Tíminn - 08.12.1993, Page 3
Miðvikudagur 8. desember 1993
3
Gamla Viðreisn
BÓKMENNTIR
Jón Þ. Þór
Gylfi Þ. Gísioson: Viðreisnarórin.
Almenna bókafélagi& 1993.
272 bls.
Tvær þeirra ríkisstjóma, sem set-
ið hafa á íslandi frá stofnun lýð-
veldis, hafa orðið að hálfgerðri
goðsögn í pólitískri sögu þessa
tímabils: „nýsköpunarstjórnin',
1944-1946, og „viðreisnarstjórn-
in", 1959-1971. Báðar komu þess-
ar stjórnir ýmsu góðu til leiðar,
báðar stuðluðu þær að miklum
breytingum í þjóðfélaginu, þótt
með ólíkum hætti væri, og í báð-
um hafði Sjálfstæðisflokkurinn á
hendi stjórnarforystu í samstarfi
við þá flokka, sem kenna sig við
alþýðu manna. í „nýsköpunar-
stjóminni' áttu báðir „verkalýðs-
flokkarnir', Sósíalistaflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn, aðild að
stjórnarsamstarfinu ásamt Sjálf-
stæðisflokknum, í hinni síðari Al-
þýðuflokkurinn. Er athyglisvert að
menn úr þessum tveim flokkum,
Sósíalistaflokknum (síðar Alþýðu-
bandalaginu) og Alþýðuflokknum,
hafa lagt miklu meira upp úr goð-
sögninni, reynt miklu meira til að
halda í henni lífi en sjálfstæðis-
menn. Hvernig á því stendur er
mér hins vegar ekki fullljóst.
Því er ekki að neita að sá, sem
hér stýrir penna, fylltist nokkmrn
spenningi á haustdögum þegar
það spurðist út að von væri á bók
um viðreisnarárin eftir dr. Gylfa Þ.
Gíslason. Hann átti sæti í „við-
reisnarstjórninni' allan tímann
sem hún sat að völdum og ætti því
að hafa manna besta aðstöðu til að
rita sögu hennar. Svo kom bókin,
vel skrifuð, skemmtileg aflestrar, á
margan hátt fróðleg, en reyndist
töluvert rýrari í roðinu en ég hafði
vænst og olli mér óneitanlega
nokkrum vonbrigðum. Ef undan
er skilinn einn kafli, hlýtur frá-
sögnin að teljast harla yfirlits-
kennd og miklu minna nýtt kemur
fram en vænta hefði mátt.
Hér er ekki ætlunin að ræða störf
og gerðir „viðreisnarstjórnarinn-
ar', enda ritfregn trauðla réttur
vettvangur til þess. Á hinn bóginn
verður ekki undan því vikist að
taka bókina til athugunar og ræða
nokkur atriði, sem þar koma fram.
Dr. Gylfi hefur frásögn sína á
stuttu en greinargóðu yfirliti yfir
stjórnmála- og hagsögu íslendinga
frá því á 19. öld og fram til þess er
„viðreisnarstjórnin" var mynduð
1 árið 1959. Þriðji kafli ber yfirskrift-
ina: „Afdrifarík spor á þriðja ára-
tugnum'. Þar kemst höfundur að
þeirri niðurstöðu að forystumenn
Alþýðuflokksins hafi gert mikil
mistök eftir þingkosningamar árið
1927, er þeir studdu ríkisstjórn
Tryggva Þórhallssonar með hlut-
leysi, í stað þess að taka höndum
saman við íhaldsflokkinn og
Fijálslynda flokkinn um að knýja
fram breytingar á kjördæmaskip-
aninni. Telur hann að þar með
hefði mátt koma í veg fyrir að völd
og áhrif Framsóknarflokksins yrðu
jafn mikil og raun bar vitni, en Al-
þýðuflokkurinn hins vegar orðið
mun öflugri.
Þessi söguskoðun höfundar vakti
nokkra athygli fjölmiðlamanna er
bókin kom út, enda giska nýstár-
leg. Sá, sem þetta ritar, gefur þó
lítið fyrir vangaveltur af þessu tagi.
Þær hljóta að flokkast undir það,
sem í fræðilegri kenningu út-
lenskri kallast „counter-factual
speculation' og hefur notið all-
nokkurra vinsælda meðal hag-
sögufræðinga upp á síðkastið,
einkum þó þeirra sem aðhyllast
Kina svonefndu „nýju hagsögú'.
Ekki kann ég neitt íslenskt orð yfir
þetta hugtak. Það táknar nánast
sagnfræði í viðtengingarhætti og
þótt slík fræði geti verið skemmti-
leg dægrastytting eru þau, að mín-
um dómi, harla lítils virði. Það,
sem hér skiptir máli, er hvað gerð-
ist og hvers vegna, ekki hvað hefði
getað gerst, ef...
Forysta Alþýðuflokksins afréð ár-
ið 1927 að styðja stjórn Tryggva
Þórhallssonar og var það fullkom-
lega rökrétt ákvörðun, eins og þá
háttaði í íslenskum stjórnmálum.
Framsóknarmenn og alþýðu-
flokksmenn litu á sig sem banda-
menn í baráttunni fyrir bættum
kjörum alþýðu til sjávar og sveita
og í þeirri baráttu voru íhalds-
flokkurinn og Fijálslyndi flokkur-
inn höfuðandstæðingar þeirra. Það
var því næsta sjálfgefið að Alþýðu-
flokkurinn styddi stjómarmyndun
Framsóknarflokksins þegar færi
gafst og langflestir alþýðuflokks-
menn munu hafa talið sig eigá
meiri samleið með Tryggva Þór-
hallssyni og Jónasi Jónssyni en
með Jóni Þorlákssyni og Jakob
Möller. Bandalag Alþýðuflokksins
og þeirra tveggja flokka, sem
tveim árum síðar mynduðu Sjálf-
stæðisflokkinn, var því nánast úti-
lokað árið 1927 og þótt það hefði
tekist og kjördæmaskipaninni ver-
ið breytt er alls ekki þar með sagt
að Alþýðuflokkurinn hefði eflst.
Má í því viðfangi benda á þá sögu-
legu staðreynd að á undanförnum
áratugum hefur kjördæmaskipan-
inni oft verið breytt og vægi þétt-
býlisins aukið, án þess þó að fylgi
Alþýðuflokksins hafi vaxið að
sama skapi.
Kaflarnir um störf „viðreisnar-
stjómarinnar' em greinargóðir, en
yfirlitskenndir, og sama máli gegn-
ir um þá sem fjalla um einstök
meiriháttar mál, sem komu til
kasta stjórnarinnar. Einkum er
þetta tilfinnanlegt í kaflanum um
landhelgismál og samninginn um-
deilda við Breta árið 1961 (í bók-
inni segir að samningurinn hafi
verið samþykktur á Alþingi árið
1960 [bls. 157], en það mun vera
prentvilla). Enn sem komið er
hafa forystumenn „viðreisnar-
stjórnarinnar' ekki skýrt frá því í
smáatriðum hvað gerðist á bak við
tjöldin er þessi samningur var
gerður. Skjöl í skjalasafni utanrík-
isráðuneytisins, þau sem aðgengi-
leg em fræðimönnum, veita engar
Gylfi Þ. Gíslason.
upplýsingar um það og verðum
við því að bíða enn um hríð, uns
bresk skjöl verða aðgengileg.
Mörgum spurningum er þó enn
ósvarað í þessum efnum, t.d. hvers
vegna var gengið til samninga við
Breta einmitt þegar þeir voru að
gefast upp á baráttunni. Vestur-
Þjóðveijar buðu íslendingum hag-
stætt lán til að greiða fyrir samn-
ingagerð; gerðu Bretar eitthvað
svipað?
Langbesti og fróðlegasti kafli
þessarar bókar er að mínu viti sá,
sem fjallar um handritamálið og
lausn þess. í því máli vann dr.
Gylfi Þ. Gíslason gífurlega mikið
og gott starf og ekki fjarri lagi að
lausn handritamálsins hafi verið
hápunkturinn á stjórnmálaferli
hans. Er mér til efs að öðrum ís-
lenskum stjórnmálamanni hefði
tekist jafn vel upp í því mikilvæga
máli.
Fróðlegt er að lesa lýsingar dr.
Gylfa á falli „viðreisnarstjórnar-
innar'. Hann telur meginorsakir
kosningaósigursins árið 1971 hafa
verið skort á skýrri og einfaldri
stefnu í landhelgismálinu, áróður
andstæðinganna, m.a. vegna al-
mannatrygginga og gengislækk-
ana, og loks stofnun Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna.
Allar eiga þessar skýringar við
rök að styðjast, en fleira kom til og
vó trúlega þyngra. í kosningunum
1967 munaði afar litlu að „við-
reisnarstjómin" missti meirihluta
sinn á Alþingi og á síðasta kjör-
tímabili hennar varð mikil breyt-
ing á viðhorfi fólks á íslandi.
Landsbyggðin varð miklu verr fyr-
ir barðinu á erfiðleikunum, sem
hlutust af hruni síldveiðanna, en
fólk við Faxaflóa og fyrir það galt
ríkisstjómin, með réttu eða röngu.
Annað atriði, sem miklu máli skip-
ti, var það að á árunum 1967-
1971 varð mikil breyting á gildis-
mati fólks, ekki síst yngra fólks.
Þetta fólk vildi breytingar, annars-
konar þjóðlíf, og margt af því hafði
aldrei þekkt aðra ríkisstjórn á ís-
landi en „viðreisnarstjórnina". Af
þeim sökum varð „viðreisnar-
stjórnin" persónugervingur þess
kerfis og samfélags, sem fólk vildi
breyta. Fyrstu merki þessa komu
fram í forsetakosningunum árið
1968, en krafan um breytingar átti
eftir að magnast mikið á næstu
þrem ámm. Fjölmargir vom bók-
staflega orðnir hundleiðir á „við-
reisnarstjórninni" og mörgu því
sem hún stóð fyrir í þeirra augum.
Þess vegna hreif áróður andstæð-
inganna svo vel sem raun bar
vitni, þess vegna hlutu Samtök
frjálslyndra og vinstri manna svo
mikið fylgi sem raun varð á, þess
vegna fékk jafnvel O-flokkurinn
makalausi svo mikið fylgi að
minnstu munaði að hann kæmi
manni á þing. Það var þó aldrei
ætlun þeirra, sem að þessu fram-
boði stóðu, heldur aðeins að skop-
ast að kerfinu.
„Viðreisnarstjórnin' hafði vissu-
lega komið mörgu góðu til leiðar,
stuðlað að nauðsynlegum breyt-
ingum og tekist að leysa farsællega
ýmis erfið úrlausnarefni. Vorið
1971 hafði hún hins vegar mnnið
sitt skeið, átti ekki lengur hljóm-
grunn hjá meirihluta þjóðarinnar.
Ævintýri
á selaslóð
BG
BOKMENNTIR
Karvel Ögmundsson,
Hilmar Þ. Helgason:
Þrír vinir.
Ævintýri Jitlu selkópanna.
Örn og Orlygur 1993.
80 bls.
Þrír vinir, ævintýri litlu sel-
kópanna, er heiti á bók eftir Kar-
vel Ögmundsson, sem sótt hefur
sjó og stundað útgCrð frá ellefu
ára aldri. Bókin er ríkulega
myndskreytt af Hilmari Þ. Helga-
syni.
Söguhetjumar em kópar, sem
fæddust í sellátri á Breiðafirði.
Þeim er fylgt eftir neðan sjávar
og ofan þar sem alls staðar leyn-
ast hættur. Hin stærri dýr, þar
með taldir mennirnir, sækjast
eftir lífi selanna, en sjálfir veiða
þeir minni fiska og önnur sjávar-
dýr sér til viðurværis. Stormar, ís
og straumar gera lífsbaráttuna
oft harða, en Breiðafjörðurinn
hefur líka upp á ýmis
bjóða.
Frásögn Karvels er ekki ein-
vörðungu einfalt barnagaman,
heldur lifandi frásögn um nátt-
úru Breiðafjarðar, um dýralífið,
lífsbaráttuna og samspil lífsins
ofan sjávarmáls og neðan.
Það er urtan Brana sem segir
söguna. f formála segir Karvel,
að hann gefi henni þau forrétt-
indi að geta tjáð sig á manna-
máli, svo að börn fái skilið lífs-
baráttu selsins, sorgir hans og
gleðistundir. „Frásagnir Brönu
byggjast á kynnum mínum af
selum um áratugi, samtölum við
fræðimenn og lífsreynda, sjálf-
menntaða, vitra menn úr skóla
Kfsins.'
Málfar höfundar er kjamgott og
skýrt og hann talar við bömin
eins og þau séu viti bomar vemr,
sem óhætt sé að opinbera leynd-
ardóma náttúrunnar fyrir. Út-
koman verður stórfróðleg og
bráðskemmtileg bók, sem ekki á
síður erindi við fullorðna en
börnin. Greinilegt er að Karvel
Ögmundsson viðurkennir ekkert
kynslóðabil og em ævintýri litlu
selkópanna sögur sem ungir og
gamlir geta skemmt sér sameig-
inlega yfir.
Myndir Hilmars Þ. Helgasonar
falla einstaklega vel að öðm efni
bókarinnar og eru góð náttúm-
fræði út af fyrir sig.
Matthías Bjarnason alþingismaður og Örnólfur Árnason.
Tímamynd: Árni Bjarna
Matthías með
tvær í takinu
BÓKAFRÉTTIR
„Ég efast ekki um að forsætisráð-
herra gefi bókina í jólagjöf," sagði
Matthías Bjamason alþingismaður
á blaðamannafundi fyrir skömmu,
í tilefni af útkomu bókar um ævi
hans og störf. Bókin ber heitið
Járnkarlinn, Ömólfur Árnason
skráði, en útgefandi er Skjaldboig.
í bókinni kemur Matthías víða
við, enda búinn að sitja á þingi í
30 ár og þekkir því tímana tvenna.
Að venju er hann ekkert af skafa
utan af hlutunum og í bókinni
sendir hann pólitískum andstæð-
ingum tóninn, auk þess sem sam-
starfsmenn hans í Sjálfstæðis-
flokknum fá sína dóma.
Auk bókarinnar um ævi hans og
störf hefur Matthías safnað saman
og búið til prentunar bókina ís-
land frjálst og fullvalda rfld 1918
— 1993, í tilefni af 75 ára afmæli
fullveldisins. -GRH