Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 4
Ménning Föstudagur 26. nóvember 1993 Sæla á sjó og BÓKMENNTIR Einar E. Laxness Guðlaugur Arason: Hjartasalt. Skáldsaga. Mál og mmning 1993. 179 bls. Pessi nýja skáldsaga Guðlaugs Arasonar, Hjartasalt, er framhald af Pelastikk, sem út kom árið 1980. Um er að ræða endurminn- ingaskáldsögu, þar sem unglings- pilturinn Logi Kristinsson er söguhetjan. Þó ekki sé á það minnst, að um sé að ræða ung- lingabók, þá höfðar þessi texti til unglinga og auðvitað líka eldri lesenda. Sagan segir frá Loga, sem fær sitt fyrsta alvöru pláss á bát frá Hrísey eitt sumar á sjöunda áratugnum. Sögumaður skyggnist inn í veröld Loga og segir hann bæði frá lífinu til sjós og lands, þar sem annarsvegar sjómennsk- an og hinsvegar fyrsta ástin eru meginefni sögunnar. Sagan h'ður áfram í einni sam- fellu án tiltakanlegrar spennu eða riss, enda er þetta einskonar sælusaga frá upphafi til enda. Heimur Loga snýst um veiði- mennsku og eru miklar lýsingar bæði á fiskveiðum og annarri ástríðu hans eða skotveiðum. Þessar lýsingar eru raunsæislegar, en jafnframt því er tungumálið æði fjarlægt landkröbbum og ef- laust ýmsum unglingslesendum sem ekki eru vel að sér í sjó- mennsku, líkt og segir á einum stað: „Þegar Þór kom að baujunni og bakkaði á fullri ferð rauk Logi aftur á og fór að streða í geilina ásamt Herði. Sveinn var á spilinu og snurpaði, en Axel reyndi að draga pokavænginn að bátnum." Þessi heimur verður því fram- andi, þannig að of breitt bil myndast á milli sögumanns og þess heims sem Logi er að tileinka sér, þannig að hinn raunsæislegi texti fellur ekki að þeirri veröld sem ætla mætti að 13 ára ung- lingur hrærist í. Þær sögupersónur, sem verða á vegi Loga, eru ekki sérstaklega minnisstæðar og þar vantar meiri dýpt og breidd til að einhverjar þeirra nái að standa uppúr. Það er helst skipsfélagi Loga eða Hörður sem þar ber á og á hinn bóginn er landi það Unnur eða fyrsta ástin sem nær að snerta taugar Loga svo úr verði ákveðin persóna. Með ástarævintýri Loga og Unn- ar nær Guðlaugur að höfða til unglingslesenda, ekki svo að um sé að ræða væmna ástarsögu, heldur er þetta efni eflaust nær- tækara fyrir unglinga heldur en sjómennskan. Þar er vel lýst upp- lifun unglings, þar sem hugur Loga er heltekinn af stúlku, en jafnframt því er stutt í afbrýði sem býr í kolli hans. í þessari ofurhamingju sem felst í sjómennskunni og það að verða ástfanginn, þá er eitt afl sem sögumaður gerir lokum á því skóna að skipti máli og er það menntunin, og þar á kvenfólkið sinn þátt í að beina Loga á þá braut. Jafnframt þessu verður það návígið við selinn, sem Logi fær að kljást við eins og Sæmundur fróði forðum, einskonar útlausn hans frá ægivaldi veiðimennsk- unnar. í þessum kafla fær frá- sögnin á sig þjóðsagnablæ og nær að hrista aðeins af sér hið hvers- dagslega andrúmsloft sem ríkir yf- ir sögunni. Þó er það svo, að oft á tíðum er eins og raunsæið beri textann of- urliði, því bæði tungutakið og sögusviðið er svo njörvað niður og staðbundið að það gefur ekki möguleika að ná útfyrir sig. Því verður þessi raunsæja saga um of hversdagsleg og það er eins og skorti á margbreytileik í þessar bemskuminningar til að þær stuði lesanda. Ljóð og lög BÓKAFRÉTTIR ísafold hefur gefið út tvær nótna- bækur, Átta einsöngslög og Svart- álfadans, eftir Jón Ásgeirsson. Svartálfadans er safn tíu söngv- erka, sem samin em við kvæði úr samnefndri ljóðabók eftir Stefán Hörð Grímsson. Fjögur laganna hafa verið flutt opinberlega, en sex þeirra koma nú fyrir almenn- ings sjónir í fyrsta sinn. Lögin við kvæðin em: Þegar undir skörðum mána, Steinninn, Skammdegis- vísa, Nú er garðstígurinn þögull, Stríð, Vetrardagur, Eirlitir dagar, Halló litli villikötturinn minn, Kvöldvísur við sumarmál og Svartálfadans. Átta einsöngslög eru samin á tímabilinu 1947 til 1958 og eru samin við kvæði eftir Kristján Jónsson Fjallaskáld, Stein Stein- arr, Einar Benediktsson, Öm Am- arson, Braga Magnússon, Jónas Hallgrímsson og Þorstein Valdi- marsson. Flest laganna hafa verið Hugsjónir rætast BÓKAFRÉTTIR ísafoldarprentsmiðja hf. hefur gefið út bókina Þegar hugsjónir rxtast — ævi Odds á Reykjalundi. f bókinni, sem er rituð af Gils Guðmundssyni ritstjóra, er rakin ævi Odds Ólafssonar læknis. Sagt er frá æsku hans og uppvexti, námsárum, baráttu við berkla- sjúkdóminn og síðast en ekki sist frá brautryðjendastarfi hans í sambandi við Reykjalund, SÍBS og Öryrkjabandalag íslands. í bókinni er rætt við ýmsa sam- ferðamenn hans og auk þess er bókin ríkulega skreytt myndum, Röng Pressufrétt Vikublaðið Pressan slær því upp á forsíðu að undirritaður hafi ekki staðið við loforð um hlutafé í Mótvægi hf., útgáfufélagi dag- blaðsins Tímans. f grein inni í blaðinu er hins vegar greint frá málinu á nokkuð annan veg og sagt að ég hafi heitið 2,4 millj- ónum króna fyrir hönd ótiltek- ins hóps annarra manna. Sannleikurinn er þessi. Nokkrir menn höfðu samband við mig og lýstu áhuga á að taka þátt í að gefa út Tímann sem óháð og sjálfstætt dagblað og vom reiðu- búnir til að leggja fram hlutafé að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum, eins og til dæmis því að skilyrðislaus afnotaréttur fengist á nafninu Tíminn á meðan fé- lagið gæfi út blað og að Fram- sóknarflokkurinn sleppti hönd- um af stjóm blaðsins. Enn frem- ur var þess krafist að hlutaféð yrði sérgreint og færi ekki í skuldahít fyrri útgáfustjórnar. Þessu skilaði ég til þess áhuga- hóps, sem kaupa vildi blaðið. Það var aldrei um hlutafjárloforð að ræða. Við vomm að Iokum tveir, sem treystum munnlegum upplýs- ingum um að skilyrðunum yrði fullnægt, og eignuðumst bráða- birgðaskírteini að fjárhæð 600 þúsund krónur, til þess að hafa atkvæðisrétt á hluthafafundin- um hinn 18. ágúst sl. Forsend- urnar fyrir framlagi okkar eru nú löngu brostnar. Ég tel að heimildarmenn Press- unnar séu úr hópi þeirra fram- sóknarmanna, sem að gamla Tímanum stóðu, og vildu eiga rík ítök í blaðinu áfram. Athygl- isvert er, að þeir telji sig þurfa að grípa til lúabragða á borð við þessi til að koma höggi á son minn, Þór Jónsson, núverandi ritstjóra Tímans. Jón Einar Jakobsson, hdl. (Athugasemd þessi er einnig send Presstmni). flutt opinberlega og fyrir eitt lag- anna, Occidente Sole, við kvæði eftir Jónas Hallgrímsson hlaut Jón önnur verðlaun í samkeppni Rík- isútvarpsins 1958. Átta einsöngslög eru 22 bls. í A4 broti og Svartálfadans er 43 bls. í sama broti. Nótnaritun og texti laganna er unninn undir prentun af höfundi sjálfum, en kápumynd er teiknuð af Þorgeiri Jónssyni. Bækumar em prentaðar hjá ísa- foldarprentsmiðju hf. (Fréttatilkynning) sem margar hverjar hafa ekki birst áður. Á bókarkápu segir: „Oddur Ól- afsson var Suðurnesjamaður. [...] Hann gekk menntaveginn, en í miðju læknisnámi veiktist hann af berklum og komst í ná- vígi við „hvíta dauðann". Lífið sigraði, Oddur varð læknir og gerðist brátt forystumaður í hópi þeirra sem ólu í brjósti sér þá hugsjón að styðja sjúka til sjálfs- þjargar." Bókin er unnin hjá ísafoldar- prentsmiðju hf. og kostar kr. 3.490,-. (Fréttatilkynning) irsson tónskóld Oddur Ólafsson læknir. Sagnasjór BÓKAFRÉTTIR ísafold hefur gefið út skáldsöguna Harún og Sagnahafið eftir Salman Rushdie. Þessi saga er sú fyrsta sem Salman Rushdie skrifaði eftir að dauðadómur var felldur yfir honum í kjölfar útgáfu Söngva Satans. Harún og Sagnahafið er sönn perla sem fjallar um baráttu lítils drengs fyrir því að færa föður sín- um frásagnargáfuna sem hann hefur misst af óskiljanlegum ástæðum. í bókinni er meðal ann- ars að finna tilvísanir í Þúsund og eina nótt, og mörg önnur sígild bókmenntaverk, en undir frásögn- inni kraumar vilji höfundarins til að beijast fyrir málfrelsinu, öllum höfundum til handa. Harún og Sagnahafið er á vissan hátt mjög djarft verk, sem skákar og véfengir á allan hátt þá ákvörð- un íranskra ofsatrúarmanna að dæma Salman Rushdie til dauða fyrir það eitt að skrifa bók. Salman Rushdie er án efa einn virtasti núlifandi rithöfundur heims. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna á undanfömum ámm, núna síðast heiðursverðlaun The Booker Prize fyrir bestu skáldsögu sem fengið hefur verðlaunin síð- astliðin 25 ár. Bókin er unnin hjá ísafoldar- prentsmiðju hf. og kostar kr. 2.480,-. (Fréttatilkynning) Tvær ljóðabæk- ur frá Hörpu- útgáfunni BÓKAFRÉTTIR ~ Hörpuútgáfan á Akranesi hefur gefið út bókina Lausavísur frá 1400-1900. Safnað hefur Svein- björn Beinteinsson. í bókinni em yfir 900 lausavísur. Vísan hefur lönguin verið tryggur förunautur í blíðu og stríðu og mikill gleðigjafi. 1 þess- ari sýnisbók ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Höfundar bókarinnar eru fjöl- margir; meðal þeirra: Páll Ólafs- son, Sigurður Breiðfjörð, Bólu- Hjálmar, Kristján Fjallaskáld, Látra-Björg, Skáld-Rósa, Æri- Tobbi, Leirulækjar-Fúsi, Stein- unn í Höfn, Eyjólfur ljóstollur, Sölvi Helgason. Kærkomin bók fyrir hina mörgu hagyrðinga. Bókin er 187 bls. Prentvinnsla og bókband er unnið í Odda hf. Bjami Jónsson listmálari mynd- skreytti kápu og titilblað. Bókin hefur komið út áður, en er nú endurprentuð. Þá hefur Hörpuútgáfan sent frá sér ljóðasafnið Til móður minnar og hefur það að geyma Ijóð 88 höfunda. Þetta er einnig endur- útgefin bók, og kemur hún nú út í nýjum búningi. í henni er að finna fegurstu kvæði, sem ís- lensk skáld hafa ort til mæðra sinna og um þær. Sigurður Skúlason bjó bókina til prentun- ar. Bókin er 231 bls. Prentvinnsla og bókband er unnið í Odda hf. Bjami Jónsson listmálari mynd- skreytti kápu og titilblað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.