Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 26. nóvember 1993 Legið á upplýs- ingum í borgar- kerfinu? Borgarfulltrúar fá óljós og jafnvel villandi svör við fyrirspurnum sínum Ólína Þorvarðardóttir, borgar- fulltrúi Nýs vettvangs, ásakar embættismenn Reykjavíkurborg- ar um að gefa óljós og jafnvel villandi svör við fyrirspurnum sem borgarfulltrúar bera fram í Lægri vísitala Vísitala byggingarkostnaðar í nóvember er 0,1 % lægri en hún var í október, eða 195,6 stig, samkvæmt útreikningum Hag- stofunnar miðað við verðlag um miðjan þennan mánuð. Vísitalan gildir fyrir desember. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,4%, um 0,4% síð- astliðna 3 mánuði, sem jafngildir 1,7% hækkun á ári. Þá er launavísitalan óbreytt í nóvember miðað við fyrri mán- uð miðað við meðallaun, eða 131,5 stig. Samsvarandi launa- vísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, er því sömuleiðis óbreytt, eða 2.875 stig í desember í ár. -GRH borgarráði og borgarstjóm. Ólína og raunar fleiri borgarfulltrúar hafa gripið til þess ráðs að spyija oftar en einu sinni um sama efni tíl að knýja fram skýr svör. „Óljós og jafnvel villandi svör embættismanna við fyrirspum- um borgarfulltrúa eru ámælis- verð og áhyggjuefni, þar sem kjörnir fulltrúar þurfa að geta treyst því að allar umbeðnar upplýsingar séu ekki einungis sannar og réttar, heldur einnig skýrar og aðgengilegar,' segir í bókun Ólínu. Ólína vísar til fyrirspuma um framkvæmdir við Korpúlfsstaði og við Ingólfstorg, en sama á einnig við um fyrirspurn um leiguíbúðir í eigu borgarinnar, sem borgarstjóri ráðstafar. Borgarstjóri Iét bóka af þessu tilefni að svör embættismanna borgarinnar hljóti að vera eins ítarlegar og fyrirspurnirnar gefa tilefni til. Hann sagði að það að borgarfulltrúar Nýs vettvangs þurfi að spyrja aftur um sama málefni sýni ónákvæm vinnu- brögð þeirra þegar fyrirspumim- ar eru upphaflega settar fram. Borgarstjóri hafnaði því alger- lega að legið sé á upplýsingum í borgarkerfinu. -EÓ Atvinnustefna Nýafstaðinn sambandsstjómarfundur ASÍ telur mikilvægt að Alþýðu- sambandið hefji þegar nauðsynlega vinnu við mótun heilsteyptrar at- vinnumálastefnu. Sambandsstjórnin felur at- vinnumálahópi ASÍ að hafa náið samráð við formenn landssam- banda við mótun slíkrar at- vinnumálastefnu, með það fyrir augum að niðurstaða liggi fyrir á næsta sambandsstjórnarfundi haustið 1994. í ályktun fundarins kemur m.a. fram að mikilvægt sé að at- vinnumálastefna ASÍ nái til allra þátta atvinnuuppbyggingar til Maríus Sverrisson og Sóley Elíasdóttir í Skilaboðaskjóðunni. Skilaboðaskjóðan Nýtt íslenskt barnaleikrit Þjóðleikhúsið frumsýndi bama- leikritið Skilaboðaskjóðuna á Stóra sviðinu í gærkvöldi. Höf- —undur verksins er Þorvaldur mótuð lengri tíma litið. Jafnframt eigi atvinnumálastefnan að tengja saman áherslur verkalýðshreyf- ingarinnar hvað varðar efna- hagsmál, starfsmennta- og iðn- fræðslumál, tækniþróun og tæknivæðingu, rannsóknir og þróun, umhverfismál, starfsskil- yrði atvinnuveganna, virka vinnumarkaðsstefnu o.fl. -GRH Þorsteinsson og byggir hann verkið á sögupersónum úr sam- nefndri verðlaunabarnabók sinni. Þorvaldur samdi einnig söngtextana í sýningunni, en tónlistin er eftir Jóhann G. Jó- hannsson, sem einnig er hljóm- sveitarstjóri. Leikstjóri sýningar- innar er Kolbrún Halldórsdóttir, leikmynd og búningar eru eftir Karl Aspelund og Ástrós Gunn- arsdóttir semur dansa. Þorvaldur Þorsteinsson er rit- höfundur og myndlistarmaður. Sagan um Skilaboðaskjóðuna kom fyrst út árið 1986, mynd- skreytt af höfundi. Hann hefur einnig samið örleikrit, sem hafa mörg verið flutt í útvarpi. Jóla, jóla í Kjallaranum Nær öll kvöld fram til jóla verð- ur boðið uppá fjölbreytta dag- skrá í Leikhúskjallaranum, sem samanstendur af upplestri, ljóða- lestri, leik, söng og dansi. Um 100 listamenn munu taka þátt í þessari jóladagskrá í Kjallaran- um. N.k. mánudags- og miðviku- dagskvöld verða kynntar nýjar íslenskar bókmenntir og á fimmtudagskvöldum troða upp vinsælir tónlistarmenn og leika lög af nýútkomnum geisladisk- um. Á sunnudagskvöldum verður gestum skemmt með lifandi flutningi jólalaga og öðmm létt- um lögum og mánudaginn 13. desember n.k. verður m.a. flutt- ur leikþátturinn Hinn sterki eft- ir Ágúst Strindberg. Sérstöku dagatali verður dreift um borgina til að auð- velda fólki að átta sig á því hvað er á boðstólum hveiju sinni. 1SARAJEVO - Millj- ónir fólks standa frammi fyrir hörmu- legri neyð og mannfelli í vetur. Þrátt fyrir að SÞ hafi náð nokkr- um árangri við að koma hjálpar- gögnum til fólks í mið-Bosníu þá er það hvergi nærri nóg að því er talsmenn SÞ segja. AI- þjóða rauði krossinn hefur kom- ið upp súpueldhúsum í og í kring um hina umsetnu Saraje- vo sem geta gagnast um 15000 manns 2CAIRO - Herskáir mús- limar reyndu að sprengja Atef Sedki, for- sætisráðherra Egyptalands, í loft upp með bílsprengju í Cairo- borg. Hann slapp ósærður en skólastúlka lét lífið í sprenging- unni. 3PARÍS - Frakkar hafa dregið úr Iíkum á að það takist að ljúka viðræðum EB og Bandaríkja um GATT- samning fyrir 15. desember með því að lýsa yfir að samningsupp- kastið þurfi að koma til af- greiðslu beggja deilda franska þingsins. Ólíklegt er talið að samþykki þingdeildanna fáist fyrir 15. des. 4BONN - Skjólstæðing- ur Helmuts Kohl sem frambjóðandi til forseta- embættis Þýskalands, a-þjóð- veijinn Steffen Heitmann, hefur dregið framboð sitt til baka. Aft- urköllunin er mikið pólitískt áfall fyrir kanslarann og flokk hans sem aftur verður að fara að leita logandi ljósi að nýjum frambjóðanda. TBILISI - Edouard She- vardnadze, leiðtogi Ge- orgíu, skundaði í tvígang út af þingfundi þegar hann var sakaður um að reyna að leysa upp löggjafarþingið. 6MOSKVA - Stjóm Jelt- síns leitast nú við að halda almennri gagnrýni á það, hvemig uppreisn þingsins var brotin á bak aftur með blóðsúthellingum, utan við kosningabaráttuna. - ISLAMABAD Sendi- ráð Bandaríkjanna í Asíu hafa aðvarað bandaríska borgara í álfunni í kjölfar fundar Clintons forseta og Salmans Rushdie. Sendiráðin biðja fólkið að varast árásir hryðjuverka- manna og uppþot skríls. franir dæmdu Rushdie á sínum tíma til dauða fyrir að hafa skrifað bókina Söngva Satans. 8BONN - Ríkisendur- skoðun Þýskalands hefur lagt til við stjórnvöld að kaupa færri Eurofighter orrnstu- þotur en áætlað er og fá í þeirra stað ódýrari MiG 29 handa flug- hemum. 9- NEW YORK - Tveir fyrrverandi lífverðir Mi- chael Jackson segja að hann eyði oft nóttum með „litl- um vinum" sínum. WLONDON Anthony Burgess, einn þekktasti rit- höfundur Breta sem skrifaði m.a. Clockwork Orange, lést í gær, 76 ára að aldri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.