Tíminn - 02.12.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.12.1993, Blaðsíða 6
6 AÐ UTAN ELns og kunnugt er lést nýlega ein vinsælasta og virtasta ungl- ingastjarnan í Hollywood, River Phoenix, tuttugu og þriggja ára gamall. Lát hans kom öllum í opna skjöldu og orðrómur um að ofneysla fíkniefna hefði átt þar hlut að máli þótti og skyggja enn frekar á þessi ógnvænlegu tíð- indi, því leikarinn var þekktur fyrir heilbrigt líferni. í kvik- myndaborginni frægu er haft á orði að þar sé samastaður hákarl- anna í mannlífinu og að því þurfi sterk bein til að komast af. Marg- ir ungir leikarar hafa þurft að- gjalda frægðina dýru verði. Að- dáendur Phoenix og gagn- rýnendur eru enn að reyna að fá einhvem botn í.lát goðsins. Grænmetisæta og umhverfissinni Það var ekkert sem benti til þess að River Phoenix væri á för- um. Hann var þekktur fyrir heil- brigði og reglusemi. Hann neytti aðeins grænmetis, en át hvorki kjöt né mjólkurafurðir. Þá var hann þekktur umhverfisverndar- sinni, hafði ákveðnar skoðanir á þeim málum og gekk til að- mynda ekki í leðurfötum. Yfir- leitt var talið að Phoenix gerði allt það sem í valdi hans stóð til að forðast tálheim skemmtana- lífsins í kvikmyndaborginni frægu, en þar hefur mörgum ungum leikaranum orðið hált á svellinu. Leikarinn var á leið út af vafasömum skemmtistað er hann hné skyndilega niður. í fyrstu var talið að um hjartaslag væri að ræða, en brátt fengu sögusagnir um fíkniefnamisnotkun byr und- ir báða vængi. Með Phoenix var bróðir hans Joaquin, sem hafði þegar í stað samband við neyðar- AÐ UTAN Dómsvaldið hefur tekið við hlutverki samviskunnar og þegar við hegðum okkur illa leitum við að blóraböggli. Reynslan er oft þymum stráð Þetta kvöld tókst honum loks að komast í tæri við hana ög á eftir fylgdi nóttin. Hann minntist bliksins í augum hennar og seið- magnaðs líkamans, en reynslan er jafnan þymum stráð. í dögun fór allt í vaskinn og eftir sat skömm- in. Þetta gæti verið saga margra sem komnir eru af léttasta skeiði. Hún hafði fengið sér of mikið neðan í því - meira en venjulega, eins og oftast nær - og man að hún hafði gefið honum hressilega undir fótinn. Kyssti hann frammi fyrir öllum á kránni og leiddi bók- staflega heim til sím.Það var ekki hægt að misskilja þetta. Veröld Fimmtudagur 2. desember 1993 Hár fórnarkostnaður frægðarinnar River Phoenix var af flestum talinn feta öngstræti dyggSanna. Hann stóS fremstur í flokki ungstjarnanna í Hollywood og var talinn meSal þeirra hæfileikaríkustu. Skömmu eftir dauSa Rivers Phoenix tóku aSdóendur hans a& koma fyrir blómvöndum og kert- um viS næturklúbbinn þar sem stjarnan hneig örend ni&ur. Var River Phoenix, sem var tákn heilbrigðs lífs, á hraðri leið til glötunar? móttöku næsta sjúkrahúss og til- kynnti þar í geðshræringu sinni að bróðir hans hefði neytt valí- ums. Seinna var haft eftir ónefndum heimildamanni neyð- armóttökunnar að leikarinn hafi líklega neytt kókaíns og efnið hafi fundist í blóði hans. Viðkvæmar sálir á hálum ís Hvort sem einhver fótur er fyr- ir þessum óstaðfestu fréttum eða ekki, er dauði stjömunnar talinn táknrænn fyrir fallvalt líf ungra leikara í hörðum heimi- Hollywood, sem oft heillar við- kvæmar sálir. Jafnvel þeir alhörðustu eiga það til að kikna undan álaginu sem fylgir því að útlit þeirra og frammistaða sé stöðugt vegin og metin. Á það hefur verið bent að oft- ast séu ungar stjörnur kvik- myndaborgarinnar af tvennu sauðahúsi. Annars vegar eru þær, sem alast upp innan kvik- myndageirans, og hinsvegar þær, sem koma utan frá og þrá frægð og frama frekar en venjubundið líferni. Þeir innfæddu eru almennt taldir eiga betri möguleika á að forðast blekkingavef glamúrlífs- ins. Þetta á ekki síst við um böm fræga fólksins, sem þekkja á eig- in skinni hvað einkalíf er nauð- synlegt og hversu frægðin getur oft reynst fallvölt. Þeir hafa einnig það forskot umfram hina að kannast við- ljótu hliðar frægðarinnar, en nýj- ar stjörnur, sem ekki þekkja til, verða oft fórnarlömb óprúttinna umboðsmanna, lögfræðinga og framleiðenda, sem hreinlega- stjórna lífi þeirra. Áður en varir snýst lífið um innantómar skemmtanir, sem leiða viðkom- andi inn á brautir áfengis- og vímuefnamisnotkunar. Hélt sig fjarri lífsins glaumi Hin þrönga leið dyggðanna hefur verið talin felast í því að halda sig eins fjarri borginni og- frekast er kostur. Það er hins vegar oft ekki á færi ungu leikar- anna, sem hafa ekki náð að skjóta nógu traustum rótum undir frama sinn. Phoenix gat þetta og bjó í lítilli borg í nágrenni Hollywood. Ólíkt mörgum ungstirnum hafði hann gott veganesti úr foreldrahúsum og kom vel fyrir. Hann var elstur fimm systkina og foreldrar þeirra héldu alltaf tryggð við hugsjónir hippakynslóðarinnar. Fjölskyld- an þvældist um ríki Norður- og Suður-Ameríku og hélt sýningar og hafði þannig í sig og á. Þannig byrjaði ferill stjörnunnar og kom hann fyrst fram þegar hann var sjö ára gamall. Hann var af öllum talinn sjálf- stæður ungur maður og nátengd- ur fjölskyldu sinni, sem er sjald- gæft í borg blekkinganna. For- eldrar hans bjuggu í Flórída og Phoenix eyddi eins litlum tíma og honum frekast var unnt í- Hollywood til að sneiða hjá óæskilegum áhrifum yfirborðs- mennskunnar. Til marks um það hafði eigandi næturklúbbsins þaðan sem Phoenix var að koma þetta örlagaríka kvöld, aldrei áður séð honum bregða þar fyrir. Dauði Rivers Phoenix verður ekki til að skyggja á drauma- þeirra sem bíða efir frægð og frama í Hollywood. Eftir því var tekið að ung kona var þegar farin að notfæra sér athyglina, sem beindist að dauða hans, og tókst að komast á forsíður fjölmiðla umvafin blómum sem samúðar- fullir aðdáendur höfðu komið fyrir á þeim stað sem stjarnan hné niður. Þetta er auðvitað siðlaust, en þannig er nú einu sinni Hollywood. Hvað varð um skömmina og samviskubitið? Þegar allt var svo yfirstaðið, byija vandræðin. Hún sprettur á fætur eins og hræddur héri og segir honum að þetta hafi hún ekki viljað. Öskrar og kallar hann öllum illum nöfnum þar sem oft- ast kemur fram að hann hafi mis- notað hana og hún hafi hvort sem var aldrei hrifist af honum. Hún fer að gráta, kastar öllu laus- legu í hann og segir honum að- hypja sig. Hann safnar saman spjörunum og treður sér í þær á Ieiðinni út um hánótt. Hann á langan veg heim og er bæði þreyttur og reiður. Betra a& skella skuldinni á einhvem annan Þessi saga gæti líklega átt við margan námsmanninn á ungæð- isskeiði ævinnar fram að þessu. Stolt væri líklega fjarri huga beggja, en kannski hefðu þau lært eitthvað af þessu. í dag er þessu á annan veg farið og má þar minna á nýlegt mál Austens Donnellan og ungfrú X í King's menntaskólanum í Lond- on. Breytingin felst í því að skömmin er yfirfærð á einhvern annan. Okkur þykir ekki lengur fýsilegt að hugsa sjálfum okkur þegjandi þörfina, heldur er betra að skella skuldinni á einhvern annan. Það er í tísku, að minnsta kosti meðal æskufólks úr miðstétt, að láta nánast allt eftir sér og skella svo skuldinni á einhverja aðra þegar það brýtur af sér. Áður fyrr hefðu vinir stúlkunn- ar líklega ráðlagt henni að fara ekki framvegis svo heimskulega að ráði sínu. Þeir hefðu útlistað fyrir henni að engum væri að- treysta þegar farið væri yfir á- kveðin mörk. í dag myndu vinimir að öllum líkindum leita uppi símanúmer kvennaathvarfs eða neyðarmót- töku fyrir fómarlömb nauðgunar og kynferðisofbeldis. Unga manninum b'ður hörmu- lega illa og hann er áttaviltur. Hann gerir sér grein fyrir því að hann hefur ekki hagað sér sem skyldi, en finnst að hann eigi ekki alfarið sök á því hvemig fór. Áður fyrr hefði hann líklega seinna- reynt að ræða málin við stúlkuna í ró og næði eða skipta sér ekki framar af henni. í dag er atnnar háttur á. Nú bíð- ur pilturinn eftir að réttvísin knýi dyra. Jafnréttisbarátta á rangri leið? Sérhver ber ábyrgð á eigin hegðun og þ.á. m. drykkju sinni,- daðri o.fl. Karlmönnum er ætlað að gera sér ljóst hvenær reglan .hingað og ekki Iengra" gildir. Áabyrgð og skömm eru nú við- fangsefni dómstóla í kjölfar kvennabyltingarinnar hin seinni ár og þeir skera úr um sekt eða- sýknu. Allir hafa brotið eitthvað af sér og á hverjum degi verður Qestum eitthvað á í orði og æði. Við eig- um samt ekki von á að dómstólar skeri úr um sekt okkar eða sýknu. Jafnréttisbaráttan hefur leitt til þess að spumingar um nauðganir og kynferðislega áreimi hafa færst yfir á önnur svið sem snúa að vel- sæmi og smekk. Þar er ekkert tek- ið mið af því hvort konan gefi manninum kröftuglega undir fót- inn, og þó að hún tæli hann til fylgilags við sig er það hann sem er sökudólgurinn. Þetta minnir á galdraofsóknir þar sem karlmað- urinn er ætíð sá seki. Þetta er samt ekki satt. Flestar konur vita það. Karlmenn haga sér misjafnlega. Oft gera þeir eitt- hvað af sér, sem þeir skammast sín fyrir. Það sama gildir um kon- ur. Ætti ekki í lengstu lög að halda lögreglu og lögfræðingum frá svefnherberginu og treysta á eigin dómgreind hvers og eins til að haga sér betur næst? „Þú ættir að skammast þín." Þetta var áður fyrr ströng áminn- ing um betri breytni og iðrun og það þurfti ekki dómstóla til. Þess- ari áminningu ætti að beita í dag sem fyrr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.