Tíminn - 02.12.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.12.1993, Blaðsíða 1
STEINLÁGUM GEGN KRÓÖTUM -sjá sí&u 7 HITAVEITAN FIMMTUG -sjá síðu 5 FRAMTIL FULLVELDIS -sjá baksíðu HÁLFGERÐ SÁPA -sjá síðu 3 BARÁTTA LÁRU EKKI TIL EINSKIS -sjá síðu 9 HÆKKANIR STRÍÐA GEGN MANNELDIS- STEFNU OKKAR -sjá síðu 4 RÚSSAFISKUR í SALTIÐ -sjá síðu 5 DREGIÐ ÚR VERÐMIÐLUN ÁMJÓLK -sjá síðu 4 LAUN BANKASTJÓRA SKOÐUÐ . -sjá síðu 5 ÞJÓÐARSÁTT FÓRNAÐ -sjá baksíðu SAMÚTGÁFAN ÓSKAR GJALDÞROTS -sjá baksíðu Tímamótadómur en vægur Fulltrúi Kvennaathvarfsins um dóm yfir manni sem misþyrmdi konu sinni og börnum Fertugur Reykvíkingur hefur verið dæmdur í héraðsdómi í tólf mánaða óskilorðsbtmdið fangelsi fyrir að hafa beitt konu sína og þijú böm and- legu og líkamlegu ofbeldi. Misþyrmingamar áttu sér stað í um sautján ár. Guðrún Ágústdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Kvennaathvarfs- ins, segir að dómurinn marki tímamót, þótt hún sé þeirrar skoð- unar að hann sé vægur. Hún gagnrýnir harðlega íslenska rann- sóknaraðiia og réttarkerfið og segir það vera andsnúið konum og bömum sem verða fyrir misþyrm- ingum og kynferðislegu ofbeldi. Böm hins dæmda manns em nú 13, 15 og 19 ára gömul. Hið yngsta þeirra er vistað á bama- og unglingageðdeild Landspítalans. Sálarástand þess er slæmt vegna barsmíðanna. Móðirin lést úr krabbameini árið 1992. í vitnaleiðslum kom fram að maðurinn réðst oft að bömum sín- um og barði þau með hnefum, leðurbelti, hömrum og priki, auk þess sem dæmi eru um að hann hafi brotið brauðbretti og disk á höfði eins þeirra. Elsta bami sínu misþyrmdi hann uns það lærði sjálfsvamaríþrótt tii að veijast föð- ur sínum. Maðurinn réðst marg- oft að konu sinni, barði höfði hennar í gólf, stappaði á líkama hennar og höfði og sparkaði í hana. Guðrún Ágústdóttir segir, að miðað við þá möguleika sem hegningarlögin skapa dómskerf- inu, finnist henni dómurinn væg- ur. ,Mér finnst fangelsisvistin stutt miðað við svo alvarlegan glæp. En miðað við það sem við þekkjum er þetta hins vegar tímamótadómur. Úr þessu má búast við að fleiri kærur um heimilisofbeldi gangi alla leið í gegnum dómskerfið og að þeir sem fremja þessa glæpi verði dæmdir. Þar með rennur það upp fyrir ýmsum, t.d. RLR, að það stendur hvergi í lögum að það sé minni glæpur að misþyrma eigin- konu sinni en öðrum.' Aðeins einn dómur hefur áður fallið í máh sem þessu að sögn Guðrúnar Ágústdóttur, en í fyrra var maður í Vestmannaeyjum dæmdur fyrir að misþyrma konu sinni. -PS Manns sakn- að eftir að bát hvolfdi Hátt í tuttugu bátar og þyrla Landhelgisgæslunnar leituðu í gær manns sem saknað er eftir eftir að fimm tonna plastbátur fórst í mynni Hvammsfjarðar við Breiðafjörð. Báturinn var á ígul- keraveiðum þegar honum hvolfdi og er talið að það hafi gerst á milli klukkan 10 og 12 í gærmorgun. Maður í Stykkishólmi sá hvar maðurinn sat á kili bátsins um eittleytið og var sendur björgunar- bátur á staðin með kafara, sem kafaði undir bátinn, en fann ekk- ert. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn skömmu síðar og var gerð víðtæk leit að manninum en án árangurs. Leit var hætt þegar skyggja tók, en henni verður haldið áfram í dag. -PS Áhugalitlir stúdentar Fáir voru viðstaddir hátíðarhöld stúdenta í Háskólabíói í gær í til- efni 75 ára afmælis fullveldis fs- lands. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, háskólarektor, Sveinbjöm Björnsson og formað- ur Stúdentaráðs, Páll Magnússon, sátu ein á fremsta bekk á meðan Flosi Ólafsson leikari flutti hátíð- arræðu. Aðrar sætisraðir voru illa nýttar. Blómsveigar voru lagðir á leiði Jóns Sigurðssonar en hátíðardag- skráin í Háskólabíói var sett af PáH Magnússyni, formanni Stúdenta- ráðs, en auk Flosa futti Sveinbjöm Bjömsson rektor ávarp. - ÁG Af sem áður var. Hvorki fullveldisfagnaðurinn né Flosi Ólafsson drógu stúdenta að í Háskólabíói í gær. Timamynd Ámi Bjarna Hagræðingu í mjólkur- iðnaði frestað um ár Ekkert verður af breytingum á verðmiðlunarsjóði mjólkuriðnaðarins um áramót vegna ágrein- ings í stjórnarflokkunum um breytingu á búvörulögum Flest bendir til að tillögur Sjömannanefndar um að breyta verðmiðl- unarsjóði mjólkuriðnaðarins í úreldingarsjóð mjólkurbúa frestist um eitt ár vegna ósamkomulags í ríkisstjóminni um breytingu á búvöru- lögum. Tilraunir stjómarflokkanna til að ná samkomulagi hafa enn ekki skilað árangri og heimildarmenn Tímans telja sáralitlar líkur á að samkomulag náist fyrir áramót. Einn veigamesti þátturinn í tillögum Sjömannanefndar um hagræðingu í mjólkuriðnaði var að verðmiðlun á mjólk yrði hætt og það fé sem er í verðmiðlunar- sjóði yrði notað til að hagræða í mjólkuriðnaðinum. Þessar tillög- ur geta ekki komið til fram- kvæmda nema um áramót og forsenda þeirra er að búvörulög- um frá árinu 1985 verði breytt. Ríkisstjórnin lagði fram frum- varp um slíka breytingu í vor, en frumvarpið fékk ekki afgreiðslu vegna ágreinings í stjómarflokk- unum um hvaða ráðuneyti ætti að hafa forræði með innflutningi á landbúnaðarvömm. Ágreiningurinn um þetta atriði er enn til staðar og tilraunir stjórnarflokkanna til að leysa hann hafa engum árangri skilað. Heimildarmenn Tímans telja engar líkur á að samkomulag náist fyrir áramót. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra hefur sagt að EES- samningurinn geti ekki tekið gildi nema búvörulögum hafi verið breytt áður. Það mun hins vegar almennt viðurkennt að þetta sé ekki rétt. Breytingin á búvörulögunum snerti ekki samninginn sjálfan heldur við- auka við hann. Gildistaka EES- samningsins um áramót rekur þannig ekki á eftir stjómvöldum að leggja fram búvörulagafrum- varp. Ágreiningurinn um forræði á innflutningi búvara kemur hins vegar niður á áformum um að breyta verðmiðlunarsjóðnum sem er þó sæmileg sátt um. Kúa- bændur og stjómendur mjólkur- búa munu vera óánægðir með þetta því að breytingin á sjóðn- um var ein af veigamestu tillög- um Sjömannanefndar. Breyting á verðmiðlunarsjóði er talin geta aukið mjög hagkvæmni mjólk- uriðnaðarins og gert hann hæf- ari til að takast á við þá erlendu samkeppni sem framundan er. Rætt hefur verið um að leggja fram sérstakt frumvarp um verð- miðlunarsjóðinn, en óvíst er hvort af því verður. Formaður landbúnaðamefndar, Egill Jóns- son, er andvígur breytingunni á sjóðnum og er andvígur því að flutt verði sérstakt fmmvarp um málið. Flest bendir því til að áform um hagræðingu í mjólk- uriðnaði frestist um eitt ár. -EÓ ÁRÁS SIÐA 2 rÚTVARP SJÓNVARP SIÐA8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.