Tíminn - 02.12.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.12.1993, Blaðsíða 12
FÓÐURVÖRUR „ MR búðin ‘Laugavegi 164 sími 11125-24355 NYTTOG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SÍMI 73655 Ipóstfax tímans — Ritstjóim: 61-83-03 Auglýsingar: ÆeSf 61-83-21 Þjóðarsáttinni fórnað Miðstjóm Alþýðusambands íslands telur að verði ekki snúið af þeirri braut að bæta kjör einstakra hópa embættismanna um tugi prósenta með þeim rökum að um leiðréttingu sé að ræða, þá sé Ijóst að þjóðar- sáttinni hafi verið fómað. „Almennt launafólk hlýtur þá að gera kröfur um að kjara- samningar verði teknir upp og þeir færðir til samræmis við það sem nú virðist eiga að gera gagnvart embættismönnum. Það verður ekki þolað að launa- fólk sem tekur kjör samkvæmt kjarasamningum færi eitt fómir meðan aðrir hópar samfélagsins haldi öllu sínu og meira til," segir í harðorðri ályktun mið- stjórnar Alþýðusambands ís- lands. Tilefni þessarar hörðu ályktun- ar frá miðstjóm ASÍ er nýleg ákvörðun Kjaranefndar um tuga prósenta launahækkun til presta. Áður höfðu hæstaréttar- dómarar hækkað sfn laun sjálfir um tugi þúsunda króna á mán- uði. í ályktun miðstjómar ASÍ er bent á að allar götur frá árinu 1989 hafi launafólk fengið litlar sem engar kauphækkanir og öllum kröfum vegna einstakra hópa og breyttra aðstæðna ver- ið ýtt út af borðinu. „Þetta hefur verið gert með vísan til sáttar og samstöðu um að veija atvinnuna og kjör þeirra tekjulægstu í samfélag- inu á erfiðum tímum." -GRH Fró sýningu Þjó&skjalasafnsins. Gunnar Sveinsson skjalavör&ur stendur við hli& stjórnarskrórinnar. Timamynd Ami Ðjarna. Fram til fullveldis Sýning Þjóðskjalasafns á gögnum frá 1832-1918 Sýningin „Fram til fullveldis' var opnuð í Þjóðskjalasafninu í gær í tilefni af 75 ára afmæli fullveldis á íslandi. Á sýningunni em skjöl og ljós- myndir frá tímabilinu 1832 til 1918. Með þeim er saga sjálf- stæðisbaráttunnar rakin og einn- ig em atvinnu- og menningar- málum tímabilsins gerð skil. Sýnd em skjöl úr Þjóðskjalasafn- inu, skjalasafni Alþingis, hand- ritadeild Landsbókasafns og ríkis- skjalasafni Dana. Þar ber hæst frumrit stjómarskrárinnar frá 1874 og tillögubók konungs frá 1832. Á sýningunni em ýmis þemu tekin fyrir svo sem endurreisn Al- þingis, þjóðfundurinn, heima- stjórnartíminn, stjómarskráin og kosningabarátta íslenskra kvenna. Mörg skjalanna hafa ekki verið sýnd opinberlega áður. Sýningin er opin klukkan 14 til 18 frá þriðjudegi til laugardags og mun standa fram í janúar. -GK Ómakleg árás krata á verkalýðshreyfinguna Halldór Ásgrímsson alþingismaður segir það hafa verið ómaklegt af for- ystumönnum Alþýðuflokksins að koma ábyrgð af lækkun matarskatts yfir á verkalýðshreyfinguna. Það sé ríkisstjómin sem hafi lofað lækkun matarskatts og hún hafi einnig haft forystu um að koma hér á fót ri'eggja þrepa virðisaukaskatti með því að leggja 14% virðisaukaskatt á bækur og ferðaþjónustu. Halldór gagnrýndi ríkisstjómina harðlega í umræðum um fmm- varp fjármálaráðherra um breyt- ingu á skattalögum. Hann sagði frumvarpið hrákasmíð sem ein- kenndist af því að verið væri að efna loforð sem ríkisstjómin hef- ur gefið og einnig því að verið væri að leiðrétta vitleysur sem gerðar hafa verið með skattalaga- breytingum í fyrra og hittifyrra. Halldór segir að ríkisstjómin hafi haft forystu um að koma hér upp tveggja þrepa virðisaukaskatti með því að leggja 14% skatt á bækur og ferðaþjónustu. Eftir þá aðgerð hafi verkalýðshreyfingin fengið aukinn styrk til að setja fram kröfu um tveggja þrepa virð- isaukaskatt á matvæli, en Halldór segist hafa miklar efasemdir um ágæti þeirrar leiðar. Hann sagði hins vegar fráleitt hvemig for- ystumenn Alþýðuflokksins hefðu hagað sér í haust þegar gengið var frá endurskoðun samninga. Þar hefðu viðskiptaráðherra og utan- ríkisráðherra reynt að koma ábyrgðinni af þessari aðgerð yfir á verkalýðshreyfinguna. Halldór sagði að ráðherrar ríkisstjómar- innar hefðu átt að gera sér grein fyrir að við þær aðstæður sem vom í haust hefði ekki verið hægt að afturkalla fyrri ákvörðun um lækkun matarskatts nema með því að segja upp öllum kjara- samningum. Halldór gagnrýndi einnig harð- lega álagningu 14% skatts á ferðaþjónustu. Hann fullyrti að ríkissjóður myndi ekki hagnast á þessari skattheimtu, hins vegar myndu flugfélögin og ferða- mannaþjónustan skaðast stór- kostlega vegna þessa. -EÓ TÍMMN Fimmtudagur 2. desember 1993 Skuldir Sam- útgáfunnar- Korpus um 150 milljónir Farið hefur verið fram á gjaldþrotaskipti Forsvarsmenn Samútgáfunnar- Korpus hafa lagt fram beiðni um gjaldþrotaskipti fyrir héraðsdómi Reykjavíkur, en ekki hefur verið tekin afstaða til beiðninnar. Skuldir fyrirtækisins em um 150 milljónir króna, en talið er að eignir búsins sé á bilinu 30-50 milljónir. Tilraunir til nauða- samninga tókust ekki. Eins og við sögðum frá á þriðju- dag seldi Samútgáfan-Korpus Fróða útgáfuréttinn að tímarit- unum sem fyrirtækið gefur út og er talið að söluverðið hafi verið á bilinu 5-10 milljónir króna. Blaðamannafélag íslands véfeng- ir réttmæti sölunnar. Stærstu lánardrottnar fyrirtækisins em prentsmiðjan Oddi og prentstofa G.Ben og má fastlega gera ráð fyrir að tap þessara fyrirtækja hlaupi á tugum milljóna. -PS Réttinda- barátta í dómsali „Það hlýtur að vera orðið tíma- bært fyrir ríkið og þær stofnanir sem við semjum við að fólk bara fái sín réttindi án þess að alltaf þurfi úrskurð dómstóla. Það er alltaf reynt að toga af fólki þann rétt sem það á," segir Sigríður Kristinsdóttir, formaður Starfs- mannafélags ríkisstofnana. Nýverið var viðurkenndur biðlaunaréttur sex fyrrverandi starfsmanna Landakotsspítala með dómi í Héraðsdómi Reykja- víkur. Samkvæmt dómnum fá konumar biðlaun í sex mánuði. Aftur á móti var spítalinn sýkn- aður af biðlaunakröfum tveggja kvenna, en mál þeirra var frá- bmgðið hinum að því leyti að þeim bauðst báðum endurráðn- ing, sem önnur þáði ekki, en hin er í hálfu starfi á spítalanum. „Við þurfum orðið alltaf að sækja rétt fólks fyrir dómstólum, sem er bæði dýrt og tímafrekt. Við emm búin að vera með þrjú mál fyrir Félagsdómi sl. þijú ár og unnið öll þeirra, en tvö þeirra snemst um staðgengilslaun," segir Sigríður Kristinsdóttir. -GRH dagar til jóla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.