Tíminn - 03.12.1993, Qupperneq 1

Tíminn - 03.12.1993, Qupperneq 1
ÍA EKKI í EVRÓPUKEPPNI MEISTARAIJÐA -sjá síSu 7 ÁTTA TONN AF JÓLAMAT TIL ÚTLANDA -sjá síðu 4 LÍF í LEIKLIST ÞORLÁKSHAFNAR -sjá síðu 11 VEGHD AÐ LANDS- BYGGÐINNI -sjá síðu 4 STRÆTISVAGNAR FARA NÝJAR LEIÐIR -sjá síðu 5 HÖNNUNAR- KOSTNAÐUR INGÓLFSTORGS GAGNRÝNDUR -sjá baksíðu SÍMAMENN RÁÐÞROTA -sjá síSu 4 RÁÐHERRA LÖGBRJÓTUR -sjá baksíðu AÐSKILNAÐAR- STEFNA Á ÍSLANDI -sjá sí&u 3 Hjúkrunarforstjóri segir að til greina komi að flytja sjúkradeild af sjöundu hæð spítalans Pak A-álmu Borgarspítala lekur og hafa skapast vandræði af þeim sökum í þeim miklu rigningum sem verið hafa í haust. Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri Borgarspítala, segir að ástand þaksins sé orðið slíkt að það þoli ekki lengur óveður. Hún segir að verði ekkert að gert fljótlega komi til greina að flytja sjúkradeild á sjöundu hæð spítalans annað. Vegna aðhalds í rekstri Borgar- spítala hefur eðlilegt viðhald hús- næðis og tækja verið í algjöru lág- marki síðustu ár. Sigríður segir útilokað að þetta geti gengið svona áfram. Fyrr en síðar verði að laga það sem úr sér er gengið. »Það má segja að ástandið sé orð- ið þannig að við þolum ekki óveð- ur lengur. Á sjöundu hæð spítal- ans, sem er sjúkradeild, hafa verið að detta niður loftaplötur á gang- inn og það lekur víða mikið inn. Fyrir utan þetta blæs og rignir inn um glugga. Ef við getum ekki gert neitt í þessu fljótlega stöndum við fram- mi fyrir því að flylja starfsemina, ’ sagði Sigríður. Sigríður sagði að þegar hún væri að tala um leka væri hún ekki í öllum tilfellum að tala um að það dropaði inn. Á stöku stað læki vatn inn í stríðum straumum. Sigríður sagði að enn væri ekki búið að ljúka við innréttingar í B- Mannbjörg í Hestfirði Tveir menn björguðust þe|ar Dröfn ÍS strandaði í gær Mannbjörg varð þegar rækjubát- urinn Dröfn ÍS 44 frá ísafirði strandaði yst í Hestfirði við ísa- fjarðardjúp laust eftir miðjan dag í gær. Tveir menn voru um borð í bátn- um. Beiðni um hjálp barst til björgun- arsveitarinnar Kofra í Súðavík. Björgunarsveitarmenn fóru á strandstað á gúmmíbjörgunarbát og komu línu úr Dröfn í land og eftir henni komust skipverjarnir tveir í land. Lögreglubíll frá ísafirði sótti mennina tvo landleiðina frá ísafirði að Folafæti þar sem strand- ið varð. Þeim varð ekki meint af. Eftir því sem næst verður komist olli vélarbilun strandinu. Dröfn er 40 tonna eikarbátur -ÁG álmu og þar væri hætta á að ýmis- legt sem þegar hefur verið gert innanhúss eyðilegðist ef fram- kvæmdum yrði ekki lokið fljót- lega. Þá má nefna að deild, sem ætluð er til að vista sjúklinga sem þurfa að vera í einangrun, er ekki betur einangruð en svo að það bæði blæs og rignir inn á hana. Ljóst er að ráðast verður í mjög umfangsmikla viðgerð á þaki A- álmunnar og er áætlað að sú við- gerð ein og sér kosti um 35 millj- ónir króna. Auknum fjármunum er ekki ætl- að til viðhalds sjúkrahúss í fjár- lagafrumvarpi fyrir næsta ár. Sig- ríður sagði að viðræður stæðu yfir við fjárlaganefnd Alþingis og ráðu- neytin um þennan vanda og hún sagðist gera sér vonir um að þær skiluðu jákvæðari niðurstöðu. -EÓ Ferðalok Tímamynd Árni Bjama Borgar- spítalinn hriplekur Framlenging gálgafrestur Ofmælt að tala um tryggan vinnufrið, þrátt fyrir framlengingu kjarasamninga ,Þótt kjarasamningar hafi verið framlengdir til ársloka 1994 þá er ekki þar með sagt að menn bara sitji og haldi að sér höndum. Það er til ýmislegt sem heitir nauðvöm. Mér finnst ofgert á stundum þegar verið er að tala um tryggan vinnufrið. Ég bendi t.d. á að samningar sjómanna em lausir. Þannig að það er ekki allt með kyrrum kjörum á vinnumarkaði og andskotans ekki þegar verið er að segja upp launakjörum fólks í stómm stfl. Það er engin sátt um þessi mál og það væri því rétt- nefni að kalla framlengingu kjarasamninga gálgafrest," segir Bjöm Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambands íslands. Vemlegrar óánægju gætir innan verkalýðshreyfingarinnar með þá þróun mála sem virðist hafa byij- að með sjálftöku launa hæstarétt- ardómara og nú síðast þegar Kjaranefnd ákvað að hækka laun presta um tugi prósenta. Margt virðist benda til þess að fleiri hópar innan kerfisins hugsi sér gott til glóðarinnar og m.a. hafa einstakir alþingismenn lýst því yfir að þeir séu ekkert ofaldir í launum. „Það sér ekkert fyrir endann á þessu hjá hópum sem eru með hærri launakjör en t.d. fólkið sem vinnur við að skapa þessu landi gjaldeyri. Það er búið að marglesa yfir því að það verði að sýna þá ábyrgð að ná niður verðbólgunni o.s.frv. Eins og ég er margbúinn að benda á, þá má kannski efast um þessar ábyrgðartilfinningar sem við höfum verið að sýna. Okkar gerðir hafa miðast út frá atvinnustiginu. En kannski er það allt saman vitlaust hugsað," segir formaður VMSÍ. Þá em naínvextir enn himinhá- ir þrátt fyrir að verðbólgan mæl- ist lítil sem engin og einhver tregða virðist vera fyrir áfram- haldandi vaxtalækkun í banka- kerfinu. Sömuleiðis bendir margt til þess að ríkisstjórnin ætli að ganga á bak orða sinna frá 5. nóvember sl., þess efnis að ekki muni koma til frekari skerðingar á atvinnuleysisbótum. Allavega sá miðstjórn ASÍ ástæðu til að mótmæla harðlega framkomnum hugmyndum vegna fjárlagagerð- ar stjórnvalda um enn frekari skerðingar á rétti launafólks til atvinnuleysisbóta, tekjutengingu bóta og skerðingu vegna hluta- starfa. Að mati ASÍ eru öll slík áform brigð á gerðu samkomu- lagi. -GRH FOSTU- DAGSSPJALL SÍÐA2 W ÍÞRÓTTIR ; SIÐA 7 f' ÚTVARP SJÓNVARP SIÐA8

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.