Tíminn - 02.12.1993, Blaðsíða 2
LEIÐARI
/
Fimmtudagur 2. desember 1993
Eiðrof á alþjóðavettvangi
Enn ó ný verSa Islendingar berir a& vanefndum ó alþjóðlegum skuldbindingum sínum. Eru orð okkar einskis virði?
Frá og með gærdeginum átti
innflutningur á tilteknum
tegundum blóma að vera
frjáls samkvæmt tvíhliða samningi
íslendinga við Evrópubandalagið.
Á grundveDi hans pantaði verslun
í Reykjavík á annað þúsund blóma
frá útlöndum.
íslensk stjómvöld gerðu þennan
samning og þeim ætti að mega
treysta. Hins vegar hefur reynslan
sýnt, að þessi sömu stjórnvöld
virða stundum alþjóðlegar skuld-
bindingar sínar eins og vindinn.
Leitt er að sjá hve lítils ráðamenn
virða eigin undirskriftir.
Fyrir mánuði bannaði landbún-
aðarráðherra innflutning á agúrk-
um, þó að fyrir lægi skýr og af-
dráttarlaus milliríkjasamningur
með undirskrift íslands, um að
innflutningur þeirra væri frjáls.
Ráðherrann vitnaði í búvörulögin,
sem tækju fyrir innflutning á
agúrkxun, ef nóg væri til af þeim í
landinu. Pá sagði Davíð Oddsson
forsætisráðherra í samtali við Tím-
ann: „Auðvitað á að efna (samn-
inginn) samkvæmt orðanna hljóð-
an. Það er þó ekki unnt að gera
fyrr en lagabreyting hefur verið
samþykkt á Alþingi. Landbúnaðar-
ráðherra hefur því miður ekki
heimild í lögum til þess að hleypa
þessu grænmeti inn. Hann mun
undirbúa slíka lagasetningu og ég
er viss um að það er fullur stuðn-
ingur við hana á þinginu.'
Forsætisráðherra taldi enn frem-
ur að það tæki aðeins nokkrar vik-
ur að samræma íslenska löggjöf
þessum samningi. Skilaboðin til
samningsaðila okkar voru þau, að
vanefndir á samkomulaginu end-
urtækju sig ekki. Síðan eru liðnar
fjórar vikur. Ekkert hefur gerst.
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra hefur haft rúman tíma til
þess að breyta lögunum, hálft
annað löggjafarþing, án þess að
efna stjórnskipulega og siðferði-
lega skyldu sína. Afleiðingin er sú,
að íslendingar eru orðnir eiðrofar
öðru sinni á skömmum tíma, þrátt
fyrir að íslensk stjómvöld hafi full-
vissað Evrópubandalagið um að
við brytum ekki samning okkar
framar. Innflutningurinn á blóm-
unum var bannaður á sömu for-
sendum og innflutningurinn á
grænmetinu. Offramleiðsla er á
blómum á íslandi og búvörulögin
taka fyrir innflutning á méðan svo
er. Verslunareigandinn varð að af-
panta blómin.
Ætli rynnu ekki á þá íslendinga
tvær grímur, sem láta sér samn-
ingsbrotin í léttu rúmi liggja, ef að-
stæðumar væm á hinn veginn og
til dæmis Spánveijar fæm í kring-
um ákvæði EES-samningsins (þeg-
ar hann hefur tekið gildi) tnn nið-
urfellingu tolla á saltfiski? Pá spör-
uðu menn tæplega stóm orðin.
Vegna ítrekaðra samningsbrota
eru íslendingar minni menn í
samfélagi þjóðanna. Hætt er við
því, að fyrirheit um úrbætur verði
héðan af ekki tekin trúanleg og
samningsaðilar okkar notfæri sér
gagnráðstafanir eins og þeir hafa
heimild til, til að mynda með því
að leggja tolla á íslenskar vörur.
Áhyggjur af þessum toga komu
fram í umdeildri forystugrein
þessa blaðs fyrir mánuði, þar sem
varað var við mannorðsmissi þjóð-
arinnar í tengslum við alþjóðleg
viðskipti, og nú tekur aðstoðar-
maður utanríkisráðherra heils
hugar undir þær. Hann óttast refs-
ingar af hálfu Evrópubandalagsins.
Menn skyldu hafa í huga, að þeg-
ar þjóðir gera samning, öðlast þær
tiltekin réttindi og takast einnig á
hendur skyldur. Ætlist þjóðir til
þess að aðrir efni skuldbindingar
við þær, verða þær að efna sínar á
móti. Ef langlundargeð EB þrýtur
og gripið verði til þess að tolla ís-
lenskar vörur, þá verður seint
fundinn sá ráðherra sem hefur
valdið íslensku þjóðarbúi meiri
kostnaði en Halldór Blöndal.
Bannfærðar guðsgjafir
A RAS
Ei mun sjóli armi digrum spenna
yrmlings sængur unga brík
utan hún sé feit og rík.
Pessi hugljúfi mansöngur úr
Pontusrímum eldri sýnir glöggt
hvaða kostum konur áttu að
vera búnar til að teljast þær
gersemar að hæfa konungum.
Soltnar horrenglur, sem varla
festi hönd á, voru í litlum met-
um í þá tíð.
Á víð og dreif um allan
menningararfinn er minnt á að
feitmetið var eitt þeirra lysti-
semda sem eftirsóknarverðust
þóttu. í gróskusælum útilegu-
mannadölum voru sauðarsíð-
urnar þverhandarþykkar og
bringukollarnir þaðan af
vænni. í himnaríki var matseð-
illinn heldur ekkert slor, klára-
vín, feiti og mergur með.
Fullar skemmur af tólgar-
skjöldum og gráðasméri voru
auðæfi sem ekkert gáfu eftir
stórum þorskkvóta nú til dags,
og að smyrja þykkt og þamba
ijóma var sú velsæld sem alla
dreymdi um, en aðeins þeir
auðugu gátu veitt sér.
Síðast en ekki síst má minna á
að það var smjör sem dró
fyrstu norrænu landnemana til
íslands. Þegar það fréttist eftir
Pórólfi að hann hafi stigið á
land þar sem smjör draup af
hveiju strái flykktust feitmetis-
þyrstir Norsarar með hyski sitt
til fyrirheitna landsins og gerð-
ust frjálsbomir íslendingar.
Væri nær að skammast til að
reisa Pórólfi smjör styttu en að
vera að flikka upp á Ingólf, sem
aldrei hafði orð á sér fyrir að
vera góður búmaður, svo ekki
sé talað um hörmungina hann
Helga magra, sem Akureyring-
ar halda að punti upp á bæinn
og stilla upp á móti Auðhumlu
hinni miklu, sem er sannkölluð
bæjarprýði og verðugur minn-
isvarði þeirra guðsgjafa sem
smjör og ijómi eru.
Ollu snúið á haus
Svo kom hortískan, sem for-
býður braggaralegt útlit, og til
að bæta gráu ofan á svart
fundu vísindin kólesterólið upp
og nú er kennt að menn bíði
heilsutjón af því að éta feitt og
drekka mjólk og rjóma og
meira að segja er blessað
smjörið komið á svarta listann.
Svo rammt kvað að áróðrin-
um gegn unaði fituneyslunnar
og því geðslega vaxtarlagi sem
af henni leiðir, að undanrenna
og skyr eru þær afurðir sem
helst seljast, en ijómamikil ný-
mjólk stendur óhreyfð í hillun-
um og smjörfjall hleðst upp.
Við svo búið gat ekki staðið
lengi. Nú er fimmmannanefnd
búin að snúa öllu verðlagi á
mjólkurafurðum á haus, und-
anrennulapið er nú orðið allt
eins dýrt og rjómi og smjör
varla dýrara en fitusnautt
margarín, sem ekki er einu
sinni hægt að brasa upp úr.
Öðru vísi mér áður brá.
Varla voru þessar furðufréttir
komnar í loftið, þegar Mann-
eldisráð rauk til að mótmæla
og segir verðbreytingarnar á
móti markmiðum þess. Læknar
Hjartaverndar segja að mikið
liggi við að megra fólk og að
það verði aldrei gert með því
að selja ódýrt smjör og annað
góðgæti.
Matseðill þjóðarinnar
Manneldisráð er stofnun sem
sett var á fót tfl að útbúa mat-
seðfl handa þjóðinni. Hjá því er
hollustan í öndvegi og er hún
helst fólgjn í því að allir eiga að
vera horaðir og lifa í heila öld
og helst lengur.
Tfl að ná þessu göfuga mark-
miði verður það að bíða
himnavistar að fá að láta í sig
kláravín, feiti og merginn með.
En langa jarðvistardaga á mað-
ur að varast að éta sig nokkru
sinni mettan, en maula brauðið
þurrt og hafa undanrennu eða
kannski blávatn út á morgun-
komið.
Ef hollustukosturinn á mat-
seðli Manneldisráðs verður
allsráðandi, mun kúabúskapur
að sjálfsögðu leggjast af, enda
óþarfur og jafnvel talinn
heflsuspfllandi.
Nú hefur fimmmannanefnd
snúist til varnar með þeim
hætti að snúa öllum viður-
kenndum formerkjum á haus
og selja lélegustu mjólkurvör-
urnar dýrt, en þær bestu fyrir
lág verð. Vafalaust munu feit-
metiskerar fagna og hætta á að
lifa ævina stutta en göfuga, eða
að minnsta kosti saeluríka.
Hins vegar kemur verðbreyt-
ingin horgemlingunum og
öðru meinlætafólki illa, og ef
einhver töggur er í því mun
það mótmæla harðlega og
herða á trimminu og heilsu-
ræktinni.
Mjólkurframleiðendum verð-
ur hins vegar að virða það til
vorkunnar að þeir geta ekki
framleitt undanrennu nema
með því að skilja mjólkina og
hirða rjómann frá. Og þótt
listakokkar sjónvarpa kenni
stíft að varla sé nokkur matur
ætur nema upp úr rjómasós-
um, er smjörfjall farið að hlað-
ast upp.
Vel kann að vera að smjörát
og mjólkurþamb sé ekki yfir-
máta hoUt, en fæstir neita því
að gott er það, og það er helvíti
hart að þegar þjóðin, sem hefur
verið að horfaUa í tíu aldir, hef-
ur loksins burði og framleiðslu-
getu tU að éta feitt og mikið af
því, þá er henni bannað það af
heilsufarsástæðum. OÓ
TÍMINN _ Ritstjórn og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavík
Ritstjóri: Þór Jónsson • ASstoSarritstjóri: Oddur Ólafsson • Fréttastjóri: Stefón Ásgrímsson Póstfang: Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Utgefandi: Mótvaegi hf • Stjórnarforma&ur: Bjarni Þór Óskarsson • Auglýsingastjóri: GuSni Geir Einarsson. ASalsími: 618300 Póstfax: 618303
Auglýsingasími: 618322, auglýsingafax: 618321 • Setning og umbrot: Tæknideild Tímans • Prentun: Oddi hf. • Útlit: Auglýsingastofan Örkin • Mónaðaráskrift 1400 kr. VerS í lausasölu 125 kr. •