Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 1
KALLAR KVÓTA- KERFIÐ Á SKIPU- LAGÐA GLÆPA- STARFSEMI? -sjá baksíðu BORGARFULL- TRÚAR FÁ ÓUÓS OG VILLANDI SVÖR VIÐ FYRIR- SPURN -sjá síðu 3 LÍFEYRISRÉTTUR- INN VERÐI SAM- EIGN HJÓNA -sjá baksíðu LANDSBYGGÐAR- BRÖLTID HEFUR SKILAÐ ÁRANGRI í SMUGUNNI -sjá síðu 7 KK í STRÍÐ VIÐ JÓN BÆJÓ -sjá baksíðu AÐGÁTSKAL HÖFÐ í SAM- SKIPTUM VIÐ BAKKUS KON- UNG -sjá síðu ó Samkeppnis- stofnun kannar auglýsinga- bann Samkeppnisstofnun hefur hafið könnun á auglýsinga- banni því sem við greindum frá á forsíðu blaðsins í gær, þar sem kaupmenn í Kringl- unni komu í veg fyrir að Laugavegssamtökin gætu birt auglýsingar á auglýsing- arskilti við Kringluna. í fréttatilkynningu frá Lauga- vegssamtökununi segir að þau hafi haft samband við Samkeppnisstofnun og það virðist véra um brot á sam- keppnislögum að ræða. Auglýsingarskiltið um- rædda er í eigu Kringlunnar en Kviksýn hefur það á leigu og selur auglýsingar á það. -PS Atvinnuleysið kostar 7,3 milljarða Þjóðhagsstofnun telur að atvinnuleysið kosti samfélagið um 7,3 milljarða króna á þessu ári og kostnaðurinn verði a.m.k. 8 milljarðar á næsta ári. Er þá hvorki talinn með ýmis konar óbeinn kostnaður af atvinnuleysi, s.s. aukið álag á heilbrigðiskerfið og ýmsir aðrir samfé- lagslega þættir, né heldur hin neikvæðu félagslegu áhrif sem fylgja atvinnuleysi, félagsleg einangrun, vanmetakennd og misnotkun áfengis og annarra vímuefna. Niðurstöður Þjóðhagsstofnunar er kynntar í skýrslu sem félags- málaráðherra hefur lagt fram á Al- þingi um rannsókn á afleiðingum atvinnuleysis. Skýrslan var unnin í framhaldi af þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi síðast- liðið vor. Þjóðhagsstofnun bendir á að erf- itt sé að meta allan kostnað sem hlýst af atvinnuleysi. Það sé t.d. erfitt að skilgreina og mæla auk- inn kostnað í heilbrigðiskerfinu sem rekja megi til atvinnuleysis. Sama eigi við um aukna misnotk- un áfengis og fíkniefna, afbrota o.fl. Þjóðhagsstofnun bendir á þessa þætti í skýrslu sinni, en reynir ekki að meta þá í útreikn- ingum sínum. Það er hins vegar tiltölulega auð- velt að meta hvað ríkið tapar í skatttekjum vegna atvinnuleysis, hvað það þarf að borga í atvinnu- leysisbætur, hvað tekjur heimil- anna minnka mikið og eins hver beinn kostnaður sveitarfélaganna er vegna atvinnuleysis. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar segir að beinn kostnaður ríkis og sveit- arfélaga vegna atvinnulauss manns hafi verið um 1.081 þús- und krónur á síðasta ári. Við það bætist lækkun ráðstöfunartekna um 412 þúsund krónur þannig að beinn kostnaður samfélagsins vegna atvinnuleysis sé um 1.493 þúsund krónur. Þetta þýðir að beinn kostnaður samfélagsins vegna atvinnuleysis á síðasta ári sé áætlaður 4.058 milljónir. Miðað við áætlað atvinnuleysi á þessu ári gæti kostnaðurinn numið 7,3 milljörðum og gangi spár um at- vinnuleysi á næsta ári eftir, gæti kostnaðurinn það ár orðið um 8 milljarðar. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar er bent á þá staðreynd að atvinnu- leysi hér á landi jókst samhliða hjöðnun verðbólgunnar og að reynsla margra annarra vestrænna þjóða sé hin sama. Hagfræðingar telji að orsakasamband sé á milli minni verðbólgu og aukins at- vinnuleysis, a.m.k. til skemmri tíma litið. „Margir hagfræðingar hafa einmitt dregið í efa að ávinn- ingur af lækkun verðbólgu réttlæti þær fórnir sem atvinnuleysi er samfara,' segir í skýrslu Þjóðhags- stofnunar. „Á hinn bóginn mæla margvísleg rök með því að lægri verðbólga og almennur stöðugleiki sé til þess fallinn að auka hagvöxt er til lengri tíma sé litið og leiði þar með til fleiri atvinnutæki- færa.' -EÓ Ingólfstorg í gærkvöld. Hönnun og fromkvæmdir ver&a bæði dýrari og tímafrekari en ætlað var í upphafi. Hönnun Ingólfstorgs kostar 29 milljónir Kostnaður við framkvæmdir stefnir í 210 milljónir Hönnunarkostnaður vegna framkvæmda við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur er orðinn 29 milljónir króna og hefur farið 31% fram úr áætlun. Framkvæmdimar í heild hafa einnig farið fram úr áætlun og er nú talið að þær kosti alls a.m.k. 210 milljónir króna. Mikið vantaði á að hönnun Ing- ólfstorgs væri lokið þegar fram- kvæmdir hófust við torgið. Þetta mun vera ein af ástæðunum fyrir því að hönnunarkostnaður varð meiri en ráð var fyrir gert í upp- hafi. 1 bókun sem borgarfulltrúarnir Ólína Þorvarðardóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Margrét Sæ- mundsdóttir lögðu fram á borgar- ráðsfundi segir: „Hringlandaháttur og fáránlega hár hönnunarkostn- aður við framkvæmdir á Ingólfs- torgi er verðugt umhugsunarefni fyrir kjörna fulltrúa og víti til varnaðar. Enn sem fyrr ætlar Reykjavíkurborg að reynast það ofraun að semja raunhæfar áætl- anir um hönnunarkosmað mann- virkja.' Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins svöruðu þessu og bentu á að hönnunarkostnaður Ingólfstorgs hefði verið áætlaður 15% af fram- kvæmdakostnaði. Það kæmi til með að standast. Kostnaður við framkvæmdina sem heild, þar með talinn hönnunarkostnaður, hafi farið fram úr áætlun. „Þaö er hins vegar full ástæða til að taka til endurskoðunar hönn- unarkostnað við svokölluð sérstök og flókin verkefni í þeim tilgangi að draga úr honum eins og kostur er,' segir í bókun sjálfstæðis- manna. í áætlun var gert ráð fyrir að framkvæmdir við Ingólfstorg myndu kosta 145 milljónir króna og þar af yrði hönnunarkostnaður tæpar 22 milljónir. Nú stefnir í að heildarkostnaður vegna gerðar torgsins og umhverfis verði 170 milljónir á þessu ári og 40 milljón- ir síðar. Hönnunarkostnaður er áætlaður 28,2 milljónir. -EÓ Farmenn í útrýming- arhættu Af 20 kaupskipum sigla aðeins 9 undir íslensk- um fána Með áframhaldandi útflöggun kaupskipaflotans kann svo að fara að engir vilji fara til náms í yfir- mannastörfin og skólar skipstjórn- ar- og vélstjórafræðslu líði hægt og sígandi undir lok. Þar með mundi atvinnustéttum landsins fækka um eina. Á sl. þremur árum hefur stöðu- gildum fslendinga á kaupskipaflot- anum fækkað úr því að vera 375 í ársbyrjun 1990 í 253 í janúar 1993, eða úr 81,5% í 74,2%. Þetta þýðir að ársstörfum íslenskra far- manna hefur fækkað um 183 sé gert ráð fyrir því að hver staða jafngildi 1,5 ársstarfi. Á síðastliðnum áratug og það sem af er þessum hefur skipum sem gerð eru út af útgerðum inn- an Sambands íslenskra kaupskipa- útgerða fækkað úr 51 skipi í 30 miðað við janúar 1993. En árið 1980 voru 48 þessara skipa skráð á íslandi. Síðan í ársbyijun hefur kaupskipunum fækkað um eitt og af 29 skipum sigla aðeins 9 undir íslenskum fána en 20 undir þæg- indafána. Til að snúa vörn í sókn horfa hagsmunasamtök farmanna eink- um til þeirra aðgerða sem Danir hafa gert til bjargar sínum kaup- skipaflota með góðum árangri. En árið 1988 voru nær öll kaupskip þeirra skráð undir þægindafána og mönnuð útlendingum frá lág- launalöndum. En aðgerðir þeirra sneru dæminu við, nær öll kaup- skip sigla undir dönskum fána og eru 90%-95% mönnum dönskum áhöfnum. -GRH rBÓNVARP ÚTVARP SIÐAÖ W pl* * ÍÞRÓTTIR W SIÐA11 SÍÐA 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.