Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 12
FJÖLBREYTTAR FÓÐURVÖRUR . MR búðin »Laugavegi 164 simi 11125 -24355 NYTTOG FERSKT DAGLEGA I #-+ reiðholtsbakarí VOLVUFELU 13 - SÍMI 73655 IPÓSTFAX TÍMANS 1 ^ Ritstjóm: 61-83-03 Æm Auglýsingar: 61-83-21 : Föstudagur 26. nóvember 1993 Kvótakerfið kallað skipu- lögð glæpastarfsemi Nokkrir þingmenn Alþýðubandalagsins lýsa stríði á hendur kvótakerfinu. Jóhann Ársaelsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, gekk svo langt á Aiþingi í gær að líkja kvótakerfinu við skipulagða glæpastarfsemi. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði þessa yfirlýsingu einkenni- lega í ljósi þess að Aiþýðubandalagið hefði staðið að því að koma kvótakerfinu á með því að samþykkja lög um stjómun fiskveiða. Ummæli Jóhanns um að hægt væri að líkja kvótakerfinu við skipulagða glæpastarfsemi féllu í umræðum utan dagskrár um dóm Hæstaréttar um skattalega með- ferð á kvóta. Jóhann gagnrýndi kvótakerfið harðlega í ræðu sinni. Hann sagðist vona að dómur Hæstaréttar yrði til þess að vekja Alþingi tii umhugsunar um hvert kvótakerfið stefndi. Hann sagði að það kynni þó svo að fara að Al- þingi vaknaði ekki fyrr en sjó- menn hefðu gert alvöru úr hótun sinni að fara í verkfall, yrði sala kvóta ekki stöðvuð. Þorsteini Pálssyni fannst eins og fleirum lýsing Jóhanns á kvóta- kerfinu nokkuð hörð. Hann sagði að þegar lögin um stjóm fiskveiða vom samþykkt vorið 1990 hafi þáverandi stjómarandstaða viljað fá lengri tíma til að skoða málið. Þingmenn Aiþýðubandalagsins hefðu hins vegar ekki talið mikla þörf á því og knúið á um að lögin yrðu samþykkt. Hann rifjaði einnig upp að nýlega hefði komið fram tillaga á miðstjómarfundi Alþýðubandalagsins um að banna framsal aflaheimilda. Miðstjómin hefði ekki treyst sér til að sam- þykkja hana, en vísað henni til nánari skoðunar. Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra rifjaði einnig upp að þegar lögin vom til umfjöllun- ar á Alþingi vorið 1990 hefði Al- þýðubandalagið haft tækifæri til að stöðva samþykkt fmmvarpsins með því að samþykkja frávísunar- tillögu. Nægt hefði að einn al- þýðubandalagsmaður í neðri deild þingsins greiddi tillögunni atkvæði. Það hefðu þeir ekki gert því allir þingmenn flokksins í deildinni hefðu greitt atkvæði gegn frávísunartillögunni. -EÓ Þagnarmúr- inn rofinn KK i stríð við Skífuna og Spor Enn harðnar stríðið á plotumarkaðnum og nú hefur KK-Band ákveðið að selja ekki lengur geislaplötur sínar og tónbönd til Skífunnar hf. og Spors hf. Þær verða hinsvegar til í öllum öðrum plötubúðum. Aðaleigandi beggja fyrirtækja er Jón Ólafsson sem jafnframt er einn stærsti hluthafi í íslenska útvarpsfélaginu sem rekur Stöð 2 og Bylgjuna. í tilkynningu frá KK-Band er ástæðan fyrir þessari ákvörðun hljómsveitarinnar sögð það við- mót sem þessir aðilar hafa sýnt óháðum útgefendum og lista- mönnum. Þetta viðmót lýsi sér m.a. í því að fyrirtækin tvö hafi ekki sinnt af sanngimi öðmm plötum en þau gefa sjálf út, gefi trekk í trekk út misvísandi upp- lýsingar og „rægi“ þá listamenn sem gefa sjálfir út sínar plötur. Skemmst er að minnast fréttar frá Sambandi hljómplötuútgef- enda, þar sem látið var í það skína að nýjasta plata KK-Band væri mun dýrari en aðrar að teknu tilliti til tónlistartímans á plötunni. Formaður Sambands hljómplötuframleiðenda er Jón Ólafsson. Jafnframt sakar KK-Band um- rædd fyrirtæki um að hafa ekki tónlist þeirra til sölu „þar sem hún er sögð ekki til eða er geymd í kassa undir borði." Þessar staðhæfingar KK-Band á hendur Jóni Ólafssyni og fyrir- tækjum í hans eigú eru ekki nýj- ar af nálinni, en þetta er í fyrsta skipti sem tónlistarmenn ákveða að ijúfa opinberlega „þagnar- múrinn" um stefnu þessara fyr- irtækja í garð óháðra útgefenda og listamanna. Til skamms tíma hefur t.d. nýj- asta plata Rúnars Þórs ekki ver- ið fáanleg í verslunum Spors og Skífunnar. Þá var Bjartmar Guð- laugsson á sínum tíma settur á svartan lista fyrir að beita sér í hagsmunabaráttu tónlistar- manna gagnvart útgefendum, svo dæmi séu nefnd. -GRH Ellilífeyrisréttindi Lífeyrisrétturinn veröi sameign hjóna Ekkert velferð- arþjóðfélag hér segir Jóhanna Sigurðardóttir Jóhanna SigurSardóttir félagsmólaróðherra. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- Ðokksins hafa lagt fram frumvarp um að ellilífeyrisréttindi sem hjón hafa aflað í hjónabandi skiptist jafnt milli hjóna ef til skilnaðar kemur. Fyrsti flutnings- maður frumvarpsins er Guð- mundur Hallvarðsson. Eins og nú er háttað eru ellilíf- eyrisréttindi beiniínis tengd þeirri persónu sem aflað hefur tekna og greitt af þeim iðgjald, enda þótt önnur eignamyndun af tekjum hjóna teljist hjúskapareign þeirra og henni sé skipt við slit hjúskap- ar. Flutningsmenn frumvarpsins telja eðlilegt að litið sé á öflun ellilífeyrisréttinda sem eigna- myndun sem báðir aðilar hafi stuðlað að með ákveðinni verka- skiptingu. Auðvelt er að taka dæmi í þessu máli: Karlmaður vinnur úti og aflar þar tekna fyrir heimilið, en konan vinnur heima að umönn- un bús og bama. Eftir áratuga hjónaband skilja hjónin. Sam- kvæmt núverandi lögum myndi karlmaðurinn halda öllum sínum ellilífeyrisréttindum sem hann hefur aflað á langri ævi, en kon- an hefði engin ellilífeyrisréttindi. Þessu vilja flutningsmenn breyta. Frumvarpið hefur áður verið flutt á Alþingi en ekki fengið af- greiðslu. -EÓ Kaupleiguíbúðir eru góður kost- ur fyrir ungt fólk sem á lítið sparifé. Efla þarf hlut þeirra inn- an félagslega kerfisins. Jafnframt er brýnt að rétta hlut leigjenda á húsnæðismarkaðnum. Þetta kom fram í ræðu Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra á ráð- stefnu um húsnæðismál ungs fólks sem haldin var í fyrradag. Jóhanna sagði nauðsynlegt að traustur leigumarkaður væri raunhæfur kostur fyrir þá sem ekki eru tilbúnir í húsnæðiskaup. Hún sagði að núverandi ástand hæfði ekki velferðarþjóðfélagi. „Við getum ekki talað um vel- ferðarþjóðfélag þar sem hópur fólks þarf að borga helming til tvo þriðju af mánaðarlaunum sínum í húsaleigu. Meirihluti þeirra sem býr í leiguhúsnæði er láglaunafólk en það fær húsnæð- iskostnað sinn ekkert niður- greiddan eins og þeir sem þó geta fest kaup á húsnæði.' Jóhanna sagði æskilegt að mis- munandi valkostir væru fyrir hendi í húsnæðismálum. Það eru: almenna íbúðalánakerfið, félagslega íbúðakerfið, búsetu- réttaríbúðir og leiguíbúðir. Hún sagði ljóst að fé til félagslega íbúðakerfisins yrði ekki aukið á næstu árum og þess vegna væri mikilvægt að nýta það fjármagn vel sem veitt væri þangað. í þeim tilgangi þyrfti að efla hlut kaup- leiguíbúða. „Kaupleiguíbúðir henta vel ungu fólki og eins þeim sem detta á milli félagslega kerf- isins og húsbréfakerfisins. Fólk getur fengið langtímalán fyrir allt að 90 hundraðshlutum af verði íbúðanna og þarf því ekki að eiga eins mikið sparifé og þeir sem taka húsbréf." Félagslegar íbúðir eru 9% af íbúðum landsmanna sem er langt undir því hlutfalli sem þekkist í nágrannalöndunum. Jóhanna hafnar því alfarið að með því að efla félagslega kerfið sé einstaklingsframtakið drepið niður. „Félagslegar íbúðir eru byggðar fyrir fólk sem með engu móti getur keypt sér íbúð á al- mennum markaði. Félagslegar íbúðir eru of fáar á íslandi og leigumarkaðurinn of þröngur,' sagði Jóhanna Sigurðardóttir að lokum. -GK IfTTi Vinn ngstölur miövikudaginn: 24. nóv. 1993 a m VINNINGAR 6 af 6 5 af 6 l+bónus 5 af 6 4 af 6 a 3 af 6 ;+bónus FJOLDI VINNINGA 406 1.408 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 12.674.000. 1.056.856,- 83.818.- 1.970.- 244,- Aðaltölur: 14) (22) (24; 2531 34 BÓNUSTÖLUR 38 42 43 Heildarupphæð þessa viku: 104.095.136.- á Isl.: 2.703.136.- -mm-------------——---------------------------- I/inningur fór til: Noregs (7) og Finnlands (1) UPPLYSJNGAR, SIMSVAR! 91* 68 15 11 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT UEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.