Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. nóvember 1993 3 Illur grunur staðfestur VETTVANGUR Sigur&ur Lórusson fyrrverandi bóndi f fyrravetur, þegar umræður um EES- samningirm stóðu sem hæst, voru margir sem óttuðust að sam- þykkt hans boðaði frelsisskerðingu íslendinga á mörgum sviðum. Enda yrðu margar mikilvægustu ákvarðanir okkar teknar í Brussel, en ekki á Aiþingi íslands. Síðan hefur komið betur og betur í ljós að þessi ótti var ekki ástæðu- laus. Pað verður sjálfsagt reynt að fara hægt af stað til þess að al- menningur taki sem minnst eftir breytingunum, en samt haldið markaðri stefnu að afsala frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar í hendur er- lendu valdi smátt og smátt. Allar auðlindir íslands munu fyrr en flesta grunar verða afhentar er- lendu valdi, ef ekki verður sem allra fyrst snúið af þeirri óheilla- braut sem núverandi ríkisstjórn hefur leitt þjóðina inn á. Par hafa kratamir með Jón Baldvin í farar- broddi og dyggum stuðningi fijáls- hyggjuliðsins í Sjálfstæðisflokkn- um ákveðið að afnema frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar. Einhvemtíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að Sjálfstæðisflokk- urinn leiddi þá ríkisstjórn, sem leynt og ljóst afsalaði því frelsi og sjálfstæði sem þjóðin hefur notið frá stofnun lýðveldisins 1944. En þetta er reynt að afsaka með því að nú séu nýir og breyttir tímar. Pað verður gaman eða hitt þó heldur fyrir formann Sjálfstæðis- flokksins, núverandi forsætisráð- herra, að halda upp á 50 ára af- mæli lýðveldisins íslands 17. júní 1994 á Þingvöllum, á sama tíma og frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar er að fjara út og búið er að af- henda erlendum þjóðum allar hel- stu auðlindir þjóðarinnar. Þó að EES-samningurinn eigi ekki að taka gildi fyrr en um ára- mót í fyrsta lagi, þá var þó sagt frá því í fréttum ríkisútvarpsins klukkan 19 í kvöld (26. október) að senda ætti 6 fslendinga, tvo lækna og fjóra hjúkrunarfræðinga, í herþjónustu til fyrrverandi Júgó- slavíu. Það er ekki svo að skilja að ég sé á móti því að íslendingar vinni að björgunar- og hjálpar- störfum í þessu stríðshrjáða landi, eins og gert hefur verið á þessu ári. EQtt er svo annað mál að teng- ja þessa hjálp við hjálparstarf ann- arra þjóða, sem búa við herskyldu. Það finnst mér fráleitt. Mér sýnist þetta vera fyrsta vísbendingin um hvað koma skal, það er að segja að taka upp herskyldu hér á landi. Ég er sannfærður um að það vilja flestir íslendingar alls ekki. Ég á erfitt með að skilja þá al- þingismenn og aðra íslendinga, sem studdu þá ákvörðun Alþingis að ganga í EES-bandalagið. Ekki kæmi mér á óvart þó að margir ættu eftir að sjá sárlega eftir því, þó síðar verði. Allt miðstjórnar- vald, sem felst í öllum þeim miklu lagabálkum, og allt það mikla vald, sem fslendingar afsala sér með inngöngu í þetta stóra bandalag, á ehir að koma landsmönnum illa í koll. Það mun framtíðin leiða í ljós. Er það ekki kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem sífellt talar um nauðsyn á sem allra mestu frelsi einstaklinganna og báknið burt, skuli vera í farar- broddi þeirra manna sem vilja hneppa þjóðina í meiri fjötra en nokkurntíma hefur þekkst? Hvað haldið þið, lesendur góðir, að langur tími líði þangað til að við höfum misst ákvörðunarrétt okkar yfir fiskveiðilögsögunni og ráðum engu um hvað mikið við megum veiða af fiski árlega og hvað aðrar þjóðir megi veiða inn- an hennar, svo dæmi sé tekið? Og hvað með aðrar auðlindir okkar, til dæmis fallvötnin og jarðhitann, að ég tali nú ekki um önnur gæði landsins? Það ber allt að sama brunni. Það óheillaspor, sem stigið var með inngöngu í EES, á eftir að hefna sín grimmilega á þjóðinni. Þess mun síðar verða minnst í íslands- sögunni hve sú ríkisstjóm og þeir alþingismenn, sem studdu þetta vonda mál, voru grunnhyggnir. Mönnum var talin trú um að þjóð- in myndi græða svo mikið á inn- göngu í þessi samtök, að þá kæmi betri tíð með blóm í haga. Ég óttast mjög að innganga ís- lendinga í þessi samtök verði þjóð- inni til stórfellds fjárhagstjóns, öf- ugt við það sem talsmenn málsins héldu fram þegar umræða um málið stóð sem hæst. Óskandi væri að grunur minn reynist ekki réttur og að aldrei taki þetta samstarf gildi. Að lokum nokkur orð um sam- einingu sveitarfélaga. Þann 20. nóvember á mikill meirihluti þjóð- arinnar að greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna. Það liggur nokkurnveginn fyrir hvaða verkefni sveitarfélögin eiga að taka við af ríkinu, en hitt er enn í lausu lofti hvaða tekjustofna þau koma til með að fá frá ríkinu til að stan- da undir þeim kosmaði sem af því hlýst. Hvernig í ósköpunum eiga kjósendur þá að greiða atkvæði um málið? Spyr sá sem ekki veit. En þetta er eins og flest sem frá þessari ríkisstjórn kemur. Hefði nú ekki verið ólíkt skynsamlegra að undirbúa málið betur, áður en at- kvæðagreiðsla er látin fara fram? Með þessu tel ég að miklar líkur séu á að tillögurnar verði felldar, ef menn láta ekki blekkjast í áróð- ursmoldviðrinu. Mér finnst furðuleg hugmynd að ætla að stækka langstærsta sveitar- félag landsins, Reykjavík. Það finnst mér fráleit heimska. En mér finnst það í meira lagi skrítið að í fyrra, þegar 36.000 manns fóru skriflega fram á að fá að greiða þjóðaratkvæði um EES- samninginn, þá var því algerlega hafnað. En nú er hægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að fólkið viti nokkuð um hvernig þetta kemur út fjárhagslega fyrir sveitarfélögin. Bindindisdagur fjölskyldunnar Ávarp í tilefni af Bindindis- degi fjölskyld- unnar Á erfiðum samdráttartímum leitar sú spuming á hugann hvað heimili og fjölskyldur geti gert til að ráða bót á málum. Hvernig getur fslenska þjóðin með skjót- um hætti gert líf sitt betra? Þessu má svara með ýmsum hætti, því að margs er að gæta þegar horft er fram á veginn. Fljótvirkasta úrræði til bóta væri að minnka neyslu áfengis. Það hafa menn í hendi sér, ef þeir vilja, og það þarf ekki neitt að kosta. Það mundi þegar í stað bæta fjárhagsstöðu margra heimila. Það myndi þegar í stað draga mjög úr slysum og óhöppum í umferð og samkvæmum. Það myndi fljótlega bæta heilsufar og mjög verulega þegar fram í sækti. Gætum þess líka að áfengi er undanfari neyslu ann- arra vímuefna. Það eru alltaf og alls staðar til- tæk mörg rök fyrir hófsemi og aðgæslu, en í árferði eins og nú verður ennþá brýnni ástæða til að þau rök séu viðurkennd og í heiðri höfð. Alþýðusamband íslands Bandalag íslenskra skáta Bandalag starfsmanna ríkis og bæja BHMR Heimili og skóli, landssamtök for- eldra nemenda ígrunnskólum Hjálparstofnun kirkjunnar íslenskir ungtemplarar íþróttasamband íslands Kennarasamband íslands Rauði kross íslands Slysavamafélag íslands Stórstúka íslands IOGT Ungmennafélag íslands Vinnuveitendasamband íslands „Bakkus konungur" Á bindindisdegi fjölskyldunnar er öllum hollt að hugleiða bind- indismál. Það eru trúlega fáar fjölskyldur sem ekki hafa með einum eða öðrum hætti mátt sjá á eftir náskyldum eða nánum vini verða undir í samskiptum sínum við „Bakkus konung'. Áfengi er oft upphaf að miskh'ð innan hjónabands, en slíkt leiðir oft til óbætanlegs tjóns á bömum og unglingum. Þeim líður ekki vel heima hjá fjölskyldu sinni og fara að veija frítíma sínum á göt- unni, eins og sagt er, sem að lok- um endar með miður góðum fé- lagsskap. Um flestar helgar les- um við eða heyrum í fjölmiðlum frásagnir af árásum eða öðrum ofbeldisverkum sem unnin em á okkar indæla landi, og oftar en ekki eiga áfengi eða önnur vímuefni þar hlut að máli. Ágæti lesandi! Hvað er til ráða? Við uppskerum eins og við sáum til. Bindindismál hafa alla tíð verið eitt af markmiðum Ung- mennafélags íslands og mikið rædd á þingum og fundum þess. Við hjá Ungmennafélagi íslands leggjum áherslu á forvamarstarf- ið, en rannsóknir hafa sýnt að unglingar sem leggja stund á íþróttir neyta síður áfengis og annarra vímuefna. Þá má einnig benda á að þátttaka í heilbrigðu félagsstarfi leiðir unglinginn frá notkun vímuefna og hann lendir síður í félagslegum vandamálum. Unglingavandamál er varla til, því ef unglingurinn veldur vanda, þá má oftast rekja það til uppeldis- og foreldravandamáls. Það emm við foreldramir sem eigum að tryggja eins og kostur er áfallalausan uppvöxt barna okkar. Það gemm við með því að ræða við bömin okkar, eiga þau að vini og félaga og uppfræða þau um hættumar sem á lífsleið- inni em. Þar er m.a. áfengið og önnur vímuefni. Við skulum samt ávallt taka vel á móti börnum okkar þó þau komi heim undir áhrifum áfeng- is eða annarra vímuefna, því slæmar móttökur heima leiða ávallt til hins verra. Styðjum æskuna í öllu heil- brigðu félagsstarfi og tökum þátt í tómstundastarfinu með þeim. íslandi allt. Þórir Jótisson, formaður Ungmennafélags íslands Ábyrgð á lífi, hugsun og gjörðum Varðar þig nokkuð hver vegur minn er og við hvað égfæst? Varðar mig nokkuð hver vegur þinn er og við hvað þúfæst? Kemur okkur hvert annað við? Þú og ég og þessi öll sem þiggjum lífið á jörðinni hér og höfum það nú í hendi okkar hver heimsins framtíð er. (Úr norsku — H.Kr.) Varðar þig nokkuð um veg samferðamanna þinna? Skiptir það mig nokkm máh hvemig þú ferð með líf þitt og heilsu? Er það ekki alfarið einkamál þess er í hlut á? Á ég að gæta bróður míns? spurði Kain forðum. Þess- arar spurningar spyrjum við okkur einnig í dag, þegar við viljum ekki kannast við verkefni okkar og höfum ef til vill bmgð- ist meðbræðmm okkar. Öll berum við ábyrgð á eigin lífi, hugsunum okkar og gjörð- um. Þetta þýðir að við verðum að velja og hafna fyrir okkur sjálf, því enginn gerir það fyrir okkur. En við verðum að hafa það hugfast að val okkar hefur áhrif á líf og vellíðan annarra. Hvemig getur það nú verið? Það er gömul saga og ný að Bakkus konungur er iðinn við kolann og lætur einskis ófreistað til að laða fleiri til fylgilags við sig. Allt byijar þetta „sakleysis- lega', en getur haft mjög afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir fjölda fólks. Margir virðast telja það heilaga skyldu sína að blóta Bakkus á hátíðastundum og sá afguð er svo ráðandi í lífi margra að þrátt fyrir að fólk viti af biturri reynslu að áhrif áfengisins ná langt út yf- ir þann tíma sem tekur að tæma eitt glas. Áfengið hefur sljóvgandi áhrif á starfsemi líkamans. Það gerir bremsukerfið óvirkt. Undir þeim kringumstæðum er margt sagt og gert sem ella hefði ekki orðið. Tilefnislausar árásir á fólk og fólskuverk em oftar en ekki gerð undir áhrifum vímuefna. Þeir, sem dragast út í neyslu annarra og sterkari fíkniefna, hafa nær undantekningalaust byrjað á áfenginu. AUir em sammála um að útúr- drukkið fólk er ekki fögur sjón þar sem það flækist á öldurhús- um og götum bæjarins. Hefur val þitt áhrif á h'f og vel- ferð samborgaranna? Já, þitt val hefur mikið að segja í samfélag- inu. Hvort það leiðir til góðs eð- ur ei er á valdi þínu. Góðtemplarareglan vinnur að bættu samfélagi manna. Eitt af aðalbaráttumálum okkar er að hefta útbreiðslu áfengis og ann- arra fíkniefna. Skapa fólki áfeng- islaust umhverfi, sem er nauð- synlegt hverjum manni og þá ekki síst þeim sem lent hafa í klóm Bakkusar. Það er bjargföst trú okkar Góðtemplara að betra sé heilt en vel gróið og því leggj- um við megináherslu á forvam- arstarf. Besta vömin gegn áfeng- isbölinu er að drekka aldrei fyrsta sopann. í Templarahöll Reykjavíkur fer félagsstarf reykvískra templara fram. Haldnir eru fundir reglu- lega. Stúkan Einingin hefur í vetur staðið fyrir opnu húsi ann- an hvem miðvikudag og þar eru allir velkomnir, sem fýsir að kynna sér starf reglunnar og blanda geði við annað fólk. Að lokum: Áttu vilja og skap til að vinna því gegn sem í veraldarsögunni er hörmuleg fregn og norðri og suðri, um fiöll og við fiörð hefur fyllta af þjáningu jörð? Geðjast stefnuhvörf þér? Þá er staður þinn hér til að styrkja þann her sem til vemdunar er. Meðan frelsið er þráð skal þess fullkomnun náð gegnumfélags vors hugsjón og dáð. (Úr saensku — H.Kr.) Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.