði ...kl. 20 Bikarkeppni karla 32- lioa úrslit ÍHb-KR ........kl. 18 ÍH-Þór Ak..........kl. 20 Ármann-KA..........kl. 20 Korfuknattleikur Bikarkeppni karla 16-liða úrslit Höttur-Njarðvík.kl. 20 UMFT-UBK...........kl. 20 v______________________y Besti kosturinn hvað varðar framhaldið Selfoss mætir Pickszeged í Evrópukeppni bikarhafa Selfyssingar komust einir ís- lenskra liða áfram í Evrópukeppn- inni á dögunum en þeir leika í bikarhafakeppninni. í gær var svo dregið í 8-liða úrslit og drógust S unnlendingamir gegn ungverska liðinu Pickszeged frá Ungverja- landi. Einar Þorvarðarson sá bæði kosti og galla við þennan drátt. „Þetta er auðvitað það dýrasta sem hægt er að fá þegar þeim hlutum er velt fyrir sér og við förum í lengsta ferðalagið sem völ var á. Svona ferð til Ungveijalands kost- ar u.þ.b. milljón krónur ef við miðum við ferðina til Króatíu sem er álíka löng vegalengd. Annars veit maður ekki mikið um þetta lið en það er hægt að gera sér í hugarlund hver staðan sé miðað við að þeir unnu finnska liðið BK46, sem er eitt af betri liðunum í Finnlandi, í síðustu umferð. Pickszeged vann heima með sjö mörkum en BK46 sigraði á sínum heimvelli með tveimur mörkum. Miðað við þetta, verð ég að segja að þetta er einn besti kosturinn á að komast áfram í keppninni. Við eigum alveg möguleika, þó ég segi það næstum því blint, en þetta er allavega ekki Barcelona sem ég tel vera óvinnandi vígi.' Einar sagði að næsta skref í tengslum við þennan Evrópuleik væri að útvega sér spólu með leikjum Ungverjanna fyrir 22. janúar á næsta ári en þá fara leik- irnir fram. Spurður um hvernig hann vildi haga Ieikjunum sagði Einar að hann teldi nær öruggt mál að Selfoss spilaði í það minns- ta annan leikinn á heimavelli. „Ég held að þetta ungverska félag hafi ekki mikið bolmagn til að bjóða okkur eitthvað. Þannig að annar eða báðir leikimir verða háðir hér á landi,' sagði Einar Þorvarðarson. Ormarr til erkifjand- anna Ormarr Örlygsson leikur ekki í þessum búningi á næsta ári held- ur í Þórsbúningnum. Timamynd Pjetur Akureyringurinn Ormarr Ör- lygsson leikur með Þór, Akureyri á næstkomandi tímabili. Ormarr, sem hafði ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, lék með KA í sumar í 2. deildinni og er því óhætt að segja að hann sé að ganga til liðs við erkifjenduma. Ormarr hefur alltaf leikið með KA, utan fárra ára er hann var hjá Fram, og varð m.a. íslands- meistari með þeim árið 1989. Pólverjar hafna óheitunum Eins og við sögðum frá í blaðinu í gær þá hét breska blaðið Daily Mirror 10.000 pundum handa hverjum og einum leikmanni pólska landsliðsins ef þeim tæk- ist að leggja Hollendinga að velli í kvöld. Pólsk knattspyrnuyfir- völd hafa hins vegar gefið út yf- irlýsingu þess efnis að enginn leikmaður pólska liðsins taki við verðlaununum. Þjálfari Pólveij- anna, Leslaw Cmikiewicz, sagði að leikurinn í kvöld við Holland snerist um knattspymu en ekki fjármuni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.