Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. nóvember 1993 Mikið í húfi við Svalbarða Landsbyggðarbröltið hefur skilað árangri í Smugunni „Ég veit ekki hvað við gerum eða hvernig málið endar. Við höfum ekkert ákveðið hvernig við spilum þetta. Auðvitað er mikið í húfi ef Norðmenn láta til skarar skríða gegn skipunum og að sjálfsögðu erum við hræddir við það. En það gerist ekkert nema með áhættu. Þetta kemur allt í rólegheitum og það þarf að fara öðruvísi að okkur en svona. íslensk stjómvöld em lin miðað við íslenska hagsmuni. Við vilj- um bara ná árangri miðað við okkar framtíðarhagsmuni, eins og við teljum okkur vera búna að gera í Smugunni. Það þurfum við að gera þarna smátt og smátt/ sagði Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar hf, sem gerir út frystitogarann Stakfell ÞH. Togarinn var í gær á veiðum norðan við Bjarnarey, á fisk- vemdunarsvæði Norðmanna við Svalbarða. Tvö önnur íslensk skip voru einnig á svæðinu, Snæfugl frá Reyðarfirði og Skúmur frá Grindavík. íslensk stjómvöld hafa beint þeim ein- dregnu tilmælum til útgerða skipanna þriggja að þau hverfi tafarlaust á braut af svæðinu og áréttað fyrri yfirýsingu þess efnis að þau geti ekki veitt þeim vemd ef Norðmenn láta verða af hót- unum sínum um „harðar að- gerðir' gegn skipunum. Yfirlýs- ing ríkisstjómarinar var send út- gerðum skipanna í gær og voru menn að lesa hana yfir og ráð- færa sig við lögfræðinga og aðra útvegsmenn þegar síðast fréttist. Veiðar íslensku skipanna á fisk- verndarsvæðinu við Svalbarða hafa vakið hörð viðbrögð í Nor- egi, þar sem þess er krafist að skipin hverfi af svæðinu. M.a. var Eiður Guðnason, sendiherra íslands í Noregi, kallaður inn á teppið hjá norska utanríkisráðu- neytinu í gær þar sem formleg- um mótmælum var komið á framfæri við íslensk stjómvöld. Auk þess hefur norski sjávarút- vegsráðherrann rætt málið við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráð- herra. Á ríkisstjórnarfundi í gær var m.a. rætt um hugsanlega aðild íslands að Svalbarðasáttmálan- um svokallaða og hefur t.d. ut- anríkisráðherra lýst sig fylgjandi því að það mál verði skoðað frekar. Tvö norsk varðskip hafa verið á miðunum þarna norður frá og m.a. hafa norskir gæsluliðar farið um borð hjá Stakfellinu og Snæ- fugli. En í gær höfðu þeir farið frá borði en varðskipin héldu sig áfram í grenndinni. „Þetta mál verður áfram í um- ræðunni, vonandi í stjómkerfinu og einnig meðal útgerðannanna. Smugan er hinsvegar unnin og farin að skila milljörðum og mér skilst að Norðmenn séu búnir að viðurkenna hana sem alþjóðlegt hafsvæði. Það var ekki sá tónn hjá þeim í sumar þannig að eitt- hvað hefur áunnist með þessu landsbyggðarbrölti héma,' segir Jóhann A. Jónsson. -GRH Erlendir ferðamenn eyða 9,8% meira hér á landi Tekjurnar 12 milljarðar það sem af er árinu Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum fyrstu níu mán- uði ársins eru 11,9 milljarðar króna og er það 18% aukning í krónum talið frá sama tímabili á síðasta ári, eða um 9,8% ef tekið er tillit til gengisbreytinga. Á sama tíma í fyrra vom tekjur af erlendum ferðamönnum orðnar rúmir 10 milljarðar. Eyðsla ferðamanna í landinu er 7,7 milljarðar fyrstu níu mánð- uðina á móti 5,7 milljörðum á því síðasta og er það 22,5% aukning í krónum talið, eða 14% raunaukning. Á hinn bóg- inn hefur orðið 4,2% raunlækk- un á fargjaldatekjum, sem þó Áfangasigur gegn sjávarmengun „Það er engin spuming að þetta var tímamótafundur. Nú ríður á að eftir þessu verði farið, en orð em til alls fyrst,' segir Davíð Egilsson, deildarstjóri mengunardeildar Siglingamálastofnunar. Nýverið lauk ársfundi Lúndúna- sáttmálans sem haldin var í sam- nefndri borg. Þar var samþykkt til- laga um bann við losun geislavirks úrgangs í hafið og einnig var sam- þykkt tillaga sem þrengir all vem- lega að losun iðnaðarúrgangs í hafið. Við atkvæðagreiðslu um til- löguna um bann við losun geisla- virks úrgangs sátu fimm þjóðir hjá. Það voru Bretar, Frakkar, Belgar, Rússar og Kínveijar. Davíð segir að ein helsta ástæðan fyrir því að tillagan um bann við losun geislavirks úrgangs náði fram að ganga á fundinum, hafi verið stuðningur Bandaríkja- manna og Japana. En afstaða Bandaríkjamanna til umhverfismála hefur mikið breyst eftir síðustu forsetakosningar. Sömuleiðis varð breyting á afstöðu Japana til þessara mála eftir að Grænfriðungar upplýstu svonefnt „Rússavarp' geislavirkra efna í hafið í grennd við Japansstrendur, hafa aukist um 12% í krónum talið. Ferðamönnum fjölgaði um 7% á milli ára og er raunaukning gjaldeyristekna af hverjum er- lendum ferðamanni 3%. Raun- aukning á meðaleyðslu hvers er- lends ferðamanns í landinu er rúmlega 6%. -PS ekki alls fyrir löngu. Áðurnefndar samþykktir árs- fundar Lundúnasáttmálans voru teknar beint inn í stofnskrá sátt- málans. Jafnframt var samþykkt að breyta stofnskránni, sem er frá árinu 1972. En sökum þess hversu snúið og margbrotið það verk er þá ætla menn að ljúka því á næstu þremur árum, eða árið 1996. „Þá verður stofnsamningurinn uppfærður til nútímahorfs og til meira raunsæis í stað loðinna viljayfirlýsinga,' segir Davíð Egils- son. -GRH Bókmenntavaka gegn bókaskatti Rithöfundar lesa úr nýjum bókum á bókmenntavöku í Ráðhúsinu Rithöfundasamband íslands efndi til bókmenntavöku í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær sem standa mun til laugardags. Vakan er haldin m.a. til að mótmæla álagningu bókaskatts. Á vökunni eru flutt erindi og lesið úr nýjum bókum. Bókmenntavakan hófst á fyrir- lestrum Péturs Gunnarssonar og Kolbrúnar Bergþórsdóttur um gagnrýni og rithöfundar lásu úr nýútkomnum skáldsögum. í kvöld flytur Silja Aðalsteins- dóttir fyrirlestur um barnabók- menntir og Vésteinn Valgarðsson fjallar einnig um bamabókmennt- ir, en Vésteinn er aðeins 13 ára gamall. Rithöfundamir Guðmund- ur Ólafsson, Andrés Indriðason og Guðrún Helgadóttir munu síðan lesa úr verkum sínum. Eftir kaffi- hlé flytur Ingólfur Margeirsson fyrirlestur um ævisögur og ævi- sagnaritun. f framhaldi af fyrir- lestrinum lesa Jóhanna Kristjóns- dóttir, Baldur Gunnarsson, Eh'sa- bet Jökulsdóttir og Þorsteinn Gylfason úr bókum sínum. Á lokadegi bókmenntavökunnar flytur Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son fyrirlestur um barnabók- menntir og Halldóra Jónasdóttir ræðir um bama- og unglingabæk- ur frá sjónarmiði lesanda, en Hall- dóra er 14 ára. í framhaldi af því lesa Elías Snæland og Vilborg Dav- íðsdóttir úr bókum sínum og Kristín Steinsdóttir les úr bók Heiðar Baldursdóttur, Galdur steinsins, en Heiður lést fyrr á þessu ári. Torfi Túliníus mun flytja erindi um mótunaráhrif bók- mennta. Birgir Sigurðsson les úr nýrri skáldsögu sinni, Vigdís Grímsdóttur mun lesa úr nýrri Ijóðabók Sigurðar Pálssonar og Guðlaugur Arason les úr nýrri skáldsögu sinni. Þá flytja Gísli Sig- urðsson og Soffía Auður Birgis- dóttir fyrirlestra um íslenskar nú- tímabókmenntir og Einar Már Guðmundsson, Álfrún Gunnlaugs- dóttir og Kristján Jóhann Jónsson lesa úr nýjum bókum sínum. Bók- menntavökunni lýkur síðan með Iokaorðum Sigurðar A. Magnús- sonar. -EÓ Danskir fer&amenn ó jeppaferð á íslandi. Tímamynd Pjetur Ráðstefna um ofbeldi Foreldrasamtökin, Heimdallur og Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi boða til ráðstefnu um ofbeldi í ís- lensku þjóðfélagi. Á ráðstefn- unni verður meðal annars fjallað um þá aukningu sem hefur orð- ið á alvarlegum ofbeldisverkum að undanfömu og þá sérstaklega á meðal ungs fólks. Rætt verður um leiðir til úrbóta og hluta einstakra hópa eða stofnana í því skyni. Rætt verður um ábyrgð og hlutverk foreldra, lögreglu, borgaryfirvalda og fé- lagsmálastofnana. Framsögumenn verða Eiríkur Ingólfsson formaður foreldra- samtakanna, Gunnar J. Birgis- son héraðsdómslögmaður, Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn og Kristín Þ. Tóm- asdóttir formaður Æskulýðssam- bandsins. Á eftir framsöguerind- um verða pallborðsumræður og fyrirspurnir, þar sem þau Ólöf Helga Þór forstöðumaður Rauða- krosshússins og Brynjólfur Mog- ensen yfirlæknir taka þátt auk framsögumanna. Ráðstefnan verður haldin í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a, laugardaginn 27. nóvember og hefst klukkan 13.30. -PS Reykrör - Loftræstingar Smíða og set upp reykrör, samþykkt af brunamálastofnun frá 1983 ff\\\ Smíöa og sett upp loftræstingar Cp ' Er viöurkenndur af bygginga- Jfulltrúa Reykjavlkur frá 1983 ■SHW BLIKKSMIÐJA Hbenna SKULAGOTU34 SÍMI11544 Skattframtöl Bókhaldsþj ónusta Rekstrarráðgjöf Júlíana Gísladóttir j Vjðskiptafræðingur Meistari í mafkaðsfræðum Langholtsvegur 82 Sími: 68 27 88 104 Reykjavík Fax: 67 88 81

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.